Alþýðublaðið - 02.11.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.11.1967, Blaðsíða 5
UflSy v* *’'! w -y |5j**j,v w ’+**•*" Á GALEIÐUNNI ÆKUR VIÐ UMRULÁG Tryggvi Emilson: Rímuð ljóð Reykjavík, Heimskringla 1967 104 bls. Kvæðagerð Tryggva Emilsson- ar er afsprengi þjóðlegrar kveð skaparhefðar, og henni má þakka þá kosti sem til er að dreifa í kvæðunum. Væri ekki ómaklegt að kenna „hefðinni“ einnig um ágalla kvæðanna? Hefðbundin kveðandi gerir engan mann að skáldi, og vorkunnarlaust á mönnum að vera að læra réttan brag, temja sér brageyra ef þess þarf; það má yrkja vel um ,,göm- ul“ efni enn í dag ekki síður en „ný“ hvaða kvæðalag sem menn temja sér. Tryggvi Emils- son er augljóslega hagmæltur maður. en ofmælt mundi vera að kalla hann skáld. Til þess þarf þrátt fyrir allt eitthvað ann- að og meir en hugsa vel og kveða rétt. Enn má hnuðla óðar voð, orðum kuðla saman, efni bruðla undir hnoð, efla stuðla gaman, upp þar sem yrkisefni hans eru hverdagslegust og nærtækust, hefðbundin náttúrulýsing lætur honum einatt vel, eins og í Hvíld. Sól af heiði hnígur heim í rökkurmóðu, eyðast áttaskil, hljótt að hliðarvanga hjúfrast kvöldsins gestir. húm að lækjarhyl. Fell með dýjadyngjum dregst í faðminn mjúka, máist dagsins mynd, inn í andardráttinn, inn í hjartaslögin fellur fjallalind. Nú er gott að njóta næturmildrar hvíldar, blær með stráum strýkst. Sorg og önn í sinni, ■ sigg í hörðum lófa hefur máðst og mýkzt. Og hann á til skáldlega sjón hversdagsins eins og í Mána- skini í skurði þar sem tunglið Framliald á 15. síðu. Þorsteinn Valdimarsson. Fiðrildadans. 88 fimmlínur. Reykjavík, Heimskringla 1967. 102 bls. Limru nefndi Þorsteinn Valdi marsson fyrir tveimur árum enskan limerick, fimmskeytta vísu, vanalega með ríminu aa- bba, sisvona: Kúabændur í Kjós sækja kirkju sína í fjós — eins og vera ber, þar sem útvarp er og einyrkjar eins og í Kjós. í Limrum Þorsteins, 100 slík- um vísum í snotru kveri, var farið margvíslega með þennan bragarhátt og reynt með ýmsu móti á þanþol hans, efnisval, ■meðferð máis og ríms, og einatt vikið frá rígskorðuðu formi ensku limrunnar. Ennþá frjáls- legri er meðferð limruháttarins í, nýju safni Þorsteins Valdi- marssonar nú í haust, Fiðrilda- dansi, og eru þar ýmsar vísur sem hvorki fylgja rímreglum né reglubundinni ihrynjandi limr- unnar — enda heitir 'h'átturinn nú „fimmiína". Einasta reglan sem Þorsteinn virðist setja sér að þessu sinni er sem sé að yrkja aldrei lengra en 5 vísu- orð í senn, þó limrulagið setji að vísu mestan svip á kverið í ýmsum tilbrigðum. Annar munur er þó veiga- meiri á limrum Þorsteins fyrir tveimur árum, og limrum yfir- leitt, og fimmlínum hans nú. Limran er einkanlega spaug— form, vettvangur græskulausrar ruglandi, þegar svo ber undir farvegur fyrir háð og spott og steinn Vaidimarsson er 'hins veg spé, keskni, klám og níð. Þor- ar ekki mjög skopvís höfundur að jafnaði, vegur sjaldan léttum vopnum háðsins svo þau bíti. Þótt margt væri hnyttið og hag ort í Limrum hans um árið urðu fáar vísur lesanda minnisstæðar að loknum lestrinum — og ekki virðast þær hafa orðið öðrum mönnum hvöt að taka að yrkja undir limrulagi. í Fiðrildadansi er miklu minni tilhneiging til að vera fyndinn en áður, deila á og vanda þar með um við menn, en að vísu er líka minna um það að Þorsteinn yrki hreina og skæra vit-leysu sem honum fórst stundum vel í fyrra kverinu. í nýju vísunum kveður langmest að ljóðrænni náttúrulýsingu