Alþýðublaðið - 05.10.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.10.1967, Blaðsíða 2
- RÆÐA EMILS Framhald af bls. 1. j É;: minnist í því sambandi míns cigi: i lands. Þar var lýðræSisríki stof lað fyrir 1000 árum rúmum, érið 930. Þjóðþingið hafði lög. gjaf írvald og dómsvald, en ekkert frar ikvæmdavald á vegum ríkis- ins ar til. Gallarnir við þetta fyr irko nulag sögðu fljótt til sín. Ætt arhi fðingjar söfnuðu um sig liði, og sættu sig ekki við lýðræðislega uppkveðna dóma, heldur gripu til sinnfe ráða í skjóli þess valds, sem (þeir! ihöfðu á bak við sig, hver •og <jinn. Framkvæmdavald skorti 'til þess að fylgja eftir löglegum samþykktum þingsins. Niðurstað- an varð svo sú, að þetta þjóðskipu iag ; leystist tiltölulega fljótlega xipp! vegna innbyrðis deilna, og lokin urðu þau, að sjálfstæði þjóð arinnar var að engu gert, og hún varð öðrum þjóðum háð um ald- ir. Sjálfsagt hefði saga þjóðar minnar orðið önnur, ef vald hefði verið til í landinu, sem hefði get að komið í veg fyrir innbyrðis deilur og fylgt fram löglegum, lýðræðislegum samþykktum þings ins. Ekki skorti þó fullkomna laga- •og dómaskipan. En því kemur mér þetta í hug, að mér virðist ástandið hjá Sam- einuðu þjóðunum vera ekki ósvip að, að þessu leyti, því sem var á íslandi fyrir 800—900 árum. Sam einuðu þjóðirnar gera ályktanir og framkvæmdastjóri þeirra ber fram tillögur, sem deiluaðilar hafa að engu og gæti því eins farið og ég hef nú lýst, að gerðist í fyrnd- inni á okkar landi. Mér er að vísu ljóst, að æskileg- ast er að geta leyst vandamálin með samkomulagi, og það hefir Sameinuðu þjóðunum sem betur íer oft tekizt, en hitt virðist aug- l.ióst, að einhvers konar löggæzla ú vegum þeirra sé nauðsynleg. Hún er raunar til, en í mjög (smáum stíl. Verndargæzluliði S b- befir tekizt, þó að fámennt og vanmegnugt sé, að koma í veg fynr vopnuð átök á ýmsum stöð- um. En þó að þetta lið sé ekki ijolmennara en raun ber vitni befir samt skort fé til að greiðá kostnaðinn. Fjárhagsgrundvöllinn hefir vantað og hann vantar enn. líér þarf að grípa til skjótra úr- ræða til úrbóta. Það er skoðun íslenzku ríkisstjórnarinnar að reynsla s.l. þriggja ára sýni, að ekki dugi að treysta á frjáls fram •lög aðildarríkjanna til verndar- igæzluliðs S. þ. ísland lét, árið 1965 af hendi rakna, samkvæmt áskorun framkvæmdastjóra S. þ., upphæð, sem nam hálfum dollar á hvern íbúa. Önnur aðildarríki S. þ., margfalt stærri og auðugri en ísland, hafa þó látið undir höfuð leggjast að greiða sinn hluta kostnaðarins við gæzluliðið, þó sum hafi gefið lauslegan ádrátt í því efni. Því telur íslenzka ríkis- stjórnin að koma beri á þeirri skipan, aff öll ríki samtakanna verffi skylduff til aff greiffa fram- íög í samræmi viff efnahagr sinn. Því ætti að kanna og fylgja fram þeim tillögum, sem samdar hafa verið á vettvangi S. þ. um þetta atriði. Vitaskuld getur verndargæzlu- lið S. þ. ekki ráðið við allan vanda, svo sem þegar stórveldi deila, en minni háttar deilur ætti það að geta sett niður, og komið í veg fyrir að vopnuð átök brjótist út. í Ein af þeim stórstyrjöldum, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki megnað að hindra, er styrjöldin í Víetnam. Hún hefir nú staðið, | með ýmsum hætti, í tvo áratugi, S og ekkert lát virðist vera á