Alþýðublaðið - 14.10.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 14.10.1967, Blaðsíða 9
Ný dönsk mynd, gerð eftlr hlnni umdeildu metsölubók Siv Holms „Jeg en kvinde“. Sýnd kl. 5 og 9. ÓTTAR YNGVASON héraösdómslögmaður MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA BLÖNDUFILÍÐ 1 • SÍMI 21296 BtLÁKAUP 15812 — 23900 Höfum kaupendur að flest- nm tegundum og órgerðum af nýlegum bifrelðum. Vinsamlegast látið skrá blf- BÍLAKAUP Skúlagötu 55 vi» Ranðará Simar 15812 - 23900. ÖKUMENN Látið stilla í tíma. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100. Lesið Aiþýðublaðið Henni til mikillar undrunar byrjaði hún að gráta og hann tók utan um hana eftir augna- bliks hik. — Hvað er að, elsku Meg? Hún seildist eftir vasaklútn- um sínum og reyndi að brosa. Mér finnst þetta leitt. Ég held, að allt hafi reynt um of á taug- amar í mér. Ég á við allt er svo erfitt...... — Þú átt við Carew! Peter varð hörkulegur. — Ég skal reka hann á dyr, Meg. Hún hristi höfuðið þreytu- lega. — Nei, það er ekki að- eins vegna þess, að ég lofaði pabba því. — Ég er hrædd við hann. Hrædd við það, sem hann kann að gera, ef hann neyðist til að fara frá Polzennor. — En livað getur hann gert? Hún svaraði lágróma. — Ég veit það ekki, en ég . . ég held einhvern veginn, að það sé eitt- hvað í sambandi við fortíð föð- ur míns, eitthvað margt og að David Carew viti það. Ég gæti aldrei fyrirgefið mér, ef það fréttist og ég þori ekki að neyða hann til að fara! — Þetta er hreinasta fjárkúg- un! sagði Peter reifjilega. — Plann ætlast eitthvað fyrir, Meg og ég vildi óska, að ég vissi, hvað það er. Ég hata þá tilhugsun, að þú búir undir sama þaki og hann! Hún var glaðari, þegar hún fór frá Peter heimleiðis. En hve hann var öruggur, ósjálfelskur og hreinn' og beinn! Ef hann gæfi henni aðeins til kynna, að hann var öruggur, 'osjalfselskur meira en vin. En svo andvarpaði hún. Til hvers er að hugsa svona? Jafnvel þó að krafta- verk gerðist og Peter bæði hana að giftast sér, hvernig gat hún þá játazt honum? Þá fengi hann aðeins hennar byrðar á sitt bak. En hve dásamlegt yrði það ekki, ef hann aðstoðaði hana við að leysa öll vandamálin! Þau voru í garðinum, þegar hún kom heim. David Carew var að gera við girðingu ásamt Janice, sem var klædd í níð- þröngar buxur og enn þrengri peysu, sem sýndi vel hve fagur- lega hún var vaxin. Þau sáu ekki Meg, sem stóð við runn- ana og virti þau fyrir sér. — Þú hefur svo fallegar hendur, David, andvarpaði Jan- ice. — Svo sterkar, duglegar og samt næmar. Hann brosti breitt. — Þú hrósar mér of mikið! — Nei, ég meina hvert orð! Þú ert . . ó þú ert ekki líkur neinum þeirra, sem ég hef þekkt! Allir aðrir karlmenn minna mig á drengi í saman- bui'ði við þig. Nú hallaði hún sér að honurn. — Lízt þér vel á mig, David? — Hættu þessu Janice, hróp- aði lijarta Meg innra með henni. Þú leikur þér að eldinum, þú veizt ekki, hvað þú gerir! David rétti úr sér og þurrk- aði hendurnar á tusku. — Mér lízt mjög vel á þig, Janice. Hún leit á hann heillandi undan hálfluktum augnalokum. Því sýnirðu það þá ekki? — Viltu, að ég elski þig? spurði hann og brosti breitt. — Christina Lafferty: ÖRLAGAVALDUR Það væri auðvelt. Meg greip andann á lofti og hljóp til þeirra meðan hún reyndi að hafa taumhald á reiði sinni. — Þú ert heimsk eins og krakki, sagði hún reiðilega við Janice. — Farðu inn og farðu í venjuleg föt í stað þessara níðþröngu flíka! Janice leit á hana og augu hennar leiftruðu. Þú ert afbrýði- söm og þú hefur alltaf verið það! Þú hefur alltaf hatað mig vegna þess að þú ert ljót. .. David gekk á milli þeirra og lagði hendurnar á axlir Janice. — Þetta var illa mælt, sagði hann róandi og ásakandi. — Mér finnst rétt, að þú skiptir um föt. Þú ert of aðlaðandi svona. Reiði hennar hvai-f eins og dögg fyrir sólu. Hún roðnaði og brosti og gekk að húsinu án þess að líta á Meg. Meg langaði ósegjanlega og óútskýranlega til að bresta