Alþýðublaðið - 05.07.1967, Page 15
Míck Jagger
Prh af < siðu
ur táninga tæki völdin í sínar
licndur í Bretlandi.
En eitt atliyglisverðasta við
þessa mynd er það, að Mick Jagg
er mun leika aðalhlutverkið. —
Hinir fjórir meðlimir hljómsveit
arinnar munu að vísu koma
fram í myndinni, en þeirra hlut-
verk verða mun veigaminni.
Þetta fyrirkomulag er alveg þver
öfugt við Beatlesmyndirnar, en
eins og kunnugt er, komu þeir
fram í þeim sem ein heild.
Tónlistin í mynd Stones er eft-
ir þá Keith Ric'hard og Mick
Jagger. Ekki liggur á hreinu,
hvar myndin verður tekin.
Eins og kunnugt er, eru 2 af
Rolling Stones, þeir Mick Jagg-
er og Keith Richard í gæzlu-
varðhaldi vegna eiturlyfja, er
fundust hjá þeim. Er ekki ólík-
legt að þetta seinki framkvæmd-
um við hina væntanlegu kvik-
mynd.
Monkees
Frh af síðu.
taka upp þætti með Dumbó-sext-
ett og Steina og Hljómum og
verður að öllum líkindum hafizt
handa í ágúst, en þættir þessir
verða með svipuðu sniði og þátt
ur Óðmanna.
Það er því full ástæða til að
ætla, að unga fólkið bíði fullt
óþreyju eftir að útsending sjón-
varpsins hefjist að nýju.
Lögin mín
Framhald af bls. 7.
þessi heiðursmaður, það látum
við Jónas um að svara:
— Jimi Hendric Experience er
tríó, þar sem valinn maður er
við hvert 'hljóðfæri. Jimi syng-
ur og leikur jafnframt á gítar.
Hinir tveir leika á bassa og
trommur. Jimi er Bandaríkja-
maður, fékk snemma áhuga fyr-
ir músík. Hefur m. a. verið und-
irleikari hjá frægum söngvur-
um eins og Little Richard og
Sam Cook. Svo var það í sept-
■ember 1966, að fyrrverandi
bassaleikari hjá Animals heyrir
í Jimi og þeir ákveða að freista
gæfunnar í Bretlandi. — Fyrsta
verk Jimi, þegar til London er
komið, er að velja tvo góða hljóð
færaleikara, því nú átti að
stofna tríó, en aðeins beztu fá-
anlegu hljóðfæraleikarar komu
til greina. Og það vilja margir
meina það, að honum 'hafi tek-
izt þetta með afbrigðum vel. —
Það líður ekki á löngu áður en
þeir leika inn á hljómplötu og
fyrsta lagið ,,Hey Joe“ komst
upp í 7. sætið á brezka vinsæld-
arlistanum, en þetta var fljót-
lega upp úr áramótunum. Síðan
hafa öll hans lög komizt á vin-
sældarlistann og m. a. hefur
hann leikið það að vera með tvö
lög samtímis á vinsældarlistan-
um. Fyrst þegar heyrðist eitt-
hvað um þessa hljómsveit í
,,P°PPreisunni“ var, þegar Jimi
gerði sér það að leik að spila á
gítarinn með tönnunum. • Þetta
furðulega uppátæki vakti mikið
umtal.
Já, þú varst að biðja um stutt-
ar upplýsingar um lögin. Lagið
í fyrsta sætinu er hratt, aðal-
lega byggt upp á trommum og
bassa.
í næsta lagi er Jimi aðalnú-
merið með sönginn og gítarinn.
Lag nr. 3 byggist einna mest
upp á stuttum trommusólóum,
sem fléttast í gegnum lagið.
„She is leaving home“ finnst
mér bezta lagið á þessari nýju
L. P. plötu Beatles og að sjálf-
sögðu er það söngur þeirra, sem
túlkar lagið fyrst og fremst. í
heild finnst mér þessi plata
Beatles prýðisgóð, en þó finnst
mér þeir ofgera með effekthljóð-
um í einstaka lögum.
í fimmta sætinu eru Righteous
Bi-others með You’ve lost that
loving feeling. Hér er um að
ræða tvo úrvalssöngvara og er
þetta tvímælalaust eitt af þeirra
beztu lögum, enda alltaf í fullu
gildi.
Fundur um samkomuhald á
Suðurlandi haldinn á Hvoli
Dægurlög
Framhald af bls, 7.
óskalagaþáttunum og ef lagið
slær virkilega í gegn, sem við
skulum gera ráð fyrir með þetta
lag, sem við höfum hugsað okk-
ur, þá eru vinsældirnar í al-
gleymingi á þessu stigi og nú
hefst hin mikla hringferð í gegn
um alla óskalagaþættina og lag-
ið glymur í eyrum hlustandans
í hverju byggðu bóli um land
allt. Þessi meðferð á iaginu get-
ur varið uppundir ár, áður en
það er endanlega niðurnýtt.
Rúmenar
Framhald af 1. síðu.
verja á eftirmenn Krutsjovs í Sov
ét.
