Alþýðublaðið - 05.07.1967, Page 8

Alþýðublaðið - 05.07.1967, Page 8
FYRIR tíu 'árum var nafn henn- ar stöðugt í æsifréttum blaða úti um allan heim. Sonali Das Cupla, önnur konan, sem yfirgaf eiginmann sinn og barn af ást til ítals'ka kvikmyndastjórans Roberto Rossellini. Áður hafði Ingrid Bergman gert slíkt hið sama og hlotið hörð ámæli fyrir. Og nú var hjónabandi þeirra að verða lokið og Sonali komin í staðinn. Hún var gift indverska leik- stjóranum Ilari Das Cupta og FER SONALI AFTUR TIL INDLANDS átti með honum tvo syni. — Sá eldri varð eftir hjá föður sínum, en þann yngra tók hún að sér til Rómar. Þetta varð mikið hneyksli, því að einmitt um þær mundir var fólk búið að fyrir- gefa Ingrid Bergman og Rossel- lini og taka þau aftur í sátt við samfélagið, en þá kom Sonali- ævintýrið eins og sprengja, og Ingrid Bergman hélt á brott frá ítalíu. Sonali hefur búið með Rossel- lini síðan í Róm og þau eíga níu ára dóttur, Raffaellu. Sonali er þrjátíu og níu ára og Rossel- lini sextíu og sjö. En auk anna sinna við heimilisstörf og barna uppeldi rekur Sonali indverska verzlun. sem hefur á boðstólum alls k.vns listiðnaðarvörur, skart- gripi og dýrindis silki frá Ind- landi. Og hún skrifar greinar í indversk blöð um lífið á vest- urlöndum. Enda þótt Sonali sé fíngerð ’kona í útliti og hæglát í fram- komu, er hún eina manneskjan, sem liefur tekizt að koma ein- hverju skipulagi á ringulreiðina í lífi Rossellinis. Öll fjölskyldan elskar hana og dáir, og það er * stór fjölskylda — ættingjarnir eru næstum óteljandi, og svo eru börn Rossellinis af tveim fyrri hjónaböndum og barna- börn. Börn Ingrid Bergman og hans eru hrifin af Sonali, og núna dvelst allur hópurinn á sveitasetri, sem þau hafa tekið á leigu skammt frá ströndinni. Nema Rossellini sjálfur. Hann er í Egyptalandi og hefur dval- izl þar lengi sem ráðunautur við egypzka kvikmyndagerð. —■ Hann er m. a. að vinna við fræðslumyndaflokk fyrir sjón- varpið um lif og háttu fólksins í Egyptalandi, — samsvarandi fræðsiumyndum þeim, sem hann gerði fyrir tiu árum um Indland Ef til vill er Sonali orðin ó- róleg. Hvað á hún að gera ef Rossellini kynnist ein'hverri töfr- andi egypzkri konu, sem yfirgef- ur mann sinn og heimili hans vegna? Jafnvel þótt hann sé far- inn að nálgast sjötugt, hefur að- dráttarafl hans ekki minnkað, og sagan gæti endurtekið sig í þriðja sinn. Allavega er Sonali farin að tala um ferð til Indlands. ,(Mig langar til að sjá son minn“, seg- ir hún. Hvort hún snýr aftur til Rómar eða verður kyrr í Iandi sínu, er enn ekki tímabært að tala um. Það fer eftir því hve sigrar Rossellinis verða miklir í Egyptalandi . . . Rossellini dvelst langdvölum / Egyptalandi 8 5. júlí 1967 ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.