Alþýðublaðið - 17.10.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.10.1967, Blaðsíða 7
ST J ÓRNMÁL AÁST ANDIÐ í lieiminum hefur versnað til muna, segir U Thant framkv.- stjóri Sameinuðu þjóðanna í inn- gangi ársskýrslu sinnar um starfsemi samtakanna á tíma- bilinu 16. júní 1966 til 15. júní 1967. í skýrslunni, sem birt var al- menningi lík september, segir ennfremur: Tjón allra aðila í Víetnam er orðið ógnvekjandi, stríðið Við austanvert Miðjarð- arhaf liefur spillt ástandinu í alþjóðamálum enn frekar, og á Kýpur hefur ekki orðið nein breyting til bainaðar. Árangur hefur orðið mjög takmarkaður á sviðum eins og afvopnun, geimrannsóknum, efnahagsþró- un, útrýming nýlenduskipulags og mannréttindum. Vandamálin í Suður-Afríku, Suðvestur-Af- ríku og Suður-Rhódesíu eru ó- breytt. Að þVí er varðar Vestur- írian hafa lndónesar gefið há- tíðleg loforð um að standa við þær skuldbindingar sem þeir hafa vanrækt hingað til. Fjárhagsvandræði Sameinuðu þjóðanna eru jafnfjarri lausn og nokkru sinni fyrr. Hinni sér- UNDANFARIN ár hafa komið fram margar nýjungar í sam- ban/di við umferð og margiír ökumenn hafa ekki fengið tæki færi til að kynna sér þær. Eru þeir af þeim sökum óvissir um livernig haga skuli akstri við |ýmsar (aðstæðuri .Til þess að reyna að ráða bót á þessu, tók Reykjavíkurdeild Bindindisfé- lags ökumanna upp þá ný- breytni á síðastliðnum vetri, að efna til upprifjunarnámskeiða fyrir ökumenn. Hafa verið hald in tvö námskeið, en á þeim var i'arið yfir umferðarlögin og fráeðsluerindi með skugga- og kvikmyndum flutt, m.a. um hálkuakstur og störf umferðar- lögreglunnar. Þótti starf þetta takast mjög vel og kóm glöggt í ljós, að mikil þörf er á slíku fræðslustarfi. Nú hefur verið ákveðið að taka upp starfsemina að nýju og mun fyrsta námskeiðið á stöku nefnd um ráðstafanir til varðveizlu friðarins tóksf ekki að komast að niðurstöðu sem all- ir gætu sætt sig við. Öll aðildar- ríkin, og ekki sízt þau sem hafa afráðið að leggja fram frjáls fjárframlög, ættu að koma sam- tökunum til hjálpar hið bráð- asta. Á sviði afvopnunar hefur meira verið aðhafzt en off áð- ur. Samkomulagið um bann við kjarnavopnum í Rómönsku Ame- ríku og uppkast Bandaríkjanna og Sovétríkjanna að samningi um bann við dreifingu kjarna- vopna er hvort tveggja mjög mikilvægt. Við erum komnir að alvarlegum tímamótum, þar sem hætta er á dreifingu kjarna- vopna, vegna þess að æ fleiri þjóðir afla sér þeirrar þekk- ingar sem nauðsynleg er til að framleiða þau. Með tilliti til friðsamlegrar hagnýtingar geimsins, er upp- örvandi að sjá merki vaxandi alþjóðasamvinnu um rannsókn og hagnýtingu geimsins. Sam- komulagið um grundvallarregl- ur á þessum vettvangi er mjög þýingarmikið. þessum vetri hefjast 16. októ- ber n.k. í húsi Slysavarnafélags íslands é Grandagarði og standa dagana 16.—20. október kl. 20—22 hvert kvöld. Verða námskeiðin mun fjölbreyttari en þau fyrri, þar sem nú verður fjallað um umferðarlög lögreglu mál og rannsókn umferðarslysa, leiðbeiningar í umferðinni, hálkuakstur, skyndihjálp, slysa, lpiðbeiningar í umferð ökutækja. Hafa verið ráðnir hinir hæfustu leiðbeinendur og skugga- og kvikmyndir verða notaðar sem hjálpargögn. BFÖ vill hvetja ökumenn til að sækja þessi námskeið, sem verða opin öllum sem áhuga hafa á umferðamálum, en góð þekking á umferðarlögum og reglum er bezta undirstaðan undir