Alþýðublaðið - 24.04.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 24.04.1967, Blaðsíða 10
Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ 23. apríl 1967 10 (7 Frá ársþingi íþróttabandalags Hafnarfjarðan Bygging íþróttahúss brýnasta verkefnið Yngvi Rafn Baldvinsson endurkjörinn formaður Ársþing íþróttabandalags Hafn- arfjarðar var- haldið nýlega, eða 31. marz og 8. apríl sl. Mörg mál voru rædd á þinginu og fjöldinn allur af tillögum samþykktar. Stjórn bandalagsins var öll end- urkjörin, en hana skipa: Formaður: Yngvi Rafn Bald- vinsson; gjaldkeri: Ögmundur Ilaukur Guðmundsson; ritari: Jón Egilsson; Meðstjórnendur: Guð- mundur Geir Jónsson, Anna Kr. ÞóUðardóttir. Tillögur, sem samþykktar voru á 22. ársþingi ÍBH 31. marz og 8. apríl 1967. I 1. 22. ársþing ÍBH telur sem fyrr byggingu íþróttahússins brýnasta verkefnið í íþróttamál- um bæjarins og beinir þeirri ein- dregnu áskorun til bæjarstjórnar Ilafnarfjarðar, að hún leggi J).öf- uðáherzlu á að hraða framkvæmd- um við' byggingu hússins. % a. Þingið vekur athygli á því að samkvæmt opinberum skýrsl- um, er Hafnarfjörður með flesta skólanemendur á hvern ferm. leikfimisgólfs af öllum kaupstöð- utn Iandsins. Enda er ekki hægt, nema að litlu leyti, að framfylgja fræðslulögum viðvíkjandi leik- fimikennslu í skólum bæjarins. I b. Nú er ástandið í byggingu í- þröttahússins þannig, að hefja þar'f framkvæmdir í maí næstk. svo' að von sé til að húsið verði fokhelt fyrir veturinn, eins og á- ætfað er. Vitað er að all mikið Innanhússmót IR á mánudag IJrjálsíþróttadeild ÍR efnir til innanhússmóts í stökkum án at- rennu á mánudag kl. 20,50. Keppt verður í langstökki, þrístökki og hástökki fyrir karla. Drengjahlaup Armanns í dag Drengjahlaup , Ármanns fer fram í dag og hefst kl. 2. Kepp- enc}ur eru alls 25 frá Ármanni, ÍR..HSÞ, KR, UMSE og KA, Ak- ureyri. Starfsmen'n og þátttalk- endur eru beðnir að mæta á Melavellinum kl. 13,15. fé þarf til þess að hefja þennan áfanga við bygginguna. Fjárhagsáætlun bæjarins gerir ráð fyrir kr. 5 millj. á yfirstand- andi ári og sama upphæð var á- ætluð til verksins á sl. ári., og upplýsingar liggja fyrir um það að þeirri upphæð var ekki allri varið til verksins á því ári. Það verður að teljast lágmarkskrafa, að sú upphæð, sem ætluð er til verksins á fjárhagsáætlun hvers árs sé örugglega notuð hverju sinni. Hafi bæjarsjóður ekki hand- bært fé, nú þegar, til þess að halda áfram með ráðgerða áætl- un, verður það að teljast lág- markskrafa að bæjarsjóður út- vegi það fé með lánum eða öðru móti. Mætti þar nefna útgáfu skuldabréfa. c. Þar sem dregizt hefur úr hömlu að standa við gerðar á- ætlanir um byggingu íþróttahúss í Hafnarfirði, beinir þingið því til stjórnar ÍBH, hvort ekki sé tímabært að boða til almenns borgarafundar um byggingu húss- ins. ) 2. 22. ársþing ÍBH vill enn einu sinni vekja athygli bæjaryfir- valda á því, að íþróttahreyfingin hefur óskað eftir því, að tvö svæði yrðu tekin fyrir framtíðaríþrótta- svæði fyrir Hafnarfjörð. 1. Víði- staðir. 2. Svæðið milli Hamraness og Grísaness. Treystir þingið því að loforð verði haldin um það, að þessi svæði verði ekki tekin til annarra nota og þar hafnar framkvæmdir, þegar byggingu í- þróttahússins er lokið. f 3. 22. ársþing ÍBH skorar á hátt- virta bæjarstjórn, að hefjast nú þegar handa um byggingu lít- illa íþróttasvæða, víðs vegar um bæinn. Ennfremur má benda á þá nauðsyn að lagfæra svæðin í kringum skólana, þannig að þau notist skólunum á meðan þeir starfa og íþróttafélögunum yfir j sumartímann. j Þingið vill vekja athygli á því, því, að oftast er hægt að útbúa þessi svæði með sáralitlum til- kostnaði, með þeim tækjum, sem nú er völ á. 4. 