Alþýðublaðið - 23.09.1967, Page 1

Alþýðublaðið - 23.09.1967, Page 1
ALÞYÐUBLAÐIÐ 24.-30. september 1967 MENGUN VATNSBÓLA í þættinum „Endurtekið eíni” kl. 17. í da'g sýnir sjónvarpið „Heimkynni pokadýrsins”, mynd er lýsir heimkynnum og lifnaðar- háttum kengúrunnar. Hún var áður sýnd 5. septembcr. í íþróttaþættinum sem fylgir fast á eftir, ræðir Sigurður Sigurðs son við Frímann Helgason, en honum var veitt gullmerki sam- taka íþróttafréttamanna nú á dög unum. Síðan verður sýndur „Leik ur vikunnar” í Englandi, að þessu sinni leika Arsenal og Tottenham Hotspur. Áður en sú sýning hefst ræðir Sigurður við Axel Einars- son um leikinn. Þá verða einnig sýndar glefsur þær úr landsleik Svía og Norðmanna, sem ráðgert var að sýna á laugardaginn var, en sokum óviði’áðanlegra orsaka reyndist það eigi unnt þá. Árni Gunnarsson tekur í þætti sínum „Daglegt líf” til méðferðar mcngun í vatnsbólum hér á landi og ræðir þau mál við tvo menn, þá Jón Jónsson, jarðfræðing og Þórhall Halldórsson, framkvæmd- arstjóra Heilbrigðiseftirlits Reykja víkur. Er ærin ástæða til að benda fólki á að leggja hlustirnar við þessum umræðum. . Þá spjaliar Árni við aldraðan mann, fatlaðan, en fjáröflunar- dagur Sjólfsbjargar er á sunnudag inn kemur. NYÍT FRAMHALDS LEIKRIT Á fimmtudaginn kemur (28. sept.) hefst nýtt framhaldsleik- rit í hljóðvarpinu. Það heitir Mar- íka Brenner og er eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur. Við leikritunina hafði höfundur til hliðsjónar áralanga athugun sína á lífi og starfi sænska rithöf undarins og kvennréttindakon- unnar Friðrek Bremer, og mótar leikritið að nokkru leyti á þáttum úr æsku hennar. Þórunn kynnti sér bókmenntir við Uppsalarháskóla fyrir allmörg um árum og hreifst þá mjög af persónuleika Bremer. í gegnum heimilda lestur. Varð þetta því valdandi, að hún tók að lesa sér sérstaklega til um allt það er hana varðaði og hefur gert svo fram á þennan dag. Fyrr á árum ritaði Þórunn ævisögu Bremer og flutti í hljóðvarp. Nú fléttar hún sem fyrr segir æskuár hennar inn í umgjörð, sem að öðru leyti er skáldskapur. Leikritið er í 5 þátt um og er því stjórnað af Sveini Einarssyni, Leikhússtjóra. Þórunn samdi leikritið fyrir hljóðvarp og lauk því síðasta vetur. Þetta er þrðja leikrit hennar, sem hljóð- varpið tekur til flutnings. „N0RDT0PPEN" Á laugardaginn (30. sept.) kl. 14 munu vinsælustu dægurlög norræns æskufólks glymja sam- tímis í hljóðvarpsstöðvum allra Norðurlanda. Valin hafa verið tvö lög frá hverju Norðurlandanna fyrir sig og verður þeim útvarpað beint til hljóðvarpsstöðvanna frá Osló. Deginum áður mun hópi ung menna í hverju landi safnað í upp tökusali og þar látin hlýða á lög hinna landanna. Síðan er þeim ætl að að velja það bezta þeirra. At- höfnin er hljóðrituð á hverjum stað og send til Óslóar, þar sem stjórnendur dagskrárinnar vinna hráefnið. Þegar klukkan slær tvö á laugardag að íslenzkum tíma hefur síðan Oslóarútvarpið útsend ingar sínar og þá verður dómur unga fólksins frá deginum áður látinn segja til um hvert í raun- inni'»er vjmsælasta tlægurlagiðí á Norðurlöndum um, þcssar mundir. Þau koma fram á föstudagmn í þættinum „Á rauðu Ijósi“. Heimir og Jónas ásamt bassaleikaranum Páli Einarssyni og söngkonunni Þóru Stínu. FjwrnTenmngamir'-flytju tónHst við Ijóð...~-™ . - Davíðs Stefánssonar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.