Alþýðublaðið - 22.11.1967, Blaðsíða 13
Sjóræningi á sjö
höfum
Hörkuspennandi sjóræningja-
mynd í litum og Cinema-scope.
Gerald Barrv
Antonella LnaéAli
íslenzkur texti.
Sýnd kl. 7 og 9.
BÍLAKAUF
15812 — 23900
Höfum kaupendur aB flest-
um tegundum og árgerðum
af nýlegum bifrelðum.
Vinsamlegast iátið skrá bli-
reiðina sem fyrst.
BÍLAKAUP
Skúlagötu 55 yið Rauðará
Símar 15812 - 2390».
Rafvirkjar
Fotoselluofnar,
Rakvélatenglar,
Mótorrofar.
Höfuðrofar, Rofar, Tenglar.
Varahús, Varatappar.
Sjálfvirk rör, Vír, Kapall,
margar gerðir.
Lampar í baðherbergi,
ganga, geymslur,
Handlampar
Vegg-, loft og lampafalir
inntaksrör, járnrör,
1“ 1V4“ ÍW' og 2“
Einangrunarband, margir
litir og önnur smávara.
— Allt á einum stað.
Rafmagnsvörubúðin sf.
Suðurlandsbraut 12.
Sími 81670.
I. KAFLI ‘
Himnadrottningin hefur borið i
mörg nofn allt síðan á dögum i
Romvcrja enda hefur hún aoal- i
lega gætt liagsmuna kvenna. — i
Júnó var dýrkuð sem Caprótína i
meöal kvenþræla. Hún réði öUu i
í vigsiuathöfnum undir nöfnun- i
um Cinxía, Unxía og Pronuba. |
Sem Júnó Lúcina verndaði hún |
konur í barnsnauð og eiginkon- =
ur foru með gjafvaxta dætur sín =
ar tit mustens hennar og fórn- i
uðu til hennar. Svo við séum i
ekki með neina viðkvæmni má i
benda á það að Júnó var einnig \
gyðja hernaðar — enda vissu [
ninir fornu Rómverjar að veik- ;
ara kynið hugsar ekki aðeins um i
tunglsijós og rósir. Dýrin, sem
helguð voru Júnó voru: gæsin,
sem er heimsk; páfuglinn, sem
er fallegur; gaukurinn, sem
breytir aldrei um raddblæ og
verpir eggjum sínum í hreiður
annarra fugla og naðran, sem
allir þekkja of vel til að þurfi
að ræða um fyrir hvað hún er
þekkt. Hún er gyðja ráðlegginga
og peninga — sem allar konur
hafa mikinn áhuga fyrir og allt
frá því að dcmur Parísar féll,
þegar Júnó — senr Hera —
bauð lægri mútur en Afródíte,
hefur hún verið afbrýðisömust
og miskunnarlausust allra guð-
anna.
í stuttu máli sagt, er Júnó
allt mögulegt fyrir allar konur
og því sagði skáldið Ovíd að
Júní væri mánuður Júnó — en
í júnímánuði vilja konurnar
gjarnan gifja sig. „Velgengni
fyrir manninn og hamingja fyr-
ir brúðina, sem gifta sig i Júní“
sögðu Rómverjar hinir fornu. —
Fjöldinn allur af kvenfólki hef-
ur trúað þessu síðan og eldri
dóttir Riehards K. Troy var eng
in undantekning. — Hún vildi
gifta sig í júní og hún gifti sig
í júní — þó að giftingin yrði
kannski ekki alveg eins og liana
hafði dreymt um. En almanakið
sagði að það væri júní, hún var
í brúðarkjól og fókk hring, þann
ig að gamli málshátturinn rætt-
isf þó það væri aðeins um stund-
arsakir.
Faðir jhennar hafði nefnt
hana Helen, því að Richard K.
Troy var einhver hættulégasta
manngerð sem til er, maður,
sem notar sór viðkvæmni ann-
arra.
