Alþýðublaðið - 17.10.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 17.10.1967, Blaðsíða 16
EPLA AT 06 DÖNSK DANIR hafa nú komið Tiingað til lands með fríðu íöruneyti í þeim göfuga tilgangi að kenna okkur, hér úti á hjara veraldar, að meta ■danska menningu einmitt á því sviði sem hún rís hæst, að neyta matar. Þetta er liður í norrænni sam- vinnu. Fyrir skemmstu neituðu hinar norrænu þjóðirnar íslendingum afdráttarlaust um að taka að sér að flytja fólk til og frá Skand- inavíu fyrir mun lægra gjald en aðrir gera. Var talið í þeim lönd- um að þess gerðist ekki þörf, fólk hefði hvort sem er skítnóga peninga í velferðarríkjum sósíal- demókrata og þurfti að hafa eitt- hvað til að borga, og eitthvað til að vinna fyrir, annars leiddist því og lenti kannski út í pilluáti og hvers konar óreiðu og kvenna far sem ekki þekktist i Skandina V'ÍU. En af því að Danir eru „dreng- ir góðir og vinfastir“, eins og kom izt er að orði í Heljarslóðaror- ustu, vildu þeir ólmir bæta upp f>ann hnekki sem norræn sam- vinna beið við það að íslending- um var meinað að halda uppi ó- dýrum flugferðum, og í staðinn skyldu þeir verða þeirrar náðar -aðnjótandi að læra að neyta mat- ar að dönskum hætti. Mundi l>etta verða gott fyrir sálarlíf l>essarar litlu þjóðar sem til alls er vís, gera Iiana rólega og væru kæra, kurteisa og geðgóða, en á því er nokkur misbrestur um ís- lendinga. Hún mundi þá hætta að ebba gogg út í allt og alla og fara að haga sér í samræmi við meginprinsipp norrænnar sam- vinnu. í þessu sambandi völdu Danir dönsk epli. Það var vel til fund- ið. Hér fyrrum voru öll epli sem til Islands komu dönsk, Jíka þau sem ekki komu frá Danmörku. Þetta var sá ávöxtur sem íslend ingar lærðu fyrst að meta, fyrir Utan krækiber og lúsamulninga, og voru þá talin lierramannsmat nr á jólum eins og þau komu fyr- ir af skepnunni. En nú hafa orð ið miklar framfarir á öllum svið um og menn stífa ekki epli úr fmefa eins og apar í trjám, held- nr skulu þau etin með nokkurri serímóníu og tilstandi, sem hús- mæðrakennarar einir kunna, en þær hafa numið gastronómí sem er í því fólgin að gera óætt það ; sem frá náttúrunnar hendi er ætilegt, og aftur ætilegt það sem í rauninni er gersamlega óætt. í lokin skal þess getið að auð- vitað höfum við lengi haft náin kynni af danskri menningu. Fyr- ir utan Familie Journal og annað þess háttar export frá Kaupin- hafn, höfum við nú upp á síð- kastið fengið þaðan tertubotna og graut í plastpokum, allt í nafni frjálsrar verzlunar og norrænn- ar samvinnu. Og áður en við urð um sjálfbjarga um brennivín fluttum við þá vörutegund þaðan, og enn í dag þykir íslandsmönn um meiri hátíð að drekka sig fulla á danskiú grund en annars staðar. Er hald manna að ef Ný- höfninni yrði lokað mundu koma mótmæli frá íslandi, og þau í kröftugra lagi, og mundi þá upp hefjast deila sem ekki gæfi neitt eftir handritamálinu. r Ls pau h — Hvað heldur þú svo sem að hann hafi, sem þú ekki átt? feina huggunin við að vera gift öldruðum manni er, að þú þarft ekkí að kenna þér um meltingartruflanir hans. TSorden's Það var 5 vindstiga næðingur af hánorðri og sólin og næð- ingurinn kepptu ekki síður é» leifcmennirnir 22. Vísir. Það má segja að veturinn er á undan áætlun í þetta skipti, en það hefur liitaveitan aldrej verið. Nú skal mar þó spæla kenn* arablókina með þessari frétt um að spámennirnir þarna í Biblíunni hafi verið bitlar og étið eiturlyf því allir vita að þeir gengu með sítt hár. Það er ekki von að tiðarfarið sé gott fyrst það eru tómir karlmenn sem spá um það þarna í sjónvarpinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.