Alþýðublaðið - 31.03.1968, Síða 5
s
Já, ættum við að láta sér-
fræðinga annast barnauppeld-
ið í vaxandi mæli? Er það ekki
mikil áhætta, að börn okkar
skuli alast upp hjá foreldrum,
sem hvorki hafa uppeldisfræði
lega né sálfræðilega menntun?
Slíkar spurningar heyrast
oft í umræðum um þessi mál.
Stundum er áherzian lögð á
uppeldisfræðilega menntun for
eldra í einhverri mynd, meðan
aðrir vilja leysa vandann á
(þann hátt, að börnin séu sem
allra minnst á heimilunum.
Það er talað um lögboðinn for
skóla fyrir börn frá þriggja
óra aldri, um barnaheimili, þar
sem börnin dvelja alla vikuna
og komi aðeins heim um helg
ar. Þetta sé framtíðarlausn, er
hafi marga og æskilega kosti.
Rökin eru margvísleg. Sum
hagræn: uppeldisstörfin leggi
stein í götu foreldranna, svo
að þeir eigi erfitt um vik að
vinna báðir u^an heimilisins.
Önnur eru sótt í mismunandi
raunhæfar kennisetningar:
heimilin séu oft skaðlegt um-
hverfi fyrir tilfinningalíf og'
andlegan þroska barnanna, for
eldrarnir smeygi sínum eigin
vanköntum inn í sálarlíf þeirra
eða geri þau allt of háð sér.
Þessi rök eru talsvert ísmeygi
leg. Við erum orðin því sva
vön að varpa frá okkur sífellt
fleiri vandamáium í hendur
sérfræðingum. Og þeir tímar
eru löngu liðnir, að hver hús-
móðir búi sjálf til pylsurnar
sínar og vefi lökin í rúmin.
Hvers vegna ætti þá barnaupp
eldið endilega að vera ,,heim-
ilisiðja“ nú á dögum?
Þokukenndur
óskadraumur
En að fengnum þessum nið-
urstöðum förum við kannski
að velta vöngum yfir hugtak-
inu ,,sérfræðingur í barnaupp
eldi“. Og þá hættum við skyndi
lega að vera jafn örugg í rás
inni. Hvers konar fyrirbæri er
slíkur sérfræðingur? Er það
einhver hálærður þúsundþjala.
smiður? Eða venjulegur há-
skólamenntaður uppeldisfræö-
ingur? Barnasálfræðingur?
Kannski faðir eða móðir, sem
hafa alið upp tíu fyrirmyndar
börn?
Við förum ef til vill hreint
og beint að velta því fyrir okk
ur, hvort hugtakið „sérfræð-
ingur“ sé ekki í vissum tilfell
um eins konar töfraorð, sem
við notum til þess að reyna að
Særa til okkar einhverjar á-
þreifanlegar staðreyndir utan
úr þokukenndum óraunveru-
leikanum. Eins og mörg okkar
uppáhaldsorð á þetta einnig
uppruna sinn og sama stað í-
heimi vísinda og tækni.
getum verið sérfræðingar í
smíði rafeindaheila, í gömlum
handritum eða í framleiðslu
tilbúins áburðar. Þar er
staðar um að ræða eitthvert
takmarkað svið, sem unnt er
að spanna.
Reynum við hins vegar að
tengja þetta hugtak mannlíf-
inu sjálfu, vaknar sú spurning,
hvort við séum þá ekki einung
is og óafvilandi að gera eælur
við óskadraum, — þann óska-
draum að geta leyst öll vanda
mál mannlegs samlífs með
sömu aðferðum og við notum
til að ráða fram úr tæknileg-
um vandamálum, — til að
finna skrúfuna, sem þarf að
herða, svo að vélin gangi eðli
lega. Við skjótum okkur á balc
við þennan óskadraum, af því
að við viljum ekki horfast í
augu við þá staðreynd, að ó-
framkvæmanlegt sé að smala
saman í eina* kví hinum geysi
lega afbrigðilegu og marg-
slungnu þóttum í samlífi kyn
slóðanna og barnauppeldinu,
þannig að einhverjum sérfræð
ingi megi síðan takast að gæta
allrar hjarðarinnar.
