Alþýðublaðið - 25.11.1967, Síða 7

Alþýðublaðið - 25.11.1967, Síða 7
Að ákveða sjálf stærð fjöl- skyldunnar. í nútímaþjóðfélagi merkja fram farir ekki einungis, að menn keppi eftir betri lífskjörum, heldur einn ig að menn séu þess umkomnir að takmarka stærð í'jölskyldu sinnar eftir eigin þörfum, sagði U Thant í nýbirtu ávarpi til mannfjölgun- arnefndar Sameinuðu þjóðanna þegar hún kom saman til fundar í Genf ekki alls fyrir löngu. U Thant hrósaði nefndinni, sem á 20 ára afmæli á þessu ári, fyrir mikilsvert starf hennar í þágu fólksfjölgunarvandans og minnti á að tillaga sem nefndin hafði lagt fram um aukna hjálp Sameinuðu í’innl. íslands Noregur Svíþjóð 4,6 millj.195 þ. 3,7 millj. 7,8 millj. Finnland 0,8 ísland 1,8 Noregur 0,8 Svíþjóð 0Ú. 14 2 12 17 8;2 a.i 6,8 7,8 0,99 1,03 0,69 1,24 17,6 15,0 16,4 ,13,3 64,0 70,7 7l't3 71,6 71)5 75,0 75,0' 75.7 þjóðanna við ríki sem væru að gera áætlanir um takmörkun fólks fjölgunar hefði nú hiotið stuðning Efnahags- og félagsmálaráðsins og Allsherjarþingsins. Skortur á tannlæknum. Það er skortur á tannlæknum í heiminum, segir í riti frá Alþjóða heilbri'gðismálastof nunni (WHO). Alls eru tannlæknar 432.000 tals- ins (Kína, Norður-Kórea og Norð- ur-Víetnam ekki með talin). Það merkir að einn tannlæknir er að jafnaði á 5600 manns. En þar sem skipin eru mjög ójöfn — Verða tannlæknar víða að þjóna miklu stærri hópum. í Afríku er t.d. einn tannlæknir á hverja 81.000 íbúa, en í Evrópu einn á hverja 3000 íbúa. Tannlæknaskólar, samtals 371, útskrifa árlega yfir 15000 tanniækna, en fólksfjölgunin nem ur 60 milljónum árlega. ☆ ILGISTU un. Hann sagði: Þótt ekki væri nema það, að allir á heimilinu komu sér saman um að þegja Etundarkorn, hefur það haft geð- styrkjandi áhrif. — Ég ætla ekki að ræða hér um heilsustyrkjandi áhrif trúarinnar yfirleitt, messu- gjörðir, einkaskriftir o. s. frv. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar, að vel sótt kirkja sé á við góðan spítala. En tilgangur sjón- varps-húslestranna er meðal ann- ars sá, að hjálpa fólki til að hafa kyrrlátá guðræknisstund. Þess vegna er miklu betra og kristi- legra að slökkva hreinlega á sjónvarpinu heldur en að heill hópur af masandi fólki sitji frammi fyrir því. Hitt atriðið, sem ég vildi minnast á, er ná- vist þess, sem les. Hvort sem það var fullorðinn maður eða barn, sem las húslesturinn, var lesarinn nærstaddur og persónu- legt samband milli hans og heim- ilisfólksins. Þetta er ekki mögu- legt, þegar notað er útvarp eða sjónvarp. Raunar segir einn af kunnustu eðlisfræðingum Banda- ríkjanna, að það sé hugsanleg- ur möguleiki að flytja meira en rödd og útlit, svo að hægt sé t- d. að þreifa á þeim, sem talar í sjónvarpið. Öruggast verði að flytja lífið. Hann getur ekki um það, hvort sá, sem talar í sjón- varpið, eigi um leið að geta skynjað — mér liggur við að segja á dularfullan hátt — jafn- vel hin innri viðbrögð tilheyr- enda í stóru húsi. Það á sjálfsagt langt í land, að samband milli ræðumanns og tilheyrenda verði jafn-náið í útvarpi og sjónvarpi og það er t. d. í kirkju við messu gjörð. Þó er tilgangur helgi- stundanna í sjónvarpinu vafa- laust sá, að fá fólkið, sem situr í stofunni heima, til að hafa sína helgistund þar, alveg eins og presturinn, sem talar og biður, sé einn í hópi heimilisfólksins. Af þessu leiðir, að geti fólkið einhverra hluta vegna ekki veitt sjónvarpinu fulla athygli þessa stund, er miklu skynsamlegra að slökkva hreinlega á því, heldur en að hálf-hlusta og hálf-sjá. Af hreinni tilviljun hef ég orðið var við það, hvernig helgistund fór fram á þremur heimilum. Fyrsta dæmið tek ég frá heim- ili ungra hjóna. Þar hefur verið skirt barn um daginn, og gest- irnir, • þar á meðal presturinn, sem skírði barnið, drekka kaffi á eftir, spjalla saman, eins og gerist og gengur. Heimilishátíð með helgihaldi og samfundum fjölskyldunnar setur svip á dag- inn, og húsráðendur eru sammála Framhaíd á bls. 11 Hallgrímssöfnuður Skrifstofa stuðningsmanna sr. Lárusar Hall- / dórssonar, er að Hjarðarholti við Reykjanes- braut (húsi Landleiða) sími 20720, 4 línur. VERKAMENN Viljum ráða nokkra duglega verkamenn. Vatnagarðar Sundahöfn. AÐVÖRUN Að gefnu tiiefni skal bent á: að enginn má vinna iðnaðarvinnu á félagssvæði Iðnaðar- mannafélags Vestmannaeyja, aðrir en félags menn, nema með leyfi félagsins. STJÓRNIN. Náttúrulækningarfélag Reykjavíkur heldur félagsfund í matstofu féiagsins, Kirkju stræti 8, miðvikadaginn 29. nóv. kl. 21. Frú Guðrú’n Sveinsdóttir flytur erindi. Veitingar. Gestir velkomnir. STJÓRNIN. AFMÆLISNEFND SA UÐÁRKRÓKSBÆ JAR efnir hér með til verðlaunasamkeppni um skjaldarmerki fyrir Sauðárkróksbæ. Merkið skal vera einfalt í allri gerð, og greini legt, hvort sem væri í svart/hvítu eða lit. Tillöguuppdrættir skulu vera í stærðinni ca. 12x18 cm., límdir á karton 14x21 cm., að stærð og merktir dulnefni, en nafn sendanda skal fylgja í lokuðu umslagi sem merkt er sama dulnefni. Verðlaun eru kr. 20.000,00, fyrir þá tillögu sem valin verður. Heimilt er að nota merki það sem verðlaun hlýtur, bæði á bréfsefni, fána, minjagripi o. fl. á vegum bæjarfélagsins. Tillögur skulu hafa borizt fyrir 1. febrúar 1968, og skulu þær sendast Afmælisnefnd Sauðárkróksbæjar. Sauðárkróki, 22. nóv. 1967. Áskriffasimi Aiþýðublaðsins er 14900 25. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7^

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.