Alþýðublaðið - 28.07.1967, Page 3
Gjafir undan-
þegnar skatti
Yfir 358 aðilar mega nú taka við þeim
Yfír 358 aðWphj lhafa fengið
heimild til að þiggja peninga-
gjafir sem síðan verða frádrátt-
arbærar við skatta- og úsvars-
álagningu hjá gefanda. Gildir
þessi heimiild fyrir yfirstandandi
ár.
Danskur land-
búnaðarfrömuður
/
I
HÉR. Á LANDI er staddur dr.
agro, prófessor F. Steenbjerg frá
landbúnaðarháskólanum í Kaup-
mannahöfn í boði Rannsóknastofn
unar landbúnaðarins. Prófessor
Steenbjerg er meðal fremstu sér-
fræðinga Dana í jarðvegs- og á-
burðarfræðum, og hafa marg'w
. íslenzkir búvisindamenn verið
meðal nemenda hans.
í þessari viku ferðast prófessor-
inn um landið, skoðar tilrauna-
stöðvar, landbúnaðarstofnanir og
jarðrækt í sveitum landsins.
Að ferðinni lokinni flytur pró-
fessor Steenbjérg fyrirlestur um
notkun jarðvegs- og plöntuefna-
greininga í I. kennslustofu Há-
skólans. Hefst fyrirlesturinn kl.
16 mánudaginn 31. júlí og er öll-
um heimill aðgangur.
Samkvæmt gildandi reglum má
draga einstakar gjafir til menn-
ingarmála, vísindalegra rannsókn
arstofnana, viðurkenndrar líkn-
arstarfsemi og kirkjufélaga frá
ekjum til tekjuskatts og útsvars,
þó ekki yfir 10 prósent af fram-
talsskyldum tekjum gefanda og
ekki undir 300 krónum.
í síðasta Lögbirtingablaði var
birtur listi yfir umrædd menn-
ingarfélög, og stofnanir og sjóði
og kemur í ljós við talningu að
þessir aðilar eru 358 talsins. Þar
með eru taldar allar kirkjur lands
ins 159 að tölu, þar af 8 bænda-
kirkjur, Skógrækt ríkisins og
skógræktarfélögin sem eru 28
talsins, sjóðir Háskóla íslands
sem eru 48 og sjóðir Mennta-
skólans í Reykjavík, sem eru 20
tþls'íns. Auk 'jj^sara aðila eru
óskyldust félög, styrktarfélög,
smáir og stórir, sjúkrahús, söfn-
uðir utan þjóðkirkjunnar, barna-
heimili, Rauða Krossdeildir,
KFUM og K-félög og o.s.frv.
Samtök og stofnanir, sem
æskja þess að geta notið frádrátt
arbærra peningagjafa verða að
sækja um heimild árlega til að
þiggja slíkar gjafir.
Ekki liggur ljóst fyrir hvort
gjafastarfsemi til menningarmála
dráttarins en þó má nærri geta
hefur aukist vegna tilkomu frá-
að öll gjafastarfsemi hefur auk-
ist mjög á undanförnum árum,
entía sótst eftir gjöfum á skipu
lagðari hátt en áður íðkaðist.
Hér á myndinni eru sýnishorn af frostþurrkuðum matvælum. Til vinstri er frostþurrkuð síld og til
hægri er grær.meti. í skálinni á miðri myndinni er frosto þurkó skyr, sem hefur verið bleytt upp og er
tilbúið til átu.
ER fROSTÞURRKUN MAt-
VÆIA FRAMTiDARLAUSN?
Tilrðunir ganga vel hjá Rannsóknastofnun iðnaðarins
RANNSOKNASTOFNUN iðnað-
arins hóf í vetur tilraunir með
nýja aðferð til þess að geyma
matvæli, svo kallaða frostþurrk-
un. Frostþurkunin hefur á und-
anförnum árum verið allmikið að
reyðja sér til rúms í matvælaiðn-
aði, enda hefur þessi aðferð
SNARPIR JARÐSKJÁLHA-
KIPPIR A SUÐURLANDI
UM 30 ijarðskjálftakippir frá mið-
nætti í gær fram á morgun- Fund
ust harðastir í Villíngaholti í Ár-
nessýslu, ennfremur á Hellu, Sel-
fossi og víðar. Ragnar Stefánsson,
jarðskjálftafræðingur hjá Veður-
stofunni gaf þær upplýsingar um
jarðskjálftana, að þeir hefðu byrj
að um miönætti í gær og fundizt
víða um Suðurland allt fram á
morgun, á sumum stöðum liarðari
en á öðrum. Jarðskjálftarnir
ír.ældust á mæla Veðurstofunnar
og sýndu þeir, að upptökin voru
um 65 km. frá Reykjavík á svæði
NA af bænum ViHingaholti í
Ilreppum eða á sýslumörkum Ár-
nes- og Rangárvallasýslna. Annars
er ekki hægt að ákvarða stað-
inn með fullri vissu, fyrr en nið-
urstöður mælinga frá fleiri stöð
um liggja fyrir, en jarðsikijálft-
mælar á Kirkjubæjarklaustri og
Vík í Mýrdal, ennfremur á Akur
eyri. Á mælinn í Reykjavík mæld
ust um 20 umtalsverðir kippir.
