Alþýðublaðið - 16.09.1967, Síða 9
Ný dönsk mynd, gerð eftir hinni
umdeildu metsölubók Siv Holms
„Jeg en kvinde“.
BönnuS börnum innan 16 Sra.
Sýnd kl. 5 og 9.
BÍLAKAUP
15812 — 23900
Höfum kaupendur að flest-
um tegundum og árgerðum
af nýlegum bifrelðum.
Vinsamlegast Iátið skrá bif-
reiðina sem fyrst.
BÍLAKAUP
Skúlagötu 55 við Rauðará
Símar 15812 - 23900.
Uínkranat,
Tengikranar,
Slöngukranar,
Blöndunartæki.
Burstafell
byggingavöruverzlun
Réttarholtsvegi S.
Sfmi S 88 40.
nie kom aftur inn. Hefurðu tal-
að lengi við Rhodu?
— Dálítið.
— Kemur hún inn til okkar?
spurði Joss.
— Nei, en hún vill gjarnan
fá einn martini.
Fenella reis letilega á fæt-
ur; — ég skal færa henni hann,
sagði hún.
— Þetta var víst ekki sér-
lega skemmtilegur dagur, sagði
Joss, þegar Penella var farin.
Sérstaklega ekki spurningarnar
og yfiriieyrsla lögreglunnar. En
ég varð að segja þeim, að þú
værir í heimsókn hér.
— Ég skil það vel, Joss
frændi.
— Ef tii vill upplýsist málið
næstu daga og þá gengur lífið
aftur sinn vanagang. En þang-
að til verður lítið um skemmt-
anir, a.m.'k. fyrir mig. Þekkirðu
nokkurn liérna í borginni, sem
gæti farið út með þig? Það er
engin ástæða til þess að þú sitj-
ir inni og látir þér leiðast.
— Ég get farið að skoða mig
um.
— Áttu nokkra vini hér?
spurði hann aftur.
Vonnie hristi höfuðið.
— Mig minnir að þú hafir
þekkt einhverja, sem heita Gar-
vin, sagði hann. — Mary Gar-
vin var í skóla með mömmu
þinni. Þau eiga son og dóttur.
Þau bjuggu í Chelsea, ef við
leitum í símaskránni.
— Gerðu það ekki, Joss
frændi, sagði Vonnie áköf —
einum um of áköf. — Ég vil
heldur skoða London ein.
— Ef þú hittir þau geta þau
kynnt þig fyrir fleira fóiki!
— Við skulum hugsa um það
seinna. Heyrðu, sagði hún, þeg-
ar gamii maðurinn tók síma-
skrána. — Ég vildi lieldur bíða
með það.
Hann leit á hana. — Jæja,
ég sem hélt að mamma þín
íhefði skrifazt á við Mary?
Ungur maður og stúlka á aldri
við Myru? Garvin? Jú, hafði
Myra ekki sagt henni að Mari-
an Garvin hefði gift sig nýlega?
Eða var það einhver önnur
stúlka?
Joss gamli virti liana fyrir
sér og hrukkaði ennið.
— Skrifaðirðu þeim ekki, að
þú værir að koma hingað?
— Nei.
— Furðulegt! Fólk, sem
heimsækir önnur lönd er vant
að láta kunningjana vita, að
von sé á þeim. En ef þú ..
— Æi, Joss frændi, greip
Vonnie fram í fyrir honum. Ég
vil eða mun heldur fara um
ein.
Skyndilega hringdi síminn.
Joss fór til að svara og
skildi dyrnar, eftir hálfopnar.
Vonnie sat grafkyrr og ihlust-
aði án þess að skammast sín.
— Já, þetta er Ashlyn. Hvað
segið þér? Er víst að það hafi
verið kona? í dökkri dragt?
Hringið til lögreglunnar. Spyrj-
ið um Vachell lögregluforingja.
Já, Vachell hjá Scotland Yard.
Rétt! Sælar.
Vonnie leit til dyra, þegar
Joss kom inn. Hann settist í
stólinn sinn.
— Þetta var kona, sem var í
Suzanne Ebel:
iMiiiiiniiii
11MiMiiiiii 11
iiiiMimmmmiim^ -
heimsókn í næsta húsi. Hún_
toringdi utan úr sveit þar sem
hún býr til að segja þér að fyr-
ir fáeinum kvöldum síðan með-
an ihún var að iáta niður í tösk-
urnar hefði hún séð gegnum
gluggann á herbergi sínu, konu
læðast um í garðinum. Ég bað
liana um að segja lögreglunni frá
þessu. Það passar nákvæmlega
við það, sem vinnukonan þar
sagði.
Vonnie fannst hún falla saman
um leið og hún hallaði sér aftur
á bak í mjúka sófapúðana. Kona
í garðinum kvöldið sem morðið
var framið. ..
Hún svaf ekki vært þá nótt-
ina. Hún iór að hátta klukkan
ellefu, en hún heyrði enn um-
gang klukkan hálf eitt. Hún
heyrði umgang inni í lierbergi
RHODU sem var við hliðina
á hennar herbergi og hún
heyrði ekki betur, en Rhoda
færi niður aftur. Vonnie skildi
naumast sjálf þær grunsemdir,
sem ollu því, að bún fór aftur á
fætur og gekk út að glugganum.
Það var ljós í vinnustofunni.
Hvers vegna hafði Rhoda val-
ið þennan tíma, þegar allir voru
háttaðir til að laumast um og
njósna í vinnustofunni? Að
hverju leitaðj hún? Vonnie sá
hana ekki, hún fór aftur upp
í rúmið sitt og lá lengi og hlust-
aði áður en hún heyrði Rhodu
koma upp aftur.