henni enn. Þetta mál hefir oft verið rak | ið hér á fundum Sameinuðu þjóð- anna, án nokkurs sýnilegs ái-ang- urs. Menn, konur og böm, óbreytt ir borgarar ekki síður en her- menn, eru drepin unnvörpum, mannvirki lögð í rúst og lífsskil- yrði þjóðarinnar eyðilögð. Átökin harðna sífellt, þrátt fyrir það, að styrjaldaraðilarnir, jafnt sem aðr ir, játa, að ekki er neina hern- aðarlega lausn að finna á styrj- öld þessari. Allir eru um það sammála, að finna verður þá lausn, sem ljúki •átökunum og leiði til friðarsamn- inga. Samt sem áður hefur verið daufheyrzt við mörgum tillögum um takmörkun eða lok styrjaldar- innar. Framkvæmdastjóri Samein uðu þjóðanna hefir fyrir löngu borið fram mjög athyglisverðar tillögur, sem gætu hafa skapað grundvöll vopnahlés og friðarvið- ræðna. Svipaðar tillögur hafa ver ið bornar fram af allmörgum að- ildarrikjum S. þ. Svo virðist, að í þessum tillögum felist samkomu lagsmöguleiki, ef tekst að útiloka þá tortryggni, hjá báðum aðilum, sem nú virðist vera þess vald- andi, að ekki hefir verið hægt að koma á friðarviðræðum. Kikis- stjórn Bandaríkjanna ihefir marg- sinnis lýst sig fúsa til þess að setj ast að samningaborðinu og draga úr hernaðaraðgerðum, svo fram- arlega sem stjórnin í Hanoi ger- ir það sama eða lætur í ljós að ihún sé reiðubúin til að hefja frið arviðræður. Hanoi-stjórnin hefir þó ekki lýst sig fúsa til þess eða stigið þau spor í friðarátt, sem Bandaríkjastjórn telur fullnægj- andi. Kíkisstjóm mín vill beina þeirri áskorun til allra þeirra, sem affil- ar eru aff styrjöldinni aff þeir eyffi þeirri tortryggni, sem milli þeirra ríkir og geri nýja tilraun til þess aff sannfæra gagnaffilann um aff þeir óski þess í fuilri ein- lægni aff binda endi á styrjöldina og semja friff. Kanna verffur aila sáttamöguleika, hve fjarlægir sem þeir virffast, svo koma mcgi á varanlegum friði í Víetnam. í þessum efnum ihefir starf að- alritara Sameinuðu þjóðanna U Thants, verið okkur mikilvægt leiðarljós. Ég vil nota þetta tæki færi til að flytja honum þakkir stjórnar minnar og lýsa yfir trausti hennar og virðingu, að því er varðar störf hans. Allar þjóðir standa í þakkarskuld við U Thant fyrir óþreytandi störf hans að hugsjónamálum Samein- uðu þjóðanna. Önnur stórátök, sem einnig hafa valdið áhyggjum, ihafa kom- ið til iá þessu sumri, en það eru átökin í Austurlöndum nær. En þar áttu Sameinuðu þjóðirnar miklum sigri að fagna, þar sem fyrir aðgerðir þeirra tókst að stöðva átökin, og báðir deiluað- ilar féllust á vopnahlé. Hættan þar er þó vissulega ekki liðin hjá, því að styrjaldarástandið milli að- ilanna heldur enn áfram. Verkefn ið er því að binda endi á styrj- aldarástandið í þessum löndum. Þar verða allar þjóðir að leggja hönd á plóginn í því efni að ikoma á sáttum milli Araba og ís- raelsmanna. Þaff er skoffun ríkis- stjórnar minnar að eftirfarandi atriði verffi aff felast í slíkri sátta gjörff: 1. Viffurkenning á Israelsríki og viffurkenning á rétti allra þjóffa á þessu Iandssvæffi til sjálfstæð is, ásamt því aff fullar lyktir verffi bundnar á styrjaldará- standiff þar. 2. Öllum þjóffiun verffi tryggð friffsamleg umferff um alþjóff- legar siglingaleiffir, 3. Fundin verffi réttlát lausn á flóttamannavandamálinu. í til lögu AUsherjarþingsins nr. 2252 um aðstoff við flóttamenn sem Island: bar fram asamt fleiri þjóffum, er lögff áherzla á mikilvægi þess aff leysa þetta vandamál. 