Hr. Troy áleit, að í „upphafi
var orðið“ og þar sem hann
hafði mikinn orðaforða og lag
á endarími, fór hann að gefa
út afmæliskort og jólakort. —
Hann stórgræddi ó framleiðslu
sinni. Nafn fyrsta barns hans
stafaði af viðkvæmum endur-
minningum æskunnar og þegar
Helen Troy óx úr grasi og reynd
ist vera afburða fögur kona,
kom það föður hennar ekki á ó-
vart. Það sannaði honum aðeins
einu sinni enn, að orðið skapar
manninn.
Ilann iðraði þess alltaf að
liaiin skyldi ckki hafa verið jafn
forsjáll, þegar síðara barn hans
fæddist. Hann lét konu sinni
eftir að velja nafnið. Frú Troy
hafði alltaf verið mikið fyrir
velgengnina og orðabókin sagði
henni að „Euphemia" merkti
MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIMII
MMMMMMI IMIMII
IMMMIMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIM.........................Mll 11IIIIMIIII11II111IIII111111MM MMII
Vonsvikn/
BIÐILUNN
eftir
Ellery Oueen
Ný
framhaldssaga
1
III.............
„góð einkunn“. Það töluðu all-
ir vel um Effie, þegar hún stækk
aði, vandinn var aðeins sá að
ósköp fáir töluðu við hana. Hún
var frekar ljót og allir höfðu
það á tilfinningunni að hún
færi bráðum að skríða. Effie
var kross hr. Troy.
En Helen var augasteinninn
hans — „gullið mitt“ eins og
hann var vanur að kalla hana.
,,Gulleplið“, sagði hann og hló,
„var ástæðan fyrir Trjóustyrj-
öldinni“. — Þó að hr. Troy
væri friðsamur maður, sagði
hann þetta sigri hrósandi. Það
höfðu ekki svo fáir ungir menn
barizt um hjarta Helenar allt
frá því að hún byrjaði að fá
brjóst og þegar hún náði full-
um þroska hafði hann legið
yfir blóðug nef og brost
in hjörtu. Hr. Troy varð á-
liyggjul'ullur, þegar frú Troy dó
og Helen notaði sér það, að nú
hvildi athugult móðuraugað ekki
lengur á henni og fór í slagtog
með óheppilegum ungum manni.
En Helen hló og fullvissaði föð-
ur sinn um að hún gæti séð
um manninn og hr. Troy var
svo heimskur að trúa henni.
Það voru mikil mistök.
II. KAFLI.
Victor Luz var þreklegur ung
ur Evrópumaður með þykkar,
svar.tar augnabrúnir og stórar
Ihendur. Þetta voru bóndahend-
ur og hann skammaðist sín fyr-
ir þær, því að faðir hans, sem
var sendinefndarmeðlimur hjá
Sameinuðu þjóðunum, var hefð-
armaður og hafði langar, fín-
legar hendur. Victor kom til
Bandaríkjanna sem háskóla-
nemi. í Princeton var honum
ráðlagt að nota hendur sínar og
þar sem hann var léttur á sér
og mikill íþróttamaður og gat
slegið stórkostleg vinstrihandar-
högg, komst hann í hnefaleika-
flokkinn. En í keppni milli há-
skóla kom sú leiðinlega stað-
reynd í ljós, að Luz varð óður,
ef einhver kom slæmu höggi
á hann. Þá gleymdi hann öllum
reglum og barðist eins og villt
dýr, barði á forboðna staði og
beitti næstum tönnunum. Einu
sinni henti hann andstæðingi
sínum til jarðar og stökk ofan
á hann og þá var hahn rek-
inn úr flokknum. En hann var
aðlaðandi og laglegur og frá
Evrópu og vellauðugur og því
varð hann vinsæll í samkvæm-
islífinu um leið og hann tók á
loigu piparsveinsílbúð í Park
Avenue að loknu prófi. Hann
sást einstöku sinnum í sendi-
ráðinu, en þar át.ti hann að
vinna, en þeim mun oftar á
hestasýningum og í klúbbum og
hann komst jafnvel svo langt
að lenda í sjónvarpsmynd sem
einn af gestum Storkklúbbsins.
