Alþýðublaðið - 27.01.1968, Page 4

Alþýðublaðið - 27.01.1968, Page 4
 WG5SHS) Hitstjóri: Benediict Gröndal. Símar: 14900 — 14903. — Auglýsingasimi: 14906 — AOsetur: Alþýöuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavik. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. — í Iausasölu kr. 7,00 eintakið, — Útgefandi; Alþýðuflokkurinn. Spádómur, sem rættist SKAMMT ér síðan háværar deilur voru um það, hvort Islend- ingar ættu að leyfa S'vissneska Álféiaginu að reisa verksmiðju \ ið Straumsvík eða ekki. Sýndist rnörinum og flokkum sitt hvað, bg var hart sótt með og móti. Ein veigamesta röks’emdin gegn ýerksmiðjunni var sú, að hún rnundi soga til sín vinnuafl frá jsjávarútvegi og þarmeð valaa að- jalatvinnuvegi okkar óbætanlegu tjóni. Var á það bent, að skort- ur væri á vinnuafli í landinu, og því sízt á bætandi með því að leyfa erlendar framkvæmdir. Þessu svöruðu stjórnarsinnar með því að benda fyrst á hina öru fjölgun á vinnumarkaði Iands ins þessi ár, en sögðu svo, að ó- varlegt væri að treysta á svo gott itvinnuástand, sem þá ríkti (1964-’65). Gæti farið svo, að víð yrðum fegnir að hafa atvinnu við byggingu og síðar rekstur verk- smiðjunnar. Byggingaframkvæmdir standa nú sem hæst í Straumsvík, en fyrri andstæðingar verksmiðj- unnar segja fátt um hana. Svo hefur og farið — því miður — sem stjórnarsinnar bentu á, að farið gæti. Atvinnuástand hefur farið versnandi, og munar nú verulega um þessar framkvæmd- ir, svo og hið mikla raforkuver við Þjórsá. Sannast nú, að íslend ingar verða að fara þá leið að byggja upp nýjar atvinnugreinar til að treysta undirstöður af- komu sinnar, ekki vegna van- trausts á sjávarútvegi, heldur skilni’ngs á því, hve lítið öryggi er um aflabrögð eða verðlag ó markaði. Hitt er svo matsatriði hverju sinni, hvort eða að hve miklu leyti erlendum aðilum er hleypt í þau verkefni, sem tek- in eru fyrir hverju sinni. íslenzk atvinnufyrirtæki eru smám saman að vaxa og læra tök á stærri verkefnum. Þannig urðu framkvæmdir ivarnarliðsins til þess, að hér komst á fót vold- ugt verktakafyrirtæki, sem hef- ur tæki, þekkingu og reynslu til að taka að sér stórvérk eins og Keflavíkurveg. Hið sama mun gerast í Straumsvík. íslenzkt fyrirtæki hefur í samvinnu við danska aðila tekið að sér allar raflagnir í verksmiðjuna, en þær eru stórbrotnar. Þá eru íslenzk járnsmíðafyrirtæki að leita fyrir sér í samvinnu við norsk um að taka að sér gerð bræðsluofnanna, sem eru í rauninni kjarninn í verksmiðjunni. Mundi það verða eitt mesta verk, sem íslenzkur járniðnaður hefur tekizt á hend- ur. Stóriðjan á að koma að gagni á margvíslegan hátt, eins og' hér hefur verið bent á. Síðar fær ís- lenzka ríkið skatt af hverju tonni áls, og rennur þannig stórfé til uppbyggingar atvinnuvega í öðr um landshlutum. TÓNLIST TUNGLSKINSSÓNATAN SÓNATA fyrir píanó í cís • moll opus 27, nr. 2 eftir Bcethoven er án efa eitt fyrsta verk klassískt, < sem margir unglingar taka tftir og Tiljóðna við, auðvitað vegna tiginnar fegurðar og látlcysis þess, en einnig vekur nafn tón- verk«ins eftirtekt og margur rómantískur pilturinn. sem fvlgt hefur elskunni sinni heim fagra tunglskinsnótt, staldrar við og leggur við hlustirnar, hlustar á það aftur er hann heyrir það næst. fer svo að hcvra skyldleik- ann með því og öðrum lögum sem oít hljóma í útvarpinu og et hugur hans er á annað borð opinn fyrir fegurð. er hann kom- inn á bragðið og alla ævi mun hann þyrsta að hlusta eftir tján- ingu tónskáldanna og túlkun hljóðfæráleikaranna, og þeim tíma er ekki ilia varið. Við skulum því aðeins athuga um uppruna þessa verks, sem Beethoven samdi árið 1802. Það var liinn þekkti tónlistargagn- rýnandi og rithöfundur Ludwig líellstab, sem fyrstur kallaði verkið Tunglskinssónutna um 1850, af því að upphafið með hinum langdregnu moll - hljóm- um mirinti hann svo á tungl- skinið á Luzernvatni í Sviss. Mörgum kann að virðast þessi skýring langsótt, en Anton Rub- instein segir, að „tunglskin veki oftast ljóðræna tilfinningu, en þessi tónlist lýsi himni huldum blýgráum skýjum“. í Vín gekk verkið undir riafn- inu „Laufskálasónatan" af því að fólk hélt því fram, að Beet- lioven hcfði samið liana í lysti- húsi í skrautgarði einurp. Beet- hoven nefndi þessa sónötu og sónötu nr. 1 af sama opus Són- ötu quasi una fantasia (sónata, næstum