Alþýðublaðið - 31.03.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.03.1968, Blaðsíða 2
eKsnD Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsctur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. — í lausasölu kr. 7,00 eintakið---Útgefandi: Nýja útgáfufélagiö bf. LÍF OG DAUÐI Fyrsti geimfari heims, Júrí Gagarín, beið bana í flugslysi við Moskvu á fimmtudag. H'ann verð ur jarðsettur í Kreml með þjóð- hetjulegri viðhöfn. Gagarín er ellefti geimfarinn, sem lætur lífið af slysförum. Er íhugunarefni í því sambandi, að fsest þessi slys hafa orðið í geim- ferðum. Gagarín og flestir af Starfsnautum hans hafa látizt með sama hætti og hent getur sérhvern venjulegan borgara í nútímaþjóðfélagi. Lífshættan er sýnu meiri á jörðu niðri eða ná- munda við hana en úti í geimn- um. Ævíntýralegir eru sigrar mannsandans í hvers konar vís- indum á okkar dögum. Þar ber hæst landnámið á óravíddum geimsins og dýrlegar frámfarir í læknisfræðum. Til þessa er líka varið miklum fjármunum af hálfu stórveldanna og annarra ríkj'a, er mikils mega sín í efna- hagsmálum og rannsóknum og gefa þegnum sínum kost frá- bærrar menntunar í skólum og vísindastofnunum. Hins vegar ógnar váleg slysahætta óbreytt- um og friðsömum borgurum í umferð, á vinnustöðum og að leikjum. Þar reiðist dauðinn líf- inu af ægilegu miskunnarleysi og sér í lagi1 blóma þjóðanna, fólki á bezta aldri, sem virðist eiga unaðslega framtíð í vændum. Þetta vandamál kemur mjög við sögu okkar íslendinga. Veld- ur því ekki aðeins sú gamla á- hætta, sem fylgir sjósókn og öðrum latvinnuvegum, er háðir teljast náttúruöflunum. Mest er slysahættan af völdum umferðar innar. Skiptir þess vegna miklu, að Íslendingar komi sér upp á því sviði áþekkum slysavörnum og bjargað hafa blessunarlega mörgum mannslífum úr sjávar- háska undahfarna áratugi. Nú er eigi síður þörf skipulagðra slysa varna í daglegu lífi þéttbýlisins. Skammt hrekkur, að leikmenn leggi á ráð í þessum efnum, en' ástæða sýnist að stórauba um- ferðarkennslu í skólum landsins og reyna þannig að ala æskuna upp í fræðslu um slysahættuna. íslendingar ættu í því efni að geta orðið til fyrirmyndar öðrum þjóðum um leið og þeir forða sjálfum sér frá þeim hryllilegu örlögum að lenda um aldur fram undir hrammi dauðans. Baráttan gegn slysahættunni er hvað fegurst þjónusta við lífið. NATTURUNOFN SAGA SEGIR að í einni ýf ’irreið sinni um landið í hátt urunafnaerindum hafi Þórhall ur Vilmundarson komið að ó- kunnum bæ norðanlands. Hitti hann bónda úti í varpa, tók hann- tali og innti fyrst orða eftir því hvað bærinn héti. „Þórunnarstaðir", kvað bóndi. Prófessor Þórhallur tók því lík lega og kunni þegar skil á nafn inu, benti bónda á allmikinn 'fjallshnjúk yfir bænum og kvað þar koma réttnefnda „Þórunni“ eftir.. náttúrunafnakenningu. Ganga þeir nú til stofu með glaðlegri viðræðu, en húsfreyja kemur á vettvang og ber gest ‘inum kaffi. „Má ég kynna“, mælti þá bóndi, „þetta er kon an mín, Þórunn Þórarinsdóttir. Eftir henni heitir bærinn sem nefnilega er nýbýli." Þessi saja er ein "af þeim sem sjálfsagt hafa aldrei ger?t, en vel „gæti verið sönn“ fyrír því. Hún missir að vísu marks sem „gagnrýni" á kenningu Þór halls. Vilmundarsonar. En hún og aðrar slíkar sem gengið hat'a staflaust síðan í fyrra sýnir vél áhuga manna á kenningunni cg fyrstu viðbrögð margra vantrú 'aðra við henni. Nú hefur Þór- hallur allur færzt í aukana. Á sunnudaginn hélt hann áfram að lýsa kenningu sinni og færð ist yú í fang harla torveldleg samsett bæjarnöfn sem honum tókst með einfaldri málfræði- legri formúlu að gera öll að náttúrunöfnum. Hefði einhvern tíma þótt fyrirsögn að prófess or við háskólann ætti eftir að troðfylla hátíðasal háskólans á- hugasömum áheyrendum að fræðum sínum, svo færri kæm ust að en vildu, en sú varð raunin í þetta sinn eins og i fyrra, enda kann fyrirlesarinn vel til þess að espa forvitni manna, hal(ja hug þeirra föngn um við efnið. Kennarar heim- spekideildar háskólans-, aðrir fræðimenn á sviði málfræði, sögu og