Alþýðublaðið - 24.04.1967, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 24.04.1967, Qupperneq 5
23. apríl 1967 Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 F <íu*t/eucáiQS- rAirm ímssto) Ritstjóri: Bencdikt Gröndal. — Eitstjóri Sunnudagsblaðs: Kristján Bersi Ólafsson. — Símar: 14900—14903. — Auglýsingasími 14906. Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Eeykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. —' Askriftargjald: kr. 105,00. —- í lausa- sölu: kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Álþýðuflokkurinn. RÉTTA LEIÐIN ALÞÝÐUFLOKKURINN hefur einn íslenzkra stjórnmálaflokka tvívegis þurft að glíma við klofningshreyfingar. Bæði 1937 og 1956 tóku áhrifamiklir leiðtogar flokksins sig upp og mynduðu sameiningarflokka með kommúnistum, í fyrra skiptið Sósíalistaflokkrnn og í hið síðara Alþýðubandalagið. Báðar þessar tilraunir til að sameina vinstriöflin í landinu hafa mistekizt. Héðinn Valdimarsson varð þojss fljót- lega áskynja, að kommúnistar höfðu ekki breytt eðli sínu eða starfsaðferð- um, þótt þeir gengju í sameiningar- flokk með honum. Þegar fyrsta stór- málið bar að höndum, þar sem leiðir þeirra skildi, sagði hann skilið við þá og viðurkenndi, 'að sameiningarhug- mynd hans hefði ekki heppnazt. Hannibal Valdimarsson myndaði Al- þýðubandalagið með kommúnistum fyr ir ellefu árum. Allan þann tíma hefur bandalagið aðeins verið óljóst kosninga bandalag en ekki stjórnmálaflokkur, og hefur staðið á hinum gömlu kommún- istum að ganga frá skipulagi þess. Hafa ekki aðeins verið deilur milli kommún- ' *•> ista og alþýðubandálagsmanna, heldur hafa kommúnistar verið þríklofnir og átt mjög erfitt um s'amstarf. Nú hafa þau tíðindi gerzt að komm- únistar hafa skipað lista AJþýðubanda- lagsins í Reykjavík með sínum eigin mönnum án þess að taka nokkuð til- lit til Alþýðubandalagsmanna. Hafa þeir sýnt venjulega frekju og tillitsleysi með þeim afleiðingum, að þeir hafa hrint frá sér bandamönnum sínum. Hef ur enn sannazt, að ómögulegt er að eiga heiðarlegt samstarf við þá. ' Dómur sögunnar er sá, að jafnaðar- menn hafi alla tíð átt heima í Alþýðu- flokknum og eigi það enn. Samstarfs" tilraunir með kommúnistum hafa allar mistekizt, en farsælla hefði verið að starfa innan Alþýðuflokksins og vinna þar að framgangi þeirra hugsjónamála, sem jafnaðarmenn eiga. Er nú enn tæki færi til þess, því atkvæði munu hvergi notast eins vel og á listum Alþýðu- flokksins. Allar tilraunir til að mynda nýjan vinstriflokk með kommúnistum hafa mistekizt. Þeir hafa alltaf stefnt að því að misnota fylgi þess fólks, sem til þeirra kemur úr röðum Alþýðuflokks- ins. Hins vegar hefur hinn gamli flokk- ur íslenzkrar alþýðu haldið áhrifum sín um og komið mörgum málum fram, al'þjóð til blessunar. Hann starfar af ábyrgð og nær árangri. Það má segja, að brúðarkjól- arnir hafi tekið breytingum síðan um aldamótin. í rammanum er brúður frá þeim tíma, með sítt slör (tákn hreinleika) og krans úr appelsínublómum (tákn frjó- semi), háa hanzka, langan slóða og hvaðeina. Kjóllinn er svo ríku- lega skreyttur blómum, að brúð- arvöndurinn virðist óþarfur. Unga brúðurin 1967 er kannski. of nýtízkuleg. jafnvel fyrir smekk bítlaæskunnar í dag, en svona vill hinn frægi tízkuteiknari, Paco Rabanne í París, hafa hana. Bún- ingurinn er allur gerður úr plasti og blómin líka. Geimferðahjalm- urinn kemur í stað slörsins og- táknar ef til vill það samá. Sokk- ar og skór eru gamaldags, seglr Rabanne, en blóm komast aldrei úr tízku, að minnsta kosti ekki plastblóm. Hvað segið þið, ungu stúlkur? Hvort brúðarskartið lízt ykkur betur á? Mynduð þið vilja labba inn kirkjugólfi'ð í Rabanne-klæðn- áðinum eða fellur ykkur betur fíneriið hennar langömmu? Haraldur Ólafsson, fil. lic skrifar kjallaragreinina í dag og ræðir um kynþáttahatur sme hafi skotið upp kollinum hér á landi ofar en menn átta sig á í fljótu bragði. sprengi síðari þróunar. Og bein líkamleg andúð á öðrum kyn- þáttum eða þeim, sem ólíkir eru, þekkist vart meðal frumstæðra manna. En hví er ég