Alþýðublaðið - 28.07.1967, Side 15

Alþýðublaðið - 28.07.1967, Side 15
Bæjarfulitrúi Framhald af 1. síðu. trygflrt, að' Bæjarútgrerð Hafnar- fjarðar verður fjárhaffslega skað laus af máli þessu. Á bæjarstjórnarfundinum kom fram eftirfarandi tillaga um mál- ið, og var hún samþykkt einróma: ,,Með tilvísun til skýrslu lög- gilts endurskoðanda Bæjarútgerð ar Hafnarfjarðar, dags. 20- júlí þ. á., varðandi misferli fyrrver- andi forstjóra, Kristins Gunnars- sonar og jafnframt með vísun til meðferðar útgerðarráðs á málinu á fundum þess 17. og 25. júlí s. 1., samþykkir bæjarstjórn eftir- farandi: Bæjarstjórn fellst á ráðstafan- ir þær, er útgerðarráð hefur þeg ar gert til tryggingar hagsmunum Bæjarútgerðarinnar varðandi mál þetta, en vísar því að öðru leyti til meðferðar bæjarfógetaembætt- isins í Hafnarfirði". Bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins, þeir Hörður Zóphoníasson og Ingvi R. Baldvinsson. létu bóka eftirfarandi: ,,Efnislega erum v:ð sammála ofangreindri tillöm’ en teljum, að eðlilegra væri að málið væri ekki sent til bæjarfógetaembættisins fyrr en fyrir ligg'a endurskoðaðir reikningar Bæian'Userðar Hafn- arfjarðar fyrir árfw 1066 og reikn ingar útgerðar'nnar fyrri hluta árs 1967, endurskoðaðir af löggilt um endurskoðendum“. í fundargerðum útgerðarráðs kemur fram. að endurskoðendur hafi bent ráðinu s nð á viðskipta mannalista væri biðreikningur Kristins Gunnarssonar kr. 700- 742,00. Á næsta fundi ráðsins var upplýst, að greiddar hefðu verið inn á biðreikni-Míirn 360.000,00 kr. Hinar 346 742 no kr- höfðu ver ið greiddar fyrir tvo ,,hátíðni- ofna“,; sem eru merkjleg tækni- nýjung til skjótrar matreiðslu á fiskréttum. Ofnarnir voru í vörzlu Bæjarútgerðarinnpr. — Bauðst Kristinn til að greiða ofnana með 5 áva skuldabréfi. tryggðu með fasteign og fullum útlánsvöxtum banka, 91/2%. Gekk ráðið að því 'boði. Á fundi útgerðarráðs 25. júlí var þetta bókað: „Útgerðarráð sam- þykkir að taka ofpngreint skulda- bréf sem fullnaðargeiðslu á við- skiptaskuld Kristins Gunnarsson- ar, sem nú er að eftirstöðvum kr. .340.-742,35 ásaiht vöxtum kr- 109,- , 257,65“. HáfjaKíabfém Frh. af 5. síðu. íðsson og Steindór Steindórsson, ennfremur eru Ingólfur Davíðs- son og Ingimar Óskarsson fædd- ir á þessum slóðum. — Til skamms tíma var rannsóknum á gróðri í háf.iöllum skammt á veg komið og má nefna sem dæmi, að í bók, sem út kom 1930 um gróðurfar á íslandi var talið, að fyrir ofan 1000 m. hæð væri lít- ill sem enginn gróður, og í bók sem út kom fyrir fáúm árum var talið, að bar væri að finna um 40 tegundir, en ég hef, sagði Eyþór. fundið um 60 tegundir. Evþór er Austfirðingur og . sagðist hafa verið hvað mest við athuganir um miðbik Aust- fjarða, en ætlað í fyrrasumar í leiðangur á Austfirði sunnan- verða og áður á Snæfell, en þá gerði foraðsveður svo að hann og félagar hans gátu ekki at- hafnað sig. í sumar er ætlunin að halda gangandi á Snæfell, sunnanverða Austfirði, í jökul- skerin í Breiðamerkurjökli og á' hrygginn í vestanverðum Ör- æfajökli. Gönguferðir takmarka mjög tíma þann, sem hægt er að halda úti slíkum leiðöngrum og ræðir Eyþór um að fara með tveimur öðrum náttúrufræðing- um í þyrilvængju upp í Esju- f jöll næsta sumar. Þá væri hægt að taka með vistir til alllangs tíma. Austfirðir hafa upp á að bjóða allsérkennilegt gróðurfar