Fólkið í Villingalholti taldi um
30 kippi.
Einn kippurinn var langharð-
astur kl. 518, og mældist hann 5
stig eftir Richter-kvarða og er
það með snarpari jarðskjálftum,
sem mælzt hafa hér á landi. Jarð
skjálftar með þessum styrkleika
eru mjög sjaldgæfir hér, sagði
Ragnar.
Jarðskjálfti, sem átti upptök
sin nálægt Grímsey mældist í gær
kvöldi, en hvort samband er milli
hans og þessara jarðskjálfta fyrir
sunnan í nótt, er ekki hægt að
segja.
í Villingaholti sagði Gauðlaug
Kristjánsdóttir, að fólk þar á bæn
um hefði orðið vart við eina 30
kippi, en einn hefði verið sýnu
harðastur, sá sem reið yfir kl.
5.18. Fjórir kippirnir hefðu verið
allsnarpir, en hinir smávægilegir.
Húsið í Villingaholti er múrhúðað
timburhús og losnuðu stór stykki
úr múrhúðuninni og sprakk á ýms
um stöðum, auk þess köstuðust
Framhald á bls. 15.
marga kosti fram yfir þær aðferð
ir, sem hingað til hafa mest ver-
ið notaðar.
Eins og nafnið bendir til, er
matur, sem unninn er með þessari
aðferð, bæði frystur og þurrkaður.
Síðan er hann settur í loftþéttar
umbúðir og getur þá geymzt ó-
skemmdur í 1 — 2 ár, án kæling-
ar eða annarra kostnaðarsamra
ráðstafana við geymsluna. Enn-
fremur léttist maturinn um allt
að 80% við frostþurrkun og er
stór kostur við flutning á honum-
Þegar matarins skal neytt, þarf
ekki annað en bleyta hann upp í
vatni og er þá næstum eins og
nýr.
Frostþurrkunin hefur lengst af
verið mjög dýr í framkvæmd og
ihefur það staðið í vegi fyrir því
að hún væri notuð í stórum stíl.
Nú hefur tekizt að lækka kostn-
aðinn mjög rnikið og er það skoð
un margra, að frostþurrkunin
kunni að leysa gömlu geymsluað-
ferðirnar að allmiklu leyti af
hólmi á næstu áratugum.
Rannsóknastofnun iðnaðarins
hefur gert tilraunir með að frost
þurrka ýmsar tegundir íslenzkrar
matvælaframleiðslu og fengið 'á-
gætan árangur. Til dæmis er mjög
hagkvæmt að nota þessa aðferð á
rækju, humar og annan skelfisk.
Mjólkurafurðir hafa verið frost-
þurrkaðar með ágætum árangri,
einnig ýsa og aðrir þorskfiskar.
Tilraunir hafa og verið gerðar
með að frostþurrka síld og er tal-
ið að með því megi gera hana
mun fjölbreyttari og sejalen glir
að mun fjölbreyttari og seljan-
legri vöru.
Mjög mætti lækka kostnaðinn
við frostþurrkunina með því að
nota jarðgufu sem orkugjafa, svo
að þessi aðferð mun ekki sízt
henta okkur íslendingum.
Vill aö Jórdaníumenn
haldi stjórnmálasambandi
Beirut 27/7 (NTB-Reuter).
Gamal Abeel Nasser, Egypta-
landsforseti, hejjur bcðið Jórd-
aníustj. um að hafa áfram stjórn
málasambav.d við Bretland og
Bandaríkin að því er Beirut-
blaðið Al Nahar sagði í dag.
. Blaðið segir, að þetta liafi kom
ið 'fram í ræðu, sem Hussein
konungur hélt á lokuðum þing-
fundi á þriðjjudaginn. Ræðan
stóð í fjóra tíma, — en enn'hef-
ur aðeins stuttur, opinber úr-
dráttur hennar birzt fyrir almenn
ingssjónum.
I þessu tæki fer frostþurrkunin
frarn.
- ALÞÝBUBLAÐIÐ 3
28. júlí 1967