Alþýðublaðið - 18.08.1967, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 18.08.1967, Blaðsíða 6
prófskrekk Það Hver emasta sal er mikils virði. má íækna TÖKUM sem dæmi 25 ára mann, sem hefur verið við há- skólanám í sex ár. En hann er dauðhræddur við próf og fjórum sinnum hefur hann ætl að að fara í lokapróf, en jafn- oft hefur hann hopað af hólmi og hætt við allt saman. Stúd- entspróf og fyrri hluta emb- æltisprófs lauk 'hann með prýði, þótt honum veittist erf- itt að fara í prófin vegna rót- Lise Östergaard. gróins ótta síns við þá hluti. Þessi maður ihefur um lítið að velja, ef hann býr í Reykjavík, — en ef hann er í Kaupmanna- höfn getur hann leitað á náðir stúdentaráðgjafaskrifstofunnar þar, þegar að honum sverfur. Ef til vill á fjölskylda hans uppástunguna að því að hann leitar hjálpar. Það kemur í ljós, að stúd- entinn þjáist af taugabilun. Hann á erfitt með að rífa sig upp. Hann lifir einangruðu lífi, skemmtir sér lítið. Heldur fábreytileg tilvera í stuttu máli sagt. Það, sem fer verst með hann, er sá lamandi ótti, sem gagnte'kur hann, þegar próf nálgast. Hann er algjörlega máttlaus og situr tímunum saman yfir bókunum án þess að geta einbeitt sér að lestr- inum. Stúdentaráðgjafaskrifstofan tekur hann að sér með því skilyrði, að hann fari í próf strax og mögulegt er. Þetta skilyrði er sett sökum þess, að það er talið verra fyrir hann að hætta ennþá einu sinni við próf en að falla. Meðferðin gengur engan veg inn eins og í'sögu. Stúdentin- um fer síversnandi því nær Framhald bls. 11. ÞAÐ lá þoka yfir hluta af Reykja vík, öllum Kópavogi og Hafnar- firði, en var skjannabjart á Reyk'avíkurflugvelli, þegar við hófum okkur þar á loft í gær- morgun og flugum til Eyja. Og yfir Eyjunum lá þoka, sem þó grisjaði í á ýmsum stöðum, og hún hefði líklega ekki mátt vera meiri til þess að hægt væri að lenda. Erindið til Eyja að þessu sinni var að sjá og reyna furðulegt farartæki, sem nú er verið að kanna hvernig spjarar sig við ís- lenzkar aðsfæður, íslenzkt veður- far og sjólag. Enn hefur þó ekki mikil reynsla fengizt á það, bæði er skammt síðan farkosturinn kom til landsins og einnig hefur veðrið verið með eindæmum gott þann tíma sem síðan er liðinn. En lognsævi á sumardegi segir ekki allt um hafið umhverfis ís- land, því miður. Hjálmar R. Bárðarson , skipa- skoðunarstjóri, lýsti skipinu áður en látið var úr höfn, og vitnaði þá í orð brezks ráðherra, er hann mælti á alþjóðaráðstefnu í Lond- on fyrir sjö árum: „Ég kom hing- að frá því að skoða farartæki, sem enn er ekki víst hvort á að telja flugvél, bifreið eða skip, — eða þá eitthvað allt annað“. — Þetta farartæki var foreldri þess, sem við fórum til að kynnast í gær, og nú er svo komið, sagði skipaskoðunarstjóri, að það er yfirleitt flokkað sem skip, þótt það minni einnig nokkuð bæði á flugvél og bifreið. En þetta far- artæki flýgur naumast nógu hátt til að geta kallazt flugvél, og það hefur engin hjól, sem eru helzta kennitákn bifreiða: hins vegar er því gert að hlíta almennum sigl- ingarreglum og ákvæðum um björgunartæki skipa, enda hefur það mest verið á ferð á sjó og vötnum eða í nágrenni við sjó og vötn. Þó var þetta eiginlega ekki neinu skipi líkt; það minnti einna helzt á pöddu, — breiðskjaldaða stuttfætlu eða jafnvel amöbu. Þegar við komum að því var það opið að framan og þar gengum við inn, eins og inn í- heljarmik- ið gin. Fyrir innan dyrnar voru , stjórntækin fremst og síðan sæta- raðir fyrir farþega, tvö sæti í hverri röð hvorum megin og fimmta sætið niðurfellt í gang- veginum. Okkur var sagt að far- artækið hefði rúm fyrir 35 far- þega, en þó væri þessi gerð eigin- lega ætluð fyrir 33 farþega, en væru hér færri vegna þess, að tækjaútbúnaður væri hér meiri en yfirleitt tíðkaðist. Þetta farartæki var loftpúða- skipið alkunna, sem sumir hafa haft svo mikið við að nefna svif- nökkva, en bezt færi líklega á að kalla svifskip á íslenzku. Þessi gerð svifskipa nefnist SR.N 6 og er ætluð fyrir 38 farþega eins og fyrr segir eða 3 tonn af vörum. Öll lengd skipsins er 14,76 m, breidd þess 7,01 m og hæð þess, þegar það stendur á lendingar- stöllunum 4,57 m. Farþegaklefinn er 6,62 m að lengd og 2,34 m á breidd. Að öðru leyti er megin- hluti svifskipsins flothylki og með ytri brúnum þess eru pilsfaldar, 1,22 m á lengd. Innan þessara falda er þrýstiloftspúðinn, sem skipið svífur á. Skipið er knúið 900 hestafla gufutúrbínu, sem brennir steinolíublöndu eins og skrúfuþotur nota. Skipið ber 1205 lítra af eldsneyti, en. það nægir í kyrru veðri til að sigla um 200 sjómílur eða 370 km. vegalengd. Hámarkshraði í kyrru veðri á sléttum er 60 mílur eða 111 km. á klst., en venjulegur hámarks- hraði yfir sjó er hins vegar 45 —55 mílur eða 83 — 102 km. á klst. Fullhlaðið er skipið rúm 9 tonn að þyngd. Klukkan var að byrja að ganga ellefu, þegar svifskipið fór út um hafnarmynnið í Eyjum. Eftir að út var komið var hraðinn aukinn og stefna tekin til lands, þar sem stytzt er frá Eyjum, og réttum tíu mínútum síðar renndi skipið sér upp úr flæðarmálinu upp í : Svifskipið neðan við Haligeirsey; sjaldgæft mun að hafskip fari eins langt upp í land og þetta. 6 18. ágúst 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.