í grát, en í stað þess sagði hún eins kæruleysis- lega og henni var unnt: Gjörið svo vel að láta systur mína í friði! Hún er aðeins sautján ára og því barn enn. Hann leit sakleysislega á hana. — Ég hef ekki verið að eitast við systur þína! — Ég heyrði þig segja það. Hann leit hlægjandi á hana. Það hef ég aldrei sagt. — Ég sagði aðeins, að það yrði ekki erfitt. — Ég vildi óska, að ég væri karlmaður, hrópaði Meg. — Þá myndi ég slá þig niður fúslega. Varir hans herptust saman. Ég er afar feginn að þú ert ekki karlmaður, sagði hann al- varlega. Hún greip andann á lofti og bai-ðist við að missa ekki stjórn á sér. — Viltu gera það fyrir mig að fai’a frá Polzennor? — Viltu gera það! Ég veit, að þú gerir það, ef þú hefur mannleg- ar tilfinningar í brjóstinu. — Er það! sagði hann með rödd, sem bæði virtist lirana- leg og reiðileg eins og liann hefði loksins fengið nóg. — Ég er ekki hér til að stríða þér. Ég get ekki farið frá Polzennor. Um leið og hann hafði mælt þessi orð tók hann verkfæra- kassann og fór og hún gekk upp að húsinu. Við hvað átti hann? Áleit hann, að eitthvað myndi gerast? En hvað? Eða gat það hugsast að hann notfærði sér, hve afskekkt Pol- zennor var til þess að felast? Að hann hefði gert eitthvað ó- löglegt og þyrði ekki að snúa aftur til síns heimalands? Ég verð að komast að því, sagði Meg við sjálfa sig. Það er eina von mín. i SJÖTTI KAFLI. Jafnvel þó að Meg hefði á- kveðið, hvað henni bæri að gei'a gekk henni illa að rannsaka for- tíð David Carews næstu daga. Hún var meiri hluta dagsins við * steinnámuna, en verkamenn- irnir litu fyrirlitningaraugum á veru hennar þar. í frítímum sínum fylgdist hún með Janice og David Car- ew. Hr. Smithers var ekki enn kominn aftur frá Yorkshire og það var sagt, að hann hefði veikst hjá skjólstæðing sínum og væri þar á sjúkrabeði. Meg óskaði ekki eftir að leita til fé- laga hans með vandamál sín og leita ráða og því voru Janice og Tom enn á Palzennor og Janice varð alltaf hrifnari og hrifnari af David Carew. Meg sá það og hún gerði sitt bezta til að skilja þau aldrei eftir ein. Samt sem áður var það á- kveðið að þau færu á ströndina í bifreið Janice og meðan Meg stóð í eldhúsinu og var að þvo upp, kom Tom til hennar. — Ég held að ég fari til Dick Prouts. Mér hefur verið sagt að hann reyni mikið kvnbætur. Hann talaði enn smástund um naut- gripi, en sagði svo: — Ég geri ráð fyrir, að Dick myndi ráða mig sem aðstoðarmann sinn, ef ég færi fram á það við hann. — Nei! Þú ferð til London urn leið og ég hef fengið tæki- fæi-i til að tala við hr. Smith- ers, Tom. Hann varð þrjózkulegur á svipinn: — Ég fer ekki, Meg. Ég vil alls ekki verða lögfræð- ingur. — Þú vilt heidur verða bóndi. Ó, Tom, skilur þú ekki, að þar er engin framtíð fyrir þig? — Ég yrði hamingjusamur! Ó, Tom, __ Hve lengi? Einhvemtíma giftir þú þig og eignast heimili og börn og þá þai-ftu bæði að halda á fjárhagslegu öryggi og framtíðarmöguleikum. — David Carew segir .... — Fjandinn hirði David I Carew! Vertu ekki að segja mér, lxvað liann segir! Hann hefur þegar gert nóg af sér! Tom andvarpaði. — Ég fer til Dick Prout. Blessuð á með- an, Meg. David Carew hugsaði hún með biturleik, þegar hún var orðin ein. Allt var það David Carew. Hún ætlaði að komast að meiru um hann — enginn kæmist að því, þó að hún færi inn á herbergi háns og leitaði í föggum hans. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. Rafvirkjar Fotosellurofar, Rakvélatenglar, Mótorrofar, Höfuðrofar, Rofar, tenglar, Varhús, Vartappar. Sjálfvirk vör, Vír, liapall og Lampasnúra f metr8'-all, margar gerðir. Larnpar í baðherberp ganga, geymslur. Handlampar. Vegg-,loft- og lampMt». inntaksrör, járnrör 1” ÍW’ lVz” og *' 1 metratall. Einangrunarband, marglr litir og önnur smávara. — AUt á einum stað. RajmagnsvörubúOin s.f. Suðurlandsbraut 12. Sími 81670. —r- Næg bílastæöl. — 14. október 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.