Alþýðublaðið - 14.06.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 14.06.1967, Blaðsíða 8
J SVIÐS EIN er sú hljómsveit í Bretlandi, sem kennir sig við Steinahlíðar líkt og Steinar bóndi undir Steina hlíðum, sögupersóna Halldórs Laxness. En lengra nær þessi samlíking ekki; guði sé lof fyrir Nóbelskáldið. Hvort að Rolling Stones hafa fengið hugmyndina um þessa frumlegu nafngift við lestur Brekkukotsannáls er vara- samt að fulyrða nokkuð um. Aðaldriffjöðrin í Rolling Stones er grannvaxinn, renglulegur pilt- ur með þykkar varir. Nafnið er Mick Jagger og þegar hann syng‘ ur fyrir aðdáendurna falla marg- ir þeirra í ,,trans“. Hvers vegna? Sumir segja tímabundin sturlun eöa múgsefjun; enn aðrir fullyrða að þetta séu aðeins eðlilegar af- leiðingar vegna hins tilkomu- mikla flutnings söngvarans. En í þessari grein var ekki ætlunin að sálgreina Mick Jagg- er og hans aðdáendur, heldur skyggnast dálítið inn í hans lit- ríku veröld og því gefum við hr. Mick Jagger orðið: í upphafi sömdum við ekki lög- in sjálfir, en nú erum við Keith Richard einir um það. Það eru reiðinnar ósköp, sem við höfum látið frá okkur fara af lögum, sennilega langt á annað hundrað og mörg þeirra höfum við samið fyrir aðrar hljómsveitir. Við höf- um dálítið óvenjulegar starfsað- ferðir. Til að byrja með kveikj- um við á segulbandinu. Nú síðan raulum við það sem okkur dettur í hug þá stundina og útkoman er oft á tíðum prýðisgott lag. — Mest selda platan okkar er „It’s all over now“, en hún seldist í yfir eitt hundrað þúsund eintök- um. Við tökum það ekki nærri okkur, þó að lag frá okkur kom- ist ekki í fyrsta sætið, en ef það kemst ekki upp fyrir fimmta sæt ið, þá lítur það ekki vel út. „Sa- tisfaction" var nokkuð umdeilt lag, vegna textans. Fullyrtu sum- ir, að þetta væri tómt kliám. Við semjum ekki slíka texta, en ef fólk vill skilja þá þannig, þá er sökin ekki okkar. Mér leiðast ferðalög erlendis, ég vil frekar ferðast um mitt heimaland. Margir aðdáendur okk ar í Suður-Afríku hafa skrifað okkur og lýst yfir vonbrigðum sínum vegna þess að við höfum ekki lialdið hljómleika þar. Ég sé persónulega ekkert athugavert við það að fara þangað, en við mundum alls ekki fara, ef við yrðum skikkaðir til að leika ein- göngu fyrir hvíta. — Litarháttur Framhald á bls. 10. LÖGIN MÍN 1. She is leaving home .. Beatles 2. Little help from my friend •. Beatles 3. When I am sixty four Beatles 4. Mister Pleasant .... Kinks 5. Simon Smith and his amazing dancing bear .... Alan Price Eins og sjá má af listanum hér fyrir ofan, er Ómar mjög hrifinn' af nýju L. P. plötu Beatles, en þrjú fyrstu lögin eru öll á henni. Þá skulum við heyra hvað Ómar hefur að segja um þessi lög; „She is leaving home“ er fall- ega rólegt lag. Ég mundi segja, að það væri í sama flokki og „Yesterday" og ,,Michael“, en þó svipar því kannski einna mest til „Elenor Rigby“. í næsta lagi syngur Ringó sóló. Þetta er hratt lag í ekta beat-stíl. Minnir mann dálítið á „I feel fine“. „When I am sixty four“ er af- Ómar Ragnarsson. skaplega skemmtilega einfalt lag, eitt af þeim, sem maður grípur strax, en fær kannski þeim mun fyrr leið á. Stíllinn á því kemur dálítið skoplega út, enda fara þeir þarna aftur í tímann. Þessi danstaktur var alls ráðand i í kringum 1930, þar af leiðandi er þetta gerólíkt hinum dæmigerðu Framhald á bls. 10. g 14. