Alþýðublaðið - 14.10.1967, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 14.10.1967, Qupperneq 5
i. í 13. september. FRÉTT hefði þótt, er við kynntumst fyrsta styrjaldarhaustið, að Loðmundarfjörður yrði ein- yrkjakot, en nú er svo komið. Þú hafðir starfað austur þar og átt kannski ættir að rekja þangað. Man ég, að þú bermdir mér sérstæða fjölbreytni landslagsins í Loðmundarfirði og fagurt mannlíf byggðarinnar. Nú eru allir brott þaðan nema Kristinn Halldórsson, sem ætlar einn síns liðs að byggja Loðmundarfjörð í vetur eins og Morgun- blaðið kemst að orði. Maðurinn gerist landskunn- ur af útlegð í átthögunum. Þessi tíðindi berast um sömu mundir og alþingi sezt á rökstóla. Mér dettur þess vegna í hug verk- efni handa einhverjum glöggum sagnfræðingi. Væri ekki ástæða að taka saman yfirlit um, hverj- ir hafi verið og séu þingfuiltrúar þeirra kjör- dæma, þar sem landdauðinn herjar? Settur verð- ur á stofn kennarastóll við háskólann í samtíðar- sögu samkvæmt ákvörðun alþingis, og prófessors- embætti hefur verið auglýst af því tilefni. Myndi ekki tilvalið, að sá, sem starfann hlýtur, kannaði flóttann úr sveitunum og' orsakir hans? j Mig grunar, að stefna íslendinga í landbúnaðar- má'lum undanfarna áratugi sé dálítið umdeilan- leg. Ég verst ekki þeirri tilhugsun, þegar mig ber á auðar slóðir, þar sem fyrrum var gróandi þjóðlíf. Landdauðinn stafar ekki af hallæri. Gras sprettur, fiskur vakir í sjó og vötnum, vegir og brýr hafa komið til sögu, útvarp og sími gefst, svo og rnfmagn óg önnur þægindi nútímans, en fólkið er á braut, og bráðum verður ekkert eftir í gömlum og blómlegum héruðum nema kirkju- garðarnir. Hvað veldur þessari öfugþróun á sama tíma og nýir atvinnuvegir útrýma fátæktinni, sem fyrrum var hlutskipti íslendinga? Ég dáist að hetjuskap Kristins Halldórssonar og óska þessum síðasta Loðmfirðingi alls góðs, en ég vildi ekki vera fulltrúi hans á alþingi. Og væri ég sveitamaöur, kysi ég hvorki Framsóknarflokk- inn né Sjálfstæðisflokkinn,- því að þá óttaðist ég að verða einn eftir í átthögunum. íslendingar temja sér hætti og mannasiði Iieimsborgara nú á dögum. Morgunblaðið ber því vitni. Það sæmdi Clement heitinn Attlee slíku eftirmæli. að sambærilegt var stórblöðum verald- arinnar. í íorustugrein lýsti það þessum látna brezka stjórnróálamanni svofelldum orðum og bar hann saman við Winston S. Churchill: „Attlee var gjörólíkur fyrirrennara sínum, hógvær maður og látlaus. Stjórnarforusta hans eftir stríðið ein- kenndist af þessum eiginleikum. Stjórn Verka- mannaflokksins eftir stríðið mótaðist mjög af sósíalískum hugmyndum, ýmsar mikilvægar at- vinnugreinar voru þjóðnýttar og heilbrigðisþjón-N ustu í landinu gjörbylt. Attlees mun þó fyrst og fremst minnzt fyrir það, að í stjórnartíð hans var bafizt handa um að leysa upp nýlenduveldi Breta, og stærsta sporið í því efni var stigið. þegar Ind- landi var veitt sjálfstæði.” Það, sem hér er haft eftir Morgunblaðinu inn- an tilvísunarmerkja, er auðvitað málfar þess og stíll, en ég varð því svo efnislega sammála, að sjaldgæft telst. Þetta er lofsverð og heiðarleg blaðamennska. Þróunin í Bretlandi eftir síðari heimsstyrjöldina var mjög athyglisverð og lærdómsrík. Ríkisstjóyn Verkamannaflokksins tók við landi, sem brunnið hafði í surtarloga. Borgir voru í rústum. Her- mennirnir streymdu heim af vígvöllunum. At- vinnuleysi ríkti. Brezka þjóðin var harmi lostin eins og hún hefði verið slegin reiði guðs, þó að hún sigraði í stríðinu. Svo hófst ríkisstjórn Verka- mannaflokksins handa, og henni tókst að leysa vandann eins og Morgunblaðið rekur. Bretar reistu borgir sínar á ný. Atvinnulíf þeirra blómg- aðist. Beveridgeáætlunin í heilbrigðismálum varð að veruleika á skömmum tíma. Og allt þetta tókst af því að fylgt var sósíalskri stefnu. Þjóðnýtingar- ráðstafanir Verkamannaflokksins sættu raunar gagnrýni, og ég efa, að Morgunblaðið hafi kunnað að meta þær allar á sínum tíma, en einmitt þessi úrræði björguðu atvinnulífi, efnahagskerfi og samfélagi Breta. Ríkisstjórn íhaldsflokksins sætti sig líka við þróunina eftir að Verkamannaflokkur- inn komst aftur í minnihluta. Stjórnmálaþroski er athyglisverður eiginleiki í fari Breta. Sumum fannst hæpið, að Attlee og Ernest Bevin skyldu veita Indverjum og fleiri