Alþýðublaðið - 30.07.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.07.1921, Blaðsíða 2
2 spilað djarft — og tafað. Tapað stríðsgróðanum og því sem er meira virði, lánstraustinu Og rík ið er svo látið nota lánstraust sitt til að haida þeim við, án þess þó, að þeim sé jafnframt gert að skyldu að halda áfram atvinnu- rekstrinum. Hví gerir ríkið þetta? Af þv/, að það eru eiginhagsmunamenn- irnir, sem eiga stjórn landsins með húð eg hári, og meiri hluta þingsins líka. Rfkjandi ástand er eiginhags- munamönnunum að kenna og auð- valdsskipulagi þjóðfélagsins. Alþýðan á enga sök á því; hún hefir engan umráðarétt yfir iramleiðslutækjunum og þátttöku hefir hún enga í stjóm reksturs þeirra. Henni verður því ekki um ástandið kent, þó auðvaldið reyni með bíekkingartilraunum blaða sinna, að sýna fram á, að alt ilt stafi aí háum launum verkalýðsinsll Bœtur fást aldrei á böli pessu, jyr en alpýðan sjálý tekur völdin í sínar hendur og rekur fram- leiðslutœkin með heill pjóðarinn- ar fyeir augum. Að þessu vinna jafnaðarmenn um heim allan, og þeim verður því meira ágengt sem lengra líður. Kvásir. Bannmálið og íslendingar erlendis. Þeir íslendingar, er „eriendis búa*, Ifta ekki allir sömu augum pg Halldór Hermannsson bóka- vörður á bannmál okkar íslend- inga. Fjarri fer því. Þeir láta sér ekki verða fyrst fyrir, að „brosa" að þeirri baráttu. Og þeir virðast einmitt hafa orðið þess varir, að umheimurinn hefir rent augum til íslands „vegna bannmálsins*. Merki þess eru víða að sjá. Með- al annars f bréfkafla þeim, er hér fer á eftir og er ritaður af mæt- um íslendingi, er verið hefir bú- settur í Vesturheimi nær 40 ár, til kunningja hans hér, sem unnið hefir að bannmálinu. Ðréfkaflinn hljóðar svo: -----Guð launar þér, fyrir elju þina og margra ára dugnað í bindindismálinu. Ekkert verk er háleitara til, en að leggja fram ALÞTÐOBLAÐtÐ afl og efni til útrýmingar því mesta og versta þjóðarböli, sem lá eins og martröð á þjóðinni. Þessvegna verð eg bæði hryggur og reiður er ég sé, bæði i blöð- um og bréfum að heiman, hvern- ig þetta fagra verk er vægðar- laust fótum troðið, einmitt af þeim, sem ættu að vernda það. Á land- ið engan heiðvirðan og dugandi löggæzlumann ? Elska þeir allir sjálfa sig — og áfengið? Ekki elska þeir landið sitt eða þjóðina, sem fæðir þá og klæðir. Þvi að ef þeir gerðu það, mundu þeir ekki láta nokkrum mönnum i kauptúnum landsins haldast uppi að iðka ósómann og afvegaleiða æskulýðinn. Og þeir mundu þá heldur ekki stuðla að því, að landið misti aftur pað álit, sem pað að maklegleikum ávann sér, pegar pað setti áfengisbannlögin*). En því áliti er þjóðin nú að glata, fyrir ódugnað og kæruleysi sýslu- manna og annara löggæzlumanna. — Hvar lendir það á endanum? Eg er búinn að dvelja nærfelt 40 ár /jarri tslandi og /slenzku þjóð- inni. En eigi að slður gleðst eg við hvert gæfuspor, sem hún stígur, ekki síst hið mikla spor til útrýmingar áfenginu. — Það hefir verið mitt mestá áhugamál rúmlega 30 ár. Harður og langur bardagi. En guði sé lof: nú er sigurinn unninn hér og málinu vel borgið, ef stjórnin stendur ein- beitt með þjóðinni. — L. €ðvarð gall prðjessor oot Sovjet-Rósslaoð. Edvard Bull prófessor f Krist- janíu er nýlega kominn heim úr Rússlandsferð. Hefir hann í sam tali við norskan blaðamann sagt svo frá ástandinu í Rússlandi eins og það er einmitt nú, „í Moskva er götulífið mjög fjörugt*, sagði prófessorinn, „og mesti fjöldi fólks á ferðinni. Hvergi var hægt að sjá nokkur merki hrygðar né skorts, nema éf vera skyldi f því að kvenfólkið gekk sokkalaust. En eg held að það sé tíska en ekki skortur, sem er or- *) Hér auðkent. sök f því. Mjög fátt sást af lemstruðum mönnum og betlurum — áreiðanlega ekki meira en t Kristjanfu (sem hefir ekki V3 af fbúatölu Moskva). Á torginu sáum> við nokkrar konur af gömlu borg- araflokkunum. Þær voru að selja skrautgripi og aðra muni til þess að afla sér einhvers til þess að lifa af. Annars hefir mesti fjöldi manna úr þessum flokki leitað til útianda. Það er sagt að alls séu ura z> milj. af þeim í Evrópu utan Rúss lands. Þeir af gómlu borgaraflokk- unum, sem eftir urðu í Rússlandir eru horjnir að mestu sem sérstök stétt, en eru orðnir vinnandi menn eins og allur fjóldinn. Það hefir víða þurft á duglegum starfsmönn- um að halda, enda hefir sovjet- stjórnin lagt sig mjög fram tiE þess að útvega sér góða og af- kastamikla embættismenn. Flest ir af þeim mönnum, sem setja E æðri embættum eru mjög þreytu- legir, því þeir hafa lagt ákaflega mikið á sig. Einn af stjórnmála- mönnunum sagði, að eitt hið nauð- synlegasta sem nú lægi fyrir væri að veita svo sem þúsundi af for- vfgismönnum komúnistanna nokkra mánaða hvíldl Annars er þeim mönnum stöðugt að fjölga, sem geta íarið með embætti fyrir sovjetstjórnina. Núna i vor hefir stjónin gert ýmsar breytingar, sem eins og stendur hafa mikið orðið til batn- aðar og stórum glætt atvinnuiffið. Fyrst og fremst hefir verið leyft að verzla i smáum stfl og það mátt strax sjá þó nokkrar smá- sölubúðir. En öllu merkari eru breytingarnar i bændapóiitfkinnL Upphaflega var það ætlu sovjet- stjórnarinnar, að bændur fengju ríkinu i hendur alla aðra uppskeru en þá, sem þeir sjálfir þyrftu. Nú hefir í stað þessa verið lagður á bændurna stighækkandi skattur og á þann hátt fá þeir að halda tölu vert meiru en aðrir. Útlitið með landbúnaðinum má segja að sé hið bezta einkum i Ukraine. Þar er núna búist við afbrsgs upp- skeru. En svipað má einnig segja um Sibirfu. Lakast að vfgi stend- ur Austur Rússland. Annars er það eitt, sem Krífur mann meira en nokkuð annað i Rússlandi nú á tfmum, en það jer sú nákvæma umhyggja, sem sovjet-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.