Alþýðublaðið - 13.05.1967, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 13.05.1967, Qupperneq 7
150 ÁR jg^rsbækur Bókmenntafélags- ins eru nýkomnar út fyrir árið 1966 og eru að miklu leyti helgaðar 150 ára afmæli félags- ins sem minnzt var á því ári að öðru leyti. í Skírni er birt' ræða Einars Ól. Sveinssonar á afmælisdaginn, 30. marz 1966, og afmælisgrein um félagið eft- ir Aðalgeir Kristjánsson, en fylgirit Skírnis þessu sinni er skrá um efni í tímaritum félags- ins í 150 ár, sem Einar Sigurðs- son hefur tekið saman. Af tíma- ritum Bókmenntafélagsins — ís- lenzk sagnablöð, Fréttir frá ís- landi, Tímarit hins íslenzka bók- menntafélags, Skírnir — er Skírnir vitaskuld langmestur fyr- ir sér, hefur nú komið út sam- fleytt í 140 ár og er þar með „elzta tímarit á Norðurlöndum” sem oft er getið. Það kemur raun- ar fram í formála Einars Sig- urðssonar fyrir efnisskránni að þótt árgangar Skírnis teljist 140 eru þeir raunverulega ekki nema 139 þar sem 78di árgangur, 1904, féll niður. Væri nú ekki ráð að taka til sömu undanbragða að nýju þannig að sá Skírnir sem væntanlega kemur út á næsta ári verði ársettur samkvæmt því 1968, 142. árgangur? Þetta er að vísu tómt formsatriði, en ó- neitanlega er skemmtilegra að Bókmenntafélagið sé nokkurn veginn samtíða sér meðan það er á lífi. Vonlítið virðist' hins vegar að vinna upp á einu ári rótgróna tímatöf útgáfunnar. gfnisskrá tímarits Bók- mennt'afélagsins er allmik- ið rit að vöxtum, nær 300 bls., og verður ómetanlegur lykill að þessum ritum öllum þeim sem vilja reyna að hafa þeirra ein- hver not. Meginkaflar hennar eru höfundaskrá, efnisskrá eftir OG EINU BETUR [ flokkum, og skrá um ritdæmd ar bækur sem ekki er minnst' um vert þó Skírnir sé raunar ekki, og sízt í seinni tíð, slíkt heim- ildarrit um samtíðarbókmenntir sem vert væri. Þá er skrá um mannamyndir í ritum, ritstjóra þeirra og ritnefndarmenn, og Einar Sigurðsson ritar glöggan formála um útgáfu tímaritanna. Hins vegar vantar skrá um út- gefnar bækur Bókmenntafélags- ins sem fengur væri að fá sér- staklega við tækifæri og væri enda hið sæmilegast'a afmælisrit ein sér. Þeir víkja að því báðir í af- mælisgreinum sínum, Einar Ól. Sveinsson og Aðalgeir Kristjáns- son, að það sé nærtækt verkefni Bókmenntafélaginu að gefa út að nýju ýms fyrri rit sín sem upp eru gengin; en félagið hefur raunar þegar farið út á þessa braut með ljósprentun á íslenzk- um gátum, þulum og skemmtun- um Ólafs Davíðssonar. „Einkum væri þörf að fylla eyður Skím- is, Safns til sögu íslands og Fornbréfasafns,” segir Einar í sinni grein. Það er líklegt að margur vildi eiga Skírni heilan, minnsta kosti frá 1905 þegar „nýi-Skírnir” hefur göngu sína, og væri varla mikið átak að ljós- prenta þá árganga sem í vantar, en hitl mikið stórvirki að gefa Skírni allan út að nýju, ef á- stæða þætti til þess. Þá má vera að Tímarit Hins íslenzka bók- menntafélags þætti enn eigulegt rit, en af því eru þrotnir níu fyrstu árgangarnir; annað mun enn vera fáanlegt'. En þótt