Alþýðublaðið - 02.11.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.11.1967, Blaðsíða 4
 Hltstjórl: Benedlkt Gröndal. Slmar 14900—14903. — Auglýslngastml: 14906. — Aösetur: AlþýöuhúslB vtð Hverflsgötu, Hvtk. — Prentsmiðja AlþýöublaBsins. Siml 14905. — Askrlftargjald kr. 105.00. — t lausa- fiölu kr. 7.00 etntaklO. — Útgefandl: Alþýðuflokkurlnn. Skólakerfið UNDANFARIN ÁR hafa orðið stórfelldar framfarir á sviði íslenzkra skólamála. Nýir skólar hafa orðið til, sérstaklega á tæknisviði og byggingaframkvæmdir hafa verið miklar um allt land, 'allt frá barnaskólum til háskóla. Enn skortir að vísu mikið á, að húsa- og tækjakost- ur skólanna sé eins góður og æskilegt væri. Hefur eingöngu staðið á fjármunum til þess að stíga enn stærri skref í þessa átt, enda er það átak ærið mikið, sem ríkissjóður og sveitasjóðir hafa staðið undir á skömmum tíma. Undanfarna mánuði hafa verið miklar umræður um skipan skólakerfisins og innihald kennslunnar. Hefur verið deilt um kennsluhætti, námsskrár, landspróf, skólaskyldu og margt fleira. Þykir nú æ fleirum, að tími sé til kominn að hefja allsherjar endurskoðun skólakerfisins. Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra sá það fyr- ir mörgum árum, að slík endurskoðun mundi ekki aðeins þurfa að fara fram á ákveðnum tímum, held- ur væri nauðsynlegt að koma á stöðugum skólarann- sóknum, stöðugri endurskoðun á öllu kerfinu. Fékk ráðherrann því framgengt, að sett var á stofn í ráðu- neyti hans sérstök rannsóknadeild í þessum tilgangi. Var þetta hin merkasta nýjung, sem hlýtur að gera endurskoðun kerfisins léttari, þegar menn setjast á rökstóla til að fjalla um einstök atriði eða semja frumvörp að breytingum. Svo sjálfsögð þykir þessi nýjung Gylfa nú, að menn spyrja aðeins, hvort rannsóknardeildin hafi nægileg- an mannafla og nógu góða aðstöðu til að gegna hlut- verki sínu. Því ber mjög að fagna, að þjóðin sýnir vaxandi skilning á nauðsyn margvíslegrar fræðslu og auk- innar framhaldsmenntunar á öld tækninnar. Þjóðfé- lagið verður innan skamms komið í það horf, að skort- ur á sérmenntun eða sérþjálfun mun reynast hverj- um manni fjötur um fót í sjálfu brauðstritinu, að ekki sé minnzt á aðrar hliðar lífsins. Á næstu árum verður meiri fjöldi Íslendinga að stunda framhaldsnám en hingað til. Ekki er þarmeð sagt, að allir þurfi að verða stúdentar. Hvorttveggja mun gerast, að stúdentsmenntunin tekur breytingum og verður fjölbreytilegri, og aðrir skólar, svo sem tækniskólar, rísa við hlið menntaskólanna. Það hefur verið aðalsmerki íslendinga til þessa að vilja mikið á sig leggja til að mennta börn sín. Þetta er frumorsök þess, hve þjóðin hefur komizt langt á öllum sviðum. Vonandi verður þetta óbreytt um langa framtíð. Þörf barnanna fyrir haldgóða mennt- un mun fara ört vaxandi. 4 2. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Til að bæta þjónustuna við viðskiptamenn í mið- og vesturbæ var opnuð umboðsskrifstofa í Samvinnubanka íslands, Bankastræti 7, 2. hæð, sem annast um hvers konar nýjar tryggingar, nema bifreiðatryggingar. Það er sérlega hent- ugt fyrir viðskiptamenn á þessu svæði að snúa sér til hennar með hækkanir og breytingar á tryggingum sínum svo og iðgjaldagreiðslur. VIÐ VILJUM HVETJA VIÐSKIPTAMENN TIL AÐ NOTA SÉR ÞESSA ÞJÖNUSTU. SAMVirvrSUTRYGGINGAR IJPTRYGGINGAFÉIAGIÐ AMJVAKA BANKASTRÆTI 7, 2. hæ5. SÍMAR 20700 OG 38500 krossgötum ★ SITT SÝNIST HVERJUM. „Ómar” hefur sent okkur línu um efnahagsráðstafanirnar, ferðamannagjaldeyri, bíla- iiinflutning, hægri handar akstur og fleira. M. a. er hann hlynntur því, að lagður verði skattur á ferðagjaldeyri að einhverju leyti. Sömuleiðis vill hann láta taka hærri toll en verið hefur af hin- um margumtöluðu dönsku tertubotnum og því- umlíku. Að lokum farast bréfritara svo orð: „Minnka ætti innflutning á’ bílum og flytja inn aðeins 3-4 tegundir. Og þá fengi fólk betri þjónustu með varahluti í þær gerðir en eins og er er hörmung hvað varahlutaþjónusta er léleg. Svo hættum við við hægrihandar breytinguna og notum peningana sem áttu að fara í það til að rétta af mjólkurhækkunina. Eða ætlar þjóðin að halda áfram þessari eftir- öpun þrátt fyrir allt? Með kveðju, ÓMAR. Þess má geta í þessu sambandi, að allmikið mun hafa dregið úr innflutningi bíla á yfirstandandi ári og sagt er, að sumir bílainnflytjendur ligginú með talsvert af óseldum bílum. Svo virðist þvf sem bílamarkaðurinn sé mettaður í svipinn og ætti því að vera sársaukalítið fyrir landsmenn að draga eitthvað úr bílakaupum á næstunni, en ekki leysir þoð vanda ríkíssjóðs. þótt það spari gjaldeyri. Um hægri handar aksturinn er það að segja, að sitt sýnist hverjum, eins og gengur. Ég geri þó varla ráð fyrir, að uppástunga bréfritara um að hætta við breytinguna, komi til greina, ákvörð- un hefur þegar verið tekin um málið og undir- búningur hafinn, framkvæmdum verður því naum ast slegið á frest úr þessu. - -Við þökkum bréfið. ★ TÍMARITIÐ SKÁK. Nýlega barst mér í hendur tímaritið Skák, sept- emberhefti 1967. Þetta er hið myndarlegasta blað, fullt af fróðleik um skák og skáklíf utan lands og Framhald á 14. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.