Alþýðublaðið - 31.03.1968, Page 16
Trúlofun mánaðarins
í Noregi hafa menn hampað margs konar rökum
um hjúskaparmálin og nýjasta vandann rætt:
hvort ríkisarfinn megi af metnaðarsökum
mægjast í einhverja fjósakonuætt.
En nú er málið leyst svo sem löngu var hlerað
og lukkunnar velstand er það sem koma skal:
Sonja og Haraldur hafa opinberað
og hunzað ættarskrár og konungatal.
Á íslandi sneiðum við alveg hjá þvílíkum hættum,
enda hjónabönd framúrskarandi traust,
því hér eru allir af konungakyni og ættum
og kvænast og giftast rekistefnulaust.
Ef þeir fara ekki að hætta
þessu þrefi með mjólkurbúðirn
ar held ég að bezta lausnin sé
einfaldlega sú að selja bara
mjólkina í kúnum. . .
Það er gleðilegt til þess að vita
ef það er sat1 að menn séu
komnir- af öpum. Það hefur
ne'ínilega stundum hvarflað að
mér að þetta sé ekki rétt, held
ur séu þeir að verða að öpum.
ooKINO
EDWARD
America’s Largest Selling Cigar
Kjartan Jónsson
Oyggingavöruverzlun
— Hafnarstræti 19
— Tryggvagötumegin.
— Sími: 13184.
Sænskt postulín. Vitreous China. ítalska línan.
Margir litir. — Hagstætt verð.
Verið velkomin og lítið inn.
IFO - hreinlætistækin
MEST SELDU
Á NORÐURLÖNDUM
:
sidan
Vor daglegi BAK-stur
HILDUR LAK
Ekki er lengur nokkur vafi á því, að Hildur lak. Og því
verður heldur ekki haldið fram, án þess að gengið sé í ber-
högg við allar kunnar og staðfestar staðreyndir, að lekinn hafi
ekki verið orsök þess að Hildur sökk. Gat, eða rifa, sem mynd
ast á byrðingi skips undir svonefndu sjávarmáli, þ. e. a. s.
á þeim hluta skipsins, sem er á kafi í sjó, hleypir inn um
sig sjóvatni Þetta hefur mönnum verið fullljóst, ellt frá því
að skip tóku fyrst að sökkva af fyrrgreindum ástæðum. Þann-
ig eiga slík atvik, sér jafnlanga sögu og sjálf skipin.
Algengasta aðferðin til að koma í veg fyrir að skip sökkvi
af leka, er að sjósetja það ekki. Þeir sem gerzt hafa hugsað
málið, hafa ennfremur komizt að þeirri niðurstöðu, að eina
örugga leiðin til að skip sökkvi ekki, er að hætta við smíði
þess í miðju kafi, eða hefja hana ekki.
Mjög varasöm þróun hefur átt sér stað í þessum málum hér-
lendis að undanförnu. Dráttarbrautum og skipasmíðastöðvum
hefur fjölgað ískyggilega, sem hlýtur að hafa þær beinu og
alvarlegu afleiðingar að fleiri skip verða smíðuð og sjósett
og siglt af stað. En þar í er hættan einmitt fólgin. Ef við tök-
um augljóst dæmi til frekari glöggvunar, getum við fullyrt,
að maður sem ekki kann að synda og kemur aldrei í nálægð
við sjó, drukknar ekki í sjó. Hann getur drukknað í læk, eða
fljóti, eða stöðuvatni eða baðkari, en alls ekki í sjó.
Slysavarnir eiga í raun réttri að byggjast á því að slys séu
fyrirbyggð, samkvæmt reglunni að of seint sé að byrgja brunn
inn, þegar bamið er dottið ofaní. Þannig er illgerlegt að
búa svo um hnúta, að skip, sem búið er að smíða og sjósetja,
sökkvi ekki. Með öðrum orðum: Það getur verið mjög skemmti
legt og jafnvel gagnlegt fyrir skipaverkfræðinga að teikna
slík skip. En slikar teikningar ættu aldrei að fara lengra en
í fallegan ramma og upp á vegg hjá verkfræðingunum.
En er þessu ekki líkt farið með mannfólkið. Er ekki eina
leiðin til að sökkva ekki í þjóðarhafið, eða lenda í meirihátt-
ar -ógæfum að fæðast ekki? Og eru þessu álíka garið með
fiskistofnana, að eina örugga leiðin til að þeim sé ekki mis-
boðið, sé að stunda ekki fiskveiðar?
Og þá erum við komin í hring og aftur að skipunum. Fiski
skip eru smíðuð með fiskveiðar fyrir augum. Flutningaskip
eru smíðuð til að flytja út fisk.
Þarna liggur einmitt hundurinn undir steininum. Komist
smíði fiskiskips svo langt, að því sé hleypt í sjóinn og farið
með það til fiskveiða, á það við tvær hættur að glíma, aðrar
en lekann í sjálfu sér. Önnur hættan er mokveiði, sem leiðir
til ofhleðslu, sem leiðir til þess að skipinu hvolfir og það sekk
ur. Hin hættan er ördeyfða í fiski, sem leyðir til þess að út-
gerðin borgar sig kannski ekki, sem leiðir til þess að skipið
sekkur af ægilegum leka og óviðráðanlegum í logni skammt
undan landi, eða innan um önnur skip.
Þannig steðja hætturnar að skipunum, hvernig sem litið er
á málin og mál er að linni. Getum við ekki átt von ái að Al-
þingi taki þetta mál nú þegar föstum og öruggum tökum áð-
ur en fleiri skip verða smíðuð? — GADDUR.