Alþýðublaðið - 31.03.1968, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 31.03.1968, Blaðsíða 6
Kveðja frá Félagi íslenzkra leikara: HELGA VALTÝSDÖTTIR, leikkona ÞAÐ eru óefað margir, sem sakna Helgu Valtýsdóttur af heilum hug. Ekki einvörðungu ættingjar hennar, starfsfélagar og vinir, heldur og allir þeir fjölmörgu aðdáendur hennar, sem kynntust henni af fjölununi og gegnum útvarp. En sem leik- kona og upplesari og þá ekki sízt fyrir barnatíma sína, var Helga fádæma vinsæl. Leikkonan Helga Valtýsdóít- ir var frábærum hæfileikum gædd. Aldrei brást það, að henni tókst að blása leikpersónum sín- um sérstæðu lífi i brjóst. Per- sónur þær, sem hún skapaði voru aílar raunverulegar, og finnst manni, að þær lifi enn- þá, þótt langt sé um liðið, að hún lék sumar þeirra, og svo ólíkar voru þær hver annarri, að næsta ótrúlegt er að sama leik- kona hafi verið þar að verki. Helgu var það líka ljóst, að til þess að ná góðum árangri á leik- sviði, varð að vinna og það gerði hún. Starfsfélagar hennar minn- ist þess ekki ósjaldan hvíiíka ai- úð og varfdvirkni hún lagði í starf sitt, enda varð árangurinn eftir því. Hennar verður minnzt af þeim, sem og öðrum aðdáend- um hennar, sem þeirrar leikkonu frá síðari árum, er fjölhæfust var og hafði fært leiklistinni marga sigra og var þess albúin að vinna þá fleiri. — Þeim mun meiri er söknuður okkar nú. En Helga Valtýsdóttir hafði líka fleira til að bera, en að vera afburða leikkona og vinsæl með- al aðdáenda slnna. Hún hafði per- sónuleika, sém engum gleymizt, er hefur haft nánari kynni af. Helga var ekki 'ramhleypin. Hún Var lítillát, hlédræg og allt að því feimin í einkalífi. Á hinn bóginn geislaði frá henni svo miikil hlýja og mannkærleikur, viljaþrek og kjarkur, að öllum sem í návist hennar voru duld- ist ekki, að þar bjó að baki mik- il persóna. Ekki lét hún heldur hinn hræðilega sjúkdóm sinn hafa áhrif á starfsþrek sitt og framkomu, og aldrei' gaf hún neinum færi á að særa stolt sitt með meðaumkun. Hún var stolt, fögur, blíðlynd og hjartahrein, enda var henni gott til vina. Þau sterku andlegu bönd, sem hún tengdist sumum af vinum sín- um, að ógleymdu því fagra sam- bandi, er hún hafði við systur sina, Huldu, vakti aðdáun allra. Mörgum mun þykja þeir hafi misst meira en vin og starfsfé- laga. Helga er tekin snemma frá okkur og það syrgjum við öll heilshugar, en samt er arfur sá, sem hún lætur starfsfélögum sínum eftir svo mikill, að skylt er að geta hans. — Auk þeirra stórbrotnu persóna, sem hún skapaði á leiksviði, hefur hún sýnt okkur, að starf okkar verður bezt. unnið og mestum árangri náð með einlægni, án hroka, með gleði, án öfundar, með elju, án sérhlífni. Hún kenndi okkur, að við megum aldrei þreytast á eða gefast upp við að finna hina réttu leið. Og í lífinu sýndi hún okk- ur, að hrein lund, skilningur, hjálpfýsi og öfgalaus framganga eru okkar beztu vinir. Við þökkum öll Helgu vinátt- una og samstarfið þann tíma, sem Helga Valtýsdóttir hún dvaldi með okkur. — Og ást- anlegustu samúðarkveðjur. vinum hennar færum við hjart- Gísli Alfreðsson. Lærið aðaka ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER MEST BÍLATEGUNÐIR og KENNARAR Geir P. Þormar (W.Vagen R.958) S. 21772, 19898. Gígja Sigurjónsdóttir (W.Vagen R.1822) S. 19015 Hfiróur Ragnarsson (W.Vagen R.G873) S. 35481 Jóel B. Jacobssen (Taunus 12M) R.22116) S. 30841 GuSmundur G. Pétursson (Rambler Am.) R-7590- S. 34590 NNíels Jónsson (Ford Cust.) R-1770 S. 10322 Auk framagreindra