Alþýðublaðið - 13.05.1967, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 13.05.1967, Qupperneq 1
Laugardagur 13. maí 19B7 - 49. árg. 105. tbl. VERÐ 7'KR. Úrskurður yfirkjörstjórnar Reykjavíkur: LISTI HANNIBALS IITAN FLOKKA Yfirkjörstjórn Reykjavíkur úrskurðaði í gær Iista Hannibals Valdi- marssonar utanflokka og ákvað, að hann skyldi bera lístabókstafinn I. Byggist úrskurður þessi á því, að sama stjórnmálaflokki sé ekki heimilt að hafa fleiri menn í kjöri í Reykjavík en 24. Landskjör stjórn kom saman til fundar í gærkvöldi en frá henni mun ékki úr skurðar að vænta um málið fyrr en í dag. Yfirkjörstjórn Reykjavíkur hélt tvo fundi í gærdag. Kristján Kristj ánsson yfirborgarfógeti, oddviti kjörstjórnarinnar, hafði óskað eft ir því að varamaður tæki sæti hans og var það H.rður Þórðarson, en Páll Líndal var kjörinn oddviti kjörstjórnarinnar. Á þessum fundi sem umboðsmenn allra lista höfðu verið boðaðir til, var ákveðið livaða listabókstaf allir listarnir skyldu hafa, nema listi Hannibals manna, sem ágreiningur stóð um. Gerðu umboðsmenn listans kröfu til að hann fenlgi bókstafinn GG, en umboðsmenn G-listans mót- mæltu því. Yfirkjörstjórn kom aftur sam- an til fundar kl. 3 í gærdag og birti þar úrskurð sinn um ágrein- ingsefnið og var úrskurðurinn und irritaður af öllum yfirkjörstjórn- armönnum, Páli Líndal, Eyjólfi Jónssyni, Herði Þórðarsyni, Jón- asi Jósteinssyni og Sveinbirni Dagfinnssyni. Segir í úrskurðin- um, að yfirkjörstjórnin telji að við mat á úrlausnaréfninu komi fyrst og fremst „til álita 1. gr. stjórnskipunarlaga nr. 51, 14. á- gúst 1959, um breyting á stjórn- skipunarlögum nr. 33, 17. júní 1944. Þar segir svo í c-lið 1. mgr.., að á Alþingi „eiga sæti 12 þing menn kosnir hlutbundinni kosn- ingu í Reykjavík", en í d-lið seg- ir, að þar eigi sæti „11 lands- kjörnir þingmenn til jöfnunar milli þingflokka, svo að hver þeirra hafi þingsæti í sem fyllstu samræmi við atkvæðatölu sína við almennar kosningar". í 2. mgr. segir m.a.: „Á hverjum fram boðslista skulu að jafnaði vera tvöfalt fleiri menn 'en kjósa á í því kjördæmi, og skulu varamenn, bæði fyrir kjördæmakosna þing- menn og landskjöma, vera svo margir sem til endist á listanum". Þótt svo sé til orða tekið, að á framboðslista skuli ,,að jafnaði" vera tvöfalt fleiri menn en kjósa á, virðist ljóst, með hliðsjón af 30. gr. laga nr. 52, 14. ágúst 1959, um kosningar til Alþiúgis, að átt er við hámarkstölu. Nú er yfirlýst markmið umboðs manna lista Vésteins Ólasonar o. fl„ samkvæmt gögnum, sem þeir hafa lagt fyrir yfirkjörstjóm, að atkvæði, er kynnu að falla á lista, er merktur yrði GG, nýtist Al- þýðubandalaginu að fullu við út- hlutun uppbótarþingsæta, sbr. 119. gr. kosningalaganna. Á hvorum lista, sem rætt hefur verið um, em nöfn 24 manna, og hefur kjörgengi þeirra ekki verið véfengt. Báðir eru listamir bornir fram í nafni Alþýðubandalagsins í Reykjavík eins og áður segir. Ef fallizt yrði á kröfur umboðs- manna lista Vésteins Ólasonar o. fl. leiddi af þvi, að frambjóðend- ur Alþýðubandalagslns í Reykja- vík yrðu alls 48. Verður því að telja þá niðurstöðu andstæða áður tilvitnuðum ákvæðum stjómskip- unarlaga og kosningalaga, enda verður að Iíta svo á, að sami aðili geti ekki borið frarn iista, einn eða fleiri, í Reykjavikurkjördæmi Framhald á 15. síðu. AVARP tilstuðningsmannaA-listans Á rúmlega 