Alþýðublaðið - 17.10.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 17.10.1967, Blaðsíða 13
Ný dönsk mynd, gerö eftir hinnl umdeildu metsölubók Siv Holms „Jeg en kvinde“. Sýnd kl. 9. ÓTTAR YNGVASON héraðsdómslögmaður MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA BLÖNDUHLÍÐ 1 • SÍMI 21296 BÍLAKAUP 15812 — 23900 Höfum kaupendur aB flest- um tegundum og árgerðum af nýlegum bifreiðum. Vinsamlegast látiíí skrá bif- reiðina sem fyrst. BÍLAKAUP Skúlagötu 55 við Rauðará Simar 15812 - 23900. ÖKUMENN Látið stilla í tíma. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. BÍLASKOÐUN & SIILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100. Lesið Alþýðublaðið Hún flýtti sér upp stigann áður en samvizka hennar fengi hana til að skipta um skoðun. Hún varð að berjast við við- bjóðinn, þegar hún kom að herbergisdyrunum hans. En til- gangurinn helgaði meðalið — ef hún fann eitthvað grunsamlegt við hann gat hún notað það sem vopn til að fá hann til að fara. Það leit samt út fyrlr að hún væri að eyða tíma sínum til ein- skis því að það voru aðeins föt í skápnum og jafnvel þó að hún leitaði í vösum hans fann hún engan bréfmiða. Annað hvort var hann óvenju reglusamur eða hann hafði viljandi tekið burt allt sem gat sýnt, hver hann var. Hún var í þann veginn að hætta leitinni, þegar hún heyrði skrjáf í pappír og hún fór að leita í fötum hans með enn meiri ákafa. Hún hrukkaði ennið hugsandi við þennan fund sinn. Þetta var farþegalisti frá skipi og þegar hún fletti honum datt ein örk- in á gólfið. Hún tók hana upp og sá að þetta var reikningur frá hóteli í New York gefinn út á herbergi nr. 708. Ameríka, hugsaði hún æst. Þessi Carey, sem faðir hennar hafði greitt peninga svo árum skipti var líká frá Ameríku. Fyrsta hugmynd hennar hafði verið rétt — hann og David Carew voru sami maðurinn. Nú settist hún niður til að skoða bréfin vandlega. Það var engin ástæða til að ætla að Da- vid Carew ætti farþegalista nema hann hefði verið farþegi um borð í skipinu. En iiún fann hvorki hans nafn né nafn Car- eys. Þá tók hún hótelreikning- inn aftur upp, en hann sagði henni ekkert nema að einhver — sennilega David Carew — hefði búið á herbergi nr. 708 í þrjá daga. Hún byrjaði andvarpandi af vonbrigðum að láta hlutina á sinn stað og hún var svo upp- tekin af að fjarlægja öll um- merki um leitina að hún sá ekki né heyrði neitt fyrr en dyrnar opnuðust. Þá sat hún grafkyrr, stjörf af skelfingu. — Er þetta ekki Margaret, sagði David Caréw með sinni djúpu, lágu rödd. — Ég bjóst ekki við að finna þig hér. Hún leit á hann. — Hvers vegna. . . hvers vegna ertu ekki á ströndinni? — Ég kom til að sækja veiði- stöngina mína. Hann sneri lykl- inum í skránni og stakk honum í vasa sinn. Meg starði hræðslulega á' hann. — Hvers vegna. . . hvers vegna ertu að læsa? — Til að þú sleppir ekki út, sagði hann elskulega og gekk ró- lega til hennar, en hún hörfaði upp að veggnum. — Segðu mér, hvað þú.varst að gera á herberginu mínu. Hann studdi báðum höndum á vegginn sitt hvoru megin við hana svo hún var lokuð inni og þegar hún leit á dökkt, hvass- legt andlitið skildi hún með skelfingu að þau voru tvö ein í húsinu. Anna hafði íarið út að Christina Lafferty: ÖRLAGAVALDUR ganga og ef hún veinaöi heyrði enginn til hennar. — Þú ert hrædd, sagði hann blíðlega, — enda hefurðu á- stæðu til þess. Hvað varstu að gera hérna inni? — Ég. . . ég var að skoða dót- ið þitt. Hún leit upp og varð þrjózkuleg á svipinn. — Þú get- ur ekki ásakað mig fyrir það. — Hvað fannstu? Hún hristi höfuðið. — Ekkert. Hann virti hana fyrir sér smá stund. — Ef þú værir karlmað- ur myndi ég slá þig en þar sem þú ert stúlka verð ég að refsa þér á annan hátt. Áður en hún gat fært sig tók hann svo fast utan um hana að hún gat ekki slitið sig lausa. Hann laut niður og þrýsti vör- um síi.um að hennar. Hún hafði búizt við hörðum, rruddaleguin kossi, sem myndi auðmýkja hana en í þess stað kyssti hann hana kossi, sem engin vörn var gegn, brennandi heitum og ástríðu- þrungnum. Meg gleymdi eitt augnablik hver hann