Alþýðublaðið - 13.05.1967, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 13.05.1967, Qupperneq 8
KASTLJÓS GRÍSKIR HERFORINGJAR TREYSTA SIG í SESSI EFTIR byltingu hersins í Grikklandi 21. apríl létu nýju valdhaíarnir í það skína, að horfið yrði aftur til eðlilegra stjórnarhátta eftir nokkurn að- lögunartíma og þegar gerðar hefðu verið vissar breytingar sem tryggja mundu styrka stjórn í landinu. Herforingjarnir sögðu, að því færi fjarri að þeir hefðu pólitískan metnað og kváðust hafa tekið völdin í sínar hendur, þar sem þeir hefðu „ekki getað sætt sig við Þótt Konstantín Kolias, fv. saksóknari, sé forsætisráðherra. nýju stjórnarinnar í Grikklandi virðast þrír herforing-jar hafa öll raunveruleg völd í sínum höndum. Þeir eru Georg Pap andopoulos ofursti, sem er að- stoðarráðherra forsætisráðherr ans, Nicholas Makazeros of-. ursti, sem fer með mál er varða samræmingu á sviði efnahagsmála, og Stylianos Pattakos hershöfðingi, sem sést hér á myndinni, en hann er innanríkisráöherra. Þcssir her- foringjar eru allir á svipuðum aldri, Papapoulos er 48 ára, Makazeros 47 ára og Pattakos 53 ára gamall. að haldnar yrðu kosningar, sem enga lausn mundu hafa í för með sér, eða koma til valda nokkurri þeirri ríkisstjórn, sem þjónað gæti hagsmunum lands ins.“ Fáir munu hafa tekið þá yfir Iýsingu herforingjanna, að þeir yrðu ekki lengi við völd, há- tíðlega, þar sem reynslan hefur sýnt, að auðveldara er að ræna völdunum en að losa cig við þau á eðlilegan hátt. Ekkert bendir til þess, að grísku her- foringjarnir hafi enn sem kom ið er að minnsta kosti í hyggju að leggja niður völdin. Með hverjum deginum sem líður verður ljósara, að þeir hafa á prjónunum víðtækar áætlanir um að koma á breytingum eft- ir eigin höfði. Markmið herforingjanna eru óljós. Þeir tala um að byggja verði upp nýtt þjóðfélag, þar sem „heilbrigði" ríki á öllum sviðum, í stjómmálum, efna- hagsmálum, landbúnaðarmálum o. sv. frv. Til að ná þessu marki verður að útrýma allri ,spill- ingu“, segja herforingjarnir. Þeir hafa reynt að koma sér í mjúkinn hjá kirkjunni og höfð ingjum hennar, og með því að hrinda í framkvæmd umbótum, sem ráðgerðar voru áður en þeir brutust til valda, reyna þeir að afla sér fylgis meðal hinna fátæku landbúnaðarverkamanna, sem eru fjölmennir. □ Gamlar aðferðir. Ráðin, sem beitt eru til að breyta þjóðfélaginu, eru kunn úr öðrum einræðisríkjum. □ Þaggað er niðri í stjórnar andstöðunni. Yfirvöldin hafa við urkennt að þúsundir pólitískra andstæðinga hafi verið hand- teknar eða settar í gæzluvarð- hald. □Stjórnmálafélög hafa verið leyst upp. Bönnuð hefur verið starfsemi rúmlega 260 verka- lýðsfélaga, íþrótta- og menning arfélaga, er standa í tengslum við vinstrisinnaða stjórnmála- flokka, og eignir þeirra hafa verið gerðar upptækar. Öll póli tísk æskulýðsfélög hafa verið leyst upp. Einn stjórnmálaflokk ur (EDA-flokkurinn, „dula“ kommúnista), hefur verið bann aður, en hinum stjórnmála- flokkunum hefur verið gert það ókleift að starfa, þar sem skjala söfn þeirra, spjaldskrár og eign ir aðrar hafa verið gerðar upp- tækar. □ Málfrelsi hefur verið skert. Helmingur allra dagblaða í Aþenu hætti að koma út þegar byltingin var gerð. Erlendir