bíla: Volga, Vauxhail og Taunus 12M. Einnig innanhússæfingar á ökuþjálfann. LfppivMGgin iimum; imm ??77? >4590 ökukennslan hf. Sími 19896 og 21772 Framhald af 3. síðu. kemur fram að auk Neves höf uðsmanns hafi tveir hershöfð ingjar, tveir liðsforingjar og fyrrverandi fyljcisstjóri verið höfuðpaurarnir í glæpaverk unum. í könnun, sem gerð var -árið 1955 kom í ljós að í Brasilíu voru þá 150.000 Indí ánanna; flestir þeirra voru á svæðinu í kringum Amazon- fljótið, af þeim voru um 100.000 undir stjórn nefndar innar; þeir sem nefndin hafði ekki afskipti af voru annað hvort of dreifðir í frumskóg um Brazilíu eða of villtir til að unnt væri að tjónka við þá, en auk þess eru þeir um alla Brazilíu og eru flest all ir Brazilíubúar tengdir Indí- ánum á einn eða annan hátt og hafa Brazilíumenn því sterkar tilfinningar til þeirra Indíána, sem enn eru eftir. Þrátt fyrir.þessi tilfinninga- bönd hafa Indíánar í Brazil- íu orðið að þola mikla grimmd í gegnum aldirnar, þó ekki í sama mæli og Indí ánar Argentínu, þar sem næst um allir Indíánar landsins voru myrtir vegna kynþátt ar þeirra á síðustu Öld. Á dögum nýlenduveldisins í Brazilíu voru Indíánar strá drepnir og hnepptir í þræl- dóm. T.a.m. voru á árunum 1928 ttl 1930 60.000 Indíánar seldir til Río de Janeiro einn ar. Sem dæmi um, hve rót- gróin mannfyrirlitning kemur fram hiá hvíta manninum gagnvart Indíánum má nefna að enn í dag árið 1968 er al- genat að menn skreppi öðru hvoru til landamæra Brazil- íu til að veiða Indíána á sama hátt og dádýraveiðar eru stundaðar í Evrópu. Sinfóníuhljómsveif Íslands Söngsveitin Fílharmónía Requiem eftir Verdi. — Stjómandi dr. Róbert A. Ottós- son verður flutt í Háskólabíói fimmtudag 4. apríl kl. 20,30 og laugardag 6. apríl kl. 15.00. Flytjendur: Söngsveitin Fílharmónía og einsöngvararnir Svala Nielsen, Ruth Little Magnússon, Magnús Jónsson og Jón Sigurbjömsson. Uppselt er á tónleikana 4. apríl. Aðgöngumiðar að tón- leikunum em seldir í bókabúð Lárusar Blöndal og bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar. KIRKJUTONLEIKAR í KÖPAVOGSKIRKJU Aðalheiður Guðmundsdóttir, söngkona heldur kirkjutónleika í Kópavogskirkju þriðjudags- kvöldið 2. apríl næstk. kl. 21. — Fyrirhugað er að endurtaka tón- leika þessa í Hafnarfirði og á fleiri stöðum út um land á næst- unni. Á söngskránni em verk efiir innlenda og erlenda höfunda, þar á meðal sex andleg ljóð eft- ir Beethoven við texta eftir Gell- ert, en þessi fagri Ijóðaflokkur hefur sjaldan verið fluttur hér á' landi. Páll Ky, Pálsson organleikari l^ikur með á orgel. Aðalheiður hefur á undanförn um árum stundað söngnám í Austurríki og Þýzkalandi, síðast hjá hinum fræga þýzka söngv- ara og söngkennara Josef Mett- ernich. Hún hefur sungið fyrir þýzka útvarpið í Mtinchen og í kirkjum þar í borg, og haldið tónleika á vegum Bayr. Volksbildungs Ver- band (Georg Her.schensteiner- Verband zur Pflege der schönen Kunste)- við lofsamlega dóma' (Oberbayrisches Volksblatt, 16. des. 1966). Hér á landi hefur Aðalheiður haldið kirkjuhljómleika á ísa- firði, sungið fyrir Ríkisútvarpið og á pressubaili Blaðamannafé- lags íslands, og komið fram sem einsöngvari á hljómleikum Söng- sveitarinnar Fílharmoníu og Sin fóníuhljómsveitar íslands í Reykjavík. Aðalheiður hefur sérstaklega lagt stund á kirkjulega tónlist og ljóðasöng. Tónleikarnir í Kópa- vogskirkju eru fyrstu sjálfstæðu tónleikarnir er hún heldur á höfuðborgarsvæðinu. 6 31. marz 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.