væntanlega breytingu úr vinstri í hægri umferð. Þátttöku skal tilkynna til Ábyrgðar h.f. Skúlagötu 63, Reykjavík, sími 11755. Heimkvaðning friðargæzlu- sveita Sameinuðu þjóðanna og atburðirnir, sem af henni leiddu hafa leitt heiminum fyrir sjónir veruleik friðarvörzlunnar — bæði gagnsemi hennar og alvar- legar takmarkanir. Fyrsti veru- leiki friðarvörzlunnar er sjálfs- vildin. — Allir aðilar verða að fallast á friðargæzluna til að hún nái tilgangi sínum. Sé hins vegar kippt að sér hendinni, eins og gerðist við austanvert Miðjarðarhaf, er gagnsemi frið- argæzlunnar samstundis úr sög- unni. Friðurinn veltur á því að deiluaðiljar fallist á að skorður séu reistar við ofbeldi, þó þeir ali ekki á neinum eiginlegum friðarvilja. Verstu tálmanir friðargæzlu Sameinuðu þjóð- anna eru pólitískar og stjórn- skipulegar, en næstverstu tálm- anirnar eru hernaðarlegar og fjárhagslegar. Draga má lærdóm af síðustu atburðum við austanvert Mið- jarðarhaf. Á siðustu 20 árum hefur Sameinuðu þjóðunum heppnazt að stöðva vopnuð á- tök, koma á ró og yfirleitt hafa fulla stjórn á hættulegum óróa- svæðum þar eystra. En þau grundvallarvandamál, sem urðu tilefni stríðsins, voru óleyst og mestanpart óhreyfð. Engin stofnun Sameinuðu þjóðanna hefur gert verulega tilraun til að finna lausn vandans. Litið er á það sem veigamikinn þátt í orsök stríðsins í júní, að vandamál svæðisins hafa aldrei verið tekin til rækilegrar yfir- vegunar, enda þótt höfuðábyrgð- in hvíli að sjálfsögðu á deilu- aðiljum. Verði ekki gerð alvar- leg tilraun til að uppræta or- sakir átakanna, mun brjótast út stríð á nýjan leik á næstu árum. Mikilvæg ráðstöfun nú væri að heimila framkvæmdastjóran- um að tilnefna sérstakan um- boðsmann sinn við austanvert Miðjarðarhaf, sem verið gæti milligöngumaður er kannaði og samræmdi hugmyndir sem uppi væru á svæðinu. Til em ákveðnar grundvallar- reglur sem styðjast má við fyrir botni Miðjarðarhafs: Virðing fyrir landhelgi allra landa, um- burðarleysi gagnvarf hernámi eins ríkis á landsvæði annars, viðurkenning allra annarra ríkja á rétti sérhvers ríkis til ör- yggis innan eigin landamæra, réttur allra manna til að vera um kyrrt og eiga sér framtíð í heimalandi sínu, og loks frjáls- ar og óhindraðar siglingar um alþjóðlegar siglingaleiðir. Meg- intálmunin er tregða deiluaðila til að íhuga tillögur nema þær séu í samræmi við fyrirfram ákveðna afstöðu þeirra. Hlut- Verk friðflytjendans verður aldr ei vinsælt til lengdar hjá deiluaðiljum, hvorum sem er, af því að hann getur aldrei tek- ið afstöðu öðrum í vil. Þess vegna er tilhneiging til óánægju og vonbrigða í samskiptum Sam- einuðu þjóðanna við deiluaðilja. Grundvallarvandinn er nú eins og jafnan viðurkenning ríkj- anna á alþjóðlegum ákvörðun- um og reglum, og spurningin um það hvort þau eða að hve í tilefni af komu hins ágæta gests, dr Dillons Ripley, forstöðu manns Smithsonianstofnunarinn- ar i Washington áttu blöð og útvarp viðtal við hann, er birtist dagana 6. og 7. okt. sl. í viðtali dr. Ripleys við Morg unblaðið stendur m.a.: „Þá vék dr. Ripley að náttúru íslands, en hér kvað hann náttúrlegt jafn- vægi hafa haldizt svo að undrun sætti og lauk lofsorði á ísl.inga fyrir skilning þeirra á því bæði fyrr og síðar“ .. . „Síðan ræðir dr. Ripley um hið náttúrulega jafnvægi hér á landi bæði fyrr og síðar, sem hefði viðhaldizt til lands og sjávar“. Vegna þessa viðtals telur nátt úruverndarnefnd Hins íslenzka Náttúrufræðif. óhjákvæmilegt að gera eftirfarandi athugasemdir: Af ummælum þessum er ljóst að dr. Ripley hefur ekki haft rétta vitneskju um, hversu geysí alvarlegar afleiðingar samskipti manna og náttúru hafa haft hér á landi. Flestir íslendingar vita nú, hversu mjög hefur gengið á gróður landsins frá landnámsöld og, að sú eyðing hófst sannau- lega með landnáminu. Á þeim 1100 árurn, sem landið hefur verið byggt, hefur gróður lands- ins gjöi-breytzt til hins verra og telja rná full víst, að glatazt hafi a.m.k. helmingur þess gi’óður- lendis, sem hér var um landnám. Enn í dag er gróðureyðing méiri en það sem á vinnst með nátti'ir legri endurgræðslu og upp- græðslu manna. Urn dýralíf á landi skal ekki fjölyrt, en sem dæmi má benda á þau áhrif, sem búsetan hefur miklu leyti þau gei’a sér ljóst, að hagsmunum þeirra er einnig þjónað þegar til lengdar lætur með tryggingu alþjóðafriðar. Fjárhagsvandkvæði hafa enn sem fyrr áhrif á starfsemi Sam- einuðu þjóðanna á vettvangi efnahags- og félagsmála. í ár hafa þau enn valdið því, að vísa hefur orðið frá eða slá á frest ýmsum áætlunum sem varða alla heimsbyggðina. Þörf mun verða á skipulagðri alþjóð- legri matvælahjálp enn í mörg ár. Gera verður stórátak til að færa vanþróuðu löndunum þær bjargir út í frá, sem þau hafa þöi’f fyrir, til að styrkja þeiri’a eigin viðleitni. Með hliðsjón af vonbrigðun- um yfir hægum efnahagsvexti í vanþróuðu löndunum á síð- ustu árum, var mikilvægt að korna á fót kerfi sem auðveld- aði og flýtti fyrir iðnvæðirjgu. Vanþróuðu löndin líta svo á, að iðnvæðing sé eina leiðin til að komast hjá stöðnun og mjókka bilið milli þeirra og iðnaðai’- landanna, eji það hefur breikkað ár fi’á ári. Þróunaráætlun Sam- einuðu þjóðanna hefur bætt starfsskilyrði sín og aíköst. En baráttan við neyðina hefur ekki borið tilætlaðan árangur. Bilið milli vilja og getu breikkar hjá Framhald á bls. 15. haft á fuglalíf landsins, svo sem útrýnxingu geirfugls, fækkun arnarins, áhrif minka á fugla- lífið svo og áhrif landþui’rkunar á útbreiðslu nokkui’i-a fuglateg- unda. í hafinu kringum ísland lxafa ýmsir mikilvægir fiskstofnar minnkað svo vegna ofveiði, að takmarka hefur orðið veiði þeix-ra. Þessar staðhæfingar dr. Rip- leys hljóta að lxafa vei’ið byggð ar á upplýsingum, sem hann hef ur fengið frá hérlendum mönn- um, og verða þær þvi tæpast skrifað á hans reikning. — En einmiit af þeim sökum, að heim- ildarmenn svo ágæts manns, hafa ekki haft næga þekkingu til bruns að bei’a í þessum efnurn, hafi dr. Ripley orðið þessi leiðu nxistök á. Nefndin vei’ður að harma þetta. Undanfarið hefur verið unn- ið að því að kynna almenningi staði-eyndir um eyðileggingu liinnar íslenzku náttúru, því að við henni verður ekki spoi’nað nema nxeð skilningi almennings og virkri þátttöku. Má telja, að vjðhorf manna til þessara rnála hafi breytzt mikið til hins betra á síðari árurn, enda er nú veit* árlega milljónuxn króna til rann- sókna og aðgerða, er miða að því að vernda og hindra frekari eyðileggingu á náttúru landsins. Slíkar staðhæfingar vinna á móti þessu s.tarfi, 0g af þeirn sökum varð ekki hjá komizt að andmæla þeim. Frá Náttúruvernd hins ísl. náttúrufræðifélags. UPPRIFJUNARNAMSKEIÐ FYRIR ÖKUMENN HJÁ BFÖ ATHUGASEMD VIÐ VIÐTAL 17. október 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.