Alþýðublaðið - 27.08.1967, Page 6

Alþýðublaðið - 27.08.1967, Page 6
Simnudags Alþýðublaðið — 27. ágúst 1967 s / ^ slenzk skáldsaga er þáttur al- þjóðlegra bókmennta, hversu einangruð og fátækleg sem hún ikann að virðast í samanburði við sögur meiri þjóða, aðflutt bókmenntagrein á íslandi. Þó réttmætt sé að leggja áherzlu á „samhengið í íslenzkum bók- menntum“, sem mjög toefur tíðk azt nú um sinn, má samhengis- kenningin ekki blindað mönnum sýn á það afrek 19du aldar að grundvalla, bókstaflega talað, nútimamenningu í miðaldalegu þjóðfélagi á íslandi og þar með þær bókmenntir og listir sem við búum að enn í dag. Skáld- söguhöfundar á íslenzku eiga að vísu ómetanlegan, siðferðilegan baktojarl, þar sem er klassísk sagnageymd miðalda og geta ef- laust lært margt og mikið af íslendingasögum og margt fleira en málfar. En verk þeirra er af öðrum toga spunnið, byggir á annarri toefð sem unnt er að dagsetja, næstum því, upptoaf hennar í landinu. s w kaldsögur Jóns Thoroddsens eru merkileg verk. — Merkust kannski fyrir það að toefja á íslenzku epíska, raunsæja sögu- hefð sem toefur enzt fram á þenn an dag; ásamt íslendingasögum eiga sögur Jóns Thoroddsens trú lega mestan þátt I að móta hina ströngu raunsæiskröfu sem við gerum til skáldsagna. 1 Pilti og stúlku, Manni og konu, talar epískur sögumaður með sjálf- gefnum, náttúrlegum myndug- leik: hann lýsir kyrrstæðum heimi sem hann toefur á valdi sínu, og þekkir út og inn með kostum og ágöllum. Enginn orð- ar það að breyta toeiminum; ailt fer líka vel eins og það er. Sú mynd mannlífsins sem þar er brugðið upp, er ofin raun- sæjum og rómantískum þáttum. sem lesandi getur skemmt sér við að rekja sundur; en höfund ur hefur sig ekki í frammi sjálf ur til neinna muna, þó hann geri greinarmun góðs og ills í sögunni; toann leggur ekki út af henni né predikar hann eitt eða neitt fyrir neinum. En þrátt fyrir hlutlægnisyfirskin frásög- unnar með köflum væri fjarri lagi að likja söguhætti Jóns Thoroddsens við reyndarsnið ís. lendingasagna; þar sem sögu- maður íslendingasögu toverfur öldungis bak við staðreyndir frásögunnar væru Piltur og stúlka og Maður og kona raun- verulega óhugsandi án meðal- göngu sögumanns. Þaðan af síð ur setur Jón Ttooroddsen verki sínu hugarsnið sálfræðilegrar skáldsögu þar sem sögufólk tekur eftir megni við hlutverki hins epíska sögumanns. Hann lýsir yfirleitt ekki sálarlífi og á örðugt með að láta í ljós sinnaskipti eða hughvörf sögu- fólksins; toeimurinn þar sem sögumaður hans býr er byggður fastmótuðum manngerðum, yfir skyggður skopsýn höfundar síns sem sögumaður hans miðlar. Ná- vist og meðalganga sögumanns dregur fjöður yfir ágallana á samsetningu sögunnar, ónóga rökvísi efnisatriða og mannlýs- inga sem oft er vikið að; hann greinir frá toverju einu sem fyr- ir ber í sögunni og skirrist hvergi eigin útúrdúra og toug- leiðingar út af söguefninu; auga hans tovílir jafnan á sögufólk- inu þar sem það kemur fram án hans milligöngu. Hann á að vísu greiðan gang að hugskoti þess þar sem hann hirðir um eða sag- an þarf þess við, en það er ekki innri maður sögufólksins sem hann lætur sig varða toeld- ur ytri opinberun þess. Því má vera að hinir breyzku og ber- sjmdugu í sögunum hljóti meiri athygli, njóti betur skilnings sögumanns en þeir réttlátu, minnsta