Alþýðublaðið - 21.04.1968, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 21.04.1968, Qupperneq 5
I t AÐ LOFSYNGJA ASTINA Úr páskamynd Laugarásbíós, „Maður og kona“ (Un homme et une femme) Leikstjóri: Claude Leloueh. Handrit: Lelouch og Pierre Uytterhoeven. Kvikmyndun: Patrice Pouget og Jean Coll- omb. Tónlist: Francis Lai. Að lofsyngja ástina — það er nokkuð sem margir franskir kvikmyndahöfundar hafa gert í verkum sínum — og engir gera því viðfangsefni betur skil en einmitt Frans- menn. Einn þeirra er Claude Le loueh. Hann hafði fram til þessa verið óþekkt nafn í kvikmynda- heiminum, eða þangað til Mað ur og ,kona (Un homme et une; femme) var frumsýnd í Cannes 1966; sú mynd gerði liann heims frægan á svipstundu. Maður og kona er óvenjuleg mynd. Þar er um að ræða sér- stæða notkun lita, tóplistar og ekki sízt kvikinyndatökuvélar með tilheyrandi súmmi og lins um. En áður en við ræðum það nánar, ætla ég í fáum orðum að skýra frá efni kvikmyndarinnar: Maður og .kona hittast af til- viljun í Deauville, þar sem þau hafa börn sín í heimarvistar- skóla. Hún hefur misst af lest- inni og hann býðst til að aka henni til Parísar. Fyrr en varir eru þau farin að segja hvort öðru ævisögu sína. Þau hafa verið gift, en bæði misst -maka sinn á voveiflegan hátt. Hún að stoðar við kvikmyndatöku, en hiaður hennar, sem var statisti hafði farizt við töku eins atriðis. Hann er kappakstur'shetjan, og eitt sinn, er hann slasaðist illi- lega, fékk eiginkonan taugaáfall og framdi sjálfsmorð. Afar einföld og fábreytileg saga. En markmiðið er auðvitað að gera kvikmyndina þannig, að hún muni varðveitast í hugum óhorfenda, og það hefur áreið anlega tekizt, þó að vísu keyri nokkuð úr hófi fram í frumlegri notkun á litum, myndatökuvél, linsum, súmmi og öðru slíku. En hvað sem því líður verður kvik myndin, einmitt þess vegna, eft irminnileg. Lelouch er haldinn óstjórn- legri litagleði. Ýmist er myndin í eðlilegum litum, ellegar ein- ungis í brúnum, bláum, gráum eða rauðum litum. Allt er þetta gert af mikilli leikni og kunn- áttu. Sama er að segja um mynda- tökuna. Hún er hreint aðdáun- arverð. Notkun á súmmi, linsum, nær og fjæmyndatöku, hreyf- ingu vélarinnar; allt er þetta svo ferskt, nýstárlegt, óvenju- legt, athyglisvert. Tónlistin eftir Francis Lai er hreint' undursamleg, sérstaklega er titillag myndgrinnar, sem stundum er sungið, hrífandi og fallegt. Þó frásagnarstíllinn og sjálf efnismeðferðin sé í hæsta máta margþætt og óvenjuleg, er efnið, sjálf sagan, afar einföld og hversdagsleg. Það er engu líkara en sum samtölin séu „im próvíseruð". Tökum sem dæmi. atriðið á kaffihúsinu, þar sem þau sitja ásamt börnum sínum; sonurinn segist ætla að gerast brunavörður og konan biður Framhald á bls. 14. Á ÞEIM skamma tíma, sem Ný byggingaráð starfaði hafði það ýms áform í huga, og þar sem undirritaður var einn af 4 ráðs- mönnunum eru mér enn ferskar í huga allar þær mörgu og miklu umræður, sem urðu um áform ráðsins að beita sér fyrir svo- nefndum landshöfnum og minnir mig að þær væru hugsaðar á 4 stöðum á landinu til að byrja með. Voru það; Þorlákshöfn, Njarðvík, Rif og Skagaströnd. Voru þessar hugmyndir Nýbygg ingarráðs af fjölmörgum kallað ar draumórar einir. En tíminn leiðir oft það sanna í Ijós og svo hefir orðið hér með áform og framkvæmdir á áðurtöldum 3 stöðum af fjórum. Vildi ég fyrst ræða dálítið um Þorlá'kshöfn. Ég hygg að hinn