Alþýðublaðið - 20.07.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 20.07.1967, Blaðsíða 13
íslenzkur texti. OSS 117 í Bahfa Ný ofsaspennandi OSS 117 mynd í litum og Cinemascope segir frá baráttu við harðsviraða upp- reisnarmenn í Brasilíu. FREDERIK STAFFORD. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. Kvensami píanistinn Víðfræg og snilldarvel gerð amerísk gamanmynd í litum. PETER SELLERS. PAULA PRENTISS. íslenzkur texti. Sýnd kl. 5 og 9. ÖKUMENN! Látið stilla í tíma. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100. ÓTTAR YNGVASON, hdl. BLÖNDUHLÍÐ t, SÍMI 2\296 VIÐTALST, KL. 4—6 MÁLFLUTNINGUR LÖGFRÆOISTÖRP T rúlef smarhringar Sendmn gegn póstkröfu. Fljót afgreiðsla. Guðm. Þorsteinsson guilsmlður Bankastrætl 12. AUGLÝSID í Aiþýðublaðinu 111 Suzanne Ebel: rbPA Ul 3L 0( IkKA 3 ÁST kyssa mig blíðlega og ástúðlega. í þetta skipti ónáðaði enginn okkur. Við þrýstum okkur hvort að 'öðru og hann tautaði við eyra mér allt þetta, sem ég þráði að heyra og muna, en gleymdi jafn- óðum. Að ég væri fögur og vit- ur og góð. Að ég væri aðlaðandi og heyrði samt aldrei orð. Hann sagðist ekki þrá mig eða elska mig, en hann þrýsti mér æ fastar að sér og kyssti mig aftur og aftur. Ég var hamingjusöm, æst og hrygg. Mér létti þegar bátur- inn kom að höfninni í ísóla og við skildum. Hjarta mitt barð- ist enn hratt og varir mínar voru sárar. \ TÍUNDI KAFLI. Það var dögun. Ég gat ekki sofið. Ég fór út á svalirnar. — Fuglarnir voru ekki farnir að syngja enn. Garðurinn var fyr- ir neðan fætur mína, allur í blóma og snyrtilegur eins og Trish. Þegar ég minntist þeirra — hennar og James sofandi inni í húsinu — tók ég þá ákvörðun að vinna eitis og þræll, þau gáfu mér frí í gær og ég skuldaði þeim fyrir það. í gær hafði mig langað að yfirgefa þetta allt, rósirnar, kokkteilana, koddana og launin og sitja og mála á ormétnu fjala gólfi og lifa á spaghetti. Lúcíana kipptist við, þegar hún sá mig sitja alklædda á svöl- unum og skrifa föður mínum kl. 8 að morgni. — Þetta getur ekki verið. — Þetta er. Á ég að segja þér frá deginum í gær? Ég er alveg að springa. Hún settist á stólarminn með- an ég lýsti Davíð og vinum hans og sýndi henni myndina, sem enn var rök. — Og maðurinn þinn? — Hann er ekki minn. Ég vildi að hann væri það. — Þú óskar þess, ég kalla hann þinn mann. Hvað um hann? — Hann kyssti mig. — Ég bjóst ekki við að hann héldi í höndina á þér. Þó segir Marcello að Englendingar séu óútreiknanlegir. — Hann er elskulegur. Og ást- úðlegur. Og ó.. heldurðu að það sé nokkur von fyrir mig? Von um livað? Eins og þú vitir það ekki. Hún leit á mig og hallaði und- ir flatt eins og fugl. Augu henn- ar voru gáfuleg. Allir í húsinu sáu meira en venjulegt var nema ég. — Allir vita of mikið hérna. Lúcíana spurði ekki við hvað ég ætti. — Áttu við hvort þú hafir ein hverja von um að hann biðji þín? — Ég hugsaði ekki svo langt. — Allar ógiftar stúlkur kom- ast að altarinu, ef þær vilja. Ég hugsa: — Auðvitað giftist ég honum ekki ! — Það kemur í sama stað niður. — Þú ert grobbin; ég skellti upp úr. — Það er ekki grobb heldur sannleikurinn. ítalskir menn ■ sýna þér strax mynd af mömmu sinni og segja þér um framtíð- ina og biðja þín. Eða þeir stinga upp á að hátta saman og ílölsk stúlka segir nei. En ekki í Eng- landi. í Englandi getur karlmað- ur boðið þér að hátta hjá þér og virt þig samt. — Ég vil ekki; .. ég vil ekki jú, skollinn hafi það, ég vil giftast! — Húrra, sagði hún og fór. Það var ekki fyrr en ég var að setja bláberjasultu ofan á brauð- ið mitt, sem ég skildi að hún hafði aldrei sagt að ég mætti vona. James sat á svölunum og las bréfin sín. Ég fékk venjulega taugaáfall þegar ég sá hrúguna, því ég þurfti að svara hverju einasta bréfi. — Júlía! Fáðu þér sæti! Hann var jafnáhyggjufullur og hann hafði verið í marga daga. Þegar hann var áhyggjufullur varð hann ellilegur. Hann lagði frá sér