fantasía). Það er þetta orð „fantasía", scm hefur átt sinn þátt í því að koma róman- tízku orði í sónöluna. Sumir hafa jafnvcl haldið því fram. að hún lýsti nánast draumi um sam veru tónskáldsins og unnustu hans, aðrir að húrí væri lýsing á sælu ástarinnar og kvöl, að Beethoven hefði orðið fyrir áhrif um af kvæði eftir Seumi, Die Beterin, sem segir frá ungri stúlku, sem biður fyrir sjúkum föður sínum frammi fyrir alt- arinu. Meðan Beethoven var enn á lífi, gekk sú saga, að kvöld nokk- urt hcfði tónskáldið mætt ungri blindri stúlku, sem ekkí vissi, hver hann var og liefði trúað honum fyrir því, að hún elskaði tónlist Beethovens meira en allt annað í heiminum og að heitasta ósk hennar værj að heyra meist- arann leika einu sinni fyrir sig. Beethoven varð hrærður af orð- um hennar og fór með Iienni heim og settist við píanóið, tunglskinið flæddi inn um glugg- ann og Beethoven lók þessa eís- mollsónötu af fingrum fram fyr- ir stúlkuna. Flestir töldu þó, að hann liefði samið verkið fyrir þá, scm hann tileinkaði það, Giuliettu Guicc- ardi, sem hann elskaði boití. Til- • einkunin þarf þó ekki að þýða það, að hann hafi samið verkið með hana i huga. Sannleikurihn var nefnilega sá, að Beethoven hafði tileinkað hinni ungu greif- ynju rondo, sem hann af ýmsum ásfæðum vildi heldur tileinka Lichnovvskí furstynju og til þess að íá aftur rondoið frá Giuli- ettu, tileinkaði harn henni cis- mollsónötuna. Eiginlega er ekkert, sem bend- ir til þess, að Beethoven liafi liaft einhverja, sórstaka fyrir- mynd, er hann samdi verkið, enga skáldlega hugmynd, svo sem tunglskin eða því um líkt. Þcgar hann notar orðið fanta- sía á hann áreiðanlega ekki við annað en að hann fylgi ekki sónötuforminu út í yztu æsar. Cís - mollsónatan brýtur eigin- lega blað í þróun sónötunnar frá því á átjándu öld. Venjulega var sónatan í þremur þáttum. Sá fyrsfi í hinu eiginlega sónötu- formi og var hinn mesti, síðan kom hægur þáttur og svo hraður lokaþátlur, oftast rondo. Beet- hoven breytti þessari skipan og byrjaði með hægum þætti, Ada- Olíkur liefiir borizí bréf frá manni, sem vill nefna sig „Kjósanda." llann segir: Nú hefur verið lögð fyrir alþingi tillaga um að breyta kosningalögunum á þann veg, að eftirleiðis þurfi samþvkki . flokksstjórna, þ.c. miðstjórna stjórnmálaflokka, til þess að framboð geti verið gilt flokks framboð. Jafnframt á að leggja bann við því að fleiri listar en einn geti verið í framboði fyrir sama flokk í sama kjördæmi. Þarna er um að ræða grundvallarbreytingu á þýðingarmiklum þætti kosn ingalaganna, en samt er ekki haft svo mikið við að leggja fram sérstakt frumvarp um þetta efni, heldur er máljnu laumað inn í formi breytingar tillögu við frumvarp um ó- skylt mál, sem á það eití sam eiginlegt með þessu að vera líka breyting á kosningalögun um. En við getum þó látið máls meðferðina liggja milli liluta í þessu sambandi. Efnisatriði skipta að sjálfsögðu miklu meira máli en formið. Og mcð þessari breytingu, ef sam- þykkt verður, er beinlínis verið að lögfesta flokksræðið í landinu; það er verið að lög festa að flokksforingjar skuli eftirleiðis hafa úrslitaráð um framboð í nafni flokka, en ekki almennir flokksmenn liver í sínu héraði og þaðan af síður liáttvirtir kjósendur. Þessi bre.vting felur það m. a. í sér, að ef til ágreinings komi milli miðstjórna flokka og héraðsnefnda eða kjördæm isráða úti á landi um skipan framboðslista, þá skuli mið- stjórnirnar ráða. Með þessu. yrði réttur flokksmanna í bverju kjördæmi til þess að ráða framboðsmálum sínum sjálfir stórlega skertur, e£ ekki hreinlega afnuminn, og hefur hann þó ekki alltaf vee ið mikill fvrir á borði, hvað sem verið hefur í orði. Sagt er að tillagan um bessá breytinsru sé fram komin vcgna framboðsrauna Alþýðu bandalagsins í Revltjavík í vor, og sé gerð til þess að tryggja að slík hringavitlevsa og þar átti sér stað, endur-< taki sig ekki. En það hlýtur að vera hægt að koma í veg fyrir slíkt án þess að ganga jafnlangt í breytingarátt og gert er með tillögunni. Sé það ekki Iiægt. þá er það ekk er( álUamál. að það cr betra að liafa kosningalögin óbreytt og ei<>'a á hættu að fá ný Hannibalsframboð annað veiE ið, heldur en að lögfesta með þessu móti alræði flokks- Framhald á 11. síðu. 4 27. janúar 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.