Alþýðublaðið - 21.10.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.10.1967, Blaðsíða 1
ALÞYÐUBLAÐ IÐ ÚTVARPSEFNIÐ í DAG Elskhugar kvikmyndanna Á föstudaginn kemur kl. 21.25 sýnir sjónvarpiS annan. þátt myndaflokksins „Hollywood og stjörnurnar“. Að þessu sinni eru það hvorki meira né minna en elskhugar kvikmyndanna, sem teknir eru til meðferðar. Við sjá- um Valentinó, Charles Boyer, Cary Grant, Cary Cooper og Clark Gable. Sýnt er hver breyting verð ur á elskhugunum, þegar vilji ungu kynslóðarinnar tekur að móta myndaframleiðsluna og Tony Curtis, Elvis Prestley og Marlon Brando verða skurðgoð rómantíkurinnar. PYRST.A 8 0 ],—13. KAFLl Enskukennslan að hefjast Næsta laugard. kl. 17. hefst nýr dagskráliður í sjónvarpinu og á sá áreiðanlega eftir að njóta vin- sælda. Það sem hér um ræðir er enskukennsla sjónvarpsins. Við höfum áður sagt frá þáttum þess- um og fyrirkomulagi þeirra og er óþarft að rekja það nánar. þó er vert að ítreka, að nýlega er útkomin á prenti bók, sem sér- staklega er miðuð við þessa sjón varpsþætti og hefur Freysteinn Gunnarsson, fyrrum skólastjóri Kennaraskóla íslands, séð um út- gáfuna. Myndin hér til hliðar sýn ir forsíðu bókarinnar. Bókin hef- ur að geyma 13 kafla og er hver kafli 1 kennslustund. Síðar eru væntanlegar tvær bækur til við- bótar, því að alls eru 39 kennslu- stundir í þessum flokki. Hverjum kafla bókarinnar er skipt í fimm atriði: 1. Orðalisti yfir ný orð í kafl- anum. 2. Walter og Connie ræðast við á ensku. 3. Spurningum beint til áheyr- enda. 4. Málfræðiatriði, útskýrð með dæmum. 5. Æfingar. Það er brezka sjónvarpið B. B. C., sem stendur að þessaii ensku- kennslu í sjónvarpi víða um lönd og útgáfu kennslubókanna sem notaðar eru. í kvöld kl. 20 stjórnar Árni Gunn arsson þætti sínum „Daglegt líf“ í hljóðvarpi. Að þessu sinni fjall- ar hann um óreiðu í víxla- og ávís- anamálum og ræðir m.a. við Birgi ísleif Gunnarsson, lögfræðing og Svein Sæmundsson verðstjóra. Sjónvarpið endursýnir í dag myndina „Frá heimssýningunni 1967“. íslenzkir sjónvarpsstarfs- menn gerðu myndina nú í sumar. „í íþróttaþættinum í dag er sýnd kvikmynd frá gömlu sundlaugun- um og ræðir Sigurður Sigurðsson þar við nokkra menn sem lengi hafa stundað gömlu laugarnar. Þá er sýndur knattspyrnuleikur ensku liðanna Millwall og Aston Villa. ENSKA I S JÖN VA RPl

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.