Alþýðublaðið - 24.04.1967, Síða 16

Alþýðublaðið - 24.04.1967, Síða 16
efurt/uiétcuis Einvígi í stað orðaskaks í>Á er almanakið búið að kjósa sum arið til þess að fara með völdin næstu mánuðina, en vet- urinn bagar sér eins og íslenzkur stjórnmálamaður og þrjóskast við að víkja úr stöðu sinni fyrr en í fulla hnefana. Meðan kosningaeldurinn magnast hér Frétta- yfirlit vikunnar EG SE EKKI BETUR EN að það sé langsamlega bezt að eiga aldrei svo mikið sem græn an eyri. Þá þarf maður ekki að vera að liugsa um að spara ueitt. uppi á íslandi Og óspart er bar izt með logandi stóryrðum, les um við frétt utan úr heimi, nán ar tiltekið frá Frakklandi, sem vert er að veita ofurlitla at- hygli. Tveir franskir þingmenn, annar sósíalisti og hinn Gaullisti gerðu sér lítið fyrir og brugðu sér ögn aftur í tímann og háðu einvígi upp á,gamla móðinn. Þeir tóku sér sverð í hönd og börðust í fjórar mínútur, unz sósíalistinn fór með sigur af 'hólmi en Gaull istinn féll í valinn, skrámaður á hægri handlegg. Ólíkt er nú hrein legra að iganga sisona útundir vegg og berjast með sverðum, lieldur en að vera sýknt og heil agt með þetta eilífa nagg og makk og múður, eins og tíðkast hér á landi. íslenzkir stjórnmála menn ættu að taka þá frönsku sér til fyrirmyndar, enda rennur þeim blóðið til skyldunnár engu síður en Frökkum, allir komnir af knáum víkingum og bardaga mönnum og guma af því í tæki færisræðum þegar við á. Ólíkt £ iimu:; ij- /%>, MIR Stí spaki segir... Grikkland er vagga lýðræðisins, En- lýðræðið hefur aldrei komizt úr vöggunni þar. Skopmynd í næsta mánuði mun Wilson gera enn eina tilraun til þess að já England tekið upp i Ejnahagsbandalag Evrópu. i tilejni af' þv{ teikmar Mogens Juhl þessa mynd. Og textinn hljóðar svo: — Nú ríður á að maður komist yjir stóra hestinn. hefði nú til dæmis verið skemmti legra ef Alfreð hefði sent Austra einvígisáskorun í staðinn fyrir úrsögn úr bandalaginu. Hvílík skemmtan hefði það ekki orðið, ef þeir hefðu brugðið sér bak við alþingishús með leynd einhverja nóttina og barizt einu sinni heið arlega. Nei ,því er ekki að heilsa á þvisa landi, að menn láti til skar ar skríða og leysi málin í eitt skipti fyrir öll, í staðinn laumaðist Alfreð úr landi og Austri sezt við ritvélina og hneykslast reiðinnar feikn ó manninum, að hann skuli ekki •gera sig ánajgðan með að láta sparka sér úr þingsæti og öllum áhrifastöðum, — að 'hann skuli meta meir eigin aðstöðu en hag heildarinnar og málefnisins, eins og hann kemst að orði. Svona geta menn tajað digurbarkalega þegar þeir eru sjálfir búnir að koma sér í öruggt efstasæti 'á lista. Meðan enn er frost á íslandi þrátt fyrir valdatöku sumarsins eru miklir umhleypingar í grísk um stjórnmálum, að því er Mogginn segir. Einnig þar var málaþrasið orðið svo yfirgengi- legt, að enginn botnaði neitt í neinu. Það er nefnilega svo með orðin, eins og eitt ljóðskáldið kemst að raun um í nýjustu bók sinni: Þau geta tekið á sig allar mögulegar myndir; verið ber- fætt og eldfim og hrekkjótt og ég veit ekki hvað og hvað. Grikk ir gáfust upp á orðunum og hér eftir berjast menn þar í landi með vopnum en ekki orðagjálfri, enda er það miklu hreinlegra. Vísur um veður og framboð. Víst mun gaman í vor að kjósa, þótt verð’ ekki farið að þiðna. Sumar og vetur saman frjósa, en sundur kommar gliðna. Á endanum slitna ástarböndin. Austri er sár og bitur, Alfreð er flúinn út í löndin, en eftir Hannibal situr. Ekki er von að Austri skilji, að aðrir í framboð komast vilji. Hvernig sem gengur og hvernig sem fer hann í tryggu sæti er. DANÍEL DJÁKNI. Orðabók háðskólans FYRSTi SUMARDAGUR: Ætti heldur að heita FRYSTI sumardagurinn. PIPARSVEINN: Berhöfðaður maður á köldum vetrardegi. DÖSARLOK: Það sem veika kyninu tekst að skrúfa svo fast á, að sterka kynið getur ekki skrúfað það af aftur. SÖNGUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS: SJÁ ROÐANN í AUSTRA.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.