Alþýðublaðið - 06.09.1967, Qupperneq 3
HEILDARAFLINN á síldveiðun-
um noröanlands og austan nam
um s.l. helgi 165.594 lestum, en
var á sama tíma í fyrra 330.618
lestir eða helmingi meiri. Á þessu
sumri hefur nær allur aflinn far-
ið í bræðslu eins og kunnugt er,
en í fyrra hafði á sama tíma verið
saltað í rúmlega 230 þúsund
tunnur.
Af löndunarstöðum hafa þess-
ir staðir tekið við mestum afla:
Seyðisfjörður, 39.413 lestir; Siglu
fjörður, 34.607 lestir; Raufarhöfn,
26.223 lestir og Reykjavík 18.965
lestir.
Framliald á 11. síðu.
Héðinn hæstur
#
1
<»
t
t
ENSK GÓLFTEPPI
ISKEIFUNNI
HÚSGAGNAVERZLUNIN' Skeif-
an hefur nýlega tekið að sér um-
boð fyrir enska gólfteppaverk-
smiðju, Carpet Trades Limited.
Hefur fyrirtæki þetta framleitt
gólfteppi síðan 1920 og er nú eitt
hið stærsta sinnar tegundar í Evr
ópu, með útibú í Kaupmannahöfn,
Kanada, Suður-Afríku, Ástralíu,
Nýja-Sjálandi og Þýzkalandi.
Teppin, sem eru kölluð Gilt
Edge, eru af Axminster og Wilton
gerð og er fjölbreytni mynstra
mjög mikil. Á boðstólum í Skeif-
unni verða bæði ákveðnar stærðir
Stéttösam-
bandsfundi
bænda lokið
AÐALFUNDI Stéttarsambands
bænda lauk á sunnudag og var
Gunnar Guðbjartsson endurkjör-
inn fortnaður sambandsins. Gerð-
ar voru ýmsar ályktanir á fund-
inum m. a. um verðlagsmál.
í ályktunum um verðlagsmál
segir ra.a.:
„Aðalfundur Stéttarsambands
bænda 1967 leggur áherzlu á, að
verðlagning landbúnaðarafurða
fyrir verðlagsárið 1967—1968 fari
nú fram samkvæmt gildandi lög-
um og við ákvörðun vinnuþarfar
viðmiðunarbúsins verði lagðar til
grundvaUar niðurstöður Búreikn-
ingaskrifstofunnar, svo og gerðar
vinnumælingar, svo langt sem þær
ná.
Þá minnir fundurinn á, að vext-
ir, kostnaður við vélar, fyrning úti
húsa og ýmsir fleiri liðir hafa jafn
an verið vanmetnir í verðlags-
grundvellinum og krefst leiðrétt-
ingar á því.
Ennfremur krefst fundurinn
þess, að í verðlagningunni nú í
Framhald á bls. 9.
af teppum, einkum í frönskum
stíl, svo og teppi, serrt seld eru
eftir máli. Verða teppin pöntuð
eftir óskum viðskiptavina, og má
gera ráð fyrir um tveggja vikna af
greiðslufresti.
Eins og fyrr segir er Carpet
Trades Limited með stærstu fram
leiðendum gólfteppa í Evrópu og
þess má geta, að teppin frá þeim
eru seld til yfir 50 landa.
Þorgerffur Þorleifsdóttir klippir á spottann og opnar brúna til umferðar.
JÖKULSÁRBRU VÍGÐ
ÞAÐ var mikið um dýrðir aust
ur á Breiðamerkursandi síðast
liðinn laugardag, en þá var brú
in yfir Jökulsá opnuð til um-
ferðar og tekin formlega t
notkun. Þar með eru Öræfin
komin í beint vegasamband við
aðrar sveitir og aldaganmll
draumur Öræfinga um rofna
einangrun er með þvi orðinn
að veruleika. Þetta var því að
vonum mikill hátíðisdagur
hei mamanna.
Jökulsárbrú á Breiðamerkur
sandi er mikið mannvirki. Brú-
in er hengibrú, 110 m löng
miRi turnstoða. Undir hvorn
turn varð að reka 150 9 metra
langa staura og eru þessir
staurar ásamt undirstöðu
timnsins varðir með 6 metra
löngu stálþili. Akbrautin á
brúnni er 3,6 m á breidd, en
breidd milli handriða eru 4,5
m. Turnar og akkeri eru úr
steinsteypu, yfirbygging brú-
arinnar úr stáli, en sjálft brú-
argólfið úr gegndreyptu timbri
og er það gert til þess að fá
það sem léttast. Turnarnir eru
tæpir 14 m á hæð, en stöplar
undir þeim eru 6,7 m, og er
hvor turn þannig röskir 20 m
frá sökkli. Langbilar brúarinn-
ar og gólf er reiknað fyrir 34
tonna þunga vagnlest, en
strengir og turnar fyrir jafn-
dreifðan þunga um alla brúna,
sem nemúr 350 kg á hvern fer-
metra eða 134 tonna þunga á
brúnni.
í brúna hefur farið 1700
teningsmetrar af steinsteypu,
600 tonn af. sementi, 52 tonn
af steypustyrktarjárni, 65 tonn
af stálþili og akkerisfestingum,
stál í yfirbyggingu er 160 tonn
og í brúargólfið fóru 2300 ten-
ingsfet af timbri. Stályfirbygg-
ingin er keypt og smíðuð í Eng
landi, en að öðru leyti er brú-
in smíðuð hér árin 1966 og
1967 og var Jónas Gíslason
brúarsmiður yfirsmiður við
brúna. Árni Pálsson yfirverk-
fræðingur og Helgi Hallgríms-
son deildarverkfræðingur hafa
gert alla burðarþolsreikninga
og uppdrætti að brúnni og haft
verkfræðilega umsjón með
framkvæmdinni. — Áætlaður
heildarkostnaður við brúargerð
ina er röskar 20 millj. króna.
Ráðgert hafði verið að brú-
arvígslan hæfist klukkan 2 síð
degis á laugardag, en athöfn-
inni seinkaði nokkuð vegna
þess að gestir frá Reykjavík
komu nokkru síðar á staðinn
en ráðgert hafði verið. Veður
hefði getað verið betra, því að
fjallasýn var litil og rigning á
köflum, sem fór heldur vax-
andi, þegar á daginn Ieið. At-
höfnin hófst’ með því að Ing-
ólfur Jónsson samgöngumála-
ráðherra flutti ræðu. Síðan tal
aði Sigurður Jóhannsson vega-
málastjóri og lýsti brúnni og
eru upplýsingarnar hér að
framan um gerð hennar teknar
úr ræðu hans.
Að ræðu vegamálastjóra lok
inni var gengið á brúna og
klippti frú Þorgerður Þorleifs-
dóttir, kona Jónasar Gíslason-
ar brúarsmiðs á borða, sem lá
yfir þvera brúna og opnaði
hana þar með til umferðar.
Síðan gekk mannfjöldinn yfir
brúna, í-áðherrann, vegamála-
stjóri, Árni Pálsson yfirverk-
fræðingur og Jónas Gíslason
yfirsmiður og frú í broddi fylk-
ingar.
Síðan var athöfninni haldið
áfram, og fluttu þá ræður fjór
ir af alþingismönnum Aust-
fjarðakjördæmis þeir Eysteinn
Jónsson, Páll Þorsteinsson,
Jónas Pétursson og Lúðvík
Jósefsson. Síðan talaði Einar
Oddsson sýslumaður Skafta-
Framhald á bls. 9.
- ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3
6. ágóst 1967