50 ára starfsferli sínum liefur Alþýðufíoldiurinn ávallt átt í fjárhagserfiðleikum vegna nauðsynlegrnr starfs- semi sinnar. — FIokkurinn hefur stuðzt við fylgi fclks, sem lítið hefur verið aflögufært um fjármuni. — Þetta hcfur þó bjargazt með almennri þátttöku stuðningsmanna hans þótt hver hafi þar ekki látið stóra skammta. Nauðsynlegur kosningaundirbúningur hefur á siðari ár- tugum vaxið mjög og krafist síaukins fjármagns. — Það er á þessu undirbúningsstarfi, sem úrslit kosninganna geta oltið Þetta gera fjársterkari flokkarnir sér Ijóst og spara þess vegna í engu allan tilkostnað. Þessum þætti kosningabarýi tunnar verður ekki mætt á annan veg, en með- almennri fjársöfnun. Alþýðuflokkurinn fer þess vegna enn einu sinni bónarveg til allra stuðningsmanna sinna og velunnara og biður þá, hvern eftir sinni getu, að láta af hendi rakna fé í kosningasjóð flokks ins. Fyrir hönd fjáröflunarnefndar munu eftirtaldir aðilar veíta fé móttöku; Emelía Samúelsdóttir, simi 13989, og skrifstofa Al- þýðuflokksins í Reykjavík, símar 15020 — 13374. Fjáröflunarnefnd Alþýðuflokksins í Reykjavík: Emelía Samúelsdóttir Gylfi Þ. Gíslason. Eggert G. Þorsteinsson. Leitarstöð K.í. í nýiu húsnæði Blaðamönnum var í gær boð ið að skoða nýendurbyggt hús- næði fyrir leitarstöðvar krabba- meinsfélaganna, en það hefur ver ið í undirbúningi síðan í vet- ur, ásamt ýmsum öðrum endur Nokkrir af forystumönnum Krabbameinsfélagsins og læknar stöðvarinnar. bótum á húsinu, svo að nú er hægt að hefja þar tilætluð störf. Meðal þeirra verkefna, sem Krabbameinsfélag íslands hefur með höndum er rekstur tveggja krabbameinsleitarstöðva sem um árabil hafa haft aðsetur sitt í kjallara hússins, en með auknum störfum og starfsliði var húsnæð ið orðið allt of lítið, en nú hef ur verið bætt úr því. Eldri stöðin, eða leitarstöð A eYílÓ ára una þessar mundir. Hún flytur nú alla starfsemi sína ó fyrstu hæð hússins ,en auk þess verður þar rannsóknarstofa fyrir leitarstöð B, og þar með er báðum stöðvunum vel séð fyrir húsnæði. Læknamir sem fyrstir veittu leitarstöð A forstöðu voru Dr. Guðlaugur Snædal og Richard Thors, en undanfarin ár hefur Jón Hallgrímsson verið forstöðu- maður stöðvarinnar og allar rann sóknir þar hvílt á hans herðum og ! aðstoðarfólki hans. Til stöðvar A leitar fólk er ekki kennir sér meins, en óskar eftir rannsókn með sérstöku til liti til krabbameins og hefur stöð in haft nóg viðfangsefi i„ og aí óbreyttum aðstæðum var ókleiffc að auka afköst hennar eða færa starfssviðið út, en nú verður þar breyting á með nýja húsnæð- inu. i Jón Hallgrimsson læknir, hef 1 ur unnið að því og staðið fyrir því að taka saman allar rann- sóknir stöðvarinnar á 10 ára tímabili og er því verki nú langfc komið. Ýmsar veigamiklar rannsóknir , eru gerðar á þeiný sem leita ! stöðvarinnar, en auk þcirra, sem i hafa verið framkvæmdar þar áð ur verður nú bætt við lýsingu upp í endaþarminn á þoim, sem þangað leita, en á því svæði, sena þannig er hægt að rannsaka, myndast helmingur allra krabba- meina í þörmum. Krabbamein í maga myndasfc frekar í sýrulausum maga, en. þeim, sem hafa sýrurnar í igóðu lagi, það er því æskilegt, að rann saka þá einstaklinga, sem þann ig er ástatt um með hæfilegu millibili. Ef ætti að gera það á hinn fullkomnasta.hátt, kostar það Framhald á 15. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.