Alþýðublaðið - 16.09.1967, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 16.09.1967, Qupperneq 6
SSS' SENDIBRÉF TIL SÉRA JÓNS 15. september. MORGUNBLAÐIÐ ræddi á dögunum í athygl- isverðri ritstjórnargrein framtíð háskólans. Víst ber að fagna slíkum umræðum. Háskólinn skipt- ir þjóðina harla miklu, nemendur sína og sam- félagið allt. Þess vegna er kannski ekki fjarri lagl, að leikmaður leggi orð í belg ,um þetta efni. Ármann Snævarr nýtur ríkulega velþóknunar Morgunblaðsins, enda mun hann ails góðs mak- legur. Þó efa ég, að hann hafi vakið almenning til umhugsunar um málefni háskólans eins og Morgunblaðið telur. Mér virðist mjög - á skorta, að hér ríki sá áhugi, er skyldi, um þróun háskól- ans. Þess ■ végna eru málefni hans sjaldan rædd á þann hátt, sem Morgunblaðið gerir í nefndri ritstjórnargrein. Því finnst mér viðburður að henni, þó að ég sé ekki sammála öllu, sem þar greinir. Gerbreytt viðhorf Háskóíanum er mikill vandi á höndum vegna þeirrar gagngerðu breytinga, sem orðið hafa í íslenzku þjóðfélagi undanfarið. Þetta er Morgun- blaðinu ljóst. Það kemst svo að orði: „Háskóli íslands verður að fylgjast með breytt um timum eins og aðrar menntastofnanir og sam ræma þá menntun, sem hann veitir stúdentum, kröfum þjóðfálags, sem er gjörbreytt frá því, sem það var fyrir nokkrum áratugum, þegar grundvöllur var lagður að starfi háskólans, en á þeim grunni, sem þá var lagður, starfar hann enn í megindráttum". Að svo mæltu bendir Morg unb1":' á, að íslendingar verði að sækja ýmsa mönn un erlendis. Það telur slíkt hæfW, en gerir þó að tillögu sinni, að efnt verði til fiski- fræðideildar við háskólann. Um þetta segir svo í ritstiómargreininni: „Augljóst er, að íslending- ar g-’ta ekki haldið uppi háskóla með jafn marg þættri kennslu á- tæknisviðum og erlendir há- skóJ::r, en hins vegar ætti að vera grundvöllur fyrir því að koma á fót við háskólann fiskifræði- deild, sem starfaði í nánum tengslum við höfuð- atvinnuveg okkar og leitaðist við að sinna sí- vaxandi þörfum hans fyrir sérmenntað fólk á þessu sviði.“ Gömul viðhorf Teljast verður mikilvægt áður en háskólinn fær- ir út kvíarnar, að deildir hans, sem nú eru, séu hlutverki sínu vaxnar. Svo er ekki enn, að margra dómi. Kennsla í sumum greinum háskólanámsins telst úrelt, og vanrækt hefur verið að efna til nauðsynlegra nýjunga. Ég mrnntist á tvö atriði, sem mér eru hugleikin: Kennsla í sögu og bók- menntum nær ekki til samtíðarinnar eins og tíðkast með öðrum menninganþjóðum. Hún ein- skorðast að kalla við gömul sjónarmið. íslend- ingar verð'a i þessum fræðum að öðlast heirns- borgaralegt viðhorf, enda er menning okkar eng- an veginn einangrað fyrirbæri. Á þetta verður há- skólinn að leggja áherzlu um leið og hann hefur forustu um íslenzk og frumnorræn fræði.. Það á að vera grundvöllur hans. Og mig grunar, að svipuðu máli gegni um menntun lögfræðinga, guðfræðinga. lækna og viðskiptafræðinga. Háskól- inn verður að setja markið hærra en útskrifa embæftismenn til sams konar starfa og tíðkuðust