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ EITT merkilegasta plagg, sem borizt hefur út úr Rússlandi hin síðari ár, barst brezkum blöðum fyrir síðustu helgi. Er það þung- ur áfellisdómur um ritskoðun á bókmenntum í Sovétríkjunum, sem ritaður er af Alexander Solz henitsin, hinum þekkta sovézka höfundi, er ritaði bókina „Dagur í lífi Ivans Denisovitch", en sú bók lýsti skelfingum lífsins í fangabúðum Stalíns. — Sagan var birt árið 1962 í bókmbenntatíma- ritinu Novy Mir. Hin nýja árás hans á rússnesku ritskoðunina var gerð í bréfi, sem hann sendi um 300 fulltrúum á fjórða þingi sovézkra rithöfunda, sem haldið var í Moskvu dagana 22. til 25. maí s.l. Honum var ekki boðin þátttaka í þinginu né var honum leyft að vera viðstaddur sem áheyrandi. í bréfi sínu nefnir Solzhenitsin næstum tug rússneskra rithöf- unda og skálda, er hafi orðið fyr- ir barðinu á opinberum þvingun arráðstöfunum og allir eru látnir. Þeir hafa flestir hverjir verið þurrkaðir út í Sovétríkjunum á árunum milli 1930 og 1940, eða komizt úr landi og dáið í útlegð. Um hálf tylft þeirra, menn eins og Babel, Yesemin, Akhmatova, Tsvetayeva, Bunin og Bulgakov hafi fengið nokkuð af verkum sín um útgefið í Sovétríkjunum. En harðvítugust er gagnrýni Solzhen- itsins á aðstæðurnar, eins og þær eru í dag. Hann segir m.a.: „Þar er mér er meinaður að- gangur að ræðupalli, bið ég þing- ið að ræða hina óþolandi kúgun, sem bókmenntirnar hafa orðið fyrir áratugum saman með rit- skoðun, og sem Rithöfundasam- bandið getur ekki lengur þolað. „Stjórnarskrá Sovétríkjanna gerir ekki ráð fyrir ritskoðun, sem því er ólögleg og aldrei minnzt á opinberlega. En undir hinu tor- riáðna nafni Galvlit þjakar hún bókmenntirnar og setur rithöf- unda undir ráð duttiunga ómennt aðra embættismanna. Hún er leif- ar frá miðöldum, en hefur verið framlengd næstum fram á 21. öld og tekur sér það vald að greina leyfilegar bækur frá þeim, sem hún telur ónothæfar. „Rithöfundum okkar er ncitað um þann rétt að láta í Ijós hug- myndir sínar um mannlegt sið- ferði og þjóðfélag og gefa sína túlkun á félagslegum vandamál- um eða sagnfræðilegri reynslu, sem land vort hefur orðið fyrir. Rit, sem hefðu getað sett fram hug almennings, sem er á þroska- braut, og haft tímabær og heil- brigð áhrif á sviði gáfnafars eða þróunar félagslegrar samvizku, eru annað hvort bönnuð eða af- skræmd af ritskoðaranum af lítil- mótlegum eða eigingjörnum hvöt um eða skammsýni. er reiðubúinn til að mæta dauð- anum.“ „Hin ágætustu handrit ungra höfunda, sem enn eru algjörlega óþekktir, senda ritstjórar til baka eingöngu vegna þess, að þau mundu ekki komast framhjá rit- skoðuninni.“ Hann heldur áfram og bendir á, að margir meðlimir Rithöfunda sambandsins og jafnvel sumir fulltrúar á þingi sambandsins hafi orðið fyrir því, að bækur þeirra væru afskræmdar með því, að ritskoðunin strikaði út úr þeim setningar, málsgreinar, jafn vel heilu kaflana, og þetta létu þeir sér lynda til þess að geta fengið bækurnar gefnar út. Það sé augljóst, að slíkar aðfarir séu banvænar fyrir rit hinna gáfuð- ustu rithöfunda, þó að þær hafi engin áhrif á meðalmennskuna. Þannig komi bezti 'hluti rúss- Séð yfir hjarta Moskvuborgar, Ki

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.