Alþýðublaðið - 31.03.1968, Qupperneq 3
Myndin hér að ofan var tekin í gær á æfingu á Iledda Gabler.
w *
.
igp gíítgjg
Hedda Cahler
fruinsýnd á
miðvikudag
Leikfélag Reykjavíkur frum-
sýnir á miðvikudagskvöld 3. apríl
Heddu Gabler eftir Henrik Ib-
sen. Helga Bachmann leikur að-
alhlutverkið, en Sveinn Einars-
son leikhússtjóri setur leikinn á
svið. Hedda Gabler var áður sýnd
í Iðnó árið 1942 þegar Gerd
Grieg dvaldizt hér. Fór hún þá
með hlutverk Heddu og stjórnaði
jafnframt leiknum. Á stríðsár-
unum var Pétur Gautur einnig
leikinn undir stjórn Gerd Grieg
og fyrir réttum 20 árum sýndi
Þjóðleikhúsið norska Rosmer-
holm í Iðnó í heimsókn sinni
hingað til lands. En síðan hefur
Leikfélag Reykjavíkur ekki efnt
til Ibsen-sýningar. Við höfum
undanfarið sýnt mikið af nýtízku
legum verkefnum og mörg ný
leikrit íslenzk, sagði Sveinn Ein-
arsson í viðtali við fréttamenn
í gær. Okkur þótti tími til kom-
inn að taka okkur klassískt við-
fangsefni.
Norskur málari, Snorre Tind-
berg, leikmyndamálari frá Det
norske teater í Oslo gerir leik-
mynd Heddu Gabler, og þýðing
leiksins er ný, eftir Árna Guðna-
Framald á 15. síðu.
eðjur
fleiri
í ófærðinnj sem verið hefur
Minni sðla á
dráttðrvélum
Sala á dráttarvélum og
öðrum landbúnaðartækj-
um til bænda hefur verið
mun minni nú heldur en
í fyrra. Kann þetla að stafa
m.a. af ve'ðurfari, því ef
hart er í ári þurfa bænd-
ur að leggja meira fé í fóð
urbæti. Þá er og' talið vís1
að verkfaHið hafi haft
nokkur áhrif á kaupgetu
bænda, því all margir, og
þá einkanlega á Suður-
landi, urðu fyrir tjóni á
meðan á verkfallinu stóð.
undir
bíla
á götum borgarinnar að und
anförnu hefur komið í ljós að
bifreiðar komast lítið áfram
án þess að hafa keðjur. Hafa
nelgdir hjólbarðar lhið haft
að segja í snjónum. Haft er
eftir atvinnubílstjóra að alltof
fáir bifreiðastjórar hirði um að
setja keðjur undir farkosti
sína, og verði þeir til trafala
fastir í fönn á miðjum akveg
um.
Blaðið aflaði sér upplýsinga
um verð á snjókeðjum og kom
í ljós að svokallaðar gadda-
keðjur fyrir fólksbíla kosta frá
900 til 1200 kr. Sléítar keðjur
kosta hins vegar frá 750 til
1000 kr. Algengt er að keðjur
þarfnist endurnýjunar einu
sinni á vetri hverjum. Af þessu
leiðir að sæmileg trygging fyr
ir því að komast leiðar sinnar
í fannferginu kostar að meðal
tali um 1000 krónur á ári.
Hneykslismál í Indíánastjórn Brasilíu:
Myrtu, skjólstæðiuga
og seldu þá mansali
Óhugnanlegar staðreyndir
hafa séð dagsins ljós við rann
sókn, sem nýskipuð innanrík
isstjórn Brasilíu Lefur sett á
laggirnar til að kanna starfs
semi ríkisskipaðrar nefndar,
sem undanfarin 20 ár hefur
starfað á vegum stjórnarinn-
ar til að sjá um velferðarmál
brasilískra indíána. Hefur
rannsóknarnefndin nýlokið 5
mánaða rannsókn sinni og
kemur fram í skýrslu hennar,
Íað velferðarnefndin hefur á
samvizkunni fjöldamorð, rán
og nauðganir. Allsherjar spill
ing og sadismi hafi stjórnað
gerðum nefndarjnnar og
spanni glæpir hennar yfir allt
frá fjöldamorðum á heilum
ættbálkum, sem hafa verið
upprættir með dynamiti, vél-
byssum og arsenaki blönduðu
sykri, að mansali á 11 ára
gömlu skólabarni, sem var
selt sem þræll til eins nefnd-
armanna Verndarþjónustu
Indíána, eins og hið kaldhæðn
(► islega nafn nefndarinnar var
opinberlega, en meðal fólks
J, gekk nefndin undir nafninu
i Indíánavændisþjónustan.