Henry Middleton Yates kynnti
Luz fyrir Troyfjölskyldunni. En
Henry hafði verið með Luz í
Princeton og seldi nú verðbréf
í Wall Street. — Henry Yates
hpfði elskað Helen Tjroy frá
því að hann mundi eftir sér.
Hann var einn biðlanna sem
fengu blóðnasir, en hjarta hans
var ósnortið. Henry var fæddur
verðbréfasali og gafst því aldr-
ei upp. Löngu eftir að sambiðl-
ar hans höfðu huggað sig við
eirihverja aðra stúlku' eltist
hann við fegurðardísina. Helen
þótti vænt um hann. Hann var
elskulegur, laglegur, þægilegur
í umgengni og bara aðlaðandi
og hún hefði kannski gifzt hon-
um löngu áður, ef umsátrin
hefðu ekki kitlað hana eilítið
og svo var það vitanlega það,
að mamma hennar hafði endi-
lega viljað að hún giftist Henry. ^
Henry vissi um báðar þessar
staðreyndir, en hann lét þær
ekkert á sig fá. Hann vissi að
tíminn myndi vinna bug á þeim
báðum. Þegar frú Troy dó, greip
Henry til sinna ráða. — Hann
kynnti Helen fyrir Victor Luz.
Henry gerði áætlanir fram í
tímann og þessi áætlun hans
grundvallaðist á þekkingu hans
á Helen og því að hann vissi,
hvernig hún liugsaði. Aðdáun
í fjarska myndi aldrei full-
nægja henni til lengdar og allt
benti til þess að Trjóustríðið
væri senn tii lykta leitt. Hann
áleit að liún þarfnaðist síðustu
orustunnar og þá hefði liún feng
ið nóg af sigrunum. Henry á-
leit að Vietor Luz væri einmitt
rétti maðurinn. Luz myndi verða
hrifinn og Helen- myndi gefa
honum undir fótinn að venju.
Það var engin hætta á að hún
féili fyrir honum né hrifist af
erlendu nafni hans. Luz var of
útlendingslegur fyrir Helen og
hún var of skynsöm til að selja
frelsi sitt fyrir titil. Hún gat
skemmt sér við hann um stund
og svo myndi hún hætta við
hann og ætlast til þess, að hann
lóti sér það vel líka eins og
allir aðrir höfðu gert, með brost
ið hjarta en blítt bros á vör.
Hún vissi hinsvegar ekki fyrr
en of seint að Luz braut allar
reglur, þegar einhver særði
hann. Hann þoldi ekki að tapa
og endalokin gátu orðið all ó-
þægileg. Henry var sannfærður
um að slíkur atburður sem þessi
myndi enda með því að Helen
játaðist honum að lokum.
Hann fór með Victo Luz heim
,til Troyfjölskyldunnar. Luz varð
yfir sig hrifinn, Helen sýndi á-
huga og þau hittust daglega.
Luz elti hana á röndum og Hel
en gaf lionum undir fótinn þang
að til að áhuginn dvínaði og
hún gaf hann upp á bátinn.
Luz lét það ekki á sig fá. Þá sá
Helen hann eins og hann var
Henni fannst liann ógnvekj-
andi. Hann minnti á skriðdreka.
sem ræðst á virki Hann hagaði
sér ekki eins og heiðursmaður.
Hann elti hana, ógnaði fylgdar
mönnum hennar, sendi henni
hótunarbréf, hringdi án afláts
til hennar, hótaði að fremja
sjálfsmorð, grét fyrir utan glugg
ann hennar, henti sér fyrir fæt
ur hennar.
HARÐVIÐAR
UTIHURÐIR
TRÉSMIÐJA |
Þ. SKÚLASONAR
Nýbýlavegi 6
Kópavogi
sími 4 01 75
22. nóvember 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13