Alþýðublaðið - 21.04.1968, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.04.1968, Blaðsíða 2
tfíaiiifi Bltstjórar: Krlstján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediRt Gröndal. Símar: 14900 — 14903. - Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Askriftargjald kr. 120,00. — I lausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið hf. OLAFUR ÓLAFUR JÓHANNESSON, hinn nýkjörni formaður Fram- sóknarflokksins, mætti á blaða- mannafundi í sjónvarpinu á föstu dagskvöld. Spurðu blaðamenn hann hressilega spjörunum úr, og varð samtalið fjörugt og lær- dómsríkt. Ekki gaf Ólafur skýr svör við öllum spurningum, og verður þó ekki sagt, að blaðamenn hafi fylgt máli sínu eftir eins og efni stóðu til. Komst Ólafur ærið oft und- an með loðin svör eða stundum engin. Éf samtal þetta væri dregið saman í eina spurningu og eitt svar, mundi það 'verða eitthvað á þessa leið: Blaðamenn: Hver verður stefna Framsóknarflokksins undir stjórn hins nýja formanns? Ólafur: Það mál tel ég tvímæla laust að þurfi að athuga vand- lega eftir aðstæðum hverju sinni! MAGNÚS MAGNÚS KJARTANSSON, ritstjóri Þjóðviljans og alþmgis- maður, hefur verið verðlaunað- ur fyrir lipran penna. Dæmi um snilld hans má tíðum lesa í blaði hans, en oft eru sama efni og sömu orð notuð í ræðum hans á þingi. í gær skýrði Magnús frá því í blaðinu, að Íslendingar mundu e:ga óprentað einstætt listaverk á mælikvarða heimsbókmennta. Síðan segir: „Hér er átt við kver, sem helgað væri Gylfa Þ. Gísla- syni. Sú bók skæri sig úr öðrum að því leyti að í henni myndu birtast allar hugsanlegar skoðan- ir á öllum mögulegum viðfangs- efnum; hin gagnstæðustu sjónar- mið yrðu túlkuð af sama sann- færingarkraftinum ásamt öllum þeim viðhorfum sem hugsanleg yrðu inn á milli.” Sama daginn sem Magnús skrif- aði þennan pistil til að ásaka Gylfa fyrir að skipta xun skoðanir, flutti hann á AÍþmgi ræðu. Þar réðist hann á ríkisstjómina, og sérílagi Emil Jónsson utanríkisráðherra, fyrir að hafa óbreytta skoðun ár- um saman. Magnús fór fögrum orðum um nauðsyn þess að menn gerðu sér grein fyrir breyttum aðstæðum og breyttu skoðunum sínum í samræmi við það. Þessu til áréttingar vitnaði Magnús í norska skáldið Arnulf Öiverland, sem sagði, að þeir sem ekki skiptu um skoðun væru ekki menn, heldur myndastytt- ur! Svona er málflutningur Magn- úsar. Hann ræðst á einn ráðherra með svívirðingum fyrir að gera það, sem hann hvetur annan til að gera í hjartnæmri ræðu. Hver getur tekið mark á svona kavalérum? - Úr daglega lífinu TAUGAR manna eru þegar téknör að titra lyrir aðdrag- draganda forsetakosninganna í vor. Hér um daginn ók ég bæjar- leíð, eins og gengur og gerist, með málhreifum bílstjóra sein ekki er ótítt heldur. Ég háfði vart nefnt við hann á- fángastaðinn þegar hann tók til niáls: — Hvað gera blöðin í for- setakosningunum? v Ég hélt að blöðin mundu eftir mégni reyna að hafa hægt um sig. Gæta fyllsta hlutleysis, eins og útvarps- ráð. — Jæja, sagði hann. Það var eftir öðru. Mér var ekki með öllu Ijóst hvað hann ætti við. — Það var prófkosning á stöðinni um daginn. Og þeir . kusu Kristján Eldjárn. feinmitt, sagði ég kurteis- lega. — Ég skil nú ekki hvers vegna á að gera mann sem , engir þekkja að forseta. Ég hélt að allur almenning iir mundi kannast við Kristján Eldjárn, ef ekki af Þjóðminja safni og bókum hans, þá að minnsla kosti af þjóðminja- þáttum hans í sjónvarpinu í seinni tíð. — Það veit ég ekkert um, sagði bílstjóri minn. Ég er ó- breyttur alþýðumaður. Og ég sé ekki að þetta safn komi manni við. En maður kann- ast að minnsta kosti við hann úr Keflavíkurgöngunni. Nú, sagði ég, var Kristján Eldjárn í Keflavíkurgöngu? Ekki vissi ég það. — Ja, mér