Alþýðublaðið - 13.05.1967, Side 3

Alþýðublaðið - 13.05.1967, Side 3
Ný eldisstöð 1 Kollafir Nefndin, sem undirbjó fundinn. Frá vinstri: Gu'd'-mundur Karlsson, Sigurður Jóhannesson, Siguröur Helgason, Þórarinuu Sigurðsson, Eggert G. Þorsteinsson, Jón Helgason, Ásgcir Þorleifsson, Hörð'ur jósk arsson, Ásgeir Björnsson Jónína M. Guðjónsdóttir. Þeir eru aff merkja laxaseiðin, en nú verffa merkt nær 15 þús. seiði. Ungir I istamenn 1967 me5 sýningu FÉLAG íslenzkra myndlistar- manna hefur ákveffið að efna til sýningar á verkum ungra lista- manna í fyrri hluta júní, og verð ur sýningin nefnd Ungir lista- menn 1967. Þátttakendur þurfa að vera yngri en 30 ára, en að öðru leyti eru þeim engin skilyrði sett. Fjögurra manna dómnefnd velur verk á sýninguna, og skipa hana tveir menn frá félaginu, þeir Steinþór Sigurðsson og Jóhann Eyfells, og tveir fulltrúar ungu kynslóðarinnar, Sigurjón Jóhanns son og Jón Gunnar Árnason. Sýn- ingin verður haldin í Listamanna skálanum og þangað eru ungir listamenn beðnir að koma með myndir sínar föstudaginn 2. júní kl. 4-7. Er þetta í fyrsta skipti, sem sýnin'g af þessu tagi er hald in hér á landi. í Laxeldistöð ríkisins í Kolla- firði var nýlega tekið í notkun nýtt eldislhús og hefur því aðstað an við laxeldi í eldisstöðinni batn að mikið. Blaðamönnum var í fyrradag boðið að skoða stöðina og hið nýja eldishús, en það er 400 fer- metrar að flatarmáli, stálgrindar- hús og á steinsteyptum grunni. Mestur hluti hússins er eldissalur, þar sem 40 ferhyrndum eldiskerj um er komið fyrir ásamt vatnsleiðslum að kerjunum og frá þeim. Er ætlunin að nota eldisker in til þess að ala í laxaseiði á fyrsta ári. Eggert Hörffur Sigurður Verkfræðilegan undirbúning. að byggingu eldishússins gerði Verkfræðistofan Hönnun í Reykja vík. Innkaupastofnun ríkisins bauð byggingu hússins út. Var samið við Hvesta h.f. að reisa gmnninn, Landssmiðjuna um að reisa stál- grindina og að klæða hana svo og um raflagnir, en Árni Jóhanns son, byggingarmeistari, hefur ,séð um innréttingar 'á skrifstofu og fleiru. Eídisker í eldissal eru gerð úr plasti og hefúr Trefjaplast h.f. á Blönduósi búið kerin til. Eru þau 2x2m að ummáli og 50 cm að dýpt. Eftirlitsmenn með bygging- arframkvæmdunr voru verkfræð- ingarnir Ásgeir Markússon og Guðmundur Gunnarsson, sem jafnframt gerði allar áætlanir. Kostnaður við byggingu hússins og útbúnaður er um þrjár milljón ir króna. STJÓRNMÁLAKYNNING Á ÞRIÐJUDAGINN í Laxeldisstöðinni eru nú um milljón laxaseiði. Þar af er um 800 þúsund kviðpokaseiði, um 150 þúsund ársgömui seiði og rúm- lega 50 þúsund tveggja ára seiði, sem eru tilbúin að ganga í sjó í vor. Auk þess eru nokkur hundruð ársgömul sjóbirtingaseiði og um fimm þúsund bleikjuseiði af ýms- um stærðum og aldri, allt upp í fimm pur.da fiska. Laxaseiðin í stöðinni eru upp- runnin úr mörgum ám svo sem úr Stóru-Laxá í Hreppum, Hvítá í Árnessýslu, Höskuldslæk, Soginu, Elliðaánum, Leirvogsá, Laxá í Leirársveit, Laxá í Dölum, Mið- fjarðará, Víðidalsá og Laxá í Þing eyjarsýslu. Veiðifélög við nefndar ár hafa verið svo velviljuð að láta Laxeldisstöðinni í té laxa- hrogn á undanförnum árum. Laxa hrognin hefur svo Laxeldisstöðin endurgreitt með því að skila aftur Framhald á 15. síðu. Stjórnmálakynning Fulltrúaráðs Alþýffuflokksins í Reykjavík verffur þriðjudaginn 16. maí kl. 8,30 í Ingólfskaffi. Fulltrúaráðið skipaffi nefnd til að undirbúa fundinn og fjallaði nefndin um atvinnumál. Framsögumaður nefndarinnar er Eggert G. Þorsteinsson, fundarstjóri er Sigurffur Helgason og fundarritari Hörður Óskarsson. Flokksfólk er hvatt til að sækja fundinn og taka virkan þátt í umræðum. Skemmtifund ur KVENFÉLAG ALÞýÐUFLOKKSINS í Hafnarfirffi heldur skemmtifund í Alþýðuhúsinu næstkomandi þriöjudagskvöld, 16. maí, kl. 8,30 síðdegis. SKEMMTIATRIBI: 1. Ávarp: Jón Ármann Héðinsson, viðskiptafræð- ingur. 2. Upplestur: Frú Hulda Runólfsdóttir, leikkona. 3. Söngur: Guðmundur Guðjónsson, óperusöngvari. 4. Leikþáttur: Róbert og Rúrik. 5. Ávarp: Stefán Júlíusson, rithöfundur. Kaffidrykkja. — AHt Alþýðuflokksfólk velkomið meðan húsrúm leyfir. SKEMMTINEFNDIN. Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins Utðnkjörfundðkosning KOSNINGASKRIFSTOFA ALÞÝÐUFLOKKSINS cr aff Hverf isgötu 4. Símar 11260 — 10671. Stuðningsfólk Alþýffuflokksins er beffiff aff hafa sam- band við skrifstofuna, og gefa henni upplýsingar um það fólk sem verður fjarverandi á kjördegi. 13. maí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.