Alþýðublaðið - 14.10.1967, Side 10
Opna
if'rn. úr opnu.
kjallaranum fundu þeir félagar
um hundrað handsprengjur á-
samt miklu magni af rússnesk-
um rifflum og skotfærum.
Eftir sjö mánaða starf þeirra
félaganna höfðu þeir liandtekið
rúmlega tvö hundruð ofbeldis-
menn, drepið níu og sært u. þ.
b. sextíu. Meira en þrjú ihundr-
uð handsprengjur voru teknar,
svo og mikill íjöldi riffla með
sjónaukamiðum, ætlaðir til notk-
unar fyrir leyniskyttur,
í október 1966 var ofbeldis-
flireyfingunum ekki aðeins kunn
ugt um starfsemi þeirra félag-
anna, heldur báru þeir einnig
kennsl á einn þeirra, Bogan lið-
. Iþjálfa. Fé var sett til höfuðs
honum, 150 dollarar, sem í aug-
um flestra Araba í Aden voru
mikil auðæfi. Fé þetta skyldi
greitt fyrir Bogan dauðan, en
250 dollarar kæmu í lilut þess
ér færðu hann lifandi fyrir höf-
uðpaura FLOSY eða NLF.
— Ég geri mér Ijósa grein
fyrir hvemig þeir meðhöndla
mig, nái þeir mér lifandi, sagði
Bogan, — en þeir skulu ekk ná
mér, allavega ekki fifandi.
Dag einn í júlí 1966 ók Land
rover-bifreið fram á Bogan og
félaga lians í einu skuggahverf-
inu. Liðþjálfi einn stökk út úr
bifreiðinni, og lét sem hann
væri að þjarma að honum.
— Ég er með skilaboð til þín,
sagði hann. — Vertu kyrr og
fhlustaðu. Arabarnir Ihorfa á
•kkur. Það kom skeyti til yfir-
mannsins í dag, þar sem stend-
ur að konan þín hafi eignazt
nýjan erfingja : dag. Það er sá
fjórði, ekki salt? Yfirmaðurinn
óskar þér til hamingju og bið-
ur þig að hafa augun opin. —
Að svo mæltu hrinti liðþjálfinn
Bogan ruddalega frá sér og er
hann steig upp í bílinn, formælti
Bogan honum og hrækti á eftir
honum.
Blóðsúthellingarnar í Aden
eru í megin dráttum afleiðing-
ar öfgafullrar andstöðu Araba
móti valdaafhencAngu Breta til
valdhafa, er þeir sjálfir hafa út-
nefnt.
Öfgamenn í báðum áðurnefnd
•um hreyfingum álíta valdhaf-
ana málsvarsmenn Breta. Bar-
áttan um völdin milli suður-ar-
abískra þjóðernissinna og upp-
reisnarmanna sem liafa stuðning
Egypta hafa gert Aden að mesta
víti jarðarinnar, næst á eftir
Víetnam.
Bob Bogan og menn hans
gengu með oddi óg egg fram í
hlutverki sínu í Aden. Meðal
Þeirra glæpaverka, er þeir komu
í veg fyrir var sumt fyrir hreina
tilviljun. Nótt eina handtóku
þeir mann á götu, sem hafði
undir höndum eitur, sem ætlað
var til að drepa skólabörn.
í janúar 1967 hækkaði of-
beldismannaforinginn Abdulla al
Asnag fé það er heitið hafði ver-
ið til höfuðs Bogan í 500 doll-
ara, ef hann næðist lifandi og
250 dollara fyrir lík hans.
í apríl 1967 veitti Elísabet
drottning Bogan liðþjálfa Hina
konunglegu brezku orðu, ásamt
meðfylgjandi texta:
— Með framgöngu sinni í að
handsama ofbeldismenn, nótt eft
ir nótt, dulbúinn sem innfædd-
ur, hefur Bogan liðþjálfi sett
sig í mikla lífshættu. Eiginleik-
ar Bogans hafa áunnið honum
virðingu og aðdáun allra í her-
deild hans, og persónuleiki hans
og hollusta í skyldustörfum er
mikil uppörvun fyrir alla.
Síld i
Framhald 3. síðu.
síðasta sólarhring, en einliver
þeirra voru væntanleg til Raufar-
hafnar í gær.
Á Ólafsfirði er nú búið að salta
í 4.017 tunnnur. Hæsta söltunar-
stöðin er Jökull, 2100 tunnur, en
siðan koma Stígandi, 1100 tunn-
ur og Auðbjörg, 817 tunnur.