þjóðum sjálfstæði. Það var kallað að leysa upp nýlendu- veldið, en dómur sögunnar hefur orðið brezka Verkamannaflokknum hagstæður í þessu efni. Nú myndi ólíkt friðvænlegra í heiminum og sam- búð þjóða farsælli, ef Rússar og Bandaríkjamenn liefðu fylgt sömu stefnu eða svipaðri. Clement R. Attlee gerði ekki allt þetta sjálf- ur. Hann var leiðtogi flokks, en hógvær maður og látlaus. Margir undruðust, að hann skyldi veljast til forustu umfram aðra eins garpa og Arthur Greenwood og Herbert Morrison, sem voru skap- meiri og litríkari persónuleikar. En Attlee lét vel að stjórna frjálslyndum og hugkvæmum lýð- ræðissinnum. Hann var ekki vinsæll eins og Green- wood, duglegur eins og Bevin, menntaður eins og Stafford Cripps, djarfur eins og Morrison eða mælskur eins og Aneurin Bevan, en samt reyndist liann engu óslyngari í friði en Churchill í stríði. Clement R. Attlee er sönnun þess, hvað jafnvæg skynsemi tekur öfgakenndri manndýrkun fram í lýðræðislandi. Aneurin Bevan var iðulega ösammála Clement R. Attlee. Hins vegar gaf hann honum drengilegan og réttlátan vitnisburð. Bevan sagði: Clem fann að vísu ekki upp púðrið, en hann var eini mað- • urinn, sem gat sameinað okkur. Ótalinn er enn frábær hæfileiki í fari Attlees. Hann kærði sig ekkert um þæga hjörð. Honum var þvert á móti mjög í mun að fá mikilhæfa keppi- nauta til liðs við sig og fela þeim vandasöm verk- efni eins og £Tð leysa efnahagsmálin og móta utan- ríkisstefnuna. Þess vegna forðaði hann klofningi, ef til sundurþykkju dró í Verkamannaflokknum. Attlee var trölltryggur vinum sínum, en hann kunni líka að meta andstæðinga. Sá er foringi, sem reynist gæddur báðum þeim eiginleikum. Mjóu munaði, að Aneurin Bevan yrði rekinn úr brezka Verkamannaflokknum, þegar skapsmunir hlupu með hann í gönur. Þá tók Attlee oftar en einu sinni af skarið og hlífði þessum gáfaða, kapp- sama og vopnfima ofstopa. IlÖfð er eftir Attlee minnisstæð skýring á þeirri afstöðu hans: Bevan er eins og stormsveipur í lognl, en líka snjall- astur okkar, þegar mikið liggur við. Og brezka Verkamannaflokknum var mikil þörf á þeim báðum, Aneurin Bevan og Clement R. Attlee. Þeir gerðu ekki kraftaverk, en heldur ekki skelfileg mistök. Mér finnst, að þannig hljóti jafn- aðarmenn að starfa. Helgi Sæmundsson. Dr. Kristinn Guðmundsson sjötugur í dag Fyrir eitthvað fjörtíu árum varð mér oft starsýnt á myndar- legan mann á Óðinsgötunni. Það var dr. Kristinn Guðmundsson, einn af fáum hagfræðingum landsins og enn færri dokturum. Hann átti þá heima spölkorn sunnar í götunni en ég. Ekki kynntist ég dr. Kristni þó, fyrr en hann tók við em- bætti utanríkisráðherra haustið 1953, en hafði áður heyrt margt vinsemdarorð í hans garð falla, einkum frá nemendum hans og samkennurum í Menntaskóla Akureyrar. Þar vann hann sitt aðalstarf árin 1929 - 1944. Mér varð brátt Ijóst, að þau lofsyrði, sem ég hafði um mann- inn heyrt, voru síz,t ofmælt. Hann reyndist í viðkynningu svipaður því, sem ég hafði áður gert mér í hug - gáíaður, ljúf- menni og drengur góður, auk þess stóriróður og stálmmnugur. Við slíka menn er fróðlegt að tala. Á ráðherraárum hans féll það oft í minn hlut að ferðast með honum um ókunn lönd. Var það vegsauki og stolts, því að höfð- inglegt yfirbragð hans, ásamt al- geru látleysi og ljúfmennsku, samfara ágætri kunnáttu í tungumálum vakti hvarvetna virðingu. , Ekki veit ég, hvort dr. Krist- inn kann mér nokkrar þgkkir fyr ir þessa upprifjun á afmæli hans, og verður að fara sem vill þó ég baki mér nokkra reiði lians. En skylt er að þakka ágæta við- kynningu og gamla vinsemd á' tímamótum, sem valda allmiklu á ævi þessa sæmdarnianns. Bjarni Guðmundsson Ingólfs-Café Görrslu dansarnir í KVÖLD KL. 9. Hljómsveit Jóhannesar Eggertssonar. Söngvari: Grétar Guðmundsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 5. — Sími 12826. GARÐAR GÍSLASON H F. 115 00 BYGGINGAVORUR HAGLASKOT RIFFILSKOT HVERFISGATA 4-6 VELTUSTJNDI 1 Simi 18722. Ávallt fyrírllggandi LOFTNET OK XOFTNETSKERFI mm TJÖLBÝLISHtS. Hvert viljið þér fara? Nefnið staðinn. Við flytjum yður, fljótast og þœgilegast. iafið samband ið ferðaskrifstofurnar eða >/VIV rtMKIMCAM lafnarstræti 19 —-sími 10275 14. október 1967 — ALÞÝÐUBLAOIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.