Alþýðublaðið - 05.07.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 05.07.1967, Blaðsíða 9
Nazistar trúnaðar menn Nassers VIÐ umræðurnar á Allslierj- arþingi SÞ um daginn sögðu Rússar m. a., að „ísraelsmenn hefðu háð eins konar nazistískt útrýmingarstríð á hendur Aröb- um,” sem var óneitanlega harð- orð staðhæfing með tilliti til þess mikla fjölda af fyrrverandi þýzkum nazistum, sem margir hverjir hafa dauðadóma hang- andi yfir sér, er fengið hafa hæli hjá Nasser í Egyptalandi og gegna þar háum embættum í embættis- og landvarnakerfi Eg- ypta. Brezka blaðið Sunday Tele- graph gaf út fyrir skemmstu eins konar „bláa bók” — eða jafnvel „brúna bók” um all- marga þessara nazista. Hér fylgja nokkur nöfn: SS-maðurinn SCHMALSTICH byggði upp í síðasta stríði fimmtu herdeildina í Frakklandi, skipulagði flutninga franskra gyðinga til útrýmingarbúða. — Síðan 1961 hefur hann verið einn af yfirmönnum leyniþjón- ustu Egypta. ERICH ALTEN, öðru nafni AIi Bella (hann er einn af mörg- um fyrrverandi nazistum, sem hafa tekið sér arabískt nafn), stjórnaði í stfíðinu „gyðinga- dcild” Gestapo í Galizíu, en þjálfar nú meðlimi hins svokall- aða „Frelsishers Palestínu.” WILLY BERNER, öðru nafni Ben Kashir, var á' sínum tíma einn af yfirmönnum Mathausen fangabúðanna, en fæst nú við sömu störf og Alten í Egypta- landi. KARL LUDER, öðx-u nafni Abdel Kadei-, fyrrverandi leið- togi Hitlersæskunnar í Danzig og síðar fi’amkvæmdastjóri Skodavei-ksmiðjanna í Tékkó-- slóvakíu, er í dag einn af vopna sérfræðingum Nassers. DR. WILHELM VOSS, fyrr- vei'andi foringi í SS og forstjóri Hermann Göring verksmiðjanna, hóf þegar upp úr 1950 að byggja upp vopnaframleiðslu Nassers og fékk síðar sér til aðstoðar 30 aði'a fyrrverandi háttsetta nazista, þeirra á með- al Remer hershöfðingja. Voss hefur síðan snúið aftur til Vest- ur-Þýzkalands en hefur enn ná- in tengsl við Egyptaland. LEOPOLD BLEIM, öðru nafni Ali Al-Nacher, sem í stríð inu var yfirmaður Gestapo í Póllandi og var þar dæmdur fjarstaddur til dauða, býr nú í Sikket al Bradashein el Harran í Kairó og er yfirmaður leyni- lögreglu Egyptalands og fanga- búðanna fyrir pólitíska fanga. GYÐINGAHATARAR. LOUIS HEIDEN, öðru nafni Höuis A1 Ilaj, áður nazistískur blaðamaður, heldur starfsemi sinni áfram í Egyptalandi og hef- ur m. a. þýtt Mein Kampf á ai'abísku. Hann býr nú í Sharia Affas, Heliopolis, Kairó. DR. HANS EISELE, ’”sem starfaði fyrr á árum sem unum, var dæmdur til sjö ára fangelsis af Ameríkumönnum 1958 og komst til Egyptalands, er nú læknir þýzku tæknimann- anna, sem starfa við eldflauga- áætlun Nassers. Heimilisfang hans er: Rue 14, Malidi, Kairó 65. FRANZ BÚNSCHER fyrrum trúnaðarmaður í kynþátta-ráðu- neyti Rosenbergs og gaf m. a. út bókina „Hin kynferðislegu afbi'ot gyðinga.” Hann lieldur áfram í Egyptalandi sinni sér- stæðu útgáfustarfsenli. I Þetta eru aðeins nokkur nöfn af möi'gum segir Sunday Tele- graph. Það leikur ekki mikill vafi á h v a r í Austurlöndum nær er að finna hina gömlu naz- f Pýreneafjöllum og Olpum, lönd- ista Hitlers-Þýzkalands. □ O □ O D lækni og norskur iðnaður TÆKNIBYLTINGIN, sem nú gengur yfir iðnað og ýmsa aðra atvinnuvegi flestra háþróaðra þjóða, hefur einnig sagt til sín i Noregi. í leiðara í „Arbeider- bladet’’ fyrir nokkru segir með- al annars svo: „Tækniþróunin gengur sinn gang og hefur meiri og meiri áhrif á atvinnulíf og daglegt lif. Hér á landi erum við enn á byrjunarstigi