mikli hugsjóna og framkvæmda maður Egill heitinn Thoraren- sen hafi átt upphaflegu hug- myndina um liöfn þarna á þess um stað fyrir opnu hafi og það verð ég að segja að fyrst þegar ég kom þarna með Agli heitn- um, þá' leizt mér staðurinn í- skyggilegur til að byggja þar höfn. En eftir því sem Egill lýsti fyrir mér sínum hugmynd- um um hafnargerðina í höfuð- dráttum, og jafnframt því mikla hlutverki, sem hafnargerð í Þor lákshöfn kæmi til með að láta í té íbúum á Suðurlands undir- lendinu, sannfærðist ég um að þarna ætti að rísa höfuðhöfn fyr ir þennan landshluta. Og þótt þáttur ríkisins og stuðningur mætra manna í sýslu nefndum Árnss- og Rangárvalla sýslna væri stór hygg ég þó að þáttur hins dugmikla foringja þeirra austanmanna hafi riðið baggamuninn að byrjað var á ver.kinu og því haldið áfram eft ir því, er frekast þótti fært á liverjum tíma. Og enn er því ekki lokið að fullu, en kunnugir segja mér, að þegar síðasta á- fanga verði lokið, muni verða betri aðstaða í vondum veðrum, en nú er. Nú fara árlega í land tugþús- undir tonna af skepnufóðri, sem kemur fyrst og fremst til góða sveitunum ^austanfjalls, auk þess sem mestur hluti byggingar efnis fyrir sömu sveitir fer nú í land í Þorlákshöfn til mikils hagræðis fyrir sömu sveitir. En þetta er einn þáttur um ó- metanlegt gildi Þorlákshafnar, hinn er áður óíalinn, en hann, er sá, að höfn þessi tekur nú á vetrarvertíðum móti miklum fiski sem bæði er unninn þar á' staðnum og fluttur til Faxaflóa hafna til vinnslu þar. Hefir þetta sannazt áþreifanlega nú síðustu dagana, þar sem fjöldi aðkomu- báta landa þar afla sínum og spara sér tíma, því ella hefðu bátarnir orðið að sigla með afl- ann til Faxaflóaliafna og misst marga daga frá veiðiskap. Mun landið fyrir þetta eitt hafa grætt milljónir króna í auknum út- flutningi ár hvert nú undanfarn ar vertíðar. Og spá mín er sú að á næstu áratugum muni þessi landshöfn vaxa að vexti og við- gangi. Og þegar síðasti áfangi í hafnargerðinni er fullgerður, munu skip síður þurfa að bíða en nú er, til að geta athafnað sig í vondum veðrum. Næst vil ég fara nokkrum orð um um landshöín í Njarðvík. Hún er í smíðum og að mér finnst, miðar þar allt of hægt öllum framkvæmdum. Mun það ábyggilega há útvegi þar syðra. Suðurnesjamenn hafa löngum sótt sjóinn fast og gera það enn þá, og því hin fyllsta nauðsyn að landtaka sé góð. Keflavíkur höfn er nú alltof lítil fyrir hinn stóra flota, sem þaðan stundar veiðar, auk þess sem ýmsir að- komubátar leggja þar uþp afla sinn. Virðist mér að mjög sé nú orðið aðkallandi að hraða svo framkvæmdum við landshöfnina í Njarðvíkum að not megi að verða. Núverandi höfn í Kefla- vík er erfið í vondum veðrum og oft ófært stærri vöruflutninga- skipum að komast að bbyggju og er nú alls ónóg fyrir útveg- inn í þessu byggðarlagi. En með fullgerðri höfn í Njarðvikum, myndi hér verða stórbreyting til batnaðar. Þá er-það Rifshöfn. Um hana hafa verið deildar meiningar, engu síður en fyrst um Þorláks höfn. En höfnin er ávallt meir og meir að sanna ágæti sitt, þótt enn sé eftir mikið átak til að fullgera hana, eins og áform að hefir verið. Þeir, sem séð hafa Rifshöfn, taka strax eftir því mikla öryggi, sem höfnin veitir öllum skipum, sem inn koma og hygg ég að fáar hafn ir hér á landi séu öruggari í vondum veðrum en einmitt Rifs höfn. Hins vegar er innsigling til hafnarinnar fyrir hin stærri skip alltaf erfið, en eflaust