Alþýðublaðið - 13.05.1967, Side 11
l=Ritsfióri Örn Eidsson l
Laugaskóli — íþróttami istöð Þingeyinga,
Árangursrík starfsemi
Héraðssambands S. Þing.
Óskar Ágústsson var endur-
kjörinn form. sambandsins
ist til um, að sett' verði bann við
tóbaksauglýsingum."
„Aðalfundur HSÞ haldinn 6. og
7. maí 1967, lítur svo á, að Lauga
skóli sé sjálfkjörin miðstöð fyrir
54, ársþing HSÞ var haldið 6.
og 7. maí 1967 í félagsheimili
Reykhverfinga að Hveravöllum í
boði umf. Reykhverfinga. Mættir
voru fulltrúar frá öllum sambands
félögunum 11 að tölu að undan-
skildu einu félagi. Gestur þings-
ins var Brynjar Halldórsson for-
maður Ungmennasambands Norð
ur-Þingeyinga.
Formaður HSÞ, Óskar Ágústs-
son setti þingið og skipaði þing-
forseta þá Þórð Jónsson, Laufa-
hlíð og Jón Á. Sigfússon, Víkur-
nesi og ritara þá Gunnlaug Tr.
Gunnarsson, Kasthvammi og Ósk-
ar Sigtryggsson, Rey.kjarhóli.
Óskar Ágústsson flutti skýrslu
sambandsins, sem lögð var fram
prentuð. Ljóst' var af skýrslu
stjórnar að starfsemi sambands-
ins hafði verið mjög margþætt og
umfangsmikil og kostað mikla fyr
irhöfn og mikið fé. Arngrímur
Geirsson ias og skýrði reikninga
sambandsins. Voru niðurstöðutöl-
ur rekstrarreiknings um 510.000
krónur, en rekstrarhalli var: rúm-
ar 26 þús. kr, eignaaukning var
rúmar 37.000 kr. Mikill áhugi ríkti
á ársþinginu fyrir málefnum sam-
bandsins og félaganna. Margar
samþykktir voru gerðar og eru
þessar helztar:
„Aðalfundur HSÞ haldinn 6. og
7. maí 1967 samþykkir að heimila
stjórninni að ráða framkvæmda-
stjóra, eftir því sem efni og að-
stæður leyfa.“
„Aðalfundur HSÞ, haldinn 6. og
7. maí 1967, lýsir sig fylgjandi
frumvarpi Alfreðs Gíslasonar um
bann við tóbaksauglýsingum, sem
fram kom á síðasta þingi, og skor-
ar á hið háa Alþingi, að það hlut-
starfsemi HSÞ.
Fundurinn lýsir undrun sinni
og óánægju yfir því, hve litlar
eru fjárveitingar til stofnfram-
kvæmda Laugaskóla undanfarin
ár, einkum ef samanburður er
gerður við aðra héraðsskóla. Skor
ar fundurinn á fjárveitingavaldið
að rétta hlut Laugaskóla og veita
á næstu árum ríflegar fjárhæðir
til uppbyggingar staðarins.“
„Aðalfundur HSÞ, haldinn 6. og
7. maí 1967, samþykkir að stofna
sérstakan sjóð af fé því, sem inn
kann að koma vegna æfingagjalda.
Tekjum sjó'ðsins skal varið til þess
að jafna aðstöðu íþróttamanna til
að sækja æfingar. Sjóðurinn skal
ÍA-ÍBH leika í
Litlu bikarkeppn-
inni í dag
/ r
I dag kl. 4 fer fram á Akranesi
síðasti leikur Litlu bikarkeppn-
innar og mætast þá Akurnesingar
og Hafnfirðingar. Ef Akurnpsing-
um tek9t að sigra, eru þeir jafnir
Keflvíkingum að stigum og verða
því að leika aukaleik.
Boðhlaupssveit kvenna úr HSÞ 1966.
starfa samkvæmt reglugerð sem
samþykkt verði af aðalfundi sam-
bandsins.“
Eftirfarandi íþróttamót á veg-
um sambandsins í frjálsum íþrótt
um voru ákveðin: Drengjamót 25.
júní, héraðsmót 8. og 9. júlí, úr-
slitakeppni í unglingakeppni IISÞ
11. ágúst og tugþraut 2. og 3. sept.
Ennfremur voru ákve'ðin héraðs-
mót í knattspyrnu og sundi.
Úr stjórn sambandsins áttu að
ganga Óskar Ágústsson, Sigurður
Jónsson og Vilhjálmur Pálsson en
voru allir endurkjörnir. Stjórn
HSÞ er þannig skipuð: Óskar Á-
gústsson, formaður, Vilhjálmur
Pálsson varaformaður, Sigurður
Jónsson ritari, Arngrímur Geirs-
son gjaldkeri og Stefán Kristjáns-
son meðstjórnandi.
Sænska körfuknattleikssamband-
ið hefur. ákveðið að halda nám-
skeið fyrir körfuknattleiksþjálf-
ara í Stokkhólmi dagana 18. til
22. júní n.k. Einn af beztu þjálf-
urum Rússa mun verða meðal
kennara á námskeiðinu.
Sænska körfuknattleikssamband
ið býður 5 þjálfurum frá íslandi
til að taka þátt' í námskeiðinu og
verður dvalarkostnaður greiddur
af Svíum. Er hér um einstakt
tækifæri að ræða fyrir íslenzka
körfuknattleiksþjálfara og/eða í-
þróttakennara til að kynna sér
nánar körfuknattleiksþjálfun.
Þeir, sem áhuga hafa á þátttöku
eru beðnir aff hafa samband við
skrifstofu ÍSÍ eða Helga Sigurðs-
son formann Útbreiffslunefndar
Körfuknattleikssambands íslands í
síma 41945 jyrir 20. þessa mánað-
ar.
Leiðrétting
I frásögninni af Sambandsráffs-
fundi ÍSÍ um síffustu helgi féll
niffur nafn Jens Guðbjörnssonar,
fulltrúa Reykjavíkur. Viff biðjum
Jens afsökunar á mistökunum.
TRYGGING
ER
NAUÐSYIM
1
slifsa- og
ábqrgða-
trggging
eitt simtal
og pér eruð
tryggður
ALMENNAR
TRYGGINGAR f
PÓSTHÚSSTRí
SÍMI 17700
nri 9
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Hagtryggingar hf. í Reykjavík
árið 1967 verður haldinn í veitingahúsinu Sig
túni, Reykjavík, laugard. 20. maí og hefst
kl. 14.30.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 15. grein
samþykktar félagsins.
2. Lögð fram tillaga félagsstjórnar um
hlutaf j áraukningu.
Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðl
ar verða afhentir hluthöfum eða öðrum, með
skriflegu umboði frá þeim, í skrifstofu félags
ins að Eiríksgötu 5, Reykjavík, dagana 17. til
20. maí n.k. á venjulegum skrifstofutíma.
Stjórn Hagtryggingar hf.
13. maí 1967
ALÞÝÐUBLAÐIÐ