Alþýðublaðið - 24.12.1967, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 24.12.1967, Qupperneq 5
Jðlablað AlþýSublaSsins - 1967 5 ByltSngin . . . Stalíns á fjórSa áratug aldar- innar. „Ég sá það eitt að á þessuon árum var stöðugt verið að fjarlægja og brjóta niður allt sem móðir mín hafði skap- að og iá' skipulegan hátt verið að útrýma anda hennar, svo að allt yrði nákvæmlega gagnstætt eðli hennar og óskum. Þetta sá ég og skildi, og um þetta get ég borið og skrifað, en læt öðr- um eftir hinar pólitísku skil- greiningar". Þetta viðhorf mót- ar alla frásögn Svetlönu, póli- tík hennar og sagnfræði, slíka sem hún er. Meðan móðir henn ar lifði var allt gott, við dauða hennar tók heimurinn stakka- skiptum, — þá upphófst hið við urstyggilega ,,kerfi“ sem færði föður hennar æ fjær henni, skildi hana eina og vegalausa eftir í öfugsnúnum, fjandsam- legum heimi. í staðinn fyrir hugsjónir, eldmóð byltingarinn ar í mynd og líkingu móður hennar kom Bería eins og vond stjúpa, persónugervingur hinn- ar grimmu valdabaráttu, ömur- legs veruleikans sem umlykur dóttur Nadesdu, barn byltingar innar, á alla vegu. — Meðan mamma lifði var pabbi góður: „Faðir minn var umkringdur vinum og skyldmennum sem skildu hvað lífið var og höfðu starfað á hinum ólíkustu svið- um þess. Hver um sig hafði sínar eigin sérstöku hugmyndir og reynslu fram að færa. Á þessum árum gat faðir minn ekki einangrazt né slitnað úr tengslum við lífið. Það gerð- ist síðar, þegar hann var orð- inn viðsklla við sína einlægu, heiðarlegu og góðviljuðu venzla menn, er áður voru honum sem jafningjar". Móðirin og hennar fólk var fallegt fólk, gott fólk: „En það voru aðrir tímar þá, fólk var í raun og veru fallegt. Virtu aðeins fyrir þér gömlu, rússnesku byltingarmennina. — Þeir hafa allir stórfengleg and lit, áhrlfamikið augnaráð, festu legan munnsvip, há, gáfuleg enni. Hvergi vottar fyrir efa- svip, vantrú, hvað þá mann- vonzku". . . . „Þetta fólk, menn og konur, var ný manngerð. Það átti sér trú, þar sem voru hinar nýju hugsjónir um mann inn leystan úr viðjum borgara- legrar þröngsýni og arftekinna lasta. Móðir mín trúði á þetta með öllum cldmóði hugsæis- stefnu byltingarinnar, og allt umhverfis hana var fólk sem með breytni sinni virtist stað- festa trú hennar. Faðir minn hafði eitt sinn orðið henni full komnust persónuleg ímynd hins nýja manns byltingarinn- ar. Hún var þá ung skólastúlka og hann vinur foreldra henn- ar, ósveigjanlegur byltingar- sinni, rétt kominn frá Síberíu. Lengi var hann þetta í augum hennar, en ekki alla daga. Því að móðir mín var gáfuð og ó- endanlega heiðarleg. Ég hygg að næmleiki hennar og innsæi hafi að lokum fært henni heim sanninn um að faðir minn var ekki hinn nýi maður, eins og hún á æskuárum sínum hugði hann vera, og þetta hafi orðið henni hræðileg og lamandi von brigði“. . . . „Á iþeim dögum var fólk líka miklu heiðarlegra og viðkvæmara. Ef því líkaði ekki lífið eins og það var, þá stytti það sér aldur. Hverjir haga sér þannig nú? Hver hef- ur lengur slíkár áhyggjur út af lífinu, skoðanaágreiningi, eigin sannfæringu og andstæðing- anna eða