stendur það til bóta í framtíð- inni. í kringum Snæfeilsnesið eru fengsæl fiskimið oft árið um kring, þótt nú þessa vertíð bregð ist þau að einhverju leyti, en það getur alltaf skeð, því svip ull er sjávarafli segir gamalt máltæki. Hellissandur hafði áð- ur en Rifshöfn kom til skjalanna litla og erfiða möguleika til að koma að og frá sér vörum, en þar er nú talsverð vinnsla sjáv- arafurða. Hefir því Rifshöfn ó- metanlega þýðingu fyrir Hellis- sand og stundum fyrir útgerðar staðinn Ólafsvík, síðan vegur var lagður fyrir Ennið. Auk þess leita nú aðkomubátar mikið með afla sinn til þessa staðar, til að forðast langsiglingar og spara þannig tíma og kostnað mikinn. Drýgja þá um leið tíma, sem þeir geta verið að veiðum. Ég tel því að rétt hafi verið að ráðast í byggingu Rifshafnar og hún fyllilega sannað að það voru engir druamórar fárra manna, þegar ákveðið var að byggja þarna höfn. Þá er það síðasta höfnin af fjórum, sem Nýbyggingarráð lagði til að gerð yrði að lands- höfn og er það höfnin við Höfða kaupstað. Þar var við stóran að deila. Einmitt um það leyti, sem umræður fóru fram um lands- höfn þar og jafnvel voru hafnar miklar framkvæmdir í hafnar- gerð þar, lagðist síldin að mestu, frá' Norðurlandi. Framkvæmdir (stöðnuðu, fólksfjölgun einnig og trúin á staðinn dvínaði. Útgerð lítil þaðan og aflaföng oft rýr. Allt þetta hefir rýrt trú manna á gildi staðarins. En einhver stakk fyrir nokkr- um árum upp á því, að koma upp eða tengja við síldarverksmiðj- una, sem þar er, grasmjöls- vinnslu. Ef til vill hefir Norður- landsáætlunin gert ráð fyrir slíku. Um það veit ég ekki, en hitt dylst engum, að Húnavatrts sýslur eiga miklar og stórar breiður af óunnu landi, og þótt mikið hafi verið ræktað þar síð astliðin 20-25 ár, þá sér tæplega högg á vatni. Ræktanlegt land í þessari stóru sveit, er nær ó- þrjótandi og ábyggilega er ó- ræktað land þeirra Húnvetninga mikill fjársjóður, sem framtíð- in á eftir að nýta. Væri þá Höfða kaupstaður tilvalinn staður, sem útflutningshöfn fyrir grasmjölið, því gera mætti ráð fyrir að ef ráðizt yrði í framleiðslu gras- mjöls eða grasmjölsköggla, sem, Danir gera nú mikið að og til- raunir hafa verið gerðar með í Gunnarsholti, þá yrði það gert í svo stórum stíl að framleiðslan yrði stórframleiðsla, sem gerði miklu meira en fullnægja að- liggjandi sveitum. En þrátt fyrir það að það voru af ýmsum nefndir hreinir draum órar, að hinir 4 staðir sem lagt var til við stjórnvöldin að þar væru gerðar landshafnir "þá hafa 3 þeirra sannað að það voru eng ir draumórar og 2 þeirra skila nú ágætum árangri, sá þriðji er bráðum kominn í gagnið og mun eflaust sanna ágæti sitt og á ég þar við Njarðvíkurhöfnina. En hinn f jórði, Höfðakaupstaður, má með sanni segja að hafi brugð izt, en vonandi á seinni tíminn eftir að breyta liér einhverju um. En hinu mega menn ekki gleyma að ekki rætast allar spár né all ir draumar okkar. Það er saga, sem æ ofan í æ hefir endurtek ið sig. En þrátt fyrir það að haf izt var handa að koma þessum upphaflegu hugmyndum um fjór ar landshafnir í framkvæmd, þ;» tel ég að draumur þeirra. er hugmyndirnar áttu upohari°gc, hafi að miklu ieiti rætzt og orð ið ýmsum sveitum og kauptún um og ekki sízt útveginum til ómetanlegs gagns og þá um leið þjóðinni allri. 21. apríl 1968 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ $

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.