Alþýðublaðið - 29.12.1967, Side 7

Alþýðublaðið - 29.12.1967, Side 7
Flowers, Hljómar og sinfonían ÞÆTTINUM hafa nýlega borizt þær fréttir að fyrir dyrum standi all nýstárlegir hljómleik- ar, er myndu að öllum líkindum fara fram í Háskólabíói í janú- ar á næsta ári. Sviðsljósið kom að máli við þá Karl Sighvatsson og Jónas Jóns son, meðlimi Flowers, en þeir ásamt Hljómum eru sagðir standa fyrir þessum virðulega konsert. — Hvað er hæft í þessu spyrj um við þá félaga. Sumir draumar rætast, aðrir ekki, segir Jónas. Það er allt- af gaman að koma fram á hljóm- leikum, sérstaklega með tilliti til þess að Flowers hefur enn ekki komið fram á slíkum mann fagnaði. Það er naumast að þú ert virðulegur segir Kalli glottandi: — Verða fleiri hljómsveitir en þið og Hljómar á þessum hljóm leikum? Nei, ætli það, segir Jónas ann ars hugar. Hvað ertu að segja Jonni verða Hljómar og Flowers saman á hljómleikum? Organist inn er augsýnilega alveg dolfail inn. Karl Sighvatsson og Jónas Jóns- son. Það segir blaðamaðurinn, svar ar Jónas brosandi. — Það var nú meiningin að fá þetta staðfest hjá ykkur. Mér finnst óstaðfestar fréttir mun skemmtilegri, segir Kalli. En þær missa allt gildi sitt þegar þær eru staðfestar, botnar Jónas. Blaðamaðurinn herðir upp hug ann áður en hann ber fram næstu spurningu. — Er það rétt að þið ætlið að fá aðstoð frá Sinfóníuhljómsveit inni? Nei, nei. Þetta er mesti mis- skilningur, það erum við sem ætlum að aðsfoða þá, segir Jónas og bætir síðan við með tilgerð arlegum hátíðleik, einleikarj á orgel Karl Sighvatsson, áttu smóking Kalli. Ekkert svar. Tiðindamaöur þáttarins gerði nú örvæntingarfulla tilraun til að fá einhvern botn í viðtalið — Það er sem sagt meiningin að halda þessa hljómleika. Það væri auðvitað gaman ef úr því gæti orðið, það er söngvar inn sem hefur orðið. Hugmynd in er alls ekki svo galin. Það er orgelleikarinn sem slær botninn í þetta viðtal. Ég held að rétt væri að flokka þetta um sinn sem óstaðfesta frétt. Barnavinafélagið Sumargjöf 2. janúar 1968 og þar næstu daga verða innrituð börn í Leikskólann við Safamýri. Forstöðukonan verður til viðtals á staðnum, einnig verð ur innritað í 6 ára deild, sem á að starfrækja þai\ Sími 82488. STJÓRN SUMARGJAFAR. MEIRAPRÓFSNÁMSKEIÐ Meiraprófsnámskeið verður haldið í Reykja- vík í janúar 1968, umsóknir sendist bifreiða- eftirlitinu í Reykjavík, fyrir 5. jan. n.k. Bifreiðaeftirlit ríkisins. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Lokað verður hjá aðalskrifstofunni og öllum umboðsmön'num í Reykjavík laugardaginn 30. desember, vegna jarðarfarar JÓNS ST. ARN- ÓRSSONAR. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS SAVANNA A GAMLARSKVÖLÐ FLUGELDAR EINS og menn muna var samnorrænni skemmtidagskrá sjónvarpað um öll Norðurlönd á gamlárskvöld í fyrra. Frá íslandi skemmti Ómar Ragnarsson. Ekki fékk þessi dagskrá góða dóma, enda aðeins norræn að nafninu til, þar að auki langdregin, en hún stóð í fulla tvo tíma. Nú hefur verið ákveðið að hafa þennan dagskrárlið helm- SVIÐS LJÓS ingi styttri, en í ár eru það Sví- ar sem hafa með höndum upp- tökuna. Fulltrúar frá íslandi verða í þetta sinn Savanna trí- óið, en piltarnir eru farnir utan til upptökunnar fyrir nokkru. Áður hafði þátturinn samband við Þóri Baldursson og innti hann frétta. Upphaflega kom þetta til þaimig, að er stjórnandi þessar- ar norrænu dagskrár var hér á ferð í sumar, þá tók hann heil- an dag í það að stþdera sjón- varpsþættina okkar, og var mjög hrifinn af, síðan kom Steindór Hjörleifsson dagskrárstjóri að máli við okkur og útkoman varð sú, að við skildum koma fram í þessum þætti sem fulltrúar íslands. — llvað heita lögin. Þetta eru þrjú lög sem eru gagngert valin af hinum sænska stjórnanda, það eru Hafmeyjan, Surtseyjarríma og Búðarvísur. Öll atriðin verða tekin upp að viðstöddum áheyrendum og það verður ekkert ,play back‘ — allt látið fara eins og það kemur inn á filmuna. — Ertu ekki komin með glímuskjáifta. Ég hef nú haft svo mikið að gera síðustu dagana, að ég hef hreint ekki liugsað neitt um þetta. En það er áldrei að vita nema að maður fái senuskrekk þegar maður stendur augliti til auglitis við sænsku sjónvarps- vélarnar. Laugavegi 178 >f Fjölhreyft úrval >f -K 29. desember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ^

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.