er sagt svo. Hann var að minnsta kosti á móti sjónvarpinu. En það er svo sem eftir öðru ef á að gera kommúnista að forseta. Hér eru hvort sem er allir að verða kommúnistar. Ég hélt að Kristján Eldjárn hcfði einna helzt verið orðað ur við Framsóknarflokkinn. Minnsta kosti væri hann öðru hverju að skrifa lofgreinar um einhverjar bækur í Tím- ann. Og hefur hann ekki mælt opinberlega með einmennings kjördæmum? — Það veit ég ekkert um, sagði bílstjórinn. En það sagði mér trúverðugur maður í Framsóknarflokknum, að framsóknarménn vildu hvorki heyra hann né sjá. Atarna þótti mér skrýtið að heyra. — Og kona hans? Hver er ei'ginlega kona hans? Forsét- inn verður að eiga fallega og myndarlega konu. Ég varð að játa það að ég vissi ekki einu sinni hvað kona Kristjáns Eldjáms héti. En væri hann ekki sjálfur prýðilega fram bærilegur rnaður í starfið? — Forsetinn verður að KIALLARI S þekkja stjórnmál út og inn, sagði bílstjóri. Ætli Kristján Eldjárn þekki ekki til stjórnmála á við hvem annan? Hann yrði að minnsta kosti ekki háður neinum ein stökum stjórnmálaflokki á Bessastöðum. Eða vissi bílstjór inn frekari sönnur á kommún- isma Kristjáns Eldjárns. Hven- ær lenti hann í þeim solli? — Ja , íþað veit ég ekkert um, sagði bílstjóri minn. En maður sem þekkir vel til sagði mér að hann væri brjál- aður kommúnisti. Hann hefur bara vit á því að láta það ekki koma fram opinberlega. Þegar hér var komið sam- talinu vorum við að beygja úr Hverfisgötu inn í Ingólfs- stræti. Hvað kostaði bíllinn? Það voru fimmtíu og níu krón ur. Og ég bað um nótu. — Nei, sagði bílstjórinn. En það er svo sem eftir öðru ef blöðin ætla ekkert að gera. Ég vonaði að honum hægðist í skapi þær 10 eða 12 vikur sem eftir væru fram að kjör dégi. Og kysi svo rétt í vor — Brjálaður kommúhisti sem enginn þekkir. Nehei, sagði bílstjórinn. Og hvérnig skyldi svo þessi kona hans vera? Ó. J. BONNIE ú CLYDE í VIKUBLAÐI einu íslenzku birtist fyrir skömmu viðhafnar mikil grein með fjölda ná- kvæmra mynda af bandarískum þokkahjúum ,BONNIE og CLY- DE að nafni, er létu eftir sig langan blóðferil í Bandarikjun um upp úr 1930. Var saga þessi ara vesalinga hin viðbjóðsleg- asta; hún andlega volað gleði. og glæfrakvendi, hann samvizku Iaus launmorðingi, er aldref hafði náð fullum þroska, kyn- villtur og geðbilaður. Þau voru í stuttu máli sagt úrhrök mann félagsins, sorglegt dæmi um lítil börn, sem kyrkjast í uþþ- vexti. En nú hefur það gerzt, sem e.t.v. speglar betur and_ legan vesaldóm vorra tíma en margt annað, að framleidd hef ur verið kvikmynd um fólk þetta með frægum leikurum í aðal- hlutverkum, gelín út hljómplata með samnefndu lagi, innleidd fatatízka með nafni BONNIEAR og myiidum og greinum um hjú in dreift út um allar jarðir. Virðist þetta hafa gert mikla lukku - og Bonnie og Clyde þarmeð allt að því tekin í dýr lingatölu! — O — MÉR er suurn: Er þetta nú ekki full langt gengið? Og er það ekki ósamboðið gamalgrónn og skjkkanlegu íslenzku viku- blaði, sem að því er manni skilst á að vera við hæfi allrar fjölskyldunnar. að tilreiða slík an óþverra? Þó að kvikmynda- jöfrar og fataframleiðendur mati krókinn svo auðvirðulegri beitu, er ekki naúðsynlegt að bíta á gagnrvníclaust og af fullkominni arlónslui! Við get úm einhverntíma leyft okkur að sýna meir; manndóm en milljónalýður stórborganna! — O — ÞAD er ltka umhugsunarefnl að nafnkunnir leikarar, sem að likindum telja sig til lista- manna, skulj líta við því að lelka í myndum eins og BONNIE og CLYDE. Og þó! Manni skilst reyndar, að Hollivúddmórallinn risti ekki djúpt og ef til vill er þetta aðeíns frekari stað- festing þess! GA. 2 21. apríl 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.