Á Ólafsfirði var saltað á öll-
um plönum í fyrradag, en í gær var
ekkert saltað, og var þar þá slæmt
veður.
Á Seyðisfirði var ekkert saltað
í gær, hins vegar var mikið salt-
að þar í fyrradag. í gær þegar
blaðið liafði samband við Seyðis-
fjörð, voru tvö síldveiðiskip vænt
anleg þangað. Ekki iágu fyrir töl
ur um heildarsöltun þar.
Alþýðublaðið átti samtal við
Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræð-
ing á síldarleitaskipinu Árna Frið-
rikssyni síðdegis í gær. Tjáði liann
blaðinu, að síldartorfumar hafi
verið heldur tætingslegar og los
á síldinni síðasta sólarhring. Síld
in virðist fremur vera að færast
vestur á bóginn.og nær landi, síð
ustu daga liefur síldin færzt mik-
ið suður og suðaustur á bóginn.
i Nú virðist hún hins vegar að fær-
ast nær landi aftur. Hjálmar kvað
að síldarleitarskipið hafi farið
seinni hluta dags í gær nokkuð
suður á bóginn eða á svæði 65.30°
n.br. og 8° v.l. Þar fannst þó nokk
uð mikil síld. Sagði Hjálmar, að
þama hafi verið prýðilegar torf-
ur, en þær stæðu nokkuð djúpt.
Taldi hann, að síldveiðiskipin
mundu verða á þessu svæði í nótt
og bjóst hann við, að skilyrði til
veiða yrðu betri með nóttinni, enda
þótt síldin hefði staðið djúpt í eft
irmiðdaginn í gær.
Alþýðublaðið hafði samband við
Veðurstofu íslands í gærkveldi og
spurði um veðrið á miðunum á
áðurgreindum slóðum. Var þar
hæg norðvestan átt, þokumóða og
súld öðru hverju. Þrátt fyrir þok-
una má búast við ágætum veiði-
skilyrðum í nótt.
Bílar til sðlu og leigu
Fundur Kven-
félagsins í
Hafnarfirði
KVENNFÉLAG Alþýðuflokks
ins í Hafnarfirði heldur félags
fiuid mánudaginn 16. október,
klukkan 20.30, í Alþýðuhúsinu
[ Hafnarfirði.
Fundarefni þessa fundar
verður: „Bæjarmál". Hörður
Zóphaníasson bæjarfulRrúi
flytur framsögu. Rætt verður
um vetrarstarfið, spilað Bingo
og að síðUstu kaffidrykkpa.
Alþýðuflokkskonur í Hafnar
firði eru hvattar til að mæta
á fundinn.
AF HVERJU?
Framtiald af 1 síðu
þjóöartekjurnar á þessu ári sýndi einmitt, a5 þær mundu verSa 4 5%
lægri en í fyrra.
Verðfallið erlendis ásamt minnkandi framleiðslu hefur kostað þjóðina
4—5% tekjurýrnun. Þess vegna verður hún nú um skeið að sætta sig við,
að raunveruleg laun hennar lækki um sinn um rúmlega 4%.
Þetta eru staðreyndir efnahagslífsins nú í dag. Þær eru ekki þægilegar.
Og það er ekkert ánægjuefni aé skýra frá þeim. En það væri ekki aðeins
tangt, heldur stórskaðlegt að gera sér ekki rétta grein fyrir þeim og
grípa ekki í tíma til þeirra ráðstafana, sem þær gera óhjákvæmilegar,
sagði Gylfi Þ. Gíslason.
Jailcisctia
Bergþórugötu 3.
Símar 19032 og 20070.
IVIELAVÖLLUR:
í dag, laugardag 14. október kl. 3 leika
ÍA - VÍKINGUR
Dómari: Magnús V. Pétursson.
MÓTANEFND.
Sendisveinar
óskast hálfan eða allan daginn. — Þurfa að
hafa hjól.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Sími 14900.
Blaðburðarbörn
vantar í Kópavog.
Upplýsingar í síma 40753.
2ja herb. íbúð
óskast til leigu sem fyrst.
Fyrirframgreiðsla ef óskað er.
Upplýsingar í síma 38336.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og
útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, og afa.
MAGNÚSAR ÞÓRARINSSONAR, kennara
Melgerði 15.
Anna Sigurpálsdóttir,
synir, tengdadætur, sonarsynir
og aðrir vandamenn.
í
|_0 14. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