Alþýðublaðið - 22.11.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 22.11.1967, Blaðsíða 9
/EL HEPPNAÐUR FUNDUR SAMBANDSRÁÐSFUNDUR ungra jafnaðrmanna var hald- inn í Reykjavjk um síðustu helgi. Stóð fundurinn bæði laug ardag og sunnudag og þótti 'heppnast sérstaklega vel. Verk- efni fundarins var að vinna að hinni nýju stefnuskrá ungra jafnaðarmanna, en ætlunin er að í vetur verði haldnir 3 sam- bandsráðsfundir og stefnuskráin fullunnin á þeim. Sigurður Guðmundsson, for- maður S. U. J., setti fundinn, en síðan tók til máls Hörður Zó- phaníusson formaður nefndar, sem starfað hefur frá síðasta sambandsþingi að undirbúningi stefnuskrárinnar. Gerði hann grein fyrir störfum nefndarinn- ar og lagði fram til umræðu 1. hluta stefnuskrárinnar, sem fjallar um dómsmál, utanríkis- mál og félagsmál. Þá voru nefnd ir skipaðar, ein fyrir hvern málaflokk og störfuðu þær á laugardagskvöld og sunnudags- morgun. Kl. 2 á sunnudag var fundur settur að nýju. Voru þá nefnd- arálit lögð fram og umræður um þau hófust. Fyrst var tek- ið fyrir álit utanríkismálanefnd 'ar, en formaður hennár var Ingvar Viktorsson. Kom í ljós að nefndin hafði gert allmiklar breytingar á upphaflega frum- varpinu. Urðu nú miklar og fjörlegar umræður, sem stóðu fram eftir degi, en að þeim lokn um var málinu aftur vísað til stefnuskrárnefndar. — Þá var tekið fyrir álit dómsmálanefnd- ar, en formaður hennar var Örlygur Geirsson. Fylgdu því einnig fjörugar umræður, sem fjölluðu einkum um aðskilnað ríkis og kirkju. Að umræðum loknum var málinu einnig skot- ið til stefnuskrárnefndar. Nú var ger.t kvöldmatarhlé. Hófst fundurinn aftur kl. 8,30 og var þá tekið fyrir síðasta mál fundarins, félagsmál. Formaður félagsmálanefndar var Karl Steinar Guðmundsson og gerði Framhald á 10. síðu. Æskan og landið IVIálgagn S.U.J. Ritstjórar: Finnur T. Stefánsson GuSlaugur Tryggvi Karlssoiu Rafmagnsgeislaofnar til festingar á vegg nýkomnir í 2 stærðum FOSSKRAFT óskar að ráða fáeina járnamenn aðeins þaul- vanir menn koma til greina. Löng vinna fram- u'ndan. Upplýsingar á Suðurlandsbraut 32. Ráðningarstjórinn. AÐSTOÐARSTARF A^stoðarstarf er laust í veðurfarsdeild Veður - stofu íslands. Starfið er að hálfu fólgið í götun á I.B.M.-vélar en að hálfu er um ýmis störf við úrvinnslu veðurathugana að ræða. Nauðsynlegt er að ivæntanlegir umsækjendur hafi að minnsta kosti gagnfræðapróf. Launa- kjör samkvæmt launakerfi ríkisins. Nánari upplýsingar á Veðurstofunni í Sjó- mannaskólanum. SKJALA- GEYMSLU HURÐIR eru fyrirliggjandi LANDSSMIÐJAN Sími 20680. Askriftasimi Aiþýðublaðsins er 14900 22. nóvember 1967 — ALÞYÐUBLAÐIÐ $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.