Alþýðublaðið - 25.11.1967, Side 4

Alþýðublaðið - 25.11.1967, Side 4
tmsmo) Bltstjórt: Benedlkt Gröndal. Slmar 14900—14903. — Auglýsfngasíml: 14906. — Aösetur: AlþýOuhúsiS vlð Hverfisgötu, Rvlk. — PrentsmlSja Alþýöublaöslns. Simi 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — t lausa* sölu kr. 7.00 eintakifl. — Útgefandl: AlþýOuflokkurlnn. Gengisfelling SEÐLABANKINN tilkynnti síðdegis í gær 24,6% lækkun á gengi krónunnar. Þarmeð er stigið örlaga- rikt spor í efnahagsmálum þjóðarinnar. Leggjast um sinn nokkrar byrðar á alla landsmenn, enda er meg- intilgangur gengisbreytingar að flytja fjármuni frá landsfólkinu í heild til útfiutningsatvinnuveganna til að koma þeim á réttan kjöl. Hagur iðnaðar og ýmiss- ar þjónustu mun og batna. Er því rétt að líta á gengis lækkunina sem nýtt tækifæri til að leysa aðkallandi vandamál og koma þeim atvinnuvegum, sem afkoma þjóðarinnar byggist á, aftur á traustan grundvöll. Verðfall íslenzkra afurða síðustu misseri hefur ver ið svo alvarlegt, að þjóðin hefur tapað 25-30% af gjaldeyristekjum sínum. Ohætt er að fullyrða, að eng inn gjaldmiðiil gæti staðizt slíkt áfall og haldið gengi sínu. Þess vegna hefur því lengi verið spáð, að geng isfeliing krónunnar væri óhjákvæmileg. Ríkisstjórnin hefur í allt haust miðað aðgerðir sínar við að afneita gengislækkun eða að minnsta kosti fresta henni eins lengi og unnt hefur verið. Þessi stefna var óhjákvæmileg bæði vegna óvissu um raun- \ærulega afkomu sjávarútvegsins á síðasta hausti, og vegna óvissu um örlög sterlingspundsins. Ráðherrar okkar hafa fylgzt nákvæmlega með baráttu Breta, m. a. á fundinum í Rio de Janeiro og á Norður- iöndum. Fall sterlingspundsins kom allmiklu fyrr en flestir ■höfðu búizt við. Áhrif þess á afkomu íslendinga eru •nógu mikil til, að ekki varð hjá komizt að lækka krón ima um leið. Var þá augljóst, að skynsamlegast væri að gera svo mikla gengisbreytingu, að hún leysti vanda útflutningsatvinnuveganna. Meginspurning varðandi gengislækkun á íslandi er, lnort hún muni ná tilgangi sínum. Það fer eftir því, hvort verðhækkanir , vegna gengisbreytingarinnar verða bættar öllum stéttum eða ekki. Fái allir fullar hætur, mun gengisbreytingin verða tilgangslaus og þjóðin sanda í sömu sporum eftir hálft eða eitt ár Um þetta atriði ráða verkalýðssamtökin miklu — ef ckki öllu. Þess vegna hefur ríkisstjórnin svo náið sam band v>ð þau og reynir svo mjög að ná samkomulagi, ,sem tryggir, að gengisbreytingin verði ekki til einsk Keflavík Blaðberar óskast til að bera Alþýðublaðið til áskrifenda í Keflavík. UpplJsingar í síma 1122. © AUGLYSINGASTOFAN ^ FLUGFÉLAC ÍSLANDS í desembermánuði gilda séistök jólafargjöld frá útlöndum til íslands. Farseðill með Flugfélagi íslands er kærkomin gjöf til ættingja pg vina erlendis, sem koma vilja heim um jólin. afsláttur af fargjöldum frá útlöndum til Islands Thames-Irader'64 þriggja tonna me3 ábyggðri loftpressu til sölu. Gaffallyftari Coventry Cly- max, árgerð ’60. Lítið not- aður. Við seljum tækin. Bí!a- og Búvélasalan v. Miklatorg, sími 23136. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-lðt. Gos-Sælgæti Ei má bíða að flýta för ef er svangur maginn heitar pylsur Grandakjöi selur allan daginn. GRANDAKJQR Sími 24212. GJAFABRÉF PRA 8UHDkAUGARSJÖD1 skAlatúnbhrimilirihr KTIA BRÉF ER KVITTUN, EN RÓ MIKIU FREMUR VIÐURKENNING FVRIR STUDN- ING VID GOTT MÁIEFNI. tiymWif. ►. *». r.L tmdl<ng*nl*to Bókarastarf Starf bókara í skrifstofu sakadóms Reykjavík ur er laust til umsóknar. Umsóknir sendist skrifstofu dómsins að Borg 'artúni 7, fyrir 1. desember n.k., þar sem gefn ar eru nánari upplýsingar um starfið. Yfirsakadómari. AÐSTOÐARMENN Stöður aðstoðarmanna við húsvörzlu o. fl. í Borgarspítalanum í Fossvogi eru lausar til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningum Reykjavík urborgar. Umsóknir sendist sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur, Heilsuvemdarstöðinni fyrir 4. des. n.k. Reykjavík, 24.11 1967. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. UPPBOÐ Uppboð verður haldið í Félagsheimilinu Stapa í Ytri-Njarðvík, laugardaginn 25. nóvember og hefst kl. 13,30. Selt verður meðal annars: Ýmiss konar fatnaður, leikföng, gjafavörur, úr, myndavélar, kvikmyndatökuvélar, og sýn ingarvélar, hljómplötur, rafmag’nsrakvélar, snyrtivél'ar og m. fl. Greiðsla í reiðufé við hamarshögg. Lögreglustjórinn Keflavíkurflugvelli. 23. nóvember 1967 y Björn Ingvarsson. 4 25. nóvember 1967 - ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.