hvort ein leið sé betri í framkvæmd en önnur? Nú er andi efagirninnar ríkjandi — efagirni og skeytingarleysis um hin innri verðmæti. „Mér er sama. Ég bjarga mér", Þetta er viðhorf nútímans". s vetlana Allilujeva lítur bylt- inguna í Rússlandi, alla sögu Sovétríkjanna fram á þennan dag í ljósi sinna eigin fjolskyldu- mála, lýsir henni í mynd og lík- ingu fjölskyldu sinnar; það er þefta persónulega sjónarmið, engum öðrum léð, sem gerir bók hennar einstæða. Segja má hvort heldur maður kýs, að saga fjölskyldu hennar spegli örlög byltingarinnar, eða Svetlana yf- irfæri fjölskyldumál sín á sögu Sovétríkjanna, láti sögu bylt- ingarinnar spegla örlög fjöl- skyldu sinnar; og fljótt á litið virðist seinna sjónarmið sönnu nær. í frásögn Svetlönu slær helgum bjarma byltingarinnar á' mynd móðurinnar, — stórlyndr- ar næmgeðja konu sem yfirbug- ast í sambúðinni við erfiðan til- litslausan eiginmann, tuttugu ár- um eldri henni sjálfri. „En án móður okkar var allt etns og svipur hjá sjón. Lífið varð ó- þekkjanlegt með öllu.” Dauði hennar feiur í sér „svik” sem Svetlana getur ekki fyrirgefið — hvorki föður sínum né bylting- unni, bók hennar er samfelld til- raun til að skilja og skýra fyrir öðrum hvernig annað eins og þetta gat gerzt. Samanborið við eldmóð byltingarinnar, sólbjarta æskudaga Svetlönu með móður sinni, verður hversdagsleiki hennar grár og dapur, eins og líf Svetlönu fullorðinnar konu, giftrar, öðru sinni, inn í Sjdan- ov-fjölskylduna þar sem „ein- strengingsleg flokkshyggja og borgaraleg sjálfsánægja” hélzt í hendur, „þar sem heimilisand- inn var gegnsýrður af sýndar- Ktissland undir hamri og sigð: Á Rauða torginu. mennsku, af yfirborðskenndum hræsnisfullum flokksanda ann- ars vegar, en hins vegar þeirri ómengu3ustu borgaralegu söfn- unarfýsn sem hugsazt getur hjá eldri konum". Bók Svetlönu Allilujevu miðlar svo sem engum nýjum fróðleik um menn og at- burði í Sovétríkjunum, stjórnar- far stalinismans, ógnir einræð- is — en bún lýsir með ein- staklega trúverðugum hætti þessum persónulegu vonsvikum sem ætla má að um leið og þau eru einkamál Svetlönu séu þau vonsvik heillar kynslóðar í Sov- étríkjunum, þeirrar sem tók við arfi byltingarinnar af feðrum sínum. „Allt vakti þetta hjá mér kveljandi sneypukennd, og ég óskaði mér þess eins að kömast burtu sem fyrst,” segir hún um heimsókn á fæðingarstað föður síiis í Grúsíu. — En hand- an við „sneypu'* stalínism- ans hiBir undir minninguna um hetjar byltingarinnar, AIli lujev-fólkið, afa Svetlönu og ömmu, tengdafólk Stalíns frá •fyrra hjónabandi hans, allt hið góða, hreinlynda, hugdjarfa fólk sem varð stalínismanum að bráð og Svetlana lýsir af mestri alúð í bókinni, hið helga ævar- andi Rússland. „Hversu grimmt og miskunnarlaust sem land okkar kann að vera, hversu oft sem fótur okkar steytir þar við steini og þrátt fyrir rangsleitni sem við megum þola að ósekju, þá getur enginn sem ann Rúss- landi af heilum hug nokkurn tíma svikið þetta land né yfirgef- ið, ekki flúið þaðan í leit að fá- nýtum veraldlegum gæðum,” seg- ir Svetlana á einum stað. „Feg- urð þess, kyrrlát og djúpúðug, skin við