Alþýðublaðið - 20.07.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.07.1967, Blaðsíða 4
tm&siB) Kltstjórl: Bonodikt GrSndal. Simar 14900—14903. — Auglýsingasfml: 14906. — ABsetur: AlþýSuhúsið við Hverfisgötu, Rvik. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Simi 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — t lausa- sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandl: Alþýðuflokkurinn. Ausfurland ÞJÓÐVILJINN hefur undanfarna daga gert hroka- fullar árásir á Eggert G. Þorsteinsson sjávarútvegs- málaráðherra vegna atvinnumála á Austfjörðum og fundarins á Egilsstöðum. Árásir þessar hafa verið pers ónulegt níð og virðist Þjóðviljinn jaf'nvel fylgjast með því, hverja Eggert talar við á skrifstofu sinni! Og svo þykj'ast þjóðviljamenn vera að vinna fyrir alþýðuna á Austfjörðum og atvinnuvegi með slíkri fram komu! komu! Alþýðublaðið vill hérmeð spyrja Austfirðinga, hvort þeir hafi óskað eftir, að Þjóðviljinn héldi þannig á málstað þeirra. Telja A,ustfirðingar persónulegt skít- kast kommúnista á ráðherra vera vænlegustu bar- áttuaðferð fyrir alvarlegum hagsmunamálum? Þá vill Alþýðublaðið ennfremur spyrja Austfirð- inga, hvort þeir haldi, að kommúnistablaðið sé að hugsa um þá fyrst og fremst með þessum skrifum. Sjá ekki Austfirðingar að kommúnistar eru að reyna að gera pólitískan áróður úr erfiðleikum þeirra? Kommúnistar hafa hingað til ekki 'haft mikiar á- hyggjur af rekstursfé atvinnurekend'a, hvort sem þeir eru eigendur síldarverksmiðja eða síldarsaltendur. Ef til vill hefur það breytt afstöðu þeirra að kommúnist- ar ráða sjálfir yfir síldarverksmiðjum, sem hafa grætt tugi milljóna á síldinni undanfarin ár, en geta nú ekki greitt sjómönnum eða verkafólki, ef marka má af skrif um Þjóðviljans. Alþýðublaðið hefur gagnrýnt fundinn á Egilsstöðum og bent á, að illa hafi verið á málum haldið ef ætlunin var að nota hann til að ná sambandi við banka og ríkis stjórn. Alþýðublaðið hefur einnig gagnrýnt það, að Þjóðviljinn skuli nota þennan fund til að gera erfið- leika Austfirðinga að pólitísku áróðusmáli fyrir stj órn ar andstöðuna. Austfirðingar eiga skilið að betur sé haldið á málum þeirra en hér hefur verið gert. Eftir mikið deyfðar- tímabil um langt árabil kom síldin til Austfjarða, og hefur verið þar mikil uppbygging og mikil atvinna síðustu ár. Nú blæs nokkuð á móti allri þjóðinni, þar eð verð síldarafurða hefur hrirnið og minna veiðist en áður. Þessir erfiðleikar valda því, að nú er þungt undir fæti. Hitt er pólitískt ofstæki að hrópa um allt land, að nú sé ríkisstjórnin að drepa atvinnulífið á Austfjörðum. Því trúir enginn hugsandi eða velvilj- aður maður. Alþýðublaðið efast ekki um, að Austfirðingar eigi nú í ýmsum erfiðleikum. Það á þjóðin öll. Þeir verða að gera sér ljóst, af hverju erfiðleikarnir stafa, og 'halda á málum fjórðungsins af ábyrgð og stillingu. Það hafa margir þeirra raunar gert, en það gerir Þjóð viljinn ekki, þegar hann þykist berjast fyrir austfirsk um atvinnuvegum. Bankar og sparisjóöir vekja athygli á því: — að við umsókn um stofnun tékkareiknings verður að framvísa nafnskírteini — að gjaldkerar banka og sparisjóða munu hér eftir, ef tilefni er til, áskilja að selj- andi tékka framvísi nafnskírteini. Júlí 