Það sahnast og reynist oft
og mörgum sinnum, að þessar
kennisetningar stangast við
raunveruleikann. Þekkjum við
ekki mörg skólaumsjónarmann
inn eða konuna, sem aldrei hafa
lært uppeldisfræði eða barna-
sálfræði, en reynast samt sjálf
sagt skjól og skjöldur allra
skólabarnanna, þegar, eltthvað
amar að, enda þótt þarna und
ir sama þaki finriist einnig
bæði uppeldisfræðingur og
skólasálfræðingur,
DjúpstæS sam-
skiptí fremur en
vísindi
Hér er alls ekki verið að van
meta gild; barnasálfræðinga og
uppeldisfræðinga. Þvert á móti.
Alltaf og alls staðar eru fyrir
hendi fjölmörg viðfangsefni,
sem unpt er að afmarka, og
þar getur sérfræðingurinn ver
ið ómissandi. Hér má t-d. nefna
kennslustprf í skóla fyrir börn
og unglinga á ýmsum þroska-
skeíðum, meðferð alls konar
vanþroskatilfella og þeirra,
sem beðið hafa andlegt heilsu
tjón o.s.frv.
En enginn sérmenntun á þess
um sviðum getur gert okkur
að allsherjarsérfræðingum í
öllu þessu víðlenda ríki mann
lífsins, sem hér um ræðir. Það
væri blátt áfram að ætla sér
að verða sérfræðingur á öllum
þeim sviðum, er sjálft völund
arhús mannlífsins hefur að
geyma.
Barnauppeldi er, þegar öllu
er á botninn hvolft, ekkert
annað en ein af hinum marg-
slungnu hliðum mannlegs sam
lífs. Á ekki. þetta þokukennda
sérfræðirigshugtak einmitt rót
sína að rekja til þess, að okk-
ur sé alls ekki sú staðreynd
augljós? Það getur þó e.t.v. lát
ið undarlega í eyrum í lýð-
frjálsu landi nútímans, þar
sem allir eru á varðbergi gagn
vart hvers konar forskriftum
og valdboði.
Sérfræðingurinn rannsakar
og fæst við afmarkað viðfang?
efni, t d. raforkuver eða forn
leifafund, en börnin almennt
og uppeldi þeirra eru ekki hlið
stæð fræðigrein. Þar verða
öll viðfangsefni sívik og breyt
ingum háð. Og kannski upp-
gÖtvum við stundum, að börn '
in ali okkur eins mikið upp og
við þau. Við verðum með öðr
um orðum að koma auga á þá
staðreynd, að hér sé ekki um
að ræða uppalanda og „ein-
hvern hlut“, heldur tvær lif-
andi mannverur, sem eiga að
leÞast við að leiðast um tor-
færur mannlífsins og reyna að
skilja hvor aðra. Að sjálfsögðu
er þetta erfitt hlutverk, eins
og öll náin og djúpstæð sam-
skipti mannanna.
Ff-amhald á bls. 14.
Geta foreldrar almennt alið upp börn? í umræðum um
uppeldismál kemur ýmislegt fram, sem gæti vakið efasemdir
í þá átt. Við gætum einnig oft efast um uppeldishæfSIeika
okkar, þegár við virðum fyrir okkur ófullkominn og lélegan
árangur af þessari víðleitni. Ættum við ef til vill að fá sér-
fræðingum barnauppeldið í hendur? En eru þá til einliverjir
sérfræðingar í uppeldi barna? Og hvers konar fólk mundi
það þá vera? Barnauppeldí er þó þrátt fyrir allt ekki nein
afmörkuð fræðigrein í líkingu við rafeindafræði eða eiíthvað
því um líkt. Barnauppeldi er e.t.v. fyrst og fremst samlíf, og
samlífisfræð’ingar — eru þeir til?
31. marz 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