blaðamenn, sem gagnrýna her- foringjastjórnina í fréttaskeyt- um, eru reknir úr landi. □ Sjálfsforræði bæjar-_ sveitar- og fylkisstjórna hefur verið leyst upp. Allar þessar ráðstafanir hafa verið gerðar á tveimur vikum og samkvæmt heimild í neyðar ástandslögum, sem lýst var yfir skömmu eftir byltinguna. En herforingjarnir geta ekki til lengdar stjórnað með slíkum lög um. Þess vegna hafa þeir ráðizt á stjórnarskrána og skipað tutt ugu manna nefnd til að breyta henni í samræmi við hið nýja ástand, sem ríkir. Þegar hefur verið tilkynnt, að meðlimum þjóðþingsins verði fækkað um helming, úr 300 í 150. Herforingjarnir og áhang- endur þeirra munu að sjálf- sögðu sjá sér mikinn hag í því að menn sem þeir sætta sig við séu tilnefndir frambjóðendur og kosnir á þing. □ Mótmæli í rénum. Herforingjarnir hafa náð völd unum með valdbeitingu og treyst einræðisstjórn sína í sessi án nokkurra verulegra blóðsúthellinga í landinu og líf ið gengur sinn vanagang að því er virðist í Grikklandi. Stjórninni hefur einnig farn azt vel í utanríkismálum. Mót- mæláaldan, sem byltingin olli fyrstu dagana, er í rénum. Sam Framhald á 15. síðu. Úr revíunni: frá vinstri: Bjarni Steingrímsson, Arnar Jónsson og Sve; Revíuleikhúsið: ÚR HEIÐSKÍRU LOFTI Leikstjóri: Kevin Palmer Búningar og tjöld: Una Collins Dansatriði; Þórhildur Þor- leifsdóttir Höfundar: Jón Sigurðsson og fleiri Ekki fór það svo að aldrei reyndist neitt gaman lengur að revíum í Reykjavík; það er þó mála sannast að þvílíkar skoptiÞ raunir ,,í borginni” hafa um langt skeið verið harla fátæklegar. Einmitt vegna þeirrar reynslu kom' ný revía sem nokkrir ungir leik- arar sýndu á miðnætursýningu í Austurbæjarbíó á miðvikudags- kvöld ánægjulega á óvart, vakti hlátur og kátínu og varð til meiri skemmtunar en maður vænti sér fyri'rfram. Revían Úr heiðskíru lofti hefr EINHVERS STAÐAF ÁRUM saman hafa embættis- menn í Vestur-Þýzkalandi verið sammála um, að þrír fyrrverandi þrælabúðalimir frá Austur-Evr- ópu, sem setið hafa í fangelsi í Vestur-Þýzkalandi síðan þeir voru dæmdir af amerískum her- rétti árið 1946, skyldu látnir laus ir þegar í stað — með því skil- yrði, að þeir væru sendir til heimalands síns. Þessi mildi hef- ur þó sína hundingjahlið. Síðar í þessum mánuði munu koma saman tveir lögfræðingar — annar þýzkur en hinn amer- ískur — til að kanna enn á ný mál fanganna þriggja, sem allir vilja sleppa úr haldi, en enginn vill taka við. Þessi endurskoðun málsins kemur þó ekki til með að hafa neitt gildi, nema því að- eins að einhver vilji taka ábyrgð á framtíð þeirra. BLÓÐBAÐIÐ Sagan hófst 20. nóvember 1945 er hópur af heimilislausu fólki, aðallega Pólverjum, réðist inn á bóndabæ nálægt Bremen. Er þeir höfðu rænt öllu í húsinu, ráku þeir íbviana niður í kjallara og skutu þá alla til bana, nema einn. Sá, sem af komst, Wilhelm Hamelmann, slapp með því að látast vera dauður, og hefur síð- an sýnt merkileigan, kristilegan kærleika með því að bjóðast til að ættleiða einn af hinum þrem- ur mönnum, sem lögum sam- kvæmt eru allir ábyrgir fyrir því að hafa drepið konu hans, börn MUNIÐ KAPPREIÐAR FÁKS Á SKEIÐVEL g 13. maí 1967 ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.