4. Komiff verffi á þeirri skipan, sem tryggi frelsi hinna þriggja megin trúarbragffa innan vé- banda Jerúsalemborgar. Fimmta og síðasta atriðið er brott för herliffs ísraelsmanna frá hin- um herteknu svaeðum. íslenzka rík isstjórnin er andvíg landvinning- urn meff vopnavaldi. En aff því er þetta mikilsverffa atriði varffar, er ég sammála utanríkisráðherra Kanada aff „brottför ísraelshers ÍRæðu Emils vel tekið Ræffu Emils Jónssonar, ut anrikisráffherra, á Allsherj arþinginu, var mjög vel tek iff, sagffi Hannes Kjartans- son, ambassador íslands lijá Sameinuðu þjóffunum, í viff- tali viff Alþýffublaðiff í gær- kvöldi. — Ræffunni fylgdi dynjandi lófaklaPP- Hannes sagffi, aff ræffan hefði aff efni til veriff í svipuðum dúr og ræffur utanríkisráffherra hinna Norffurlandanna. Emil Jónsson, utanríkis- ráðherra, er væntanlegur heim á laugardag. verður aff tengja öffrum grundvall aratriöum deilunnar“. Afstaða stjórnar minnar hefir því verið sú í þessu máli, að um öll þessi atriði þuríi að semja í einu, ef líkur eigi að vera til þess að árangur náist. Þó að samn ingaumleitanir þessar færu fram undir forystu Sameinuðu þjóð- anna eða einhvers annars aðila, verða þær að sjálfsögðu að vera fyrst og fremst milli aðilanna sjálfra, sem við áttust. Þriðja stórmálið, sem liggur fyrir þessu Allsherjarþingi, og var mjög til umræðu lá síðasta þingi, án þess að fá nokkra end- anlega aígreiðsiu, er málefni Suð vestur-Afríku. Á því er ekki leng ur nokkur vafi, að Suður-Afríka situr yfir hlut þess fólks, sem þarna býr. Apartheid stefna Suður-Afríku er andstæð stefnu flestra þjóða heims og brýtur hreiniega í bága við stofnskrá hinna Sameinuðu þjóða að áliti stjórnar minnar. Nær einróma samþykkti Alls- herjarþingið tillögu nr. 2145(X- XI), sem batt endi á umboðs- stjórn Suður-Afríku á landssvæð- um Suðvestur-Afríku. ísland greiddi tillögunni atkvæði, þótt að okkar áliti hefði þaö verið æskilegra að Allsherjarþingið hefði óskað álits Haagdómstólsins um það hvort Suður-Afríka hefði ekki fyrirgert umboðsrétti sínum yfir landinu. Er ég ekki í neinum vafa um það hver niðurstaðan hefði orðið. En nú hefur þróun mála orðið sú, að Allsherjarþing ið hefur sjálft bundið endi á um- boðsstjórnina. Ef stjórn Suður-Afríku þver- skallast enn við að hlýða lögleg- um ókvörðunum Allsherjarþings- ins verða Sameinuðu þjóðirnar að framkvæma þær með áhrifa- ríkari hætti en hingað til. Afvopnunarmálin hafa nú ver- ið til umræðu í 18-manna nefnd- inni í Genf um árabil án þess að verulegur árangur hafi náðst. Nú um síðir getum við fagnað þvi að sá áfangi hefur náðst, að Banda- ríkin og Sovétríkin hafa lagt fram samhljóða tillögur um bann við frekari dreifingu. kjarnorku- vopna. ísland, sem hefir veriff vopn- Iaust um aldir, fagnar hverri þeirri viffleitni þjóffa, aö drasra úr vopnabúnaði, og alveg sérstak- lega þó þeirri viffleitni aff draga úr kjarnorkuvopnabúnaffinum og dreiflngu þeirra vopna. Því fögn- um viff því aff betur horfir um eftirlit með kjarnorkuvopnum og tilraunum með þau.en áffur. í allmörg ár hefir Allsherjar- þingið rætt um aðild Kínverska alþýðulýðveldisins að Sameinuðu þjóðunum. Stjórn mín