á öldinni, sem ieið. Breytingarnar hafa orðið svo mikiar hér og úti í heimi. Vísindaleg sérfræðiþekking, sem fæst í há- skólanum, sannast naumast á ótvíræðan hátt. Segnir til dæmis fUrðu, að aðeins tveir íslend- ingar skuli hafa orðið doktorar í lögfræði við háskólann frá stofnun hans. Hvað kemur til, að prófessorar og hæstaréttardómarar verða sér ekki úti um þá staðfestingu menntunar og kunn- áttu? Ráðamenn háskólans þurfa á hverjum tíma að slíku að hyggja. Hugmyndin um sérstaka fiskifræðideild við há- skólann er góð, en varla tímabær, meðan þar gefst ekki kenhsla í náttúrufræðum. Hér á landi starfa ágætir menntamenn í þeim greinum eins og Finnur Guðmundsson og Sigurður Þórarinsson, svo að ég nefni aðeins tvo af mörgum. íslend- ingum ber skylda til að miðla þeirri dýrmætu þekkingu, sem flest í rannsóknum náttúrufræð- inga okkar. Vitneskja um undur Heklu, Öskju, Kötlu og Surtseyjar á að vera íslenzkt framlag á öld vísindalegrar könnunar. Háskóla íslands er því vansi að koma sér ekki upp náttúrufræðideild. Því ekki náttúrufræSideiId Hitt er rétt hjá Morgunblaðinu, að atvinnu- vegirnir rflega ékki gleymast. Hér er gert allt of lítið að því að breyta hráefnum í fullunnar iðn- aðarvörur, en um það er ekki við háskólann að sakast. í þeim efnum þarf önnur úrræði, sem raunar þola enga bið. Gleymd skylda Menntun sú, sem Morgunblaðið hefur í huga, þegar það gerir stofnun fiskideildarinnar að til- lögu sinni, gefst víða erlendis, en þarf ekki nauð synlega að kosta háskólanám. Tæknifræðilega þekkingu hljóta íslendingar að leita uppi þar sem hennar er be/tur kostur, og hlutast til um margþætta iðnþróun í stað þess að einskorða framleiðslu við frumstæða veiðimennsku. Þetta gildir sér í lagi um sjávarútveginn. Nú er hann eftirbátur landbúnaðarins, hvað varðar vísinda- legt nám ungra manna, sem vilja gera nýjan iðnnð að atvinnu sinni. íslendingar hafa tekið í notkun stórvirk veiðarfæri með frægum árangri. Sama þróun verður að gerast í vinnslu aflans eftir að hann berst á land. Auk þess mun skipulag á sölu islenzkra sjávarafurða of handahófskennt. Allt þetta ætti Morgunblaöið að íhuga. Stofnanir sjávarútvegsins þurfa að beita sér fyr ir því, að efnilegt æskufólk nemi erlendis þau störf, sem eru fiskiveiðum oltkar og fiskiðnaði mikilvægust. Það gera ýmsir þeir aðilar, sem um landbúnaðinn fjalla, en ráðamenn sjávarútvegs- ins virðast ekki muna skyldu sína og þörf. Mig undiar slíkt tómlæti, þar eð afkoma íslendinga byggist á þessum atvinnuvégi, og heillavænleg þróun hans er okkur lífsnauðsyn, Þagnarmúrinn Morgunblaðið álítur raunvísindastofnun háskól- ans merki þess, að háskólinn vilji fylgja nýjum tímum, eins og það kemst að orði í ritstjórnar- greininni, sem hefur orðið mér umræðuefni þessu sinni. Sízt neita ég því. Hitt undrast margur, að hún skuli komin til sögunnar áður en náttúru fræðistofnunin og þjóðminjasafnið tengjast há- skólanum. Vil’ háskólinn ekki í kennaralið sitt menn á borð við Finn Guðmundsson, Sigurð Þór arinsson og Kristján