slíkar og ýmsar aðrar ljósprentanir væru girnilegar virðist fráleitt að endurútgáfa eigin rita verði aðal-verkefni Bókmenntafélags- ins á næstunni. í slík verkefni er vert að ráðast aukalega séu þau líkleg til að svara kostnaði og þó helzt skila félaginu einhverj- um ágóða. Vilji félagið halda lífi er sannarlega vert að sinna einhverjum öðrum efnum en sinni eigin fortíð og hugsa um fleira en fleyta sér áfram frá ári til árs. En því er ekki að leyna að nokkurrar svartsýni virðist gæta um framtíð Bókmenntafélagsins á þeim tímamótum sem 150 ára afmælið markar; það eitt kann að vera nokkur hrumleiksvottur hve samhljóða efnislega og sam- dóma í mati sínu á hag félagsins afmælisskrifin um það eru. Víst má segja að gengið hafi af félag- inu vegur og virðing með aldr- inum ef miðað er við stöðu þess í íslenzku menningarlífi á öld- inni sem leið. Einar Ól. Sveins- son rekur fróðlega í sinni grein ýms verkefni félagsins frá fyrri tíð sem aðrir aðilar hafa nú tek- ið við og eru enda betur til falln- ir að sinna. Bókmenntafélagið þarf ekki lengur að gefa út al- þýðleg fræðirit um hvaðeina né fást við þau fræði, svo sem málfræði og sögu, sem eiga eig- in málgögn, né Skírnir að flytja fréttir heim eða heiman. Starfs- svið félagsins er hins vegar skýrlega markað af nafni þess: verkefni þess er að fást við rannsóknir íslenzkra bókmennta, íslenzka bókmenntasögu að fornu og nýju, og halda úti Skírni sem dugandi málgagni þessara fræða; og á þessu sviði er sannarlega nóg að vinna. Fé- laginu mun nú ofviða eins .og fjárhag þess er komið að gefa út stór og kostnaðarsöm fræði- rit; en ekkert virðist raunar því til fyrirstöðu að slík verk verði enn unnin í nafni félagsins þó þau væru kostuð sér á parti, af ríkisfé eða með framlagi ein- hverra annarra aðila. Eins og högum þess er háttað virðist félaginu nóg verkefni að gera Skírni nógu myndarlega úr garði og koma árlega út með lionum öðru riti sérstöku; en þeirri út- gáfu þarf að vísu að móta miklu ákveðnari stefnu og taka hana fastari tökum en undanfarið. Jafnvel til þess kann félagið að þurfa við rýmri fjárráða en það nú hefur. gkírnir 1966 er sviplíkur því sem hann hefur verið und- anfarin ár. Auk afmælisgrein- anna sem fyrr var getið er að- alefni ritsins greinar um sögu- leg efni eftir Björn K. Þór- ólfsson, Magnús Má Lárusson og Bergstein Jónsson, en eiginleg bókmenntarannsókn er aðeins ein í Skírnj þessu sinni, sem er að vísu meira en stundum áður, ritgerð um Kormák skáld og vís- ur hans eftir Einar ÓI. Sveins- son. Auk þess er kynningargrein um Indriða G. Þorsteinsson eftir Njörð P. Njarðvík og skemmti- leg ritgerð eftir Stefán Einars- son um „ónáttúru og afskræm- ing í dróttkvæðum og tízkulist Piccassos” þar sem allténd er gripið á forvitnilegu efni; gæti það eitt orðið ýmsum yngri „fornfræðingum” okkar til eftir- dæmis. Ritdómar Skírnis eru kapítuli fyrir sig. Undanfarin ár virðist hafa verið venja að reyna að geta nokkurra helztu rita á sviði íslenzkra fræða ár hvert' en skáldskapardómar