Alþýðublaðið - 27.01.1968, Blaðsíða 1
VIKAN 28. janúar — 3. febrúar 1968.
næstu viku
ÆVINTÝRAFERÐ
TIL HAFNAR
Flugfélögin hafa verið' sjón-
varpinu lijálpleg um ýmislegt,
ekki sízt efni, sem heillar æsk-
una, eins og til dæmis myndina
um New York-flug Loftleiða. Nú
hefst í Stundinni okkar 28. jan-
úar sýning framhaldsmyndar, er
nefnist „Ævintýraferð til Hafn-
ar“. Fyrstí þátturinn -heitir „Með
Gullfaxa til borgarinnar við sund
iS“.
.. ■ . '. ■
‘ . ■ i
IH-- y
EKKI LENGRI DAGSKRAR
Undanfarin ár hefur stöðugt
verið unnið að lengingu dagskrár
hljóðvarpsins og hið sama hefur
mátt segja um sjónvarpið allt
fyrsta ár þess. En nú virðist kom
ið að tímamótum í þessari þró-
un. Er, að því er forráðamenn
Ríkisútvarpsins telja, ástæða til
að staldra við og leggja á næst-
unní áherzlu á að fylla sem bezt
út í þann ramma, sem kominn
er.
Hljóðvarpið er nú samfelit frá
k). 7 að morgni fram undir mið-
nætti. -r því hæpið að lengja þá
dagskrá, byrja fyrr að morgni
<k]_6 til clæmis) eða hafa næt-,
urútvarp. Hv.orugt er líklcgt á
næstunni. Hljóðvarpið þarf að
leysa þýðingarmikil húsnæðis- og
dreifingarmál, og mun ekki hafa
fjármagn til að koma upp Jnn
arri dagskrá (t.d. eingöngu með
léttum tónum og fréttum) eða
sérstakri stöð t.d. á Akureyri,
sem væri mjög æskilcgt.
Sjónvarpið óx á einu ári í sex
daga útsendingu og gekk ekki
hljóðalaust, þótti mörgum of
hratt farið. Ekki er á það minnzt
í dag, en liins vegar heyrast fá-
ar raddir um að sjónvarpa á
fimmtudögum, þykir flestum gott
að hafa einn sjónvarpslausan
,dag. JHá. því.Jjijast við, að núver-
andi skipan verði óbrejdt um
sinn, enda er hæpið að fjárhagur,
starfslið og tækjakostur léyfi
meira. Sjónvarpið hefur verið að
þjálfa síðustu viðbót við starfs-
lið sitt og fá einstaka tæki eins
og 35 mn., kvikmyndasýningar-
vél. Stóraukning í útsendingar
aðstöðu verður varla á næstunni.
Hið mikla verkefni verður næsíu
árin að koma sjónvarpinu út um
landið. Til þess er enn nægilegt
fé, en verður þrengra, þegar dýru
endurvarpsstöðvarnar koma til að
ná til dreifðari svæða, þar sem
færri notendur fást við hvei'ja
stöð, en til dæmis á Akureyrar
svæðinu, seni verður _ vonandi
næsta sjónvarpssvæði.