Rúmenar halda fast við hlut-
leysi sitt í deilu Kínverja og Sov
étleiðtoga og mæltust til þess, að
Chou notaði ekki tækifærið í ferð
inni til þess að ráðast á Sovét-
leiðtogana Það var þungbúinn
kínverskur forsætisráðherra, sem
í það sinn yfirgaf höfuðborg Rúm
eníu og hélt til Albaníu, þar sem
hann fékk ólíkt notalegri viðtök-
ur. — Honum tókst ekki að fá
Rúmena til að gefa út neina yfir-
iýsingu þess efnis, að þeir stæðu
með Kína í deilunni við Sovét.
Þrátt fyrir þetta er Rúmenía eina
kommúnistalandið í Austur-Evr.
ópu, sem hefur nokkurn veginn
vinsamlegt samband við Peking.
Heimsókn Maurers til Peking nú
er augsýnilega til þess ætluð að
tryggja, að þetta samband hald.
ist, i'ir ok úmenar v;' a
gera Kínverjum ljóst, að þeir
ætla sér að halda sjálfstæðum
skoðunum á alþjóðamálum og
vera kunni, að þeir gangist fyrir
sáttum á alþjóðvettvangi.
En það virðist ólíklegt, að Rúm
enum takist að bæta sambúð
Kína og Sovétríkjanna. Kínverj-
ar virðast ekki heldur hafaKsér-
stakan áhuga á því. Tilgangurinn |
með heimsókn Maurers virðist i
fremur vera sá, að hann ætli að
gera Kínverjum grein fyrir því,
sem gerðist í Austurlöndum nær,
á þingi Sameinuðu þjóðanna og í
Glassboro a fundi Kosygins og
Johnsons Ef til vill útskýrir hann
líka fyrir kínversku valdhöfun-
um sjónarmið Bandaríkjanna í
Viet-nam, — en Maurer ræddi
nýlega við Johnson í Washington.
Ótrúlegt þykir, að hann geti mild-
ÞAJNN 21. júnl s.l. var haldinn
fundur í félagsheimilinu Hvoli.
Til fundarins liafði verið boðað
að tilhlutan nefndar sem Sam-
band sunnlenzkra kvenna hafði
kosið og skipuð var konum úr
báðum sýslum, Árnes- og Rangár-
vallasýslum.
Málshefjandi var frú Ólöf
Österby á Selfossi og skýrði tillög
ur, sem samþykktar (höfðu verið á
aðalfundi S.S.K. varðandi ýmsar
úrbætur í sambandi við opinbert
samkomúhald í héraðinu.
Annar framsögumaður á fundin
um var Hermann Guðmundsson
bóndi á Blesastöðum. Hann er for
maður samkomuhúsanefndar Ár-
nessýslu. Skýrði hann frá störfum
nefndarinnar og þeim tillögum
að stefnu Kínverja í nokkru mik.
ilsverðu alþjóðamáli, — hann get-
ur kannski víkkað sjóndeildar-
hring kinversku valdhafanna, sem
eru einangraðir í alþjóðlegu til-
liti, þannig að þeir hafi meiri
möguleika á að mynda sér skoð-
un á þeim vandamálum, sem
hæst ber í heiminum í dag. Þeg-
ar allt kemur til alls er það
kannski kærkomin sending í landi,
sem annars er fullkomlega á kafi
í eigin vandamálum.
Nýr hátur
Frh. af 2. síðu.
rúllu, sem er einnig hydrauliskt'
rekin. Stýrisvélin er af Tenfjord
gerð og týpa HI/155T-ESG, en
sjálfstýringin er af ARKAS gerð.
í skipinu er Simrad fangstsonar
týpa SB2 og 1 stk. Skippersonar
SK2 og er sá síðarnefndi útbúinn
með vertikal svinger, en sá' fyrri
með svokölluðu ,,skope“ en þar
kemur myndin af því sem leitað
er, fram. Einnig er Radar af Kel-
vin/Hughes gerð, týpa 14/9,48
mílna, en skipið er að öllu leyti
útbúið nýtízku- og bezt þekktu fisk
veiði- og fiskleitartækjum, sem völ
sem samþ. voru í þessu efni á
síðasta héraðsþingi H.S.K.
Miklar umræður urðu um þessi
mál og fúndarfólk einhuga um
það að úrbóta væri þörf og að-
kallandi að samstaða fengist milli
allri félagsheimila og samkomu-
húsa í héraðinu, um raunhæfar
úrbætur.
Meðal samþykkta er fundurinn
gerði voru þessar:
1. Fundur um samkomuhald í Ár-
nes- og Rangárvallasýslu, haldinn
að Hvoli 21. júní 1967, samþykkir
að sætaferðir verði ekki auglýstar
af þeim sem halda opinbera dans
leiki í héraðinu, aðra en unglinga
dansleiki.
2. Að ekki verði nema ein hljóm-
sveit á hverjum dansleik.
3. Að ráðamenn samkomuhúsa,
beiti sér fyrir því að fólk sem
sækir samkomur sé sæmilega til
fara.