1967. Samvinnunefnd banka og sparisjóða. Stakar buxur margar gerðir og litir. Peysur Ferðafatnaður £.ckkalfá$'to Laugavegi 42 — Sími 13662. Ferðafólk - Ferðafólk Toppgrindapokar — Ferðasóltjöld — Sólseglaúrval ásamt öðrum ferðaútbúnaði fyrirliggjandi í hinni nýju glæsilggu verzlun okkar við Grandagarð. GÓÐ BÍLASTÆÐI, SEGLAGERÐIN ÆGIR Símar: 14093 og 13320. Hópferðir á vegum L&L MALLORKA 21. júli og 18. ágúst NORÐURLÖND 20. júní og 23. júl[ FÆREYJAR Ólafsvakan, siglt með Kronprins Frederik 24. júll RÚMENÍA 4. júlí og 12. september MIÐ EVRÓPUFERÐIR 4. júli, 25. júll og 16. ágúst RÍNARLÖND 21. júll, 8. águst og 6. sept SPÁNN 30. ágúst og 6. september HEIMSSÝNINGIN 17. ágúst og 28. september SUÐUR UM HÖFIN 27 daga sigling með vestur- þýzka skemmtiferðaskipinu Regina Maris. Ferðin hefst 23. september Ákveðið ferð yðar snemma. Skipuleggjum elnstaklingsferðir, jafnt sem höpferðir. Leitlð frekarl' upplýsinga i skrifstofu okkar. Opið í hádeginu. L0í\ID & LEIÐIR Aðalstræti 8,simi 24313 ★ SUMAR OG SÓL. Það hefur sannarlega ekki skort blíðviðrið hér í borginni untíanfarna daga, þótt ekkert sé líklegra, en komin verði hellirigning og rok, þegar þessar línur birtast á prenti, því allir þekkja duttlunga íslenzka veðurfarsins. Hvarvetna hefur mátt' sjá' fólk liggja og baka sig í sólinni undanfarna daga og þeir eru ekki öfundsverðir, sem nú verða að sitja inni i skrifstofum eða í verksmiðjum allan lið- langan daginn. Annars var það alls ekki veðr- ið, sem hér var ætlunin að gera stuttlega að um- ræðuefni í dag, heldur Ríkisútvarpið. Á sunnudaginn var ég úsamt fleira fólki á leið að austan og til bæjarins. — Til dægrastyttingar hlustuðum við á útvarp á leið- inni. Öllum ber okkur saman um það að útvarpið gerði ekki mikið til að reyna að vera skemmti- legt svona yfir sumar. Á sunnudaginn eftir hádegið og fram eftir öllum degi var ósköp litlaus og leið- inleg tónlist ásamt endurteknu efni, frá því ein- hvern tíma eða einhvern tíma — og var þetta sannast að segja heldur bragðdauft allt saman. Á laugardagseftirmiðdögum hef- ur útvarpið sýnt talsverðan lit á því aö vera skémmtilegt og stundum hefur það bara tekizt sæmilega. ★ ÖNNUR DAGSKRÁ ? !| I I Það getur vel verið að það sá nauðsynlegt fyrir suma að leika kiassisku mús- ikkina eftir sunnudagssteikina, en ferðafólk og það helgar, vill áreiðanlega eitthvað léttara .Et helgar, sem vill áreiðanlega eitthvað léttara. Er áreiðanlega kominn tími til að útvarpið fari að hugsa fyrir annarri dagskrá, sem væri nær ein- göngu létt skemmtitónlist. Það mætti þá auka eitthvað klassikkina í hinni dagskránni til að gera öllum jafnhátt undir höfði, þó hún sé lítið annað en tónlist af plötum og segulböndum, en væri ekkl tilvalið að byrja að gera tilraunir með þetta um helgar á sumrin fyrst í stað. Þá er næsta vonlítið ef ekki vonlaust að vera að útvarpa endurteknum’ fyrirlestrum eða erindum, það nennir enginn að hlusta á slíkt. Að lokum eitt orð um umíerðar- þættina í rikisútvarpinu, sem oft eru nokkuð fróð- legir, nauðsynlegt virðist fyrir þann sem annast þá, að fá sér kennslu í framburði íslenzks máls. Hann mundi þá að líkindum hætta að misþyrma móðurmáli voru. — KARL. BöflMM 4 20. júlí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.