Eldjárn? Enginn misskilji orð mín svo, að ég meti ekki og viðurkenni tiltæki Morgunblaðsins að ræða málefni háskólans af einurð og hreinskilni. Sú viðleitni er sannarlega gleðiefni. Hún er til þess fallin, að þagnarmúrinn um þessa æðstu menntastofnun þjóðarinnar hrynji og íslendingar líti á hana sem dýrmæta sameign. Helgi Sæmundsson. JÚLÍETTA. Giulietta degli spir iti. Laugarásbíó. ítöisk frá 1965, Leikstjóri: Federico Fellini. Handrit: Federico Fellini og TuIIio Pinelli. Kvikmyndun: Gi- anni Di Venanzo. Tónlist Nino Rota. Og enn er það Federico Fell- ini. Það er vel til fundið að sýna þessa kvikmynd, þegar svo til nýlokið er sýningum á 8V2, en þessar tvær myndir eiga mik ið sammerkt og eru raunar nýr áfangi í kvikmyndagerð Fellin- is. Þessi nafnkunni leikstjóri leit ast nú við að finna list sinni nýtt form, nýjan stíl; hann bland ar saman núlíð og fortíð, veru leika og ímyndun, svo að varla verður greint hvort er hvað. í 8V2 lýsti Fellini vandamálum kvikmyndahöfundarins — þetta var nokkurs konar sjálfsævisaga, þar sem fjallað var undanbragða laust um listamanninn, sem sí- fellt leitar að hinu hreina og sanna í lífinu, langar að segja svo margt, en hefur í rauninni ekkert að segja, eða veit ekki, hvernig hann á að tjá sig. 8 ’/z er eins konar kvikmynd í kvikmyndinni; við höfum það á tilfinningunni, að mynd Fell- inis sé í raun réttri sú kvik- mynd, sem Guido í myndinni er að skapa — fálmkennd og duttlungum háð. Júlíetta er kannski ennþá meiri tilraunamynd en 8V2. Hún er fyrsta litkvikmynd Fellinis í fullri lengd, en hér er það lita- meðferðin, sem ræður ríkjum - og árangurinn er hreint undra- verður. Fellini er óspar á lita- skrúðið og gengur nánast, ber- serksgang í allri litasamsetningu svo að jrínvel keyrir úr hófi fram. Að vísu lofar fyrri hluti myndarin ar ekki góðu, en hann er allt að því væminn; tilgerðar- legur og ruglingslegur. En Fell- ini nær sér á strik í seinni hlut- anum og er unun að liorfa á sum a kafla myndarinnar. í sjálfu sér væri fráleitt að minnast iá efni þessarar kvik- myndar því að hún er eingöngu fyrir augað, ekki um neinn sam hangandi söguþráð að ræða Kvikmyndin er fyrst og fremst fantasía: furðulegt sambland veruleika, drauma og ímynd- ana, þar sem fortíð og nútíð togast á í hugarheimi aðalpersón unnar. Svo vitnað sé í 8V2, þá er margt líkt með Júlícttu og Gu- ido. Bæði eru þau á sífelldum flótta frá veruleikanum og minn- ast bernskudaganna með hálf- gerðum trega. Fellini notar mik- ið til sömu leiker.dur og í 8V2 t.d. Sandro Milo, sem leikur hér sömu manngerðina. Að þessu sinni fer eiginkona Fellinis, Giu- letta Masína, með aðalhlutverk- ið og gerir því bærileg skir, en hún æt.Þ að vera ógleymanleg öllum þeim, er sáu hana í La Strada. Kvikmyndataka Gianni Di Ven- anzos er mjög góð, einkum í seinni part myndarinnar. Einn* egin er hin lýríska tónlist Nino Rota mjög skemmtileg á aO hlýða. L’art pour l’art. Sigurður Jón Ólafsson. § 16. september 1967 - ALÞÝÐUBLAÐiÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.