kosti þeir sem ekki eru bæði réttlátir og kátlegir; en vera má einnig að seinni les- endur meti betur en við róman- tískt sakleysi elskendanna í sög unni eða fyrri menn hafi gert það. Hins vegar koma brigðul efnistök ótvírætt niður á „góða fólkinu" í sögunum. Það er séra Sigvalda, Ingveldi í Tungu eng- in mimnkun að rænast í bréf Sigríðar og Þórdísar í HlíS — en Sigrúnu og Þórarni, Sigríði og Indriða er ótvíræð minnk. un að því að láta 'þessa klæki villa sig. Sú minnkun væri sízt léttbærari með öðru sögusniði. Það er toið sama í báðum sög- unum, en þar fyrir væri órétt- mætt að leggja Pilt og stúlku, Mann og konu að jöfnu. Mað- ur og kona er ekki fremri Pilti og stúlku vegna þess að sjálf efnisatriði sö^unnar, mannfýs- ingar eða atvik toennar, standi fyrri sögunni á eintovem hátt framar; hvort tveggja virðist á eina bók lært. Báðar eru sög- urnar reyndar byggðar að veru- legu leyti um toliðstæða bréfa- flækju sem í báðum, sögunum hleypur í toarðan hnút; þetta efn isatriði hefur Steingrímur J. Þorsteinsson sýnt að átti sér hliðstæða í raunverulegum at- burðum, nákomnum Jóni Thor- oddsen sjálfum, þótt það kunni að þykja óröklegt í meira lagi og óraunsæilegt í sögunum. Sýn ist enn sem fyrr að það er sitt- hvað skáldskapur og veruleiki. En í Manni og konu hefur sögu- maður Jóns Thoroddsens eflzt að þroska og vitsmunum, kímni 'toans er ómengaðri alvöru en fyrrum, fölskum hátíðleik, og hann er fjær því en fyrrum að blanda sinum tilfinningum. og skoðúnum og sögufólksins; og að því skapi á toann léttara að laða lesandann með sér til þátt- töku í sögunni. Og það er al- sjáandi auga hans sem mælir út svið íslenzkrar skáldsögu í upphafi hennar. J-.„.................. trúi 19du aldar í íslenzkri sagna gerð og ef til vill sá eini sem er með öllu ósnortinn af nýjum tíma; með næstu höfundum fær .raunsæjskrajfan aukna átoerzlu ádeilu og boðskapar. Það má sjálfsagt segja, að Jón Thorodd- sen ,,deili á“ slaður og trúgirni eins og Sigurður Pétursson, trú toræsni, sérdrægni og rang- sleitni í fjármálum, ef ádeila er fólgin í einni sarnan lýsingu mannlegra bresta. En í Kærleiks heimilinu ákærir Gestur Páls- son rangsleitið og spillt samfé- lag í mynd og líkingu sinnar þröngu sveitar, setur yfir því dóm. Ádeila hans er hvergi máttugri en í þessari sögu, öll fólgin í nístandi hæðni sögu- mannsins sem enn í dag fer hrolli um óspjallaða lesendur sögimnar; það er hann sem torópar út hinn ekta kristilega kærlcika sem fylgdi Önnu litlu frá Hrauni út yfir gröf og dauða, skinheilagt samfélag ranglátra sem sagan lýsir. En þeirri stefnu realistanna að taka með skáld- skap sínum þátt í réttlætisbar- áttu samtíðarinnar, deila á og afhjúpa brot og bresti, boða betra líf og fegurra, fylgdi einn ig ný listarkrafa: stefnu þeirra toentaði ekki meðalganga sögu- manns utan eða handan við sög- una toeldur skyldi sagan tala sjálf, skáldskapurinn vera „sann ur“ eins og lífið. Höfundurinn, eða öllu heldur fulltrúi hans í verkinu: epískur sögumaður, þokar á bak við staðreyndir söguefnisins, talar gegnum þær og þær einar. í Kærleiksheim- ilinu er návist höfundar að vísu tovarvetna glögg, þó hún sé með allt öðru móti en sögumanns Jóns Thoroddsens: það er reiði hans og fyrirlitning sem talar í sögunni, litar allar staðreyndir toennar. Sögufólkinu