Alþýðublaðið - 14.10.1967, Page 3

Alþýðublaðið - 14.10.1967, Page 3
lIA® Á ILLB SILD Síldveiði var dræm síöasta sólar hring þrátt fyrir hagstætt veiði- veður, mikill straumur hamlaði veiðum. Aðeins átta skip tilkynntu um afla, sem samtals nemur 1.275 lestum. Hæst þessara skipa var Júlíus Geirmundsson ÍS. með 200 lestir. Alþýðublaðið hafði samband við Raufarhöfn í gærdag. Þar var lít- Stúderítar í HÍ Stúdentaélag jafnaðarmanna hvetur félaga sína og stuðnings- menn að taka þátt í kosningrun- um til stjórnar Stúdentafélags Háskóla íslands í dag og styðja B-LISTANN. Kjósið snemma og Ijáið réttum málstað fylgi. TRYGGJUM SIGUR B-LIST- ANS YFIR VÖKU. Stjórn Stúdentafélags jafnað- armanna. ið að gera i gær, en í fyrradag var þar saltað í rúmlega 4000 tunn ur. í gær var hins vegar aðeins saltað á tveimur söltunarstöðvum. í gær var leiðindaveður og austan garri á Raufarhöfn. Fólki hefur nokkuð fjölgað siðustu dægrin og má segja, að nú sé hægt að salta á öllum söltunarstöðvum með ná- lega fullum afköstum. Eins og fyrr segir fengu aðeins átta skip afla Framhald á bls. 10 Alþýðuflokksfélagi ræðir efnahagsmáli FYRSTI félagsfundur Alþýíuflokks félags Reykjavfkur á þessu hausti verður haldinn n.k. þriSjudags- kvöld í ISnó. VerSur þá rætt um efnahags- og atvinnumál. Frum- mælendur verSa ráSherrarnir Gylfi Þ. Gíslason og Eggert G. Þor- steinsson. Frá þvf hefur nú veriS skýrt á Alþingi, aS samkomulag hafi orSiS meS stjórnarflokkunum um aS halda áfram stjórnarsamstarfi. Frumvarp til fjárlaga fyrrr árið 1968 hefur einnig veriS lagt fram og felast í því vissar ráSstafanir, sem nauSsynlegt er aS gera vegna fjárskorts ríkssjóSs. Þá á útgerSin nú í miklum erfiSleikum vegna verSfalls á erlendum mörk uSum. Um aiit þetta verður rætt á félagsfundnum n.k. þrSjudag i ISnó. TÚDENTAR KJÓSA f DAG í dag fara fram kosningar í Há- skóla íslands til stjórnar Stúdenta félags Háskóla íslands. Er þetta í annað sinn, sem gengið er til kosninga í félaginu, síðan það var endureist í fyrra vetur. Um sama leyti í fyrra var kosið til stjórnar stúdentafélagsins, og fóru leikar þá þannig, að B-llstinn náði meirihluta, þótt tæpur væri. Fékk B-listinn 364 atkv. og fjóra menn kjörna, en A-listi, listi Vöku, 345 atkv. og þrjá' menn kjörna. Tilgangur Stúdentafélags Há- skóla íslands er tvíþættur: 1). Að hafa forgöngu um félagsmál stú- slátur seí Slátursölu að Ijúka í Reykjavík Sölu á slátri mun ljúka í næstu viku, og fer því hver aff verðá síffastur aff taka slátur á þessu hausti. Slátursala hefur verið nokkuð mismunandi nú, jókst mikið eftir mánaðamótin og hefur verið mik il síðan. Samkvæmt upplýsingum forstöðumanns Afurðasölu SÍS hefur nú undanfarið verið mikil sala í slátri, en var dræmt fyrst. Salan hefur nú undanfarið verið svo mikil, að slátrið er oft upp- selt um 2-leytið á daginn. Síð- asti dagur slátursölunnar hjá SÍS er í dag, en slátrun verður víða lokið fljótt eftir helgina hjá kaupfélögunum. Hjá afurðasöl- SÍS hafa seizt að meðartali 