22. ársþing ÍBH vill enn einu sinni óska eftir því við hátt- virta bæjarstjórn, að félögin fái meiri afnot af leikfimihúsi Lækj- arskólans. Vill þingið benda bæj- aryfirvöldum á, að þetta er eina íþróttahúsið í bænum og er því óþolandi að það skuli ekki vera meira til afnota fyrir íþrótta- hreyfinguna en nú er. Felur þing- ið stjórn ÍBH að halda áfram að þoka þessu máli í viðunandi horf. 5. Um leið og 22. ársþing ÍBH þakkar háttvirtri bæjarstjórn fyrir veitt fjárframlög, vill það minna á að styrkur sá, er bæj- arstjórn veitir íþróttahreyfing- unni, kr. 90 þúsund á ári, hefur ekki hækkað síðan 1959. Vegna húsnæðisvandræða hafa félögin neyðst til þess að leita í auknum mæli til annarra byggðarlaga um húsnæði fyrir æfingar sínar. — Sem dæmi má nefna, að ferða- kostnaður og húsaleiga vegna æf- inga, utan bæjarins, á sl. ári, varð hjá meistaraflokkum F.H. og Hauka, kr. 80 þúsund. Það er því von þingsins að bæjarstjórn sjái sér fært að hækka þennan styrk verulega og greiða hann með jöfnum greiðsl um allt árið. Á þann hátt kemur hann íþróttahreyfingunni að bezt- um notum. 6. 22. ársþing ÍBH telur, að fullkomlega sé tímabært að ráða íþrótta- og æskulýðsfulltrúa á vegum bæjarins. Skorar þingið á bæjarstjórn að samþykkja tillögur þær, um þetta efni, sem stjórn ÍBH lagði fyrir bæjarráð á síðastliðnu hausti. 7. 22. ársþing ÍBH Iýsir ánægju sinni á starfi núverandi í- þróttanefndar, en átelur jafn- framt að ÍBH skuli hafa verið sniðgengið við skipan nefndar- innar og störf hennar unnin án samráðs við stjórn ÍBH. Væntir þingið þess að bæjarráð Hafnar- fjarðar endurskipuleggi þessá nefnd til samræmis við það sem tíðkast í öðrum bæjarfélögum og reynzt hefur vel, þannig að nefndarmenn verði 5, þar af 2 tilnefndir af stjórn ÍBH. 8. 22. ársþing ÍBH þakkar ÍSÍ fyrir hið myndarl. landshapp- drætti undanfarin ár og þau auknu sölulaun sem boðin hafa verið. 9. 22. ársþing ÍBH telur æski- legt að ÍBH kaupi miða í lands happdrætti ÍSÍ, sem svarar til 2 miðum á hvern félaga og láti fé- lögin fá þá í réttu hlutfalli við félagatölu. — Skili félögin miðum til baka fái þau 50% sölulaun, en ef ekki, þá 75% sölulaun. ÍBH sé heimilt að kaupa þá miða er félögin kunna að skila. 10. 22. ársþing felur væntan- legri stjórn bandalagbins að skipa nefnd sem vinni að Framhald á 14. síðu VEITIR KEFLAVÍKURBÆR MEST TILIÞROTTANNA? Greiðslur bæjarfélaga til íþróttabandalaga viðkomandi staða, sam- kvæmt fjárhagsáætlun 1967. Krónur: íbúar 1. des. Krónur 1966: pr. íbúa: Reykjavík ........~ 2.100.000,00 78.982 26.58 Akureyri ......... 150.000.00 9.907 15.14 Kópavogur ....... 150.000.00 9.933 15.10 Keflavík ......... 200.000.00 5.396 37.06 Akranes .......... 100.000.00 4.145 24.13 Hafnarfjörður ....... 90.000.00 8.546 . 10.53 Ef ÍBH fengi meðaltal greiðslna miðað við þessa 5 bæi, kr. 24.92 á íbúa, þá ætti það að fá kr. 212.966.32, í staðinn fyrir kr. 90.000,00, eins og nú er. Hvor sigrar ■ kvökl KR eða ÍR? Körfubolti r I tapi fyrir KFR í kvöld. Fari svo, að úrslit beggja leikjanna verði ÍS í hag, munu þeir leika auka- leik við Ármann um sætið í fyrstu deild. í kvöld kl. 20.15 verða leiknir síðustu leikirnir í 1. deild í ís- landsmótinu í köi'fuknattleik. Fyrst leika KFR og Ármann, en þar má búast við hörkuleik, því á undanförnum árum hafa leik- ir þessara liða jafnan verið jafn- ir og skemmtilegir. Að þeim leik loknum mætast „erkióvinirnir“. ÍR og KR. KR-ingar náðu bikarn- um af ÍR eftir aukaleik í ís- landsmótinu 1965, og liéldu hon- um enn 1966, unnu ÍR í úrslita- leik nokkuð örugglega. ÍR vann svo fyrri leik liðanna í þessu móti og er nú í efsta sæti með alla leiki unna. Sigri KR í leikn- um í kvöld, verða liðin að leika aukaleik um titilinn. í clag verða leiknir þessir fjórir leikir í íslandsmótinu í körfuknatt leik: ÍR - KR. Ungl. fl. ÍR — ÍS 1. fl. Á — KFR 1. fl. ÍS — ÍKF 1 deild. Ástæða er til að vekja athygli á fyrsta og síðasta leiknum í dag, en sá fyrsti er úrslitaleikurinn í meistaraflokki kvenna, og sá síð- asti er lokaraunin fyrir ÍS, sem er í neðsta sæti í 1. deild, en getur forðað sér frá setu í 2. deild með því að vinna þennan leik, jafnframt því að Ármann HJORTUR HANS- SON, K.R. Hjörtur er 20 ára laga- nemi við Háskólann, 189 cm. á hæð. Hann leikur vinstri framherja í KR liðinu, og Iþrátt fyrir að hann hefur aðeins æft körfuknattleik að staðaldri í fimm ár, hefur hann náð mikilli leikni í knattmeðferð og körfuskot- um og er nú orðinn einn sterkasti leikmaður KR-liðs- ing, Hann lék sína fyrstu stórleiki með unglingalands- liðinu í París 1963, en hef- ur auk þess leikið 5 lands- l íeiki.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.