hvað iðnaðinn snertir, en við höfum fengið að- varanir — í Rjukan, Gre&ker, Halden, Drammen og á fleiri stöðum. Við vitum, að trjávöru- iðnaðurinn verður mjög fyrir þessari þróun, sérstaklega á Drammen-vatnasvæðinu. Vefnað- urinn á einnig við skipulags- vandræði að etja. Brátt verða aðeins leifar af skóframleiðslu eftir í Noregi. Samt sem áður eru þetta að- eins smámunir. Norðmenn hafa enn ekki lent í hinum miklu og sögulegu straumhvörfum eins og grannþjóð okkar, Svíar. ‘En að því mun koma. Ef til vill verður það fyrr en flesta grun- ar. Eitthvað af óróleika Borre- gaard furirtækjanna, Emalje- verksmiðfanna, ' Bergenska gufuskipafélagsins og Bergesen- útgerðarfélagsins á án efa rót sína að rekja til hins sama. Það kæmi okkur mjög á óvart, ef mikill hluti norsks iðnaðar hefði ekki nú þegar komizt meir í kynni við erfiðleilca tæknibreyt- inganna en einstök fyrirtæki vilja vera láta. Okkur grunar, að ýmsir lagi til og fegri reikn- inga sína til að blekkja sjálfa sig og aðra.” Þetta segir blað norskra jafn- aðarmanna um þá erfiðlei ka vegna breyttrar tækni og breyttra aðstæðna, sem norskt atvínnulíf á við að stríða. Og það telur, að verra eigi eftir að koma eins og Svíar hafa þegar reynt. Blaðið heldur áfram að leggja áherzlu á nauðsyn þess, að rík- isvaldið geri meira til að mæta þessum vandamálum. Það telur verkalýðinn vera slcilningsgóð- an á eðli þessara mála og vilja taka þátt í lausn þeirra, ef ríkið ekki lætur sinn hlut eftir Uggja. Þessi sama þróun virðist ganga yfir fjöldamörg lönd. Tími tollmúranna, sem girtu livert einstakt 't.ki áður fyrr, er á enda. í þess stað koma opin markrð'ssvæ&A éins og þegar he.fur sézt í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. Jafnhliða verða stórbreytingar á framleiðslu- tækni, en allt gerir þetta gaml- ar verksmiðjur og framleiðslu- hætti úrelt. Það verður að fylgja tímanum — og gera víðtækar ráðstafanir til að skapa atvinnu- vegunum — sérstaklega iðnað- inum — ihöguleika- til aðlögun- ar. KENNARAR Tvo kennara vantar að barna- og unglinga- skóla Þorlákshafnar. Nausynlegt að annar þeirra geti kennt' ensku. Nánari uppl. gefur skólastjórinn í síma 99-3638. SKÓLANEFNDIN. Leiklistarskóli Þjóðleikhússins tekur til starfa 1. október 1967. Inntöku- próf fara fram síðustu viku september. Próf- að er í framsögn og leik. Nemendur skulu vera á 'aldrinum 16— 25 ára og hafa lokið gagnfræða- eða landsprófi. Umsóknir, ásamt fæðingarvottorði, prófskír- teini og meðmælum frá kennara í framsögn og leik, sendist þjóðleikhússtjóra fyrir 1. september næstkomandi. ÞJÓÐLEIKHÚSSTJÓRI. IILKYNNING Það tilkynnist heiðruðum viðskiptavinum vorum, að framvegis verða verksmiðjur vor- ar og afgreiðsla lokaðar á laugardögum. Sömuleiðis fellur niður öll keyrsla á fram- leiðsluvörum vorum þá daga. Sérstaklega viljum vér benda veitingamönn- um og söluturnaeigendum á, að hringja inn pantanir sínar á fimmtudögum svo afgreiðsla ! megi fara fram á föstudögum. ) :;U H.F. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON Laugavegi 172 — Sími 11390. Tilboð óskast í sölu á plasteinangi'im til einangi'unar í húsum Framkvæmdanefndar byggingaráætlana, Breiðholti. Útboðslýsing er afhent á skrifstofu voi'ri. j Tilboð verða opnuð mánudaginn 10. júlí kl 2 e.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI7 SÍMI 10140 Áskriftasími AlþýöubSaösins er 14900 5. júlí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.