og jurtir, sem óvíða vaxa ann- ars staðar á landinu. Má þar nefna bláklukku, bergsteinsbrjót og klettafrú. Hvað aðstöðu íslenzkra vís- indamanna snertir, sagði Eyþór, sem er deildarstjóri grasafræði- deildar N’áttúrufraJðisttofnun- arinnar, að hún væri heldur lé- leg, tíminn nýttist’ illa vegna aukastarfa og er ráðast ætti í meiri háttar rannsóknir væri helzta ráðið að sækja í erlenda sjóði. Slíkir sjóðir væru að vísu margir til, en hitt væri annað mál, hvort slíkt væri stórmann- legt. Það fé, sem íslenzkar rann- sóknarstofnanír hafa yfir að ráða, eru smámunir. Á það mætti benda, sem kom fram í blaðaviðtali við dr. Bauer um daginn, að íslenzkum vísinda- mönnum yrði meira úr 1000 kr. en erlendum stéttarbræðrum þeirra. Vera mætti að þeir færu betur með fé, af því að þeir væru vanir að moða úr minna. KynMttaóeirðir Frh. af 1 síðu. daga í Detroit, og fjárhagslegt tjón er gífurlegt. Heil borgar- hverfi eru ein brunarúst. Þyrl- ur hnita hringa yfir borginni og varpa Ijósi úr ljóskösturum yfir þau svæði, þar sem von er á leyniskyttum, — en enn eru nokkr ar slíkar að verki. Yfirmaður þeirra 10.800 hermanna og þjóð- varðliða, sem sendir voru til Detroit, segir, að útlit sé fyrir, að óeirðirnar hafi verið kveðnar niður. En í öðrum borgum hafa kyn- þáttaóeirðir blossað upp. Um 150 ungir blökkumenn fóru í einum hóp eftir Fifth Avenue og Manhattan í New York, — en þarna er eitt frægasta verzlunar- hverfi heims, — brutu rúður og eyðilögðu litstillingar. I Los Angeles var kastað eld- sprengjum á götunum í negra- hverfinu, — en þar létu 35 manns lífið í kyriþáttaóeirðum 1965. Þjóðvarðliðar í borginni Cam- bridge í Maryland beittu tára- gasi til þess að dreifa hópi 400 negra, sem safnazt höfðu saman tíl fundahalda undir berum himni. Miklar kynþáttaóeirðir urðu í þessari borg fyrir tveim dögum. Kynþáttaóeirðir urðu í Cincin- atti í Ohio, í Phoenix í. Arizona, Toledo í Ohio, í Philadelphia og fleiri horgum. G. Romney, ríkisstjóri í Michi- gan hefur beðið Johnson forseta að lýsa yfir neyðarástandi í Detroit. De Gaulle Frh. af I síðu. sinni eigin kenningu þess efnis, að utanaðkomandi aðilar eigi ekki að skipta sér af innanríkismálum þjóða, — en blaðið bætir því við, að það sé staðreynd, að stjórnar- skrá Kanada, sem var til undir nýlendustjórn, geri ekki róð fyr- ir því, að franski minnihlutinn hafi sömu réttindi og aðrir Kan- adamenn. Blað eitt í Toulouse, sem jafn- an er í andstöðu við de Gaulle segir, að það sé Couve de Mur- ville, utanríkisráðherra, sem sé svarti sauðurinn í þessu öllu sam an. Hann hafi gefið de Gaulle rangar upplýsingar um stjórnmála ástandið í Kanada. Þrátt fyrir alla sína galla hafi de Gaulle naumast dottið sjálfum í hug að kasta sér út í þetta fáranlega æv- intýri, segir blaðið. Óháða blaðið Le Monde segir, að ferð forsetans til Kanada hafi leitt til alvarlegs áfalls fyrir fransk-kanadíska samvinnu en nokkuð annað síðastliðin 100 ár. Franskir stjórnarandstæðingar vita, að það eina, sem þeir geta gert í þessu máli, er að neyða de Gaulle til að boða til nýrra kosn- inga- Það vilja þeir ekki að svo stöddu, en í staðinn munu þeir einbeita sér að árásum á stjóm- ina vegna þjóðfélagslegrar endur bótaáætlunar, sem líklega verður samþykkt á stjórnarfundinum á mánudaginn. Ottawa, 27. 