að rifja upp þessi dæmi um hegðun manna og dýra? Ástæðan er sú, að á und- anförnum mánuðum iiefi ég orð- ið var undarlegra hugmynda hér á landi, hugmynda um fjarlægar þjóðir og framandi kynþætti, í fyrravetur fóru að birtast í blöðum hér fréttabréf frá íslenzk um manni, sem búsettur er í Rliodesíu. Var þar á lofti haldið þeirri firru, að negrar væru á einhvern hátt lakar til þess falln- ir að stjórna málum sínum en hvítir menn, og yrðu því liinir síðarnefndu að styðja við bakið á þeim lituðu, eins og farið er að kalla Afríkumenn af negra- kyni, að dæmi Suöur-Afríku- stjórnar. Ekki varð ég þess var í blöðum, að þar birtist gagnrýni á þessi furðuleg skrif, nema hvað einu sinni var bréf frá hinum glaðbeitta hvítingi í Mið-Afríku, birt með þeirri athugasemd, að hann bæri einn ábyrgð á skoð- unum sínum, — um skoðanir blaðsins sagði ekkert. Ekki er la,ngt síðan enn komu fréttir frá Rhodesíu í sama anda og fyrr, og óspart veitzt að brezku stjórn- inni og negravináttu hennar. • Mér er hulin ráðgáta, hvað rak íslenzk blöð til þess að birta „fréttir” þessa manns, og enn síður skil ég, hvernig nokkrum íslenzkum ritstjóra datt í hug að birta þetta án athugasemda eins og um væri að ræða síldarfrétt eða kroppþunga dilka, öllum er ljóst, að Rhodesíu-stjórn fylgir í höfuðatriðum sömu stefnu og Suður-Afríkustjórn, enda þótt lan Smith eigi enn eftir að lög- festa apartheid. Apartheid bygg- ir á þeirri skoðun, að kynþættir séu svo ólíkir, andlega og líkam- lega, að þeim sé eiginlegt að lifa aðskildum. Hvíti kj'nstofninn er göfugastur, og ekki má veikja hann með blóðblöndun við lak- ari kynstofna. Það væri of langt mál að ræða þessar fullyrðingar hér. Engum. alvarlega þenkjandi niannfræð- ingi dettur í hugf að kynstofn- arnir séu svo ólíkir, að þeim sé hollast að lifa aðskildum. Fjöl- margt bendir til þess, að hreinir kynstofnar séu ekki til. Mann- kynið er allt ein allsherjarblanda, sem að vísu greinist í hópa, sem eru ólíkir í útliti. Kynþáttahatur er tiltölulega nýtilkomið í mann- legu samfélagi. Mannaparnir lifa í einangruðum hópum, en það þekkist ekki að þeir noti veik- byggðari félaga sína sem þræla eins og homo sapiens gerir. En það voru þessi dæmi kyn- þáttahaturs, sem ég var að tala um. Það virðist engin skynsam- leg ástæða fyrir íslendinga að amast við öðrum kynflokkum. — Fréttabréfin fr-á Rhodesíu, sem og skrif annarra aðila hér á landi, benda til, að hér sé fyrir hendi kynþáttahatur, eða á kann- ski heldur að kalla það ótta. Ég býzt ekki við, að þessi ótti sé útbreiddur, en í vetur kom í Ijós, að auðvelt er að egna til úlfúðar gegn útlendingum, ef blöð og einstaklingar taka sig saman um það. Undanfarið hef- ur nokkur hópur útlendinga komið hingað í atvinnu- og æv- intýraleit. Hafa sumir þeirra lent í vandræðum, og sumir í liönd- um lögreglunnar. Þá brá svo við, ‘að blöðin fóru að birta lesenda- bréf, þar sem þessir útlendingar voru kallaðir hinum verstu nöfn- um. Var aldrei tekið vægilegar til orða, en að kalla þá „erlend- an flökkulýð”, „útlent dót” eða „útlendi.igadjöfla.” í fréttum var oftast notað orðið flökkulýður um þessa menn. Allur var tónninn í frásögnum af þessu fólki hvim- leiður, og mér varð ljóst, að Rhodesíumaðurinn átti hér hljóm grunn, enda þótt fæstir væru kannski reiðubúnir að meðtaka boðskap hans fyrirvaralaust. Sé innflutningur verkamanna vandamál hér á landi á að leysa það með stjórnaraðgerðum, en ekki ógeðslegum munnsöfnuði, — munnsöfnuði, sem minnir ó- notalega á orðbragð Adolfs heit- ins Hitlers. Það sæmir okkur ekki að tyggja hráan áróður þeirra, sem trúa á meðfædda kúgunarþörf mannsins. og rétt- læta eigin öryggisleysi og leynd- an ótta með mystiskum átrúnaði á ágæti eigin kynstofns. Ég lield, að þau viðbrögð, sem hér hefur orðið vart gag'nvart öðrum kynþáttum og tilteknum hópi útlendinga sýni, að hér gæti kynþáttahatur vakizt til lífs. En ég er sannfærður um, að því ráða aðrar orsakir en staðar- hvötin, sem ég gat um, að gætti meðal annarra æðri dýra. ,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.