hefir ekki stutt, og mun ekki styðja, neina þá tillögu sem miðar að því ann- ars vegar að veita alþýðulýðveld- inu aðild en hins vegar að víkja Formósustjórn úr samtökunum. í þessu felst þó ekki að við séum andvígir aðild alþýðulýðveldisins að Sameinuðu þjóðunum. Þvert á móti eru okkur fullljósar þær hættur, sem í hinu núverandi ó- eðlilega lástandi felast, þ. e., að ríki, sem telur fimmtung ibúa jarðar skuli enn vera utan sam- takanna og virðist einangrast £0 meir frá öðrum ríkjum. — Þess vegna studdum við á síðasta Alls herjarþingi tillögu, sem ítalía og fleiri riki báru fram og miðaði að því að setja á laggirnar nefnd til þess að finna leið til aðildar Kín verska alþýðulýðveidisins, án þess að svipta Formósustjórn að- ild sinni. Munum við enn styðja tilraunir, er að slíkri lausn miða. Herra forseti. Á síðasta Allsherjarþingi vakti ég athygli á öðru meginatriðinu í starfi hinna Sameinuðu þjóða. Fyrsta atriðið verður sjálfsagt um ófyrirsjáanlega framtíð friðar- gæzlan að koma í veg fyrir vopn- uð átök milli þjóða. Vissulega er þetta meginverkefnið, því að hvers virði er góð afkoma, ef styrj öld geisar? Hitt er svo hið næsta verkefni, að leitast við að búa öllum þjóðum góða afkomu, og þá fyrst og fremst að allir hafi nóg að borða. Á 21. Allsherjarþinginu voru bornar fram tillögur, sem bentu á hve mikil auðævi væru í haf- inu fólgin og einnig, hver hætta væri á rányrkju á vissum svæð- um. Á það var bent að fiskistofn- arnir í Norðurhöf,um væru að minnka, en fiskur inniheldur ein- mitt þau næringarefni, sem mest ur skortur er á í veröldinni, pro- tein. Það befir þess vegna úrslita- þýðingu að það takist að koma í veg fyrir að þessi samdnáttur í 'fi.sjhjdófijjnum haldi láfram, og uppeldisstöðvarnar verði friðaðar. Undir mál þetta var mjög vel tekið á síðasta Allsherjarþingi, og ákveðið að skipa nefnd til þess að rannsaka auðævi hafsins og til að athuga hvernig þessi auöævi yrðu bezt og skynsamlegast nýtt. — Nefndin hefir nú verið skipuð og hefir tekið til starfa. í tillögu þeirri um þetta anál, sem sam- þykkt var á þinginu og liggur til grundvallar fyrir starfi nefndar- innar, var gert ráff fyrir því, að nefndin skilaði áliti til 23. þings- ins næsta ár. En á það vildi ég benda nú, að verkefnið er bæði mikið og margþætt, þannig að ég efast um, að nefndin geti að fullu lokið störfum á svo stutt- um tíma. Vildi ég því að athug- að yrði, ef nefndin teldi sig ekki að fullu geta lokið störfum á þess um stutta tíma, að hún fengi lengri starfstíma. Málið er svo stórt og þýðingarmikið, að 'á miklu veltur að það verði kann- að ofan í kjölinn. Verkefni Sameinuðu þjóðanna, sem við ;blasa eru mörg og marg- vísleg. Það er ekki ástæða til að ætla, að þau verkefni öll verði leyst á þann hátt, sem við helzt vildum. Bjartsýni, sem ekki er á raunsæi byggð, er varhugaverð. En enginn vafi virðist mér á því, að mörg af þessum verkefnum verði leyst á vettvangi hinna Sam einuðu þjóða — og einungis þar. 0,g tilveruréttur þeirra og réttur- inn til þess að ráða þessum mál- um til lykta er óvéfengjanlegur. Hver og ein lausn, sem næst er enn ein staðfesting mikilvægis Sameinuðu þjóðanna sem banda- lags friðar og sátta. Frh. á 14. síðu. ■ 2 5- október 1967 ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.