7. (NTB-Renter) DE GAULLE, Frakklandsforseti, hefur stofnað til vandræða fyrir það ríkjasamband, sem hann kom. til að heimsækja og hylla (100 ára afmæli ríkisins Kanada er á þessu ári) og vináttusamband' Kanada og Frakklands er í voða, sögðu menn í Ottawa í dag. Sumir eru á því, að komið geti til greina, að Frakkar loki sendi- ráði sínu í Ottawa einhvern fíma, eða kalli ambassadorinn heim og hafi þarna aðeins sendifulltrúa. Aðrir segja, að orð ihans kunni að leiða til þess, að nýjar ýfing- Ingólfs-Café Gömlu dansarnir í KVÖLD KL. 9. Hljómsveit Jóhannesar Eggertssonar. Baldur Gunnarsson stjórnar. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Sími 12826. ar hefjist með sambandsstjóminni og frönskum íbúum landsins. Blöð, sem skrifuð eru á ensku í Kanada, virtust öll fagna því, að dé Gaulle væri nú farinn heim sólarhring fyrr en átti að vera. í leiðurum þessara blaða er hann kallaður duttlungafullur hroka- gikkur og ræður hans ótrúlegar og ófyrirgefanlegar. En kanadíska stjórnin er leið og reið yfir framkomu forsetans og hvernig hann fór- Lester Pear- son sagði í stuttorðri yfirlýsingu, að honum þætti leitt, að forsetinn skyldi fara heim svo skyndilega og 'án þess að kveðja kóng né prest, en kanadíska stjórnin bæri enga ábyrgð á þessu. Skógræktarráðherrann Marice Sauve, þingmaður frá Quebec sagði, að íbúar Quebec kærðu sig ekkert um að segja sig úr lögum við sambandsstjórnina. — Hann bætti því við, að ef de Gaulle hefði komið til Ottawa, hefði ver- ið hægt að útskýra þetta allt fyr- ir honum. Kanadískir ráðherrar eru yfir- leitt á því, að ólíklegt sé, að Frakkland geri nokkrar dipló- matískar ráðstafanir og vinátta Frakklands og Kanada ætti ekki að hafa skaðazt svo, að óbætan- legt væri. Ambassador Kanada í París J. Legor, á að vera í Ottawa nokkra daga til viðbótar til sérstakra við ræðna við stjórnarvöld, en áherzla er Iögð á 'það, að ekki sé um það að ræða að draga eigi úr stjórn- málalegum samskiptum við Frakk land. Jarðskjálfti Framhald á 3. síðu. bækur úr hillum og málv. skekkt- ust á veggjum, jurtapottar og blómavasar duttu niður á gólf. Sagði Guðlaug, að ekki hefði fólk orðið vart við hræringar síðan kl. 8.45 í morgun. Fréttaritari Alþýðublaðsins á Selfossi, Guðmundur Jónsson, ðsagi, að hann ihefði orðið var við fjóra jarðskjálftalkippi í nótt og einn hvað harðastan um fimm- leytið, síðan tvo með stuttu milli- bili og þann síðasta að ganga átta. Stór spegill er í svefn'herberginú hjá mér, sagði Guðmundur, hann hristist og slóst við vegginn, svo að ég fór á fætur og stoppaði hann af. í kaupfélaginu Höfn hrundu glös og dósir úr hillum niður á gólf. Á Hvolsvelli vöknuðu menn við harða kippinn um kl. 5 og voru þó margir vaknaðir áður við hvin inn sem jafnan er undanfari sjálfs skjálftans- í Gunnaxsholti mun hann hafa verið mun harðari en á Hellu og köstuðust munir fram úr hillum og hús hristust. Sigmar Guðlaugsson á Hellú sagði, að menn þar hefðu einkum orðið varir við kippinn um kl- 5, hann 'hefði verið nokkuð langur, en ekki viðlíka harður eins og jarðskjálftinn í hitteðfy;'ra. framh. af bls. 14, kaupstaðarbömin stæðu sig i sveitinni og væru til vinnu, kvað hann það auðvitað mjög misjafnt, sum væru hamhleypur til verka og kostafólk önnur miður eins og gengur. 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 15

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.