Hún lokaði augunum en, hún
sá Nigel fyrir sér. Hann var svo
lifandi og skýr eins og hann
væri raunverulega þarna hjá
henni. Hiin hugsaði um hann
og sorgina 'yfir því, að hann
lét ekkert til sín heyra þangað
til að hún sofnaði óværum
svefni.
SJOTTI KAFLI.
Þegar Vonnie sat úti í garðin-
um dáginn eftir og las sunnu-
dagsblöðin sá hún, að heimsókn
hennar í St. John’s Wood var
nefnd í greinum um morðið á
Felix Ashlyn. Þá leið henni enn
þá verr.
Það var aftur mjög heitt og
Fenella kom með bækur og blöð
til að vera úti í garðinum.
— Næst- koma þeir og taka
myndir af þér, sagði hún súr.
— Æi, nei, sagði Vonnie
lirædd. Hún missti blaðið og
leit skelfingu lostin á Fenellu.
Það leyfi ég aldrei.
— Hvað leyfirðu aldrei?
spurði Joss gamli, sem kom rétt
í þessu. Um leið og hann sett-
ist í stóran körfustól, sagði
hann:
— Góðan daginn, Fenella!
Ég slóðst ekki freistinguna,
það er svo heitt inni. Það gerir
vonandi ekkert til, þó að ég
ryðjist svona inn?
— Ég hef sagt þér það þúsund
sinnum vina mín, að þú getur
komið hingað, hvenær sem þig
lystir. Ég vil gjarnan hafa þig
hér sem oftast. Hvers vegna
varst þú annars svona æst,
Myra? spurði hann svo.
Hún benti með hendinni á
blaðið, sem lá í fangi hennar.
— Það er minnzt á mig hér og
Fenella segir að blaðamenn
komi og vilji taka myndir af
mér. En það vil ég ekki hafa!
— Þá segjum við þeim það,
þegar þeir koma, sagði hann.
— Ég skil ekki hvers vegna
þú verður svona æst, sagði Fen
ella. — Flestum finnst gaman
að fá mynd af sér í blöðin.
— Ekki mér! ságði Vonnie.
Hún hallaði sér aftur á bak í
stólnum, en hver einasti vöðvi
í líkama hennar var spenntur
til hins ítrasta. Henni fannst að
á hverri stundu hlyti að koma
blaðaljósmyndari og taka mynd
af henni án þess að spyrja um
leyfi. Hún reis á fætur og flutti
stólínn sinn í skuggann inn
milli trjánna.
— Er sólin of heit? spurði
Joss.
Hún tautaði eitthvað, sem átti
að vera jákvætt svar. Að hún
þyldi ekki sólina í augnablikinu.
— Áttu ekki sólgleraugu?
— Jú, það átti hún! Hún
hafði ekki hugsað um það. Hún
reis á fætur til að sækja þau.
Þau voru stór með breiðri og
hvítri umgerð — þau gátu hljft
hennj fyrir blaðaljósmyndurum.
— Vertu ekki hrædd við blaða
mennina, vina mín, sagði Joss.
þegar hún kom inn í garðinn.
Ég segi þeim, að þú sért ekkert
blönduð í málið og bið þá um
að láta þig í friði. En nú skul-
um við tala um annað, sagði hann
ákveðinn. — Hvað ætlarðu að
gera í dag? Mig langar til að
fara eitthvað með þig. í dýra-
garðinum eða lystigarð, en ég
neyðist víst til að halda mig
heima.
— Það er of heitt fyrir þig
úti, frændi, sagði Fenella. Svo
eru svo margir þar á sunnudög-
um. Hún hallaði sér aftur á bak
og lokaði augunum! — Myra,
biddu mig ekki um að fara eitt-
hvað með þér!
— Ég lofa þér að gera það
ekki, sagði Vonnie sannfærandi.
Ég fer í gönguferð ein seinna.
Það var áberandi, að Fenella
hafði ekki neina löngun til að
gleðja Myru. Annars var það
furðulegt, ð enginn skyldi hafa
boðið jafn fallegri stúlku og
Fenellu út úr borginni á slíkum
sunnudegi. En kannski kom hún
bara til að hitta Ralph. Hann
bjó þá í húsinu. Kahnski voru
liinar tíðu heimsóknir hennar
til frænda síns aðeins átylla til
að halda í Ralph?
Var þetta gagnkvæm ást? Eða
var það engin ást? Voru þess-
ar stöðugu heimsóknir eitthvað
í sambandi við morðmálið —.
var Fenella hrædd? Grunaði
hana að einhver ákveðinn hefði
framið morðið og var hún þvl
á verði?
Klukkan tólf ætluðu þau
Ralph að hitta nokkra vini
sína.
— Ifarðu með þeim, Myra,
sagði Joss gamli, þegar Fen-
ella fór inn til að fara í kjól.
— Mig langar ekki, svaraði
hún hreinskilnislega. — Ég vil
heldur ganga um úti eða sitja
hér en fara á veitingahús. Ef
BÍLAMÁLUN -
RÉTTINGAR
BREMSUVIÐGERÐIR O. FL.
BIFREIÐAV ERKST ÆÐIÐ
VESTURÁS HF.
Súðavogl 30 — Síml 35740.
Skrifstofustörf
Efnahagsstofnunin vill ráða
tvær stúlkur þ. 1. október eða
fyrr, aðra til símavörzlu, hina
til almennra skrifstofustarfa,
aðallega reikningsvinnu og
töflugerðar.
Laun samkvæmt reglugerð um
launakjör bankastarfsmanna.
Skriflegar umsóknir sendist t»l
Efnahagsstofnunarinnar, Lauga-
vegi 13.
16. september 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9