bókmennta virtust hins vegar ekki mjög fjölmennir á fyrirlestrinum, og vöktu sumir bcinlínis athygli með fjarveru s..:n.. Ailt síðan í fyrra hafa á- hugamenn raunar beðið þess ár angurslaust að heyra viðbrögð og undirtektir annarra fræði- manna við náttúrunafnakenu- ingunni; það er vitað að dag- blöð og e. t. v. fleiri aðiljar hafa gert árangurslausar til- raunir til að kanna skoðanjr fræðimanna á þessu efni, en hið eina sem heyrzt hefur af því tagi er. lauslegur ymtur um orð og viðbrögð þessa eða hins í einkasamtölum. Fræði- menn bera því við, inntir eft- ir mati sínu á kenningunni, að ógerijingur sé að mynda sér rökstudda skoðun . á henni af fyririestruiium einum saman, áður en hún hefur verið sett fram á prenti í fræðilegri mynd. Það má vera satt að fyrr verði hún ekki metin né rædd til hlítar. En fjarskfc.ega eru mennirnir orðvarir, eða þá daufgerðir, ef þeir geta ekki myndað sér skoðun til bráða- birgða á sínu eigin fræðasviði, lauslegt álit að láta uppi, án undangenginnar ránnsóknar. Þetta verður áhugasömum al- me:lningi engin skotaskuld, gekk umtal um náttúrunafna- kenningu fjöllunum hærra x fyrravétúr og líklegt að sú um- ræða vekist nú að nýju. Þór- hallur Vilmundarson þarf ekki að kv'arta yfir því að fræði hans veki ekki nógan áhuga óg umtal. En árlöng þögn ánn arra fræðimanná við kenning- unni lýsir óneitanlega tilfinn- arilegri vörityn f opinberár um i 31. marz 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ í < ræður á íslandi, menningarlíf okkar, að áhugasamur almenn ingur skuli ekki eiga þess kost að heyra fræðimenn rökræða aðra eins nýjung í heyrand.a hljóði þegar er hún kemur fram. Saga segir af tveimur vel- metnum fræðimönnum sem maéttust á götu í vikunni sem leið og tóku þegar tal samaa . um- hinn fyrirhugaða fyrirlest ur Þórhalls Vilmundarsonar um nlttúrunajnakenninguna. „Ætl- ar þú að fara?“ spyr annar. „Nehei,“ kvað hjnn, „það geri ég ekki. Ég mundi bara góla á hann.“ Þetta er að vísu ærlega mælt — og í sjálfu sér skiljanleg /if- staða við róttækri nýjung í jafn-viðkvæmu efni og „íslenzk fræði“ eru og verða hér á landi, lærðum sem ólærðum. Væri samt ekki viðkunnanlegra að hinir lærðu menn létu sér ekki nægja að góla hver upp í ermina á öðrum, en gerðu það í heyranda hljóði? — Ó.J. ViÐ Mðf— MÆLUM EITT er það nöldursefni, er marga stingur í augu í frétta- mennsku dagblaðarina, en ■ það eru myndir af breiðleitum, bros- hýrum mönnum — á alvöru- og raunastundum. Við sjáum stundum myndir í blöðunum af leitarmönnum í dauðaleit, hijáhiarmönnum á slysstöðum o.s.frv. þar sem þessir menn brosa breitt framan í Ijósmynd- arana, þó að þeir séu staddir á vettvangi sorgaratburða, — dauða eða limlestingar. Þetta finnst mörgum óviðkunnarleg sjón, og er það ekki láandi! ★ ÞAÐ hefur réttilega verið til mannkosta talið að vera hýr í lund og brosleitur og víst er mikið til í því — en bros geta orðið allt að því óþolandi, séu þau misnotuð, svo sem oft vill verða um það sem gott er. Að sjá munn ('skælbirosand;i framan í ljósmyndara á slys- eða brunastað eða jafnvel í leit að týndum dreng — eins og nú fyrir skömmu — er í hæsta máta óviðeigandi svo að ekki sé nú fastar að orði kveð- ið! Það er ekki alltaf nauð- synlegt að setja upp tannbursta- bros, þó að blossi af myndavél! synlegt að setja upp tannbursta bros, þó að blossi af mynda- Vél! Tilefni myndatafkunnar hiýtur ávallt að ráða nokkru! ★ BROS hafa löngum þótt prýða blómlegar meyjar — svo sem á fegurðarsamkeppn- inni á dögunum — en karlmenn geta alveg halclið reisn sinni á myndfleti, þó að þeir brosi hóf- samlega og gleymi bví ekki aiveg hvar þeir eru staddir og hvers vegna þeir eru þar. Hóf er bezt í hverjum iilut! — G. A. SMURT BRAUÐ SNITTUR-ÖL - GOS Opið frá 9 til 23.30. - PantiS tímanlega í veizlur. R R Á TT n s T O F Á N Vesturgötu 25. Sími 1-60-12. Smíðum alls konar innréttingar gerum föst verðtilboð, góð vinna, góðir skilmálar. Trésmíðaverkstæði Þorv. Björnssonar. Símar 21018 os 35148.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.