600- 700 slátur daglega. Sölustjóri Sláturfélags Suður- lands gaf blaðinu þær upplýsing- ar, að sala á slátri hefði aukizt mikið eftir miánaðamótin, en væri ekki eins mikli og ætti að vera. Sláturgerð væri sá þáttur í matar gerð, er virtist eiga minnkandi vinsældum að fagna, fólk vildi nú allan mat nýjan, en áður toafi fólk súrsað mikið af slátri. Það væru ekki allir, er ættu þess kost að eiga frystikistur til að geyma í matvæli. Slátursalan væri því tiltölulega minni núna miðað við neytendafjölda, en þegar ibú ar Reykjavíkur voru 30-40 þús. slátur hjá Sláturfélaginu og slát- Daglega seljast um 1200r1300 ursölu þar lýkur í lok næstu viku. Búast má við mikilli ös í slátur- sölúnni, en margir draga fram á síðustu stundu að kaupa si'átur. Hjá Afurðasölu Verzlanasam- bandsins seljast daglega 500-800 slátur og sagði Friðrik Þórðar- scn hjá' Afurðasölunni að sala í slátri væri mjög mikil og sérstak lega undanfarið, en daglegar slát urbirgðir hefðu vfirleitt selst að fullu um 4-5 leytið á daginn. Slátursölu hjá Verzlanasamband- inu lýkur um miðja næstu viku. EFTIRFARANDI ályktun var sam þykkt einróma á fundi Trúnaðar- ráðs Verkamannafélagsins Dags- brúnar fimmtudaginn 12. október s.l. Fundur í Trúnaffarráði Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar, hald inn 12. október 1967, mótmælir Iiarðlega þeim ráðstöfunum í efnahagsmálum, sem ríkisstjórn- in hefur í dag kunngiiört lands- mönnum. Ráðstafanir þessar fela í sér mikla kjaraskerðingu fyrir allt Iaunafólk. Með þeim er rift grundvelli allra kjarasamninga, | Bridgespilarar Tvímenningskeppni hefst n.k. laugardag 14. október kl. 2 e.h. (stundvíslega) í Ingólfskaffi, gengið rnn frá Ingólfsstræti. Stjórnandi: Guðmundur Kr. Sigurðsson. ÖLLUM HEIMIL ÞÁTTTAKA. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. mótmælir þar sem áformað er, að miklar na.) kanír á vöruverði, sem nú koma til framkvæmda, eigi ekki að hafa áhrif á kaupgjald, eins og lög og samningar segja fyrir um, heldur eigi fólk að taka á sig hajkkanirnar bótalaust. Fundur- inn bendir á, að þessar ráðstaf- anir koma sórast við láglaunafólk, þar sem hækkanirnar eru lang mestar á brýnustu nauffþurftum almennings. Til þess að mæta fyr irhuguðum verðhækkunum og á- lögum ætti kaup að hækka um, 8% samkvæmt gildandi lögum og samningum. Fundurinn tekur eindregið und ir þau ályktunarorð miðstjórnar Alþýðusambandsins, „að slíkum ráðstöfunum muni verkalýðshreyf ingin ekki una, hún stefnir þvert á móti að því, að dagvinnutekjur verði hækkaðar, svo að þær standi undir mannsæmandi kjör- um.“ Fyrir því skorar fundurinn á alla launþega að mynda órofa samstöðu til þess að hrinda af sér þessurn árásum á lífskjörin. denta. 