4. Fundurinn skorar á forráða-
menn sam'komúhúsanna að hafa
strangt eftirlit með nafnskírtein-
um unglinga, og á sýslumenn, að
myndir séu í nafnskírteinunum.
Þá skorar fundurinn á ráðamenn
húsanna að hafda a.m.k. einn ungl
ingadansleik á ári, sem haldinn
sé á laugardagskvöldi og þá sam
tímis í báðum sýslum.
5. Fundurinn samþ. að gerð verði
tilraun með að loka samkomuhús
um kl. 23.30 og ákveðinn verði
fjöldi samkomugesta í hverju
húsi í samráði við sýslumenn hér
aðsins.
6. Fundurinn samþ. að samkomu
húsaeigendur í sýslunum stofni
með sér félag. Tilnefni fundurinn
3 menn úr hvorri sýslu til þess að
vinna að undirbúningi stofnfund
ar.
Þessir voru tilnefndir í nefnd-
ina:
Úr Ámessýslu:
Böðvar Pálsson, fulltrúi Borg.
Sigurður Þorsteinss., fulltr. Arat.
Eiríkur Bjarnason, fulltrúi Hótel
Hveragerði.
Úr Rangárvallasýslu:
Markús Runólfss., fulltrúi HvolL
Ragnar Böðvarsson, fulltrúi æsku-
lýðsnefndar Rang.
Gunnar Sigurðsson, fulltrúi Eyjaf.
Milli 40 og 50 fulltrúar, hinna
ýmsu félagsamtaka, samkomu-
húsa og félagsheimila í héraðinu
mættu á fundinum. Á fundinum
mættu einnig Páll Hallgrímsson
sýslumaður Selfossi, Pálmi Eyj-
ólfsson sýslumannsfulltrúi á
Hvolsvelli og Jón í. Guðmunds-
son yfirlögregluþjónn á Selfossi.
Fundarstjóri var Stefán Jasonar
son, fundarritari Pálmi Eyjólfs-
son.
Fundi var slitið kl. 3 eftir mið-
nætti.
Málverkasýning í
Mokka
í gær var opnuð ný málverka-
sýning í Mokka-kaffi vtð Skóla-
vörðustíg. Að sýningunni stend.
ur ung listakona, Natalía Fried-
rich að nafni. Natalía er norsk
í móðurætt en rússnesk í föður-
ætt og fædd og uppalin í Nor.
egi. Hún talar ísienzku með á-
gætumí'enda dvaldi hún hérlend-
is um tíma í fyrra við að mála
íslenzkt landslag og hélt þá einnig
sýningu á verkum sínum.
Natalía stundaði málaranám f
Kaupmannahöfn hjá færustu lærl
meisturum og ílentist þar. Hún
hefur hrifizt mjög af litum, lín-
um og formi íslenzks landslags og
ætlar að ferðast út um land, til
þess að skoða og mála.
Á sýningunni í Mokka-kaffi eru
15 olíumyndir, málaðar frá 1963:
til 1967 Nokkrar myndanna eru
frá íslandi, en allar myndimar
bera með sér, að þar hefur eng-
inn viðvaningur um fjallað.
Frh. af 4. síðu.
landi, og ætti að vera vandalaust að renna yfir
hann malbiki. Það mundi bæta úr, að minnsta
kosti í sumar.
★ UMFERÐARLÖGGÆZLU
VANTAR.
Það var gífurieg umferð á öllum
vegum í kringum borgina nú um helgina. Senni-
lega mesta umferðin, það sem af er þessu sumri.
Ég var mikið á ferðinni og tók sérstaklega eftir
því, að yfirleitt voru menn heldur kurteisir. Þeir
sem hægt óku, hleyptu yfirleitt greiðlega fram úr.
Einstaka manni var það ekki nóg að aka á 60—70
kílómetra hraða og var að streitast við að kom-
ast fram úr allri röðinni. Þeir menn höfðu ekki
árangur sem erfiði, og sköpuðu mikla hættu í
umferðinni með glannalegum framúrakstri. Þegar
umferðin er á borð við það sem var um helgina
ætti lögreglan að fá að láni þyrilvængju Land-
helgisgæzlunnar og fylgjast með umferðinni úr
lofti og láta vegalögreglumenn vita um glannaleg-
an akstur ákveðinna ökumanna. Það er vonlaust
að vegalögreglan geti fylgzt með öilu, til þess
er hún alltof fáliðuð. Með þyrilvængju mætti hins
vegar fá góða yfirsýn yfir umferðina í heild.
Að lokum get ég ekki stillt mig
um að segja frá litlu atviki, sem ég varð vitni að
á Mosfellssveitarveginum skammt' frá Korpúlfs-
stöðum. Þar sá ég ökukennara á ljósri Taunus bif-
reið aka þvert inn á' veginn, inn í -miðja bíiaröð,
rétt eins og hann væri einn í heiminum. Mjóu
munaði að þessi maður ylli þarna stórslysi. Ef
kennararnir eru svona, er ekki von að nemendurnir
sér fyrsta flokks ökumenn. — K a r 1.
5. júlí 1967 - ALÞÝBUBLAÐIÐ