sem löngum hef ur verið uppistaðan í kveðskap Þorsteins Valdimarssonar; þetta eru ofur-fíngerðar vísur, hag- lega kveðnar, margar hverjar fallegur skáldskapur. Hér eru fáein dæmi af handahófi sem sýna hverjum stakkaskiptum hátturinn tekur í meðförum Þor steins, hve langt hann fer út fyrir leikvöll ' limrunnar, og hversu margir strengir taka und ir þessa smágerðu kvæðalist.: Sprökum hljómi hrynur í skeifu fari hemingur lænu á eyri; döggvuð tindra fósturblóm grárra grjóta; knapa og hesti fleygir með hraða straumsins upp eftir ánni: orgel er knúð undir söng á bakka draumsins. — o — Eldstó í horni; himinn blár horfði frá rjáfri; skemill og lár; autt og kalt — en kunnugt allt; kveldvindur strauk mér um brár. — o — Anda vindur, svo hún vakni eigi, létt á lukta brá kossi draums míns — kveðju fiðrilda. — o — Daginn liðiangan I hef ég léð þér draums míns angan. Nótt er nær. — Flyt nú fjær dags míns angur, aftanblær. Þessar vísur eru úr fyrsta og síðasta af fjórum hlulum bókar innar. Þar í milli er Þorsteinn Valdimarsson að jafnaði léttari á bárunni og er þar ýmis konar gamansemi sem misvel tekst eins og gengur. Af vísum hans út af pólitík, beint eða óbeint, þykir mér hnyttnust sú sem. heitir Kratar — ef leyfist að tilfæra hana hér í blaðinu: Gamla vilmundarvitið er vitanlega orðið slitið á stöku stað — svo þeir stíga ekki í það nt ma stundum, eins og þið vitið En þótt sitthvað sé skemmti- legt í þessum þáttum bókarinnar þá eru það samt hinir alvöru- gefnari, ljóðrænni kaflar bókai- Framhald á 15. síðu. kveður Tryggvi, og þótt það sé miður góðgjarnlegt freistast mað ur að heimfæra vísuna hans eig. in kveðskap. Tryggvi kveður með skynsemi og kunnáttu—en kvæði hans skorfir löngum eitthvað það sem megni að kveikja saman efrii og brag, gera stuðlaföllin líf- vænlegan skáldskap. Eins og kveðandin eru yrkis- efni Ti-yggva Emilssonar kunnug leg, hefðbundin; mörg kvæði hans mætti kalla rímaðar rit- gerðir. Hann yrkir ættjarðar— og baráttukvæði að sið hinna fyrri þjóðskóida, ber jafnvel við að kveða heimspekikvæði. Mikið er um náttúrulýsingu í kvæðum hans, lýsing vors og vorkomu, vetrarharðinda; hann kveður um hversdagslíf og kjör þjóðarinnar í landinu, störf og strit erfiðis- manna og öreiga fyrr og nú. Jó- liannes úr Kötlum virðist vera síðasta skáldið sem 'haft hefur. veruleg áhrif á Tryggva og að nokkru Guðmundur Böðvarsson; en víða greinir lesandi kunn- uglegan óm fyrri skálda í kveð- skap Tryggva þó enganveginn sé um beinar ,,stælingar“ að ræða. Bezt þykir mér Tryggva takast Haukur Morthens hefur séð um hljómsveit á Hótel Borg undan- farna mánuði. Á Hótel Borg er ávallt sama sjarma að fínna og áður fyrr. Haukur hefur nú gert mannaskipti í hljómsveitinni. á Borg og fengið einn bezta tronunuleikara hérlendis, sem hefur verið á Hótel Sögu með hljómsveit Ragnars Bjarnason- ar. Það er enginn svikinn af trommuleik Guðmundar sem trommað hefur í áraraðir. Þá er ungur bassaleikari sem gat sér mjög gott orð með Óla Gauk í Lidó. Hann heitir Helgi Krist- jánsson, mjög efnilegur á' sitt hljóðfæri. Þá skal frægan telja Magnús Pétursson, píanóleik- ara sem þekktur er úr útvarpi og af hljómplötum og leikur alls- konar dansmúsík sem allir ihafa unun af að hlýða á. Edwin Kaab- er með móðins - hljóðfærið í dag, gítarinn og lcikur Shadow lög, bítialög og aðra góða músik sem er í hávegum höfð á Borg, og leikur allt jafn vel. 2. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.