okkur, líkt og milt en dapurlegt ljós af fölum himni. Hún er ævarandi og stenzt allt.” Og lesandinn trúir henni — þrátt fyrir allt uppistandið út af bók hennar í haust. Agg og vei út af smyglbókum að aust- an er engin nýjung á Vestur- löndum og einatt af misjöfnum tilefnum; það má minna á Tars- is ekki síður en Sinjavskí og Daníel eða Pasternak. En sama gildir um Svetlönu Allilujevu og þessa höfunda. Ekkert sem þau segja mælir gegn Sovétríkjunum á við þá talandi staðreynd að bækur þeirra eru landráðasök þar eystra, að rússneskir höf- undar verða enn í dag að kaupa sér málfrelsi með landflótta eða fangavist. * að var aurpt að þú skyldir ekki verða prestur, sagði móðir Jósefs Stalíns við hann skömmu áður en hún dö; hann var þá löngu orðinn valdamesti maður í Sovétríkjunum. í frásögnum Svetlönu Allilujevu af föður sín- um blandast einkennilega sam- an ást, ótti og óvild; hann á’ sök á vonsvikum og ógæfu hennar og þó hlýtur hún að bera blak af honum. Bók hennar veitir þrátt fyrir allt nokkra svipsýn mannsins að baki einræðisherr- anum Jósef Stalín, einvalda allra Rússa, fábrotnu einkalífi hans, einangrun frá almúganum, hinu nána samneyti flokksforystunn- ar sem situr saman til horðs hvert kvöld og fram á rauða nótt og er sífellt með sömu sögurnar á vörunum, finnst Svetlönu. Á 50 ára afmæli byltingarinnar í haust var Stalín víst hvergi nefndur á nafn, minnsta kosti ekki þar sem kurteisi skyldi gætt. Þar fyrir verður þáttur Stalíns ekki afnuminn með þögn- inni einni saman. úr 50 ára sögit Sovétríkjanna, þar sem honum var löngum skípað við hlið Len- íns, fyrst lifandi, og síðan dauð- um — „unz tuttugasta og annað flokksþingið ákvað honum tákn- ræna refsingu eftir uppljóstran- irnar um það hvemig ægLstjóm hans var raunverulega farið,” eins og Hermann Pörzgen komst að orði í gerðarlegri þýzkri myndabók, Rússland undir hamri og sigð, þar sem er dregið sam- an stórt og mísleitt myndasafn allrar þessarar sögu. Refsingin er umfram allt fólgin í þögn, sneyp- unni sem nafn hans vekur. En stalínisminn verður vitaskuld ekki útskýrður sem persónulegt uppátæki Stalíns, innblásinn ill- um anda Bería elns og Svetlana vill vera láta; hann á rætur að refcja aftur tíl byltingariruiar sjálfrar og enn aftar í byltingar- ílokk Leníns. Lenín er löngu orðinn táknmynd hinnar sigur- sælu byltingar, ekki jarðneskur maður heldur goðsögn; honum er meinað um. þann snefil af jarðneskri tilvéru. sem hefur þó komið í híut. Staiíns eftir að hann féll af stalli dauður. Bók Svetl- önu Allilujevu sýnir baksýn ein- valdsins, lýsir Hfinu í skugga hans. í annarri bók sem kom út íormlega „að tílefni fimmtíu ára aímælis byltíngarinnar”, Endur- minningum um Lenín má lítn hina hlið myndarinna'r: bók-1 in er dálitið’ úrval úr helgi- ritum leninismans, minningar systur hans og eiginkonu ásamt. grein Maxírn Gorkis um Lenín að honum látnum; þar getur a3 líta upphaf goðsagnarinnar um táknmenni byltingarinnar. Syst- irin greinir frá góðum og gáf- uðum dreng, Ijósi í skóla: eigir- konan frá djúpvitrum stjóm- Framhald á 10. síðu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.