2). Að efla áhuga og þekk- ingu stúdenta á menningar- og þjóðfélagsmálum. Veltur því á miklu, að vel takist til um val stjórnar félagsins. Að þessu sinni eru boðnir fram tveir listar í kosningunum. B-list- inn er studdur af fjölda óháðra stúdenta. Þá hafa þrjú af fjórum stjórnmálafélögum stúdenta lýst yfir stuðningi sínum við hann. Hins vegar er A-listinn, listi Vöku, stúdentafélags sjálfstæðismanna. Almennt telja stúdentar, að vel hafi verið af stað farið á fyrsta starfsárinu, enda eining góð í röð um B-listamanna. Hefur öflugu félagslífi verið haldið uppi. M.a. hefur félagið annazt undirbúning fullveldisfagnaðar 1. desember. Nú fyrirhuga B-listamenn að fá Sig- urð A. Magnússon, hinn skelegga blaðamann, til að halda aðalræð- una þann dag um „ísland á alþjóð avettvangi”. Þá verður kostað kapps um að hlúa að bókmennta- og listastarfsemi sem hingað til. Meðal fyrirhugaðra erlendra fund argesta verða væntanlega Johan Galtung, formaður norsku frið- vísindastofnunarinnar, og gríska leikkonan Melina Mercouri. Þá vilja B-listamenn leggja mun meiri áherzlu á almenna umræður, opn um almenningi, en A-listamenn, þar eð telja verður slíka fundi mjög þjóðnytsamlegan vettvang frjálsra og málefnalegra umræðna. Verður leitazt við að fá’ sérfróða framsögumenn, bæði innan og ut an raða háskólastúdenta. Meðal fyrirhugaðra umræðuefna verða: Endurskoðun stjórnarskrár” og „Lýðræði og flokksræði á íslandi”. Þá ráðgera B-listamenn m.a. að stofna Stúdentaakademíu, sem velja skuli vinsælasta prófessor ársins, vísndamann ársins (íslenzk an) og listamann ársins (íslenzk- an). Fjögur efstu sæti B-listans skipa: Jón Ögmundur Þormóðs- son laganemi, Unnur Pétursdóttir læknanemi, Aðalsteinn Hallgríms- son verkfræðinemi og Kristján. Árnason íslenzkunemi. Fjögur efstu sæti A-listans skipa: Ármann Sveinsson laganemi, Reynir G. Tómasson læknanemi, Georg Ólafsson viðskiptafræði- nemi og Kristján Tómas Ragnars- son læknanemi. Kösning fer fram klukkan 13-19 í dag í Kaffistofu háskólans. Á kjör skrá munu vera um 1350 innritað- ir stúdentar við Háskóla íslands. Haustsýningunni lýkur á sunnudag HAUSTSÝNENGUNNI í Lista- mannaskálanum lýkur kiukkan 22.00 lá sunnudagskvöld. Óvenju- góð áðsókn hefur verið að sýning unni að þessu únni, munu á þriðja þúsund gestir hafa sótt sýninguna. Á sýningunni eru verk um 20 listamanna og eru sumir þeirra að sýna í fyrsta sinn á þessari 'haustsýningu Félags ís- lenzkra myndlistarmanna. f af hundraöi Efnahagsaögerðirnar, sem nú eru að koma til fram- kvæmda, munu hækka nú- verandi vísitölu um 7,53% að því er segir í greinar- gerð með frumvarpinu, er ríkisstjórnin lagði fram á Alþingi í gær. Mest munar að sjálfsögðu um lækkun niðurgreiðslna á nokkrum vörutegundum, aðallega landbúnaðarvörum eða 6,01%. Allar hinar hækkanirnar nemá 1,52%. Samkvæmt nýju vísitöl- unni, sem byggð er á neyzlu grundvelli 1965 og gefur því réttari mynd af raunveru- legum lífskjörum alþýðu- fólks, mundi hækkunin nema 4,38%. Þar sem rauin- veruleg kjor fólks koma réttar fram í nýju vísitöl- unni, er réttara að telja byrðarnar rtema 4,38% fyrir vísitölufjölskylduna og minna fyrir þá, sem betur mega. 14. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐID 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.