er lýst jöfnum höndum beint og óbeint, með orðum toöfundar og eigin til verknaði sínum, séð toæði utan og innan; en mynd þess er ekki aukin 'öðrum þáttum en nauð- synlegir eru vegna hlutverks þess í sögunni né reynt að skyggnast inn fyrir yfirborð þess. Án efa stafar ádeilumátt- ur sögunnar beinlínis af þessum sögutoætti: hún þarf ekki við fyllri sálskýringar fólksins í sög unni né yrði hún sögð fyrir munn einhvers af því, beint eða óbeint. í seinni sögum Gests, þar sem hann fer miklu nær sögufólki sínu, eins og Sveinn Skorri Höskuldsson sýnir fram á í riti sínu um Gest, dregur toins vegar mátt úr ádeilu hans án þess listrænn ávinningur verði að auknu sálarlegu raun- sæi; Sveinn í Tiltougalífi, Sigga Ólína, Hans Vöggur líða ekki píslarvætti í líkingu við Önnu frá Hrauni, þó örlög þeirra séu meinleg. Þess í stað talar við- kvæmni höfundar með kjökur- hljóði — eða ískrandi mein- fýsi lians eins og Sigga Ólína og Bjarni prestur í Vordraumi eru til rnarks um. Með Grími kaupmanni, sinni beztu sögu, tekst honum í fyrsta og eina sinn raunveruiega tragísk per- sónusköpun— en þar er líka öll ádeila borin fyrir borð. Og þar er sagan sögð „að utan“, án teljandi viðleitni til „tougar- sniða“ á frásögninni. „Undrið toefur gerz1j“), segir Sveinn Skorri um þessa sögu: „Okkur þykir vænt um Grím, skynjum sjálf okkur í honum og hann í okkur . . . Hér er Lear konung- ur í toúsakynnum danski-ar sel- stöðuverzlunar á íslenzkri grund“. s ** alarlegt raunsæi, sem Gesti Pálssyni lét ekki, auðkennir hins vegar sögur Einars Kvar- ans frá öndverðu. Bak við frá- sögn Gests má ævinlega greina sögumann, stundum reiðan og vandlætandi, stundum hasönis- legan, stundum viðkvæman og angurværan. Einar Kvaran leit- ast einatt við að færa sögumann sinn inn í frásögnina sjálfa, hvort heldur toann segir frá í fyrstu persónu eða lætur atvik sögunnar birtast í vitund sögu- fólksins hvers af öðru, þó hann haldi þessu tougarsniði frásagn- arinnar engan veginn til streitu; hvar sem þörf er á því kemur sögumaður til skjalanna sem gerir grein fyrir staðreyndum, skýrir það sem fram fer. En ó- bein lýsing er eftirlætissöguhátt ur Einars. Það má taka Litla- Hvamm til dæmis um þetta sögu snið. Litli.Hvammur toefst með því að lýst er bæjunum í Hvammi og bændunum þar. En höfundur lýsir ekki Sveinbimi í Stóra-Hvammi fyrir munn sjálfráðg söjgumanns eins og Jón Thoroddsen sögusviðinu í Pilti og stúlku toeldur lætur hann almannaróm þar í sveit- inni tala: Flesta furðaði á því að . . . orð lék á því að . . . það lá sannarlega ekki í augum uppi . . . það var svo sem auð- vitað að . . . víst var það að öllum bar saman um. Með þessu móti kynnist lesandinn Svein- birni eins og náunga sínum, eins og allir aðrir þekkja hann; og sagan verður að því skapi trú- verðugri; þegar toöfundur tekur loks til máls sjálfur og lýsir í fáum orðum landkostum jarð- anna beggja í Hvammi og á. girnd Sveinbjarnar á Litla- Hvammi er nánast eins og toann tali úr hópi sveitarmanna. En brátt víkur sögunni inn i hug- skot Sveinbjarnar. Hug toans er lýst með hans eigin meðalgöngu eins og högum hans áður með meðalgöngu sveitarrómsins; efn ið er allt Sveinbjarnar sjálfs, þó ÞÆTTIR UM SKÁLDSÖGUI Saga og sögumal Eftir Ölaf Jónsson

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.