bréfið, studdi olnboganum ofan á hrúg- una og leit' beint í augu mér? Hvað hafði ég verið að hugsa í morgun um að allir vissu of mik- ið um alla hér? James var blind- ur eins og leðurblaka, — Júíía, hann reis á fætur og gekk fram og aftur um svalirn- ar. — Þú ert góð stúlka. Ég er feginn að ég fann þig. Þú ert gimsteinn. Ertu sterk líka? Ég starði undrandi á hann. Hvað kæmi næst? En ég gat al- drei staðizt James. Hann var svo drengjalegur eins og Davíð Lane að ég varð móðurleg. — Vitanlega er ég ster.k! — Góð stúlka, sagðí hann og andvarpaði. — Ég verð að fara í fimleikasalinn. Ég hef þyngst um þrjú pund. Það er viskíið. Hafði ég lofað einhverju? Og ef svo var, hverju? Það gat ver- ið eitthvað auðvelt, að vélrita bréf eða hringja fyrir hann. — James fór alltaf kringum efnið eins og köttur í kringum heitan graut, ef hann vildi láta gera eitthvað fyrir sig, en ekki ef það var fyrir Trish. Trish gat svo sem beðið sjálf. Hún sagði í róm deyjandi manns: — Viltu gera mína síðustu bón? Hér eru þrjá- tíu og fjórar. Ég svaraði bréfunum og gekk inn fyrir, svo heyrði ég fótatak á svölunum. Ég fékk hjartslátt og hljóp til baka. Það var Mar- cello. — Þú hélzt ég væri einhver annar! En þau augu! Hann kyssti á hönd mér. — Hvernig líður ungfrú Júlíu? Eg sé að hún er liamingjusöm. — Dálítið. Lúcíana getur sagt þér ástæðuna. — Hún segir mér aldrei neitt', sagði hann og lauk við appelsínusafa Jamesar. — En þú ert bezti vinur hennar! Hann gretti sig. Hann virt- ist áhyggjufullur og mér fannst að handarkoss hans hefði verið vélrænn. — Hvað er að, Marcello? — Ferðamennirnir. Þessar út- lendu kerlingar. Þær gera út af við mig. — Þú þarft ekki að fylgja þeim um eyjuna. Lúcíana segir að þú hafir efni á að láta það vera. — Lúcíana veit ekkert um það, sagði hann reiðilega. — Heldurðu að ég eyddi tímanum í ferðamenn, ef ég héldi ekki . . hann lauk ekki við setninguna. — Hvað er að? — Ekkert sérstakt. — Vitleysa! Eg tók undir handlegg hans. Eg var sterk eins og allir þeir, sem eru ham- ingjusamir í ástum. — Segðu mér hvað það er? Er það Lúc- íana. Þú elskar hana. — Það getur vel verið. Hann leit niður og dökkt hár hans féll fram á ennið. En hve ítalir voru laglegir! Hann líkt- ist ekki kærulausa unga mann- inum sem alltaf var í eldhús- inu. — Vertu góð við Lúcíönu, sagði hann. — Eg get ekki verið hér. Ég þarf að fara til Rómar í lögfræði. Stattu með henni nngfrú Júlía. Lúcíana er alltof sjálfstæð. — Um hvað ertu eiginlega að tala? Þetta var meiri morguninn! Þarna hagaði James sér líkt og skátadrengur sem á að fara í skátapróf og Marcello eins og hetjan, sem átti að syngja síðustu aríuna sína. — Viltu útskýra þetta. sagði ég óþolinmóð. — Hvað get ég gert fyrir þig. — Vertu góð við Lúcíönu, sagði hann og lyfti. hendinni með leikrænum tilburðum. — Hann virtist enn á'líta að hann væri á leiksviði. — Segðu henni að ég verði að fara í dag en að ég komi aftur. — Segðu henni það sjálfur, asni- sagði ég hvasst'. — Þú ert hvort eð er hérna. Farðu inn í eldlnis og segðu lienni það. 20. — Ég get það ekki. — Guð blessi þig, ungfrú Júlía. Hann hraðaði sér gegnum garðinn og út um hliðið. Ég fór inn. Lúcíana var að elda og skipa fyrir í eldhúsinu. Blómavasar stóðu í röðum, það mallaði á pönnum, körfur full- ar af blómum alls staðar og hún var að rífast við þjóninn. Þetta var ekki rétta stundin til að tala við hana, svo ég fór. Þegar ég gekk inn í setustof- una til að fá mér glas fyrir mat- inn kom James þjótandi og dró mig afsíðis. - Ég var að bíða eftir þér. Minnstu ekki á greinina við Patricíu. Svo það var sprenging, hugs- aði ég. — Ef hún isegir eitthvað, skaltu einskis spyrja, sagði hann. — Hún komst úr jafn- vægi. Hún er svo viðkvæm. — Ég skil, ég skil. — Trish hefur ekkert sjá'lfs- Heímsins mest selfla sinnep, og auðvitaö kemur það frá ALUR S.F. - SÍMI: 1 3051

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.