é Rannsóknarnefnidin hefur
f nú skilað 20 binda verki um
J rannsóknina, en hefur ekki
i enn birt allar niðurstöður sin
f ar né lokið rannsókn að fullu.
\ Af hinum 700 nefndarmönn
i um hinnar uppleystu nefndar
f hafa 134 verið ásakaðir fyrir
f glæpi, 200 verið reknir úr
i þjónustu ríkisstjórnarinnar
i og 38 gæðingar nefndarinnar,
f sem voru ráðnir vegna klíku
\ skanar hefur verið sagt upp
i störfum. Nefndin var leyst
4 undan störfum á síðasta ári
f af nvrri nefnd, sem á að taka
\ við hlutverki hennar.
Alvarlegustu ákærurnar
fjalla um fjöldamorð á tveim
ættbálkum. Opinberir emb-
ættismenn útrýmdu Cinta
ættbálknum með því að kasta
dýnamiti á þorp þeirra úr
flugvél, en síðan voru þeir
sem komust undan dýnamit-
regninu stráfelldir með vél-
byssum. Tapaiunættbálkurinn
fékk hins vegar ókeypis syk-
ur frá nefndinni, sem inni-
hélt bannvænan skammt af
arseniki. Nefndarmenri not-
uðu ýmis ráð til að fá Indíán
ana til að yfirgefa landssvæði
sín; er þeim hafði tekizt það
notuðu þeir aðstöðu sína og
klíkuskap til þess að kaupa
landssvæðin ódýrt. Rannsókn
arnefndin álítur að þeir hafi
hagnast um 60 milljónir eða
3 milljarðir og 420 milljónir
ísl. kr. með því að selja síðár
landssvæði (og með því að
stela niðursöguðum trjám og
málmum frá verndarsvæðum
Indíánanna. Formaður nefnd
arinnar sem átti að sjá um
velferðarmál Indíánanna, Nev
es, höfuðsmaður hefur verið
ákærður fyrir að hafa aðeins
á síðasta árinu, sem hann var
formaður dregið sér 300.000
dollará á ólöglegan og glæp-
samlegan háH. í skýrslunni
kemur fram, að algengar hafi
verið pyndingar og aðrar bar
smíðar á Indíánum af hendi
nefndarmanna. Stúlkur á
barnsaldri voru seldar sem
vændiskonur og hundruð Indí
ána voru drepnir og þúsundir
Indíána létust vegna bar-
smíða nefndarmanna. ÞaS
Framhald 6. síðu.
Frumstæðir Indíánar í frumskógum Brasilíu.
47 fengu verðlaun
fyrir öruggan akstur
í marzmánuði hafa 4 klúbb-
anna ÖRUGGUR AKSTUR hér
sunnanlands haidið aðalfundi
sína á Akranesi, Hafnarfirði,
Borgarnesi og í Kópavogi. Á öll-
um þessum stöðum hefur Bald-
vin Þ. Kristjánsson og umboðs-
mennirnir á viðkomandi stöðum
afhent á vegum SAMVINNU-
TRYGGINGA samtals 100 bif-
reiðaeigendum viðurkenningar-
merkj fyrir 5 ára öruggan akst-
ur, og 47 bifreiðaeigendum verð-
laun fyrir 10 ára öruggan akst-
ur. í báðum tilfellum er um að
ræða snotur merki á mann og'
bíl, en auk þess iðgjaldsfrítt II.
árið vegna ábyrgðartrygginga
farartækja 10 ára mannanna.
Þá hefur Pétur Sveinbjarnar-
son, forstöðumaður fræðslu- og
upplýsingaskrifstofu Umferðar-
nefndar Reykjavikur flutt erindi
Góðar gjafir
Nýlega veitti stjórn sund-
laugarsjóðs Skálatúns móttöku
stórgjöf frá kvennadeild Sálu
rannsóknarfélagsins, peninga
að upphæð kr. 66.080.00 frá
Erlu Sigurðardóthir, Skálatúni.
Þessum gefendum þakkar
stjórn sjóðsins af alhug sóðan
stuðning við málefnið.
um H-umferð á öllum fundunum,
nema í Hafnarfirði, þar sem
Hörður Valdimarsson lögreglu-
flokksstjóri í Reykjavík ræddi
málið.
Enn leitaö
Leitinni að Haraldi Bjarna-
syni, litla drengsins sem hvarf
að heiman frá sér á mánudag
s.l., var haldið áfram í ,gær.
Gengu þá leitarflokkar á fjörur
á flóðinu, ásamt því að þyrla
Landhelgisgæzlunnar flaug yfir
Framald á 15. síðu.
31. marz 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3