hafa setið á hakanum. Virðist þó skylt verkefni rits á borð við Skírni að geta árlega helztu skáldskaparverka sem út hafa komið auk allra rita sem máli skipta um fræðin. í ár er rit- dómaþátturinn fátæklegri en nokkru sinni. Einasta skáldrit sem Skírnir telur vert ýtarlegr- ar umgetningar er Fagur er dal- ur Matthíasar Johannessens (Er- lendur Jónsson) en aðrir ritdóm- ar hans um bækur handrita- stofnunar (Helgi Guðmunds- son) Gest Pálsson eftir Svein Skorra Höskuldsson (Richard Beck), Lýði og landshagi Þor- kels Jóhannessonar (Guðni Jónsson) eru ekki nema efnis- ágrip þessara rita, en smágrein- ar Gunnars Sveinssonar um tvær bækur ekki neitt neitt. Slíkar „ritfregrtir” í kynningarskyni eru ástæðulausar í Skírni. En af honum verður að ætlast til ýtarlegrar, ábyrgrar umræðu um viðfangsefnin sem hann tekur fyrir, mats á skáldskap og fræð um sem stutt sé raunhæfum rök- um. Ritdómar Skírnis eru til marks um það hvernig ritið hop- ar undan eiginlegu vi'ðfangsefni sínu: bókmenntum og rannsókn þeirra. Og þótt ástæðulaust sé að vanþakka efni Skírnis upp og ofan er stefnuleysi ritsins um- kvörtunarefni; það er engin á- stæða til að hann láti sér nægja tilfallandi ritsmíðar héðan og þaðan af víðum vettvangi ís- lenzkra fræða heldur hlýtur hann að ætla sér sitt' eigið fræða- svið og fjalla statt og stöðugt um það. Áður fyrr kann Skírn- ir að hafa átt hlutverki að gegna sem alþýðlegt fræðirit um allt sem íslenzkt er og þaðan af meira efni. Nú yrði hann áreiðanlega þá þarflegastur ef honum væri einbeitt að íslenzki-i bókmennta- sögu og bókmenntalegum rann- sóknum, sjálfgefið málgagn þeirra sem við þessi fræði fást, en fjallaði ekki um önnur fræði nema sem hjálpargreinar þess- ara. Slík efnisstefna mundi ef rétt væri á haldið gera Skírni ómissandi rit öllum áhugamönn- um um íslenzkar bókmenntir, lærðum sem leikum, enda væri eftir sem áður óþarfi að hafa ritið svo tyrfið eða „fræðilegt” að það væri óaðgengilegt al- mennum lesendum bókmennta. Og með þessu móti ættu Skírnir og Bókmenntafélagið enn sem fyrr ærnu hlutverki að gegna í menningarlífi þjóðarinnar. ; ,,| hinu virðist mér Bók- menntafélagið ekki geta verið að standa,” segir Einar Ól. Sveinsson í ræðu sinni á af- mæli félagsins, „þó að blöð eða tímarit vanræki að segja frá út- lendum efnum. Þeir sem taka að sér útlend efni sinni þeim, og þá er um að saka, ef einhvers þykir í vant fræðsluna.” Þetta er vísast satt og rétt, Framhald á IfO. síðu. --K 1 - r-3 Í|j m S.K I R \ I 5{, iiói, \11 m \\ TIOIMM IIINs Í n | | \ / K \ \ i \ i ki. \r,s. <->55 IM I AliC I \ M.l\.. tv<>i w Pi iT'Manswiiui'N, is:r 2*! ......... -c- •'• . v.'j,] ■osa !1 '\Jth i 1É •! l\rP ' i ivái SKÍRNJR TI0INÐI IUNS ISI.F..N/KA UvKMI NN.I'Al ÍMCá- 1890. pM S K í R N I R I í MARIT IJINS I Sl.KN/.KA HOKMI.NNTAI Í.I.AGS J Hl. ÁK 1 Mti(i BIT>rrjftRI IIAI.J.1)011 11A I.I.UOllSSON HÍ .VK lAVlk -- !.*)<,»> 13. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J i

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.