var og fann aðeins gleðina er streymdi um hverja taug hennar og kom vörum hennar til að mýkjast undir vörum hans. Svo sleppti hann henni og gekk fáein skref aftur á' bak og horfði undarlega á hana. Löngu síðar sagði hann: — Nú máttu fara, hér er lykillinn. Hún flýði niður stigann, hún var bæði sár og ringluð. Skömmu síðar heyrði liún hann ganga niður stigann en í stað þess að fara út, leit hann inn í eldhúsið og sagði: — Við Janice borðum í New- quey — við komum seint heim. Þú skalt ekki vaka eftir okkur. Meg kreppti hnefana. — Það er víst ekki til neins að biðja um það — en láttu systur mína í friði. — Þér skjátlast, kæra Margar _et, ef þú heldur, að ég eltist við liana. — Ég veit það, ég veit það. . . hún er afar aðlaðandi, en hún er aðeins sautjón ára. Hún held ur að hún viti allt; en það gerir liún ekki. Hún er vön yngri mönn um, drengjum, sem hún getur vafið um fingur sér. — Þá er kominn tími til að hún finni mun á manni og dreng, sagði hann hranalega. Meg leit beint í augu hans. — Svo þú ætlar að fara með hana til Newquay? Hann hneigði sig hæðnislega. —• Mig myndi aldrei dreyma um að bregðast töfrandi, ungri stúlku. — Þú ert samvizkulaus, sagði hún. — Þú ert siðlaus og vond- ur. Hann gekk til hennar og tók um andlit hennar svo hann sæi augu hennar og nú sagði hann blíðlega: — Veiztu, hvað þú ert, reiða, litla Meg mín? Þú ert afbrýðisöm. Þú segir við sjálfa þig, að þú hafi áhyggjur af syst ur þinni en það er ekki allur sannleikurinn. í kvöld muntu hugsa um, hvort ég sé að kyssa Janica eins og ég kyssti þig áð- an. i 7. KAFLI. Morguninn eftir settist Meg inn á herbergi sitt til að skrifa bréf til ameríska hótelsins. Þetta var hugmynd, sem hún hafði fengið um nóttina meðan hún hafði legið vakandi og beð- ið eftir að David og Janice kæmu heim. Nú undirritaði hún bréfið og las það, sem hún hafði skrifað: „Ég væri afar þakklát yður, ef þér gætuð aðstoðað mig við að finna vin minn, en ég hef^ glatað heimilisfangi hans. Hann heitir David Carew og ég veit að hann bjó á herbergi nr. 708 frá 28. febrúar til 2. marz í ár. Mér þætti því afar vænt um, ef þér aðgættuð í gestaskrá yðar, hvaða heimilisfang hr. Carew hefur gefið upp“. Hún var ánægð yfir kænsku sinni, því hún hafði skrifað nafn ið Care þannig að bæði var hægt að lesa það sem Carew og Car- ey. Það væri bót í máli að vita, hvaðan hann kom kannski gat hún þá skrifað lögreglunni í heimborg hans og spurt, hvort þeir vissu nokkuð um hann. Hún lét Önnu fá bréfið, en Anna var einnig að fara niður í þorpið til að kaupa í matinn og svo gekk hún sjálf út að steinnámunni. Það var þoka yf- ir heiðinni, en hún var ekki þétt ari en svo, að hún sá kranana bera við himinn. Það heyrðist enginn véladynur og það henti til þess að mennirnir væru ekki að vinna. Meg varð öskureið. Það var hræðilegt að verkamenn irnir skildu vera aðgerðalausir, þegar allt stóð og féll með stein námunni. Peter var á skrifstofu sinni 17. október 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13 SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. með reikninga og Meg var vön að líta inn til lians í hvert skipti, sem hún kom til steinnámunnar. Það var eini Ijósi punkturinn í lífi hennar, en þennan morgun stoppaði hún þar ekki. — Ég verð að fara og athuga af hverju mennirnir eru ekki að vinna, sagði hún. Hann brosti til hennar. — Þeir hreyfa sig ekki í svona veðri. Þeir eru hér allir, því að þeir vilja ckki verða af daglaun unum, en þú færð þá ekki til að gera handtak í þessu veðri. — Við sjáum nú til, sagði hún. Hann greip um hönd hennar. — Ég vildi óska, að þú létir það vera, Meg. Þú færir aðeins í taugarnar á þeim og það verða læti, ef þeir fara í verkfall. — En það er óréttlæti, að þeir skulu fá full laun, þegar þeir . vinna ekki, mótmælti hún ákaft. — Ég verð að reyna að gera eitt- hvað. Peter andvarpaði. — Allt í lagi. Ég skal koma með þér.^ Steinnáman lá' mjög afskekkt og Meg stóð um stund og horfði niður í námuna, ef hún vissi aðeins meira um reksturinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.