Alþýðublaðið - 14.06.1967, Blaðsíða 2
67 styrkir
Vísindasjóði
i
Báðár deildir Vísindasjóðs hafa
nú veitt styrki ársins 1967, en
þetta er í tíunda sinn, sem styrk-
ir eru veittir úr sjóðnum. Fyrstu
styrkir sjóðsins voru veittir vor-
ið 1958.
Deildarstjórnir Vísindasjóðs,
sem úthluta styrkjum sjóðsins,
eru skipaðar til fjögurra ára í
senn. »
Forr|iaður stjórnar Haunvís-
indadeildar er dr. Sigurður Þór-
arinssdn, jarðfræðingur. Aðrir í
stjórniíini eru Davíð Davíðsson,
prófssqr, dr. Gunnar Böðvarsson,
dr. Ldifur Ásgeirsson, prófessor,
og dr.j Sturla Friðriksson, erfða-
fræðinkur. Dr. Gunnar Böðvars-
son dvBst erlendis og gegndi vara
maður hans dr. Guðmundur E.
Sigval^ason störfum fyrir hann
við þepa úthlutun.
Alls bárust Raunvísindadeild 69
umsóknir að þessu sinni. Veittir
voru 46 styrkir að heildarfjárhæð
3 milljjónir 102 þúsund krónur.
Árið 1966 veitti deildin 41 styrk
að fjárhæð 2 milljónir 725 þús-
und króna. Ritari Raunvísinda-
deildar er Guðmundur Arnlaugs-
son, rektor.
Formaður stjórnar Hugvísinda-
deildar er dr. Jóhannes Nordal,
seðlabankastjóri. Aðrir í stjórn
eru: dr. Broddi Jóhannesson,
77 kandídatar
brautskráðir
í dag kl. 2 e. h. fer fram sér-
stök athöfn í Ihátíðasal Háskólans
í sambandi við brautskráningu
kandídata Brautskráðir verða 77
kandídatar. Háskólarektor, Ár-
tmann Snævarr, ávarpar kandí-
data, en forsetar háskóladeilda af-
henda prófskírteini. Stúdentakór-
inn syngur við athöfnina. Vanda-
menn kandídata eru velkomnir
eftir því sem húsrúm leyfir.
(Frá Háskóla íslands).
skólastjóri, dr. Hreinn Benedikts-
son, prófessor, dr. Kristján Eld-
járn, þjóðminjavörður, og Magnús
Þ. Torfason, prófessor. Ritari Hug
vísindadeildar er Bjarni Vilhjálms
son, skjalavörður.
Alls bárust Hugvísindadeild að
þessu sinni 40 umsóknir, en veitt-
ur var 21 styrkur að fjárhæð sam-
tals 1 milljón og 445 þúsund krón-
ur. Árið 1966 veitti deildin 22
styrki að fjárhæð 1 millj. og 210
þúsund krónur, en einn styrkþegi,
Björn Þ. Guðmundsson, cand. jur.,
afsalaðí sér þá styrk sínum, kr.
50 þús., svo að styrkir ársins 1966
urðu raunverulega 21 að fjárhæð
1 milljón og 160 þúsund krónur.
Úr Vísindasjóði hafa því að
þessu sinni verið veittir samtals
67 styrkir að heildarfj árhæð 4
milljónir 547 þúsund krónur.
Hér fer á eftir yfirlit um styrk-
veitingarnar:
A. RAUNVÍSINDADEILD
I. Dvalarstyrkir til vísindalegs
sérnáms og rannsókna
140 þúsund króna styrk hlutu:
1. Haraldur Sigurðsson jarðfræð-
ingur til sérnáms, rannsókna
og vinnu að doktorsritgerð við
háskólann í Cambridge.
2. Ottó J. Björnsson stærðfræð-
ingur tl- rannsókna í stærð-
fræði við Rauvísindastofnun
Háskóla íslands.
3. Sigurður Steinþórsson jarð-
fræðingur til sérnáms, rann-
sókna og vinnu að doktorsrit-
gerð við hóskólann í Prin-
ceton.
4. Stefán Aðalsteinsson búnaðar-
sérfræðingur til erfðarann-
sókna á íslenzku sauðfé, verk-
efni til doktorsprófs við há-
skólann í Edinborg.
5. Sverrir Schopka efnafræðing-
ur til sérnáms, rannsókna og
vinnu að doktorsritgerð við
háskólann í Frankfurt.
6. Vilhjálmur Lúðvíksson efna-
fræðingur til sérnáms, rann-
sókna og vinnu að doktorsrit-
gerð í efnafræði við háskól-
ann í Wisconsin.
Fangelsi fyrir
tékkamisferli
í SÍÐUSTU viku voru kveðnir
upp í sakadómi GuIIbringu- og
Kjósarsýslu dómar í málum 2
mann|, seni ákærðir voru fyrii
tékkaijiisfertl. Annar mannanna
gaf útj og notaði í viðskiplum 73
íiiHÍstqeðuJausa tékka, samtals að
fjárhæð kr. 68.950,00. Hann var
dæm% til að sæta fansrelsi 112
mánuði, óslcilorðsbundiff.
Hinn- gaf út og notaði í við-
skiptum 34 tékka, samtals að fjár
hæff kr. 304.136,00. — Ilann var
dæmdur til að sæta fangelsi í 10
mánuði óskilorðsbundiff.
Hinir ákærffu voru báðir dæmd-
ir tíl að greiffa málskostnað og
skaðabætur.
Dómana kvað upp fulítrúi sýslu
manns, Sigurður Hallur Stefáns-
son.
(Frá Samvinnunefnd banka og
sparisjóffa).
90
7.
8.
9.
11.
12.
13.
þúsund króna styrki hlutu:
Jón Stefán Arnórsson jarð-
fræðingur til sérnáms, rann-
sókna og vinnu að doktorsrit-
gerð við Lundúnaháskóla.
Magnús Birgir Jónsson bú-
fræðingur til framhalds á
rannsóknum sínum á arfgengi
nythæðar og fitumagns mjólk-
ur hjá íslenzkum kúm. (Verk-
efni til licenciatprófs við Land
búnarháskóla Noregs).
Sigfús J. Johnsen eðlisfræð-
ingur til sérnáms og rann-
sókna á eiginleikum hálfleið-
arateljara (við háskólanns í
Kaupmannahöfn).
þúsund króna styrk lilutu:
Alfreð Árnason menntaskóla-
kennari til framhaldsnáms á
eggjahvítu í blóðvökva (við
háskólann í Glasgow).
Einar Júlíusson eðlisfræðing-
ur til rannsókna og smíða á
He-Ne-gaslaserum ( við Raun-
vísindastofnun Háskóla fs-
lands).
Guðmundur Oddsson læknir
til framhaldsnáms í læknis-
fræði og rannsókna á sam-
bandi nýrnasjúkdóma og há-
þrýstings (við Cleveland Clin-
ic Educational Foundation).
Hólmgeir Björnsson kennari
Framhald á 15. síðu.
Wilson vill
ræða við
lan Smith
London 13. júní (NTB-Reuter)
STJÓRN UrDtlands er fús til að
kanna möguleikana á nýjum samn
ingaviffræðum viff Rhodesíustjórn
Ians Smiths, sagffi Harold Wil-
son, forsætisráffh., í neffri deild
breviia þingsins í dag.
Wilson sagði, að sérleg sendi-
nefnd brezku stjómarinnar færi
til Salisbury næstu daga til þess
að ræða við Sir Humprey Gibbs,
landstjóra Breta í Rhodesíu. Lord
Alport á að vera formaður nefnd-
arinnar — en honum er einnig
ætlað að ræða við fleiri stjóm-
málamenn í Rhodesíu.
Wilson sagði, að ýmislegt benti
til þess, að stjóm Smiths væri nú
samningsviljugri en áður, — en
orð brezka forsætisráðherrans,
eru túlkuð á þann veg, að brezka
stjórnin líti nú mildari augum á
hirtá bvítu minnihlutastjórn Ians
Smiths.
Wilson og Smith hittust síðast
um borð í brezka herskipinu Tiger
á Miðjarðarhafi í desember s. 1.
Þær samningsviðræður báru eng-
an árangur.
Norðurlandadagurinn á heimssýningunni í Montreal. Gunnar J.
Fridriksson afhendir Drapeau borgarstjóra Montrealborgar íslenzka
fánann aff gjöf við hina hátíðlegu athöfn á Place des Nations.
Norðurlandddagur
á heimssýningunni
Skeyti til Alþýðubl. frá Montreal.
NORÐURLANDADAGURINN á
heimssýningunni í Montreal hófst
í sólskini og 30 stiga 'hita með
hátíðlegri athöfn í Place des Na-
tions. Meðan þjóðsöngvar land-
anna voru leiknir, drógu foringjar
af herskipunum og tveir glímu-
menn fána landa sinna að húni.
Herskip frá Svíþjóð, Danmörku
og Finnlandi lágu lá höfninni og
konunglegi norski lífvörðurinn
hélít hersýningu með tónlist. — I
ræðu minnti Dupy, aðalframkv,-
stjóri heimssýningarinnar, á hin
nánu tengsl Kanada og Norður-
landa allt frá komu Vínlandsfar-
anna, sem voru svo hæverskir að
nefna ekki landið Nýju Skandi-
naviu og síðar af kynnum nýrra
landnema af norrænum uppruna.
Siren, forseti Norðurlandaráðs,
hélt ræðu um norræna samvinnu
Frh. af 10. síðu.
Ráöherrar ræöa
heimsvandamálin
Luxembourg 13. 6. (NTB-Reuter)
ÁSTANDIÐ í Austurlöndum nær
var aðalumræðuefnið á fundum
utanríkisráðherra NATO, sem
hófust í Luxemborg í dag. Ráð-
herrunum virtist koma saman um,
að Sameinuðu þjóðirnar ættu að
vinna að lausn deilunnar, en bæði
tsi-ael og Arabalöndin ættu að
reyna að finna einhvern samn-
ingsgrundvöll, sem unnt væri að
byggia á varanlegan frið.
Margir ráðherranna undirstrik-
uðu rétt ísraels til frjálsra sigl-
inga um Akabaflóa og Súezskurð-
irin. oa nauðsyn lausnar á Palest-
’n.uflóttámannavandamálinu. —
Bretar og Bandaríkjamenn töluðu
um nauðsyn þess að dregið yrði
úr vopnasendingum til þessara
landa.
Ráðherrarnir ræddu auk þessa
Víet-Nam, Þýzkalandsvandamálið
og viðskipti austurs og vesturs yf-
irleitt.
Jens Otto Kragh, forsætis- og
utanríkisráðh. Danmerkur ræddi
m. a. um nauðsyn þess að deila
ísraelsmanna og Araba yrði leyst
á viðunandi hátt, og hann sagði
líka, að Danir vildu gera gitt
ítrasta til þess að friður kæm'st á
í Víetnam og að fá'B'andaríkja